Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 5
C* €
Þaö fer ekki á milli mála hverjir ráða ferðinni á Tjörninni í Reykjavík. Endurnar mega sín lítils gegn vargfuglinum sem fer stöðugt fjölgandi.
Mynd-Jim Smart.
Andalíf
Vargurinn
að taka
völdin
Nei, þessi mynd cr ekki tekin við
færaveiðar úti i Flóanum. Mynd-
in er tekin við Reykjavíkurtjörn
þar sem mávagcrið fer sífcllt
stækkandi og ógnar andalífí og
rómantík við Tjörnina.
Sömu sögu er að segja frá öðr-
um andapollum eða lækjum eins
og í Hafnarfirði, þar sem stór-
fjölgun vargfugla á Hamarskots-
læk hefur valdið áhugamönnum
um andarækt ntiklum áhyggjum.
Voru þessi vargamál nt.a. rædd á
fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar á
dögunum þar sem náttúruvernd-
arnefnd bæjarins var falið að gera
tillögur um verndun dýralífs á
Lækjarsvæðinu. Upplýst var
jafnframt á fundinum að uppi
væru aðgerðir gegn varginum, en
þær virtust duga skammt.
->g-
Fjárlagahallinn
3 ráðheirar kanna 3 leiðir
Rœtt um auknar tekjur, niðurskurð útgjalda ríkissjóðs eða lántöku innanlands til lausnar
yfirvofandi halla uppá 4 miljarða
Ráðherrar þinguðu í þrjá og
hálfa klukkustund í gærmorg-
un um yfírvofandi fjögurra milj-
arða halla á ríkissjóði og leiðir til
þess að rétta hann af. Skipuð var
þriggja manna ráðherranefnd til
þess að fara ofaní saumana á mál-
inu og leita lausna með þrjá
möguleika efsta á blaði: aukna
skattheimtu, niðurskurð ríkisút-
gjalda og innlenda lántöku.
Olafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra var orðvar að fundi
loknum. Hann vildi ekki greina
frá þeim hugmyndum sem reifað-
ar voru til lausnar og sagði að
engar ákvarðanir hefðu verið
teknar. Pó væri Ijóst að í lengstu
lög yrði sneitt hjá lántökum er-
lendis. Eftir stæðu þrír mögu-
leikar, að auka tekjur ríkisins, að
draga úr útgjöldum og fram-
Fótbolti
Enn tapa
Fiamarar
Valsmenn efstir eftir
sigur á Vikingi
íslandsmeistarar Fram tapa
enn stigum og verður torsótt leið
þeirra i að halda titlinum í ár. FH
sigraði Fram í gærkvöld, 2-0,
með mörkum Pálma Jónssonar
og Olafs Kristjánssonar og hafa
Framarar þá tapað tveimur
leikjum á mótinu en þeir töpuðu
aðeins einum í fyrra.
Valsmenn eru enn í efsta sæti
eftir 1-0 sigur á Víkingi. Heimir
Karlsson skoraði með skalla. í
Keflavík gerðu heimamenn jafn-
tefli við Þór. Kjartan Einarsson
skoraði fyrir ÍBK en Bojan Tan-
evski jafnaði fyrir Þór.
í annari deild sigraði Einherji
Völsung, 3-0, Stjarnan vann Sel-
foss 2-0, Breiðablik tapaði fyrir
Tindastól, 1-2 og Víðir og ÍR
skildu jöfn, 1-1.
-þóm
kvæmdum ríkisins og að slá lán
hér innanlands.
Hann sagði að nefnd þriggja
ráðherra, sín sjálfs úr Alþýðu-
bandalagi, forsætisráðherra úr
Framsóknarflokki og ýmist Jóns
Sigurðssonar eða Jóns Baldvins
Hannibalssonar úr Alþýðuflokki
ntyndi grunda vandann og
lausnarleiðir. Nefndin myndi
vinna ötullega næstu daga og
stefndi að því að ljúka störfum
hið fyrsta.
Fjármálaráðherra var spurður
um það í gær hvort ríkisstjórnin
hygðist taka landbúnaðarmálin
til endurskoðunar en í fyrradag
sagði hann í sjónvarpsviðtali að
brýna nauðsyn bæri til þess þar eð
fyrirkomulag búvörukerfisins
hefði gengið sér til húðar.
Hann sagði landbúnaðarráð-
herra vinna að þeim málum. Allir
ráðherra í ríkisstjórn og einnig
forystumenn bændasamtaka
gerðu sér grein fyrir því að vand-
inn væri gífurlegur, meiri en
menn áttu von á sem stafaði m.a.
af því að kjötneysla hefði dregist
stórlega saman að undanförnu.
Auk þess væru landbúnaðarmál-
in hluti af fjárlagadæminu, niður-
greiðslur hefðu verið auknar um
600 miljónir í kjölfar samninga og
útflutningsbótavandinn væri
meiri en áætlað hefði verið. ks
Loftmiðlar
Útvarp X í loftið 13. júní
Dagskrárgerðarmenn kostaðir af fyrirtækjum
rír framtakssamir ijngir
menn hafa tekið útvarp Utrás
á leigu til þriggja mánaða og
hyggjast hefja þar rekstur nýrrar
útvarpsstöðvar. Nafn stöðvarinn-
ar verður upplýst í fyrstu útsend-
ingunni sem send verður í loftið
þriðjudaginn 13. júní klukkan
9.57. Að sögn Steingríms Ólafs-
sonar fyrrum útvarpsmanns á
Bylgjunni er ætlunin að byggja
útsendingar fyrst og fremst á tón-
listarflutningi en jafnframt verða
sendar út fréttir. Fréttirnar verða
hins vcgar á óreglulegum tímum,
eða eins og Steingrímur sagði:
„Við segjum fréttir þegar þær
gerast.“
Þessi nýi loftmiðill mun senda
út allan sólarhringinn og verður
fólk við hljóðnemann allan þann
tíma. Sagði Steingrímur að fylgt
yrði ákveðinni tónlistarstefnu á
stöðinni og aðallega yrði byggt á
„góðu rokki“, en farið út í hinu
ýmsu jaðra tónlistarinnar þegar
kvölda tekur. Stöðin hefur
bryddað upp á þeirri nýjung að
láta fyrirtæki fjármagna einstaka
dagskrárgerðarmenn og njóta
þær auglýsinga í staðinn. Ýmsir
kunnir loftmiðlamenn munu
starfa á stöðinni, en auk Stein-
gríms má nefna Önnu Þorláks er
áður starfaði á Bylgjunni, Hörð
Arnarson, fyrrum Bylgjumann,
Þorstein Högna Gunnarsson sem
starfað hefur á bylgjunni og hinni
framsæknu útvarpsstöð, Utvarp
Rót, og Snorra Má Skúlason sem
áður starfaði á Rás 2. Þá er í bí-
Greinilcgt er að færri geta orðið
kennarar en vilja, því um-
sóknir um almennt kennaranám í
Kennaraháskólanuin eru nú 260
talsins, en einungis 120 verða
teknir inn. í fyrra voru umsóknir
170.
Þetta má teljast athyglisverð
þróun í ljósi þeirrar umræðu sem
hefur verið undanfarin ár um
kennarastéttina. Skýringarinnar
má þó sennilega leita til þess, að í
haust verða þeir síðustu teknir
inn í skólann, sem læra til kenn-
ara í 3 ár. Haustið 1990 verður
námið lengt í 4 ár.
gerð að fá til starfa fólk frá
Stjörnunni.
Útvarpsstjóri verður hand-
boltamaðurinn Konráð Olavson
og er hann einn eigenda Útvarps
X, en meðeigendur eru þeir ívar
Kristjánsson og Birgir H. Birgis-
Fyrir umsækjendur sem ekki
hafa lokið stúdentsprófi, eru
tekin frá 10% nemendasæta.
Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er
gert og er það í samræmi við
heimild í nýrri reglugerð um
Kennaraháskólans.
Á morgun, laugardag, mun
Kennaraháskólinn sæma dr.
Brodda Jóhannesson og dr.
Matthías Jónasson doktorsnafn-
bót á sviði uppeldis- og kennslu-
fræða í heiðursskyni. Sú útnefn-
ing fer fram um leið og kennara-
efni fá prófskírteini sín.
son. Stöðin mun senda út á FM
95,7.
phh
Alþýðubandalagið
Miðstjóm
fundar
á morgun
Formaður með framsögu
um þróun og framtíð
Miðstjórn Alþýðubandalagsins
hefur verið boðuð til fundar á
morgun laugardag kl. 10 árdegis í
Flokksmiðstöðinni í Reykjavík. Á
fundinum mun Ólafur Ragnar
Grimsson formaður flokksins
hafa framsögu um stjórnmála-
þróunina og verkefnin framund-
an.
Auk þess liggur fyrir fundinum
að kjósa laganefnd, sem hefur
það hlutverk að fara yfir tillögur
frá síðasta aðalfundi og einnig
verða flokksgjöld ákveðin á
fundinum. Áætlað er að mið-
stjórnarfundinum ljúki síðdegis á
morgun. _jg.
ns.
Föstudagur 9. júni 1989 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5
Kennaraháskóli íslands
Umsóknum fjölgað um 60%
260 manns hafa sótt um skólavist í Kennara-
háskólanum, en aðeins 120 teknir inn