Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 09.06.1989, Blaðsíða 21
-I GIN LR kveður Iðnó á sunnudags- kvöldið. Þá leikur Steindór Hjör- leifsson Friðrik löggu í Sveitasin- fóníu í 101. sinn. Höfundurinn, Ragnar Arnalds, er að vonum ánægður með viðtökurnar. Sveita- sinfónía í 101. sinn Ragnar Arnalds: Að vonum ánægður með viðtökurnar Það verður íslenskt leikrit sem setur lokapunktinn á eftir starfsemi Leikfélags Reykja- víkur í Iðnó á sunnudags- kvöldið, með 101. sýningunni áSveitasinfóníunni. Höfundur verksins, Ragnar Arnalds, segist að vonum vera fjarska- lega ánægður með þessar góðu viðtökur, enda hafa nú rúmlega tuttugu þúsund manns séð sýninguna. Hafa Norðlendingar þyrpst á sýninguna vegna orðrómsins um að leikritið gerist kannski í Skagafirði eða einhvers staðar á þeim slóðum? - Þeir hafa aðallega áhuga á að fá verkið til sýninga fyrir norðan, það verður líklega sett þar upp næsta vetur. - Ég hef heyrt að Skagfirðing- ar haldi því fram að leikurinn ger- ist í Skagafirði, Húnvetningar að hann gerist í Húnaþingi og Þing- eyingar gætu líka haldið því fram að hann gerist hjá þeim, og þá er allt eins og það á að vera. Og nú stendur til að sýna Sin- fóníuna í Sovétríkjunum. - Leikritið var þýtt á þrjú tung- umál, sænsku, ensku og rússnesku. Inga Knutson þýddi það á sænsku, sú þýðing kemur út á bók eftir nokkrar vikur, með styrk frá norrænu menningar- skrifstofunni. Ensku þýðinguna gerði Alan Boucher, og hún hef- ur verið kynnt í Bretlandi. - Rússnesku þýðinguna gerði svo Lena Bergmann, og kom henni á framfæri við leikhúsmenn í Leningrad. Það hefur skilað þeim árangri að fyrir liggur samn- ingur um sýningar í sovéskum leikhúsum einhvera tímann á næstu þremur árum, en hvar það verður er enn ekki ákveðið. - Sjálfur skil ég ekki orð í rússnesku svo ég get ekki metið þýðinguna, en konan mín sem er rússneskumælandi segir að hún sé afburðagóð. Leikfélag Reykjavfkur tekur svo til starfa í nýjum húsakynnum í haust, en félagið tekur við Borg- arleikhúsinu þann 18. ágúst. Fyrstu frumsýningar verða 20. og 21. október, og eru æfingar þegar hafnar á tveimur íslenskum leikritum, leikgerðum Kjartans Ragnarssonar á fyrstu og annarri bók Heimsljóss eftir Halldór Laxness. Kraftbirtíngarhljómur guð- dómsins í leikstjórn Kjartans verður frumsýnt á litla sviðinu þann 20. og Höll sumarlandsins í leikstjórn Stefáns Baldurssonar þann 21. á stóra sviðinu. LG Kaflaskil hjá LR Iðnó kvödd á sunnudagskvöldið Leikfélag Reykjavíkur stendur á merkum tíma- mótum um þessa helgi, því á sunnudagskvöldið verður síð- asta leiksýning þess í Leikhúsinu við Tjörnina, - allra síðasta sýning á Sveita- sinfóníu Ragnars Arnalds. Er þar með lokið nær einnar aldar búskap Leikfélagsins í Iðnaðarmannahúsinu gamla, og við tekur nýtt tímabil í sögu félagsins. Borgarleikhúsið verður tekið í notkun í haust, þrjátíuogsex árum eftir að leikfélagsmenn stofnuðu hús- byggingarsjóð og hófu að safna sér fyrir „alvöru- leikhúsi". Saga Leikfélagsins er nátengd húsinu við Tjömina. Iðnaðar- mannahúsið var fullbyggt árið 1897 og sama ár var Leikfélagið stofnað, en þá sameinuðust að frumkvæði iðnaðarmanna tveir leikhópar sem starfað höfðu í bænum, annar í Fjalakettinum og hinn í Góðtemplarahúsinu. Iðnó er því elsta leikhús Reykjavíkur, þó húsið hafi ekki verið byggt sem leikhús, heldur sem sam- komustaður iðnaðarmanna og hafi verið notað sem samkomu- og dansstaður fram eftir öldinni. Leikfélagsmenn eru að vonum ánægðir með að langþráðum áfanga er náð, en þó er ekki laust við að söknuðurinn geri vart við sig, nú þegar komið er að sjálfum flutningnum. En eins og þrír af leikurum félagsins, þau Sigríður Hagalín, Steindór Hjörleifsson og Kjartan Ragnarsson eru sam- mála um er breytingin til batnað- ar, hvað sem allri eftirsjá líður, enda þarf þessi flutningur von- andi ekki að þýða að leikhús- rekstur leggist af við Tjörnina í Reykjavík. Sigríður Hagalín: Andi er ekki hús Þetta hefur verið okkar draumur í mörg ár, segir Sigríður Hagalín, - þó auðvitað fylgi þess- um tímamótum viss tregi. Þetta hús hefur verið mitt annað heim- ili í rúm fjörutíu ár og því tengjast Sigríður Hagalfn: Langþráður draumur að rætast. Myndir - Jim Smart. margar minningar. En Borgar- leikhúsið hefur líka verið stór hluti af mínu lífi í mörg ár, eigin- lega hluti af mínu heimili, því maðurinn minn var alltaf fyrir okkur í Byggingarnefndinni og sagði alla tíð að hann hætti ekki sínu starfi þar fyrr en okkur tæk- ist að koma Borgarleikhúsinu upp. - Flest vonum við að Iðnó verði áfram notað undir leiklist- arstarfsemi þó við flytjum. Við erum svo heppin að sjá langþráð- an draum rætast, og það eru ekki allir sem fá að upplifa það. Þann anda sem tengist okkar starfsemi hér flytjum við væntanlega með okkur á nýja staðinn, andi er ekki hús, heldur fólkið sem þar býr eða starfar og ég trúi því ekki að við missum hann nokkurn tím- ann, hvar svo sem við verðum til húsa. Steindór Hjörleifsson: Höf um lif að á þessum draumi í mörg ár - Við teljum sjálfsagt og eðli- legt að hér verði áfram leikhús, segir Steindór Hjörleifsson. - Iðnó er merkilegt hús, nátengt menningarsögu Reykjavíkur og byggt af stórhug. Þegar það var reist voru bæjarbúar eitthvað um 5000 og húsið tók rúmlega 300 manns í sæti. Og svo er Leikfé- lagið eitt elsta og merkasta menningarfélag Reykjavíkur, hér hafa margir merkir menn starfað, - og félagið var jafnrétt- issinnað, alveg frá upphafi, hér hafa konur alltaf fengið sömu laun og karlar. - Þetta er í annað skipti sem ég flyt héðan til að fara í nýtt leikhús, svo kannski kem ég aftur eina ferðina enn, og enda hér sem draugur. - Ég byrjaði hér 1947, var síð- an með annan fótinn í Þjóðleik- húsinu eftir að það tók til starfa, þangað til ég var kosinn í stjórn Leikfélagsins árið 1953. Þar var ég í tuttugu og fimm ár, og víst formaður í ein fimmtán. - Það var okkur til mikillar gæfu að Gunnar Róbertsson Hansen réðst til okkar sem leik- stjóri strax og starfsemin hófst að nýju, eða árið 1950, því þá fóru leikstjórarnir allir upp í Þjóð- leikhús. Gunnar hafði mikil áhrif á list og stefnu leikhússins næsta áratuginn. - Leikfélagið var áhuga- mannaleikhús alveg fram til árs- ins 1963, en þá var ráðinn fyrsti leikhússtjórinn, sem var Sveinn Einarsson, stofnað Ieikhúsráð og ráðnir fastir leikarar, sjö að tölu. í leikhúsráði situr ásamt leikhús- stjóra og stjórn Leikfélagsins sér- stakur fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík, og hefur Baldvin Tryggvason gegnt því starfi frá upphafi og reynst okkur betri en enginn. - Þegar Sveinn gerðist Þjóð- leikhússtjóri níu árum seinna, tók Vigdís Finnbogadóttir við eins og alþjóð veit. Þorsteinn Gunnarsson og Stefán Baldurs- son tóku við af henni, og núver- andi leikhússtjóri er Hallmar Sig- urðsson. - Þátttaka borgarinnar í starfi Leikfélagsins hefur farið vaxandi með árunum, árið 1953 var rekstrarstyrkur hennar til okkar 30.000 krónur á ári, sem var sama upphæð og Karlakór Reykjavík- ur fékk, en smám saman fóru borgaryfirvöld að sinna okkur meira, og hafa veitt okkur ómetanlegan stuðning. - Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarfélag, hver félags- maður ber 100.000 króna ábyrgð á skuldum félagsins og það segir í lögum þess að ágóði skuli fyrst fara til greiðslu á skuldum og síð- an til kaupa á tækjum og leiksviðsútbúnaði tækja og bún- aðarkaupa. Þetta er félag þeirra sem vinna í húsinu, fyrir leikara gildir sú regla að peir þurfa að hafa leikið opinberlega í minnst tvö ár, þar af eitt ár hjá Leikfé- laginu til þess að þeir geti orðið félagar. En félagið er líka opið öllum þeim sem hjá því starfa, til dæmis listrænum starfsmönnum leiksviðs og leikstjórum. - Húsbyggingarsjóður Leikfé- lags Reykjavíkur var stofnaður 1953 og Leikfélagið á þannig frumkvæðið að byggingu Borg- arleikhússins, en borgin kom smám saman inn í málið. Þessi stóri draumur um Borgarleikhús hefur þjappað leikhópnum sam- an, við höfum lifað á þessum draumi og lagt ýmislegt á okkur til þess að hann mætti rætast. - Við höfum notið velvildar borgarbúa, þeir hafa stutt okkur glæsilega, og auðvitað er Borg- arleikhúsið sameign okkar allra. Slíkum stuðningi fylgir mikil ábyrgð, og henni ætlum við okk- ur að standa undir. Kjartan Ragnarsson: Leikhúsið mikil- vægtfyrirvarð- veislu okkar menningar - Allur minn leikferill tengist þessu húsi, segir Kjartan Ragn- arsson. - Ég kom inn eldhús- megin árið 1963 til að láta skrifa mig inn í leiklistarskólann, og hef verið viðloðandi hér síðan. Þá var skrifstofan hér á loftinu og þeir sátu undir súðinni Guðmundur Pálsson og Sveinn Einarsson, Framhald á bls. 22 Föstudagur 9. júní 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.