Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 22
Kjartan Ragnarsson: „Ekki að ástæðulausu að við flytjum." Framhald af bls. 21 sem þá var nýorðinn leikhús- stjóri. - Þegar ég kem hér inn stendur Leikfélagið á tímamótum. Það var árið sem það byrjaði að starfa sem atvinnuleikhús og um sama leyti er að mótast stefna sem hef- ur einkennt íslenskt leikhús síð- an, en það er breytt viðhorf til íslenskrar leikritunar. Þá er fyrir alvöru farið að hlúa að henni, og má segja að Kjarnorka og kven- hylli eftir Agnar Þórðarson og Hart í bak eftir Jökul Jakobsson hafi gjörbreytt afstöðu manna. Fyrir þatfn tíma hugsuðu þeir sig tvisvar um áður en íslensk verk voru tekin til sýningar, en nú hef- ur þetta snúist við, nú hugsa menn sig tvisvar um áður en er- lend verk eru tekin til sýningar. - Ég tel þetta vera mjög mikil- væga þróun, sem er tákn um það að hér býr sjálfstæð þjóð í eigin landi. Leikhúsið er til að mynda tákn um það sem við höfum fram yfir fbúa New Hampshire, sem eru álíka margir og við. íslenskt leikhús á framtíð fyrir sér ef ís- lenska þjóðin á framtíð fyrir sér. Ég held að vinsældir leikhússins hér á landi byggist mikið á því að íslendingar finna sína sjálfsvit- und í leikhúsinu, í tungumálinu og í listinni sem fer fram út frá forsendum okkar þjóðfélags. Leikhúsið er mikilvægt fyrir varðveislu okkar menningar og Í»ess vegna gengur leikhús vel á slandi. Pó kvikmyndir séu skemmtilegt innlegg í okkar menningu geta þær ekki komið í staðinn fyrir leikhúsið, það nána samband sem skapast á milli áhorfanda og listamanns. - Þegar komið er að flutningi í Borgarleikhús kemur rómantfkin til sögunnar. Þá finnst manni maður ekki eiga annað en góðar minningar héðan, en það er ekki að ástæðulausu að við flytjum. Við höfum rekið hérna atvinnu- leikhús við ótrúlega þröngar að- stæður, og þó við höfum að ein- hverju leyti verið samdauna þeim, höfum við fundið muninn þegar við höfum drepið niður fæti einhvers staðar annars staðar, til dæmis í Skemmunni. Við höfum unnið að því í mörg ár að gera drauminn um Borgarleikhús að veruleika. Nýtt hús þýðir betri aðstæður fyrir okkur öll, ekki síst áhorfendur, og það er sárt að fólk sem lagði alla sína krafta í að þessi draumur mætti rætast skuli ekki fá að upplifa þessa stund. - Við vonum að Iðnó verði áfram leikhús þó að við færum okkur úr stað, en við vitum vel að hér þarf geysimiklar viðgerðir. Húsið hangir orðið saman af vana, undanþágum og plástrum. En ekkert annað hús í Reykjavík er jafn tengt listasögu hennar. LG Auglýsing um lögtök fyrir fasteigna- og brunabóta- gjöldum í Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f. h. Gjald- heimtunnar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúr- skuröi, uppkveðnum 6. þ. m., verða lögtök látin fara fram til tryggingar ógreiddum fasteigna- sköttum og brunabótaiðgjöldum 1989. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, hefjast að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsing- ar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, 6. júní 1989 Frá menntamála- ráðuneytinu Lausar stööur við framhaldsskóla Við Fjö/brautaskóla Suðurtands eru íausar tíl umsóknar eftirtaldar kennarastöður: íslenska, enska, danska Vz staða, sálar- og uppeldisfræði Vv. staða, stærð- og tölvufræði, raf- greinar, fagteikning tréiðna V2 staða, lögfræði Vfe staða og þá eru laus hlutastörf í veitingatækni og fatagerð Að Menntaskólanum á Akureyrl vantar kennara í stærð- fræði og sögu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 20. júní n.k. Menntamálaráðuneytlð Jon Faddis í Óperunni Sumarhátíð Jazzvakningar Það eru liðin næstum þrjú ár síðan bandarísk djass- hljómsveit hélt síðast tónleika hér á landi, það voru þeir Mingusarsynir George Adams og Don Pullen, að ó- gleymdum Dannie heitnum Richmond, sem skemmtu djassunnendum í íslensku Operunni haustið I986. Og nú stendur fyrir dyrum Sumar- hátíð Jazzvakningar, í fyrr- nefndri Óperu, n.k. mánu- dagskvöld. Það er trompet- leikarinn Jon Faddis sem leiðir hljómsveitina, sem auk hans er skipuð ungu fólki á uppleíð, trommuleikarinn Lewis Nash hefur próf frá Sonny Rollins og Branford Marsalis, bassaleikarinn Phil Bowler spilaði með Wynton Marsalis og píanistinn Renée Rosnes hefur m.a. leikið með Joe Henderson, J. J. John- son og Wayne Shorter. Sumsé öll meðmæli í góðu lagi. Jon Faddis, sem nú er 36 ára gamall, er eitt af undrabörnunum í trompetsögunni. Farinn að blása átta ára gamall, innbláslnn af Louis Armastrong, en heillað- ist af Dizzy Gillespie, enn á barnaskólaaídri og var kominn í stórsveit Lionels Hamptons 17 ára. Síðan var hann með Thad Jones/Mel Lewis stórsveitinni í fjögur ár, auk þess að taka lagið með Mingusi, sem viðhafði um hann þau orð að hann hefði alla burði til að verða einn af bestu trompetleikurum djassins. Rúm- lega tvítugur spilaði hann inn á dúóplötu með Oscari Peterson og þá er hann að finna á einni af síðustu hljómplötum Mingusar. En svo mikii frægð á ungum aldri getur reynst mönnum erfið og svo fór að Faddis hvarf í áratug inní stúdíóheim Njújorkborgar og skreytti þar tónlist jafnt Franks Sinatra sem Rolling Stones. En upp úr þrítugu var undrabarnið búið að fá nægilegt sjálfstraust til að halda út í alvörubransann og það gerði hann með bravúr. Þeg- ar Dizzy Gillespie varð sjötugur fyrir tveimur árum var sett saman úrvalsstórsveit og spilaði út um öll Bandarfki og Evrópu. Faddis stjórnaði tónlistinni og í þessu bandi gátu allir spilað nauið og rúmlega það. Ég heyrði í sveitinni í Hollandi fyrir tveimur árum og þá höfðu þeir Jon og Dizzy fengið til liðs við sig kúban- ska snillinginn Arturo Sandoval (sem þandi sig í ríkissjónvarpinu fyrir skömmu) og var það mál manna að efri mörk trompetreg- istursins hefðu lyfst nokkuð undir leik þeirra. Meiri músík, minni her Kvartett Jons Faddis hefur að undanförnu spilað víða um lönd og er sendur af bandaríska utan- rfkisráðuneytinu, sem skipulagt hefur slíkar tónlistarferðir um alllangt skeið með því markmiði að kynna heiminum bandaríska menningu og máske í leiðinni að bæta orðstír utanríkisstefnunnar. Og veitir kannski ekki af hér og nú þegar framundan eru stór- felldar æfingar bandarískra her- flokka sem ætla að þramma yfir Austurvöll með þá feðga Albert Jónsson og Jón Baldvin Hanni- balsson í eftirdragi og mun í því felast samhæfing herja þessara tveggja ríkja. Því er það að þótt íslendingar kunni vel að meta þá hlýju sem fólst í tilboðinu um að senda okkur kraftmikla hersveit á þjóðhátíðarhöldin, sem hafa að sönnu oftast verið heldur fáb- reytileg og sárgrætilega laus við púður af nokkur tagi, kynni það samt að verða álitamál hvort muni afla Bandaríkjunum fleiri vina, heræfingin eða tónleikarn- ir. Tómas R. Einarsson Litríkar sprengingar Jóhanna Bogadóttir fær góða dóma í Finnlandi „Hin stóru málverk Jó- hönnu eru nánast nokkurs konar litríkar sprengingar sem birtast eins og ský að ofan með munúðarfullum krafti sem nálgast hið óbærilega. Málverkin eru svo sterk og brennandi að áhorfandinn verður næstum því að verjast eins og fyrir sólu," segir m.a. í gagnrýni Dan Sundell í Huvudstadsbladet, sem gefið er út í Helsinki, um sýningu Jóhönnu Bogadóttur á mál- verkum, litógrafíum og teikningum í Gallerí Duetto í Helsinki nýlega. Þetta mun vera sjötta sýning Jóhönnu í Finnlandi þannig að þarlendir listrýnendur eru farnir að kannast við verk hennar. Dan Sundell segir Jóhönnu ganga út frá umhverfi sínu á ís- landi og andstæðunum í náttú- runni „þar sem hið einfalda Ut- lausa mætir hinu þverstæðukenn- da stórbrotna á óvenjulegan hátt. Jafnvel þótt ísland sé afskekkt hefur íslensk myndlist oft verið framsækin og róttæk og samskipti íslendinga við Evrópu og Banda- ríkin hafa oft verið nánari en t.d. okkar hér. Núna er það auðvitað ekki lengur sjálfsagt að íslensk Blá umbrot. myndlist nærist eingöngu á eigin farvegi heldur er nútímalist á ís- landi hreyfanlegri og skilyrðis- laust forvitnari en nokkru sinni," segir Dan m.a. í umsögn sinni. Timo Valjakka skrifar um sýn- ingu Jóhönnu í Helsinkin Sano- mat og einsog Dan setur hann myndirnar í samhengi við ís- lenska náttúru. „Expressionisminn sem hefur nánast sprengikraft, umbrotak- enndar flæðandi línur, vekja auðveldlega hugmyndir um eldf- jallanáttúru íslands og mikil um- brot í hrjóstrugu landslagi. Landslagið getur verið ein kveikjan fyrir Jóhönnu en hún lýsir ekki eingöngu hinni sýnilegu veröld. Hún er abstrakt expressi- onisti og bera verk hennar vitni um átökin við sköpunina. f raun vinnur Jóhanna eins og hún væri hluti af náttúrunni. I verkum hennar tengjast tveir heimar órj- úfanlega í eina heild, landslagið umhverfis hana og hennar innra landslag." Bergþóra Gísladóttir þýddi brot- in úr dómunum. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. júní 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.