Þjóðviljinn - 09.06.1989, Side 17
ist af landi og þjóð og á
íslandi kynntist hann
djassara, Gunnari
Ormslev, sem hann
setur í flokk með þeim
albestu. þegaréghitti
hann þennan eftir-
miðdagáBorginni
sagðisthannvilja
svaraspurningunni:
„Hvaðerþettafyrir-
bærisemkallaðer
djass?“, sem að sjálf-
sögðu var látið eftir
honum.
Hvað erfyrir-
bærið djass?
Cab segir að djass sé í sínum
huga þriggja stafa orð; ást. Djass
geti ekki falið í sér hatur vegna
þess að hann sé búinn til af fólki
sem vilji vera hamingjusamt og
vilji vera frjálst í sinni hamingju
og deila henni með öðrum í gegn-
um tónlistina. Hann segir að
djass geti til að mynda alls ekki
endurspeglað stríð. „Ef ég má
komast þannig að orði þá endur-
speglar djass ákveðna tegund af
sósíaiisma á milli fólks. Hann get-
ur fengið fæturna til að dansa og
hendurnar til að klappa og hann
mismunarekki fólki. Ef þú elskar
djass hlýtur þú einnig að elska
fólk.“
Á rúmlega fjörutíu ára ferli
hefur fólk oft komið til Cabs og
spurt hann hvers konar djass
hann spili. „Og þá dettur mér
alltaf í hug svar sem Fats Woller
gaf konu nokkurri sem kom til
hans og spurði; Mr. Woller getur
þú sagt mér hvað er djass? Woller
horfði á konuna og sagði „kæra
kona ef þú veist ekki hvað djass
er komin á þennan aldur, leiktu
þér þá ekki að honum.“
Ég ólst upp við djass frá
sveiflutímanum og seinna Be bop
tímanum og fram til dagsins í dag
hefur þetta verið minn djass.
Blúsinn er síðan annar hand-
leggur. Besti blúsinn hefur alltaf
verið spilaður af djasstónlistar-
mönnum en hann endurspeglar
önnur persónueinkenni og aðrar
aðstæður.“
Getur blús endurspeglað hat-
ur?
Blús getur endurspeglað hatur,
hann getur endurspeglað ör-
væntingu og missi. Ef einhver
nákominn manni deyr getur blús-
inn endurspeglað þær tilfinning-
ar. Hann getur endurspeglað
sorg og ég myndi segja að blúsinn
væri í grundvallaratriðum trúar-
legs eðlis. Ef litið er á gospel-
tónlistina frá kirkjum svartra í
Bandaríkjunum er ljóst að hún
hefur í sér mikinn blús þótt hún
byggi ekki á honum. Þess vegna
verður gospeltónlist æ vinsælli
um allan heim, svo vinsæl að í
löndum eins og Bretlandi og Hol-
landi eru menn að semja sína
eigin gospeltónlist án þess að
taka hana frá kirkjum svartra í
Bandaríkjunum".
Gef ekki mikið
fyrir fönkdjass
„En þetta er blúsinn. í dag höf-
um við hins vegar margar tegund-
ir af djass. Fönkdjass, rokkdjass,
freedjass og avantgardedjass. En
öll þessi nöfn leiða mann sem vill
fá að vita „hvað er þetta fyrirbæri
sem kallað er djass“, á villigötur.
Ástæðan fyrir því að
djassnafninu hefur verið hnýtt
aftan við þessi tónlistarheiti er
alfarið viðskiptaleg. Með því að
gefa þeim titil og gera þau að fé-
laga djassins verða þessi tónlist-
arheiti seljanleg og markaðshæf
vara. Þetta gildir um plötufyrir-
tækin, útgefendur og þá sem gefa
út tímarit um tónlist.
Ef djassnafnið hefði ekki verið
tengt þessum tónlistartegundum
hefðu margar þeirra horfið fyrir
löngu. Unglingur til dæmis sem
hefur gaman að freedjass, veit
sennilega ekkert um tónlistar-
sköpun Duke Ellington, Jelly
Roll Morton og Louis Armstrong
svo einhverjir séu nefndir. Hann
þekkir ekki einu sinni nöfnin
þeirra. En ef þú spyrð þennan
sama ungling hvort hann hafi
gaman af djass, svarar hann „Já
ég hef gaman af freedjass". Hann
getur ekki lýst því hvað djass er
vegna þess að freedjass og
avantgardedjass eiga sér engan
grunn og þessar tónlistartegundir
eru ekki útsettar eins og djass í
sínu upprunalega formi.
Persónulega hef ég ekkert
gaman af þessum djassi. Sá djass
sem ég elska er frá árunum upp úr
1920 og fram á sjötta áratuginn.
Það er sú tónlist sem hefur verið
viðurkennd sem þjóðarlist í
Bandaríkjunum, sem hluti af
bandarískri menningu og þar á
bás er ekki freedjass eða
avantgardedjass, heldur tónlist
fyrstu pflagríma djassins sem
höfðu eitthvað að segja um líf sitt
og aðstæður og gerðu fólk ham-
ingjusamt. í lok áttunda áratug-
arins hvarf öll sköpun í þess hátt-
ar djass.
Núna eru gömlu upptökurnar
frá Basie, Lunceford, Ellington,
Woody Herman og fleirum,
orðnar safngripir og dýrgripir hjá
þeim sem eiga þær. Margar
þeirra hafa verið gefnar út á
geisladisk vegna þess að það
verður erfiðara með hverjum
mánuðinum að komast yfir upp-
runalegu plöturnar, sem auðvit-
að gerir þær síðan verðmætari."
Spilar aldrei
eins
„Ég elska djass vegna þess að
hann gefur mér sjálfstæði í lífinu,
ég er ekki bundinn neinu. Ég tek
auðvitað tillit til þess fyrir hverja
ég er að spila og reyni að fara eftir
þeirra kröfum en ekki eingöngu
eigin löngunum. En jafnvel þótt
skiptingin væri jöfn er ég samt
frjálsari en ef ég þyrfti að spila
með hljómsveit kvöld eftir kvöld
sama „prógrammið" með sömu
áherslum. Tónlistin mín er aldrei
eins frá einu kvöldi til annars,
hún er alltaf að breytast. Þótt ég
spili sömu lögin sjö kvöld í röð
breytast áherslurnar og blæbrigð-
in þannig að ég fæ ekki leið á
henni. En margir hljóðfæraleik-
arar eru í hljómsveit allan sinn
feril, jafnvel stór nöfn eins og Co-
unt Basie og Duke Ellington. En
ef þú ert í hljómsveit færðu bók
með völdum lögum sem breytast
ekki og það er ekki ætlast til þess
að þau breytist. Það er ætlast til
þess að þú spilir eins og sá sem var
á undan þér í hljómsveitinni."
Cab nefnir kunningja sinn Paul
Weeden í þessu sambandi en
hann býr nú í Noregi og hefur
komið nokkrum sinnum til ís-
lands. Á síðasta ári gekk hann til
liðs við Count Basie en hann
hafði áður spilað á gítar með Bas-
ie þegar Freddy Green var vant
við látinn. Það eru nokkur ár síð-
an Green lést og Cab segir hann
hafa verið frumlegan tónlistar-
mann í stíl og hann hafi átt sitt í
sérstæðum stfl hljómsveitar Basie
sem helgaðist af sérstæðu sam-
spili bassa, gítars, tromma og pí-
anóleiks Basie. En Paul entist
ekki nema fimm mánuði með
Basie. „Hann hefur nefnilega
sömu skoðun og ég og margir
aðrir, að þó að það sé gott að spila
með Basie og það veki athygli á
manni sem hljóðfæraleikara,
verður það leiðigjamt með tím-
anum. Tónlistin verður leiðinleg
þegar hún er spiluð eins aftur og
aftur.
Freddy Green spilaði sjaldan
sóló þegar hann var með hljóm-
sveitinni, þótt hann væri mjög
góður hljóðfæraleikari og spilaði
fallega. En Paul hefur held ég
miklu meira að segja og fær frek-
ar útrás fyrir það með því að
flakka um einn og spila og honum
er alltaf vel tekið, hvort sem er á
Ítalíu, íslandi, í Hollandi eða
annars staðar. Mummi (Guð-
mundur Steingrímsson) vinur
minn segist spila með Paul þegar
hann komi til íslands. Mummi
sagði mér að Paul hefði sett upp
„Workshop" fyrir íslenska gítar-
leikara og að mínu mati geta þeir
varla fengið betri kennara.“
Ræturnar eru
í Afríku
„En ég er semsagt ástfanginn
af djassi og verð það alltaf. Fyrir
mér er djassinn annað hjóna-
band. Ég er líka hrifinn af annarri
tónlist til dæmis klassískri tónlist.
En framar öllu er ég hrifinn af
afrískri tónlist, hvaðan sem er frá
Afríku. Venjulega tek ég með
mér í ferðalög tíu til fimmtán
snældur með afrískri tónlist. Og
ef mig langar að hlusta á tónlist
frá Senegal, Malí, Ghana, Níger-
íu eða Sære, er hún alltaf við
hendina. Þetta er mér mjög
mikilvægt því með þessu er ég
alltaf tengdur uppruna mínum. I
afrískri tónlist heyri ég djassinn
eins og hann var á sínum berns-
kuárum.
Ég ræddi þetta eitt sinn við
Max Roach, sem er frægur
trommari og spilaði með Charlie
Parker Dizzy Gillespie kvintett
og er enn að og kennir við Cam-
bridge háskóla í Massachusetts.
Við komum báðir fram á North
Sea Jazz Festival í Haag í Hol-
landi 1978 ogþar ræddum við afr-
íska tónlist. Ég minnti hann á að
árið 1964, þegar ég var í New
York, hefði ég kynnt „talking
drum“ fyrir honum sem ég hafði
tekið með mér frá Nígeríu. En
Roach hafði þá aldrei spilað á
slíka trommu áður. Hann var
ánægður að fá trommuna því hún
býr yfir mjög sérstökum hljóm.
Síðan fórum við að tala um taktb-
rigði. í djassi getur trommari spil-
að með mörgum bassaleikurum
og þeir vita allir hvar þeir eiga að
koma inn. En í afrískri tónlist er
þetta alls ekki svona.
f afrískri tónlist er það taktur-
inn sem er tónlistin sjálf. Fram-
haldið í tónlistinni ræðst af því
„samtali“ sem hljóðfæraleikar-
arnir eiga hver við annan. Það er
ekki ætlast til þess að trommu-
leikarinn spili það sama í hvert
skipti. Hann talar með hljóðfær-
inu á alveg sama hátt og menn
tala með munninum og hjartanu.
Ég kom því í kring að Roach
færi til Ghana í gegnum menning-
arskiptaáætlun. Hann fór til
Accra og kenndi þar afrískum
trommuleikurum bandarískan
trommuleik við Legon háskólann
og fékk á móti kennslu í afrískum
trommuleik. Þetta sagði Roach
mér að hefði verið stærsta stund-
in í lífi hans. Með þessu var hann
að vitja rótanna sem hann hafði
langað til að gera lengi og mér var
ánægja að geta gefið honum tæki-
færið til þess.
Á fimmta áratugnum var ég í
New York og þar kynntist ég Ro-
ach. Á þeim tíma var mjögfrægur
djassstaður í borginni sem hét
„Minton's Play House“. Þar spil-
uðu Charlie Christian, Thelonius
Monk, Fats Navarra, Lee Morg-
an, Dizzy Gillispie og fleiri.
Menn fengu ekki mikla peninga
fyrir að spila þarna og yfirleitt
fengu djassarar lítið borgað. En
við hugsuðum heldur ekki svo
mikið um peninga, aðeins um að
búa til góða tónlist. í dag hafa
hlutimir auðvitað breyst."
Bandaríkin
standa sig illa
Það fer fyrir hjartað á Cab
hvað djassi er lítið haldið á lofti í
Bandaríkjunum í dag. Hann segir
mér frá nýlegu sjónvarpsviðtali
við Dizzy Gillespie sem var tekið
þegar hann fékk heiðursnafnbót
við einhvem háskóla í Bandaríkj-
unum, fyrir framlag hans til tón-
listarinnar og útbreiðslu hennar
um heiminn. Þar sagði Dizzy að
það þyrfti Evrópuríki til að styðja
við djassinn með ýmsum hætti en
bandarísk stjómvöld sinntu því
svo gott sem ekkert.
Við höfum misst þá bestu úr
„gamla genginu", ef ég má orða
það þannig, og ég verð sorg-
mæddur í hvert skipti sem ég les
djasstímarit og les um þá sem fall-
ið hafa þann mánuðinn. Ég get
verið stoltur af því að hafa þekkt
þá flesta persónulega. Ég verð 68
ára gamall í september og hef
spilað síðan 1936. Á þeim tíma
hef ég hitt flesta þá stærstu í
djassheiminum og hljóðfæra-
leikarana í hljómsveitunum
þeirra og stofnað hljómsveitir
með mörgum þeirra. En núna
spila ég einn vegna þess að það
gefur mér mikið frelsi, eins og ég
sagði áðan. Það þýðir þó ekki að
ég hafi ekki gaman af því að
djamma með öðrum.“
Það sem er einna skemmti-
legast við djassinn að mati Cabs,
er hvað hann er hvetjandi tónlist-
artegund fyrir hljóðfæraleikar-
ana. Menn haldi kannski að þeir
hafi náð tökum á öllum kúnstun-
um en svo þegar þeir spila með
öðrum opnist augu þeirra fyrir
einhverju nýju.
Með K.K. sextett
Cab kom fyrst til íslands árið
1952 fyrir tilstilli Svavars Gests.
Svavar kom honum í samband
við K.K. sextettinn og þar hitti
Cab Gunnar Ormslev. „Gunnar
var mjög sérstakur hljóðfæra-
leikari. Þegar ég heyrði hann
spila í fyrsta skipti man ég að ég
trúði varla mínum eigin eyrum.
Hann var svo þróaður tónlistar-
lega, hann sagði alla réttu hlutina
með leik sínum og skildi hvað
hann var að segja. Almenningur
var í raun og veru ekki tilbúinn
fyrir Gunnar og þannig var þetta
á fleiri stöðum. I Hollandi var til
dæmis trommuleikari sem hét
Wessel Ilckens og hann og sextett
hans voru langt á undan sínum
tíma. En því miður, alveg eins og
Gunnar, dó hann áður en hann
fékk fulla viðurkenningu. Núna
eru veitt árlega sérstök Ilckens
djassviðurkenning eins og hér á
íslandi er veitt sérstök viður-
kenning í nafni Gunnars Orms-
lev.“
Um og eftir seinna stríð segir Ég spurði drenginn
Cab að fólk hafi ekki verið mót- hvort hann gæti
tækilegt fyrir djass. það sem orð- leikið blús og hann
ið hafi djassinum til lífs hafi verið svaraði: hvaða lyk-
að Evrópa var að jafna sig eftir il?Þetta varalltsem
stríðið, þannig að lifandi tónlist segjaþurfti. Mynd
var vinsæl og fólk var aftur farið Jim Smart.
að fara út og skemmta sér. Hann
segist einu sinni hafa spurt klúbb-
eiganda, sem var frægur með
endemum fyrir það hvað hann
borgaði illa, hvers vegna hann
borgaði svona Iítið. „Mig langaði
að drepa hann þegar ég heyrði
svarið. Hann sagði við mig: Cab,
veistu ekki að djassleikarar spila
miklu betur þegar þeir eru svang-
ir?“
Þetta viðhorf til djassleikara
hefur haldið þeim á mörkum fá-
tæktar. Tónlistarmaður, sérstak-
lega djasstónlistarmaður, verður
að hafa ímynd. Fyrsta ímynd
djassins var áfengi og ég tel það
kraftaverki líkast að ég skuli vera
lifandi í dag vegna þess að það
magn af áfengi sem ég hef drukk-
ið í gegnum tíðina fyllir örugglega
heilt haf. En ég var sterkur fyrir
og drekk ekki nálægt því eins
mikið núna. Ég dreypi aðeins á
koníaki en annars drekk ég bara
rauðvín og bjór. En við höfum
hins vegar misst marga tónlistar-
menn og djasstónlistarmenn
vegna misnotkunar á áfengi.“
Cab gerir stutt hlé á máli sínu
en heldur svo áfram að tala um
aðra tónlistarmenn. „Ég hef orð-
ið fyrir áhrifum frá öllum þeim
tónlistarmönnum sem mér hefur
þótt eitthvað til koma. Þetta á
líka við um söngvara eins og Billy
Hollyday, sem hefur alltaf verið í
miklu uppáhaldi hjá mér. Hún
segir meira með söng sfnum en
nokkur maður getur komið fyrir
á bók. Dexter Gordon hitti ég á
fimmta áratugnum þegar hann
lék með hljómsveit Earl Hines.
Það var sko hljómsveit í lagi;
Dexter Gordon, Fats Navarra,
Charlie Parker, Dizzy Gillespie,
Billy Eckstein og Sarah Vaughn,
hreint ótrúleg hljómsveit.
Einn besti félagi minn er Roy
Eldridge sem spilaði mikið með
Lester Young. Hann var átrún-
aðargoð Dizzy Gillespie og Louis
Armstrong var hans átrúnaðar-
goð. Þannig að Roy var á milli
þessara tveggjastórmenna. Núna
er Roy að verða áttræður og spil-
ar ekki lengur. Hann stjómar
upptökum og fleira í þeim dúr en
ég veit að það særir hann að geta
ekki spilað lengur á hornið sitt.
Ég hitti hann fyrst í New York
1964 og við fórum að heimsækja
Coleman Hawkins rétt áður en
hann dó. Og að eiga þessa menn
fyrir félaga gefur lífinu aukið
gildi, að þeir skuli viðurkenna
það sem maður er að gera. Ég hef
hitt fólk eins og ragtime píanist-
ana Willy the Lion Smith, Lucky
Roberts, Eubie Blake og mér
hefur verið boðið heim til þeirra
þar sem þeir geyma sín eigin pí-
anó vandlega læst og ganga með
lykilinn á sér, ef ske kynni að ein-
hver kæmi á meðan þeir em úti
og eyðilegðu stillinguna.
Þetta eru mennirnir sem sögðu
við mig: „Cab, við emm búnir að
gera okkar hlut og þú verður að
halda áafram þar sem við hætt-
um“, sem er mikill heiður fyrir
mig. Ég hitti Eubie síðast 1982 á
festivalinu í Haag sem er stærsta
djassfestival í heimi þar sem yfir
600 djassarar koma saman hverju
sinni. Eubie náði því að verða
hundrað ára, þrátt fyrir allt sukk-
ið. Og þegar hann lá banaleguna í
New York sagði hann í viðtali við
blaðamann: „Ef ég hefði vitað að
ég yrði svona gamall hefði ég far-
ið betur með mig“.
En hvenær náði djassinn
tökum á Cab Kaye, strax á ung-
lingsárum?
„Nei, nei. Ég heyrði fyrst tón-
list sem hafði áhrif á mig seint á
fjórða áratugnum og gekk til liðs
við hljómsveit Billie Cottons árið
1936 en það var ekki djasshljóm-
sveit. Þá var ég ekki fallinn fyrir
djassinum. Ég vissi að ég gat
sungið og dansað. En árið 1937
eða 1938 þegar ég bjó í London
fór ég venjulega á næturklúbbana
að lokinni vinnu. Þessar sam-
komur voru kallaðar „flösku-
partý“ vegna þess að maður gat
ekki pantað sér minna magn af
áfengi en flösku. Maður varð að
vera meðlimur í vínklúbbi og
eigandinn sendi einhvem út í vín-
búð til að kaupa fyrir þig flösku
og hún var merkt þér og geymd ef
þú kláraðir hana ekki. Þetta var
vegna áfengislöggjafarinnar í
Englandi. En þama kynntist ég
djassinum í fyrsta skipti, þama
heyrði ég fyrst í Coleman Hawk-
ins og Art Taturn."
Á þessum tíma var Tatum pí-
anisti hjá söngvaranum Adelaid
Hall sem söng mikið með Duke
Ellington. Cab segist hafa verið
svo lánsamur að vinna með Ade-
laid seinna á sínum ferli. En
menn sem hann kynntist á sama
tíma, 1938, vom Benny Carter,
Hot Lips Page og Coleman
Hawkins. Hann segir að kynni sín
af þessum mönnum hafi ger-
breytt lífi sínu.
Skotinn niöur
af kafbáti
Kynni hans af tónlist Norð-
ur-Ameríku og Suður-Ameríku
höfðu líka mikil áhrif. í seinni
heimsstyrjöldinni var Cab sjó-
maður á vöruflutningaskipi sem
silgdi á milli Ameríku og Evrópu.
Hann kom til Bandaríkjanna í
fyrsta skipti 1940 og á þessum
árum heyrði hann tangó í fyrsta
skipti í sinni upprunalegu mynd í
Argentínu og segist hafa orðið
fyrir tónlistarlegri uppljómun í
hverri höfn.
„Eftir sex daga siglingu í einni
ferðinni var skipið okkar síðan
skotið niður af kafbáti og ég var
einn þeirra sem var bjargað og
það var farið með mig á sjúkra-
hús á Long Island í New York.
Og þar fóru hlutirnir loks að ger-
ast. I gegnum alls konar sambönd
á sjúkrahúsinu komst ég í sam-
bönd við hina og þessa tónlistar-
menn. Mér var boðið að syngja
með hljómsveit Coody Williams
á Savoy. Coody var vinsæll trom-
petleikari sem hafði spilað með
Duke Ellington og var að reyna
að komast áfram á eigin verð-
leikum. En honum tókst það
aldrei fullkomlega.
Þeir hljóðfæraleikarar sem
spiluðu með Ellington og Basie
áttu oft erfitt uppdráttar á eigin
vegum vegna þess að Ellington
og Basie voru þeir sem voru
auglýstir upp. Annað slagið yfir-
gáfu þeir hljómsveitina og
reyndu að stofna sína eigin en
voru alltaf komnir til baka eftir
stuttan tíma. Þannig var þetta
með Coody, Rex Stewart og
Johnny Hodges. En Ellington
hvorki rak né réð tónlistarmenn,
það var allt gert í gegnum um-
boðsskrifstofuna hans og ef ein-
hver vildi hætta þá hætti hann
bara. En þegar ég heyrði í þess-
um mönnum kræktist ég fastur
við djassinn og þar hef ég hangið
síðan.“
Djass á heima
á íslandi
Djassinn tengist svörtu fólki í
huga manns og menningu þess.
Var Cab Kaye ekkert undrandi
að kynnast djössurum norður á
fslandi?
„Nei, í raun ekki vegna þess að
þið höfðuð bandarískar her-
sveitir á íslandi á þeim tíma og
það eina góða sem kom út úr því
var að íslenskir tónlistarmenn,
sem kunnu að meta djass, fengu
tækifæri til að heyra hann án þess
að þurfa að fara til Bandaríkj-
anna. Gunnar Ormslev var einn
af þeim miklu hæfileikamönnum
sem virkilega kunna að meta
djass og hafa tónlistina í blóðinu.
íslendingar hafa átt og eiga
marga góða tónlistarmenn og ég
held að íslendingar kunni að
meta djass. Fyrir fimm árum var
ég að spila á Naustinu og þá kom
fólk til mín sem sagðist muna eftir
mér síðan ég spilaði með K.K. og
þeir ungu virtust einnig hafa gam-
an af tónlistinni. Mín skoðun er
að það skipti ekki máli hvað þú
ert að spila heldur hvemig þú
spilar og matreiðir tónlistina fyrir
áheyrtendur. Tónlistin getur
brotið niður marga múra og hún
getur eytt fordómum og það er
hægt að ná sambandi við fólk í
gegnum hana án þess að skilja
tungumál þess.
Mér þykir ákaflega sorglegt að
þið skylduð missa Gunnar Orms-
lev svona snemma. Ég frétti ekki
af andláti hans fyrr en ég kom
hingað til að spila á Naustinu fyrir
fimm árum. En þegar ég rak pí-
anóbarinn minn I Amsterdam
hlotnaðist mér sá heiður að hitta
son hans, hann kom inn á barinn
eitt kvöldið. Og það skemmtilega
var að ég var að spila plötu með
Gunnari Ormslev sem Mr. Lin-
net hafði sent mér. En það mun-
aði minnstu að ég ruglaðist í rím-
inu því Pétur lítur alveg eins út og
faðir hans, hann talar meira að
segja alveg eins og það var mjög
gaman að hitta hann.
Ég hef líka heyrt í nokkrum
öðrum íslenskum tónlistar-
mönnum. Ég heyrði fyrst í
Guðmundi Ingólfssyni á snældu
sem Mummi sendi mér og síðan
heyrði ég hann spila „live“ í
fimmtugsafmælinu sínu um dag-
inn. Að mínu mati er Guðmund-
ur mikill tónlistarmaður og frum-
legur. Mér þótti einnig gaman að
píanóleikaranum Ástvaldi
Traustasyni og bassaleikaranum
Gunnari Hrafnssyni en ég heyrði
þá spila nýlega. Ég vil nota tæki-
færið og bjóða öllum íslenskum
tónlistarmönnum að koma á
Borgina.“
Bólugrafinn
unglingurog
Heljarengill
Cab segist mest hrífast af ten-
órsaxafón fyrir utan píanóið. Það
sé hins vegar sérkennileg tilviljun
að hann kynnist flestum tenór-
saxafónleikurum þegar þeir eru
ungir að árum. Hann sagði
skemmtilega sögu af kynnum sín-
um af einum þeirra. „Fyrir
nokkrum árum komu feðgar inn
á píanóbarinn minn í Amster-
dam. Faðir drengsins, sem var
rétt rúmlega fimmtán ára, kom til
mín og sagði að drenginn langaði
til að spila með mér. Ég horfði á
þennan langa og slánalega dreng,
alsettan unglingabólum og
skuggalegan útlits og leist ekki á
blikuna. En pabbinn var klæddur
í leðurjakka og leit út fyrir að
vera einn af „Heljarenglunum"
þannig að ég hugsaði með mér,
„Cab, vertu rólegur". Ég spurði
drenginn hvort hann gæti leikið
blús og hann svaraði, hvaða lyk-
il? þetta svar var allt sem segja
þurfti. Og ég trúði varla mínum
eigin eyrum, hann var ótrúlegur.
Þessi drengur heitir Boris van
De Lek og þegar hann var
fimmtán ára fór hann á djasstón-
leika þar sem saman var komið
gott gengi af tenórsaxafónleikur-
um, þeirra á meðal Illinois Jack-
et, George Adams og Arnett
Cob, sem er einn af þeim sem
hafa fallið frá í ár, og James Moo-
dy en ég lék einu sinni með hon-
um í París. Og Boris sagði við
foreldra sína eftir að hafa hlustað
á þessa ágætu saxafónleikara:
„Þetta er það sem ég vil gera“.
Pabbi hans keypti handa honum
saxafón og innan þriggja mánaða
var hann farinn að spila eins og
engill og þegar hann kom til mín
fannst mér þetta hreint ótrúlegt.
Boris hafði ekkert tónlistarnám
að baki en honum bauðst styrkur
til að læra á hljóðfærið og fór bara
einu sinni og kom til baka og
sagði að þetta væri ekki fyrir sig.“
Bandaríski saxafónleikarinn
Buddy Tate heyrði í Boris og tók
hann að sögn Cab orðalaust í
hljómsveit sína. En rétt áður en
Cab kom til íslands heyrði hann
að Tate væri alvarlega veikur. En
hann segir að ef Gunnar Ormslev
væri núna á svipuðum aldri og
Boris, væri hann ekki í nokkrum
vafa um að Gunnar fengi þá
viðurkenningu sem hann átti
skilda. Þeir sem hefðu skrifað um
Gunnar og fleiri á sínum tíma
hefðu ekki vitað hvað þeir voru
að skrifa um vegna þess að þessir
menn hefðu verið svo langt á
undan sinni samtíð. „Og þá erum
við aftur komnir að spurningunni
um þetta fyrirbæri djass, hvað er
það?“
Hvernig líkar þér
landið mitt?
Við Cab höfum setið að spjalli í
góða stund þegar eiginkona hans,
Jeannette, kemur og vill fá hann í
göngutúr með sér. Ég spyr hann
því að lokum hvert hann haldi
héðan og hvernig hann horfi til
liðinna daga? „Með gleði,
miklu meiri gleði en sorg. Ég yrði
fyrstur til að saka mig um það
leiðinlega sem hefur gerst í mínu
lífi, flest þau vandræði sem ég
lenti í voru sköpuð af mér sjálf-
um.
Núna er ég kominn aftur til ís-
lands og ég kann vel við fólkið
hérna. Mig langar að segja mjög
skemmtilega sögu sem er ekki um
tónlist heldur um fólk. Hvar sem
þú ferð í Afríku spyrja íbúarnir
þig: „Hvernig líkar þér Afríka?"
Og þú svarar auðvitað kurteis-
lega að þér þyki hún falleg og svo
framvegis. Ég reyndi svolítið
svipað hér. Þegar ég var hérna
fyrir fimm árum hitti ég litlá
stúlku sem var þá 12 ára. Eg fór
að heimsækja pabba hennar í hús
afa hennar sem er býli rétt fyrir
utan Reykjavík. Og ég komst að
því að afi stúlkunnar átti ekki að-
eins landið heldur átti hann líka
fjallið fyrir ofan bæinn. Þessi fjöl-
skylda upplýsti mig aðeins um
sögu íslendinga sem mér þykir
mjög athyglisverð. En þegar við
höfðum verið þarna nokkra
stund spurði stúlkan mig:
„Hvernig líkar þér landið mitt?“
og mér fannst virkilega fallegt að
heyra þessa spurningu frá svo
ungri manneskju og hugsaði með
sjálfum mér að þetta væri sönn
föðurlandsást hjá barni.
Ég kann mjög vel við mig á
íslandi, fólk er bæði opið og
heiðarlegt og mér líður vel hérna.
Mér finnst gaman að spila á Hótel
Borg það kallar fram hlýjar
endurminningar því ég spilaði á
Borginni með K.K. Fólkið hefur
tekið mér ákaflega vel og ég vona
að mér verði boðið að koma hing-
að aftur á næsta ári og vonandi
næstu 25 ár. Það stendur til að ég
spili á Akureyri og ég á einnig
boð norður í Þingeyjarsýslu. En
þegar ég fer héðan fer ég til Hol-
lands og í september fer ég til
Portúgal og þaðan til Genfar og
enda síðan seint á þessu ári eða í
byrjun næsta í Kaupmannahöfn.
Viðarbúturinn flýtur áfram.
-hmp
SAMVINNU^^H
LÍFEYRISSJOÐURINN
Símanúmer okkar
verður eftir sem áður
688411.
Laugalækur 2a - Sími 688411
16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. júní 1989