Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 29
MINNING ¦ Jóhann Lárus Jóhannesson Jóhann Lárus Jóhannesson, bóndi á Silfrastöðum í Skaga- firði, er látinn. Það bar svo sann- arlega allt of snöggt að fyrir okk- ur sem eftir stöndum, því ekkert hafði gefið til kynna að endalokin væru nálæg. Hann var unglegur og beinn í baki þótt árin væru orðin 75. Mín fyrsta minning um Jóhann Lárus er skýr í huga mínum þótt langur tími sé liðinn. Ég var, frá því ég fyrst man eftir mér, afar hænd að yngstu systur móður minnar, Helgu. Hún bjó hjá okk- ur meðan hún stundaði nám í Reykjavík, og síðar, þegar hún varð skólastjóri húsmæðra- skólans á Akureyri, fór ég alltaf norður til hennar þegar voraði og var borin á höndum í þessum ungmeyjafansi. En eitt vorið brá mér í brún. Það sat karlmaður við eldhús- borðið og var að borða hafra- graut. Ég fann strax að þarna var hættulegur keppinautur um ástir minnar kæru frænku. Þar ÐAGVIST BARM Forstöðumaður Dagvist barna auglýsir lausa stöðu forstöðu- manns á nýtt skóladagheimili við Rangársel. Umsóknafrestur er til 15. júní. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu við Tryggva- götu. reyndist ég sannspá, því ekki leið á Iöngu uns maðurinn við eldhús- borðið, Jóhann Lárus Jó- hannesson stærðfræðikennari við Menntaskólann á Akureyri, var orðinn eiginmaður Helgu frænku minnar. Og ég sætti mig við það. Enda fæddist Jóhannes sonur þeirra skömmu síðar. Og fátt var mér þá dýrmætara en þessi litli frændi minn sem ég gætti eftir fremsta megni, fyrst á Akureyri og síðan á Silfrastöðum, en þang- að fluttu þau skömmu síðar og hófu búskap. Búskapurinn á Silfrastöðum var frumstæður fyrstu árin: torf- bær - ekkert rafmagn - ekkert rennandi vatn. En þau voru ung og hraust og kát. Og þau áttu góða nágranna. Síðan kom steinhúsið og raf- magnið og lífið varð léttara. En ég held að það sé ekki ofsagt þótt ég fullyrði að hjónin á Silfrastöð- um hafa alla tíð verið samhent um að ánetjast ekki lífsgæða- kapphlaupi okkar tíma. Pegar ég hugsa til baka til þess- ara ára í sveitinni hjá Helgu og Jóhanni finn ég að fyrst var ég alltaf að fara norður til Helgu. En eftir því sem árin liðu varð Jó- hann mér afar nákominn. Og eftir að ég fluttist norður aftur sem fullorðin manneskja fann ég, án þess að um það væri talað, að milli okkar Jóhanns rfkti innileg vinátta. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka vináttu þessa góða og fágaða manns. Helgu frænku, Jóhannesi og Lilju, Jóni Halls- syni, Helgu Fanneyju og Hrefnu sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Hallveig Thorlacius VINNUEFTIRLIT RIKISINS Bildshöfða 16,112 Reykjavík. Simi 91-672500. Um vinnu barna og ungmenna Atvinnurekendur og verkstjórar athugið Börn og ungmenni hafalent í alvarlegum vinnuslysum á undanfömum árum. Þörf er á sérstökum varúðarráö- stöfunum við vinnu þeirra vegna reynsluleysis. Vinnueftirlitið minnir atvinnurekendur og verkstjóra til sjávar og sveita á eftirfarandi: 1. Börn innan 14áramáekki ráðanematil léttra,hættu- lítilla starfa. 2. Þess skal gætt að barni eða ungmenni sé ekki of- þjákað við þunga eða óholla vinnu, meö löngum vinnutíma, vökum eða óreglulegum vinnuháttum. 3. Börn og ungmenni skulu fá nauðsynlega kennslu og þjálfun í að framkvæmastörf sín þannig að ekki stafi hætta af. Um þetta efni er fjallað í lögum um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 í köflum um vinnu barna og ungmenna og skyldur atvinnurekenda og verkstjóra. Einnig í lögum um vernd barna og ung- menna nr. 53/1966. Skv. breytingu á síðamefndu lögun- um frá 1983 merkir barn einstakling innan 16 ára aldurs og ungmenni er unglingur á aldurskeiðinu 16-18 ára. Reykjavík, í júní 1989. Akureyrarbær ráðgjafadeild Félagsráðgjafi óskast til starfa við ráðgjafadeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um starfið veita starfsmannastjóri í síma 96- 21000, sem einnig hefur umsóknareyðublöð, og deildarstjóri ráðgjafadeildar í síma 96- 25880. Umsóknarfrestur er til 16. júní n.k. Deildarstjóri ráðgjafadeildar /rtfe Holtaskóli Keflavík Næsta skólaár eru Iausar4 kennarastöður m.a. í ensku, íslensku, samfélagsfræði, stærðfræði og raungreinum. í skólanum eru u.þ.b. 500 nemendur frá 6. til 9. bekkjar og kennarar um 30. Einnig vantar íþróttakennara drengja. Upplýsingargefa skólastjóri í síma 92-15597 og yfirkennari í síma 92-15652. Skólanefnd fj LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í frá- gang lóðar umhverfis stjómstöð fyrirtækisins Bústaðavegi 7 í Reykjavík í samræmi við út- boðsgögn nr. 0212. Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 8. júní 1989 á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1000,- Lóðin er samtals um 4900 m2 og felst verkið m.a. í frágangi á jarðvegsyfirborði, gróðursetn- ingu trjáa og runna, lagningu gangstíga, lagn- ingu snjóbræðslukerfis, malbikun bílastæða, setja upp lýsingu og annast um viðhald lóðar fram til haustsins 1992. Miðað er við að verkið geti hafist 26. júní n.k. og að 1. verkáfanga verði lokið fyrir 15. september n.k. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík föstudaginn 16. júní 1989 fyrir kl. 10.30, en tilboðin verða opnuð par sama dag kl. 11:00 að viðstöddum bjóðendum. Reykjavík, 6. júní 1989 DAGVI8T BARNA Fostöðumenn óskast Dagvist barna auglýsir stöður forstöðumanna á eftirtöldum dagheimilum lausar til umsóknar: Iðuborg Kvarnarborg Laugaborg Völvuborg Umsóknarfrestur er til 15. júní n.k. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu við Tryggva- götu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.