Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 7
Dæmigerður Dani teygar bjórinn i Tívoli - nánar tiltekið Glistrup, stofnandi og framan af helsti forustumaður Framfaraflokksins. Le Pen hóf stjórnmálaferil sinn í flokki Poujades, fyrsta óánægju- flokknum sem náði fjöldafylgi. Óánægjuflokkar Hægriflokkar þeir er svo eru gjarnan nefndir komu fyrst til sögunnar nokkrum árum eftir heimsstyrjöldina síðari og hafa aldrei verið fyrirferðarmeiri en á 9. áratugnum. Þeir græða á óánægju með hefðbundna hægriflokka, atvinnuleysi, ótta við Evrópubandalagið en þó líklega einkum á andúð á innflytjendum frá þriðja heiminum Ayfjrstandandi áratugi hefur mikið kveðið að svokölluðum óánægjuflokkum í evrópskum stjórnmálum. Athyglin beinist að þeim með meira móti þessa dag- ana, eftir stórsigur Framfara- flokksins, sem svo nefnir sig, í kosningunum til stórþings Norð- manna ekki alls fyrir löngu. Flokkurinn fékk 13 af hundraði atkvæða og meira en fjórfaldaði fylgi sitt frá næstu kosningum áður. Þó varð þessi árangur hans hvergi nærri eins mikill og út leit fyrir um hríð, samkvæmt niður- stöðum skoðanakannana. Eftir þeim að dæma var Framfara- flokkurinn um skeið annar fylgis- mesti flokkur Noregs með fylgi meira en fimmtungs kjósenda. Óánægjuflokkar af því tagi, sem hér um ræðir, eiga það yfir- leitt sameiginlegt að þeir eru hægrisinnaðir, en skera sig þó að verulegu leyti úr hefðbundnum hægriflokkum í stíl og málflutn- ingi. Þeir höfða mest til fólks í lægri stéttum, eru alþýðlegir og áróðurinn tilfinninga- og lýð- skrumskenndur. Flokkar þessir hamra gjarnan á hugmyndum, sem eru í tísku og líklegar til að afla boðberum sínum vinsælda, og beita sér afdráttarlaust gegn ýmsu í stefnu og ráðstöfunum ríkisvalds og hefðbundinna stjórnmálaflokka, sem víðtæk óánægja er með. Þeir kynna sig sem stjórnmálaöfl ný af nálinni, í andstöðu við gamalgróið ríkis- og stofnanavald og eldri flokka, halda því fram að þessir aðilar hafi brugðist hlutverki sínu sem þjónar almennings. Þannig er höfðað til þreytu og leiða á hefð- bundnum stjórnmálaflokkum og stjórnarstefnum. Sameiginlegt öllum slíkum flokkum, er veru- legum árangri hafa náð, er að þeir lúta forustu fyrirferðarmik- illa frumkvöðla og leiðtoga, sem eru snjallir og aðsópsmiklir áróðursmenn, gjarnan grófir og stinga í stúf við „virðulega“ stjórnmálamenn í hefðbundnum borgaraflokkum, valda ósjaldan hneykslun meðal siðprúðara fólks og eru duglegir við að vekja á sér athygli. Mótmæla- hreyfing gegn sköttum Einskonar brautryðjandi flokka af þessu tagi varð stjórnmálaflokkur sem maður að nafni Pierre Poujade kom á legg í Frakklandi um miðjan 6. áratug. Flokkur þessi var fyrst og fremst mótmælahreyfing gegn sköttum, en auk þess gætti af hans hálfu verulegs fjandskapar við þing- ræði og opinberar stofnanir. Gyðingahatur var einnig með, enda landlægt í Frakklandi engu síður en í Þýskalandi, og í æsku hafði Poujade verið í slagtogi við fasistahópa. í flokk hans söfn- uðust einkum smáatvinnurek- endur, handverksmenn og bænd- ur, starfsstéttir er þrifist höfðu vel meðan vöruskortur var fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina. Þegar Poujade komst í ganginn var vöruframboð tekið að aukast og nefndar starfsstéttir voru uggandi um sinn hag. Poujadeflokkurinn, einnig þekktur undir skammstöfuninni UFF, fékk tæplega 12 af hundr- aði atkvæða í þingkosningum 1956. En í stjórnmálasögunni varð hann aðeins dægurfluga, fylgið hrundi fljótlega af honum og hann lognaðist út af. Front National — kominn til að vera? Þjóðfylkingin (Front National) undir forustu Jean-Marie Le Pen er að nokkru (en ekki eingöngu) sprottin úr Poujadeflokknum. Le Pen hóf feril sinn í stjórnmálum upphaflega þar í liði og var kos- inn á þing fyrir það. Fyrstu ár Þjóðfylkingarinnar virtist ekki annað eiga fyrir henni að liggja en að verða lítill og áhrifalaus hópur á hægri kantinum. En 1984 rauk flokkurinn, flestum á óvart, upp í 11 af hundraði atkvæða í kosningum til Evrópuþings. Hæst komst flokkurinn í fyrri um- ferð frönsku forsetakosninganna í fyrra, er Le Pen fékk um 14 af hundraði atkvæða. Nú er talið að Front National hafi fylgi tæplega tíu af hundraði kjósenda og úrslit borgar- og bæjarstjórnakosning- anna í mars s.l. benda til þess að veruleg festa sé komin í fylgi flokksins víða um land. Andúð á innflytjendum, eink- um frá þriðja heiminum, er að mati sumra stjórnmálafræðinga það atriði, sem öllum öðrum fremur hefur dregið fylgi að Front National og raunar óá- nægjuflokkunum yfirleitt síðustu árin. Mikið atvinnuleysi hefur og verið í Frakklandi í mörg ár og margir Frakkar horfa með vissum ugg fram til innri markaðar Evr- ópubandalagsins, kvíða því að honum fylgi breytingar afdrifa- ríkar fyrir lífskjör ýmissa þjóðfé- lagshópa. Öryggisleysið, sem margir finna til af þessum sökum, hefur orðið vatn á myllu Le Pens. Dönsk uppreisn gegn velferðar- ríkinu Sömu ástæður hafa stuðlað að uppgangi Lýðveldisflokks svo- kallaðs í Vestur-Þýskalandi. Sá flokkur er þó fylgisminni en Front National og Framfara- flokkar Dana og Norðmanna og niðurstöður síðustu skoðana- kannana benda til þess að hann sé á niðurleið í fylgi. Ástæður til þess geta verið meira félagslegt öryggi í Vestur-Þýskalandi en í Frakklandi og betri lífskjör. Norðurlönd hafa ekki farið varhluta af óánægjuflokkum og af þeim hefur Framfaraflokkur Glistrups í Danmörku orðið þekktastur. Upphaflega sópaði flokkurinn að sér fylgi einkum út á þreytu og leiða margra, einkum millistéttarfólks, á háum sköttum velferðarríkisins. Glistrup heimt- aði að tekjuskattur yrði felldur niður og kallaði embættismenn sníkjudýr sem tækju kaup fyrir að róta í skjalabunkum. Mörgum brá hastarlega er flokkurinn fékk næstum 16 af hundraði atkvæða í kosningunum 1973. í sókn út á innflytjenda- andúð Erfitt varð um samstarf með Framfaraflokknum annarsvegar og öðrum hægri- og miðjuflokk- um hinsvegar og leiddi það til þess að jafnaðarmenn fóru lengst af með stjórn næstu árin, enda þótt þeir væru í minnihluta á þingi. Deilur hófust skjótt innan Framfaraflokksins og skattsvik Glistrups urðu honum til álits- hnekkis. í kosningunum 1984 fékk hann aðeins 3,6 af hundraði atkvæða. En síðan hefur hann verið á uppleið aftur, einkum að því er virðist vegna þess að hann hefur gengið á lagið þar sem er vaxandi andúð á innflytjendum frá þriðja heiminum. Um skeið á þessum áratugi voru dönsk yfir- völd mjög örlát á landvistarleyfi til handa erlendu fólki, sem var eða sagðist vera pólitískir flótta- menn. En ekki líkaði öllum Dönum það vel. Út á áróður gegn stefnu stjórn- arinnar í innflytjenda- og flótta- mannamálum komst Framfara- flokkurinn í stórsókn að nýju.þótt áfram geisi harðar deilur innan hans milli þeirra, sem vilja sam- vinnu við aðra hægri- og miðju- flokka, og annarra sem vilja halda fast við „harða“ stefnu flokksins. í kosningunum s.l. ár fékk Framfaraflokkurinn níu af hundraði atkvæða, hafði í sumar um fimmtung kjósenda með sér, ef marka má niðurstöður skoðan- akannana, en hefur nú að áliti skoðanakönnuða um 11-12 af hundraði kjörfylgisins á sínu bandi. Landsbyggðarflokkurinn finnski hefur vart vakið eins mikla athygli á alþjóðavettvangi og Framfaraflokkurinn danski, og er sá fyrrnefndi þó hinum eldri. Landsbyggðarflokkurinn var stofnaður fyrir um 30 árum af DAGUR Veikko nokkrum Vennamo, kjaftaski miklum og lýðskrum- ara. Lífskjör voru þá talsverðum mun lélegri í Finnlandi en annars- staðar á Norðurlöndum og við atvinnuleysi kunnu menn það ráð helst að flytja það út til Svíþjóð- ar. Með því að höfða til þess fólks, sem Vennamo sakaði eldri stjórnmálaflokka um að hafa „gleyrnt", alla jafnt, fékk flokkur hans 10,5 af hundraði atkvæða í kosningum 1970. En Vennamo var mjög um- deildur, einnig í flokki sínum, og óeining innan hans út af því gróf fljótt undan honum. En kringum 1980 komst flokkurinn í sókn á ný og vann stórsigur í kosningum 1983. Það ár tók flokkurinn þátt í stjórnarmyndun í félagi við jafn- aðarmenn, sem gjarnan vildu beita Landsbyggðarflokknum gegn öðrum hægri- og miðju- flokkum. Pekka Vennamo, sonur flokksleiðtogans, stóð mest að því að koma flokknum í stjórn og tók í stjórnarsamstarfi upp hófsemdarstefnu, er var mjög upp á kant við fyrri stefnu flokksins. Vakti þetta verulega óánægju innan hans, en fyrir Pekka Vennamo borgaði þetta sig vel persónulega, hann gegndi fyrst um árabil ráðherraembætt- um og er nú forstjóri Pósts og síma. Hófsemdarstfllinn hefur fælt fylgi frá flokknum og sumir spá því að í næstu kosningum muni hann þurrkast út eða því sem næst. Finnland á um þessar mundir velgengni að fagna í efna- hagslífi og atvinnuleysi er þar nú tiltölulega lítið. Það kann að eiga sinn þátt í að ekki blæs nú byrlega fyrir flokk, sem náði fylgi einkum út á alhliða óánægju með „kerf- ið“ eins og það lagði sig. Hversvegna ekki í Svíþjóð? Talsverðum bollaleggingum hefur valdið hversvegna óá- nægjuflokkum af þessu tagi hefur hingað til mistekist að koma sér í ganginn í Svíþjóð. Óánægja út af miklum innflytjendastraumi frá þriðja heiminum, sem hefur orð- ið Framfaraflokkum Dana og Norðmanna hvað mest lyftistöng síðustu ár, er einnig fyrir hendi í Svíþjóð. En félagslega öryggis- netið er þéttara í Svíþjóð en lík- lega nokkru öðru landi heims og atvinnuleysi lítið. Óhemju sterk staða jafnaðarmanna þar hefur komið í veg fyrir að los kæmist á stjórnmálin, hliðstætt því sem gerðist í Danmörku og Noregi með fylgistapi þarlendra jafnað- armanna. Sænska samfélagið ein- kennist því mjög af stöðugleika, jafnt á vettvangi stjórn-, félags- og efnahagsmála, og það fyrir- byggir ugg og öryggisleysiskennd er óánægjuflokkar mata krókinn á. Enn má á það benda að holl- usta við samfélag og trúnaðar- traust til stjórnvalda eru ríkur þáttur í hugarfari Svía. Þetta er arfur frá konungdæminu gamla og áróðri lútherskrar kirkju þess, en jafnaðarmenn hafa hlúð að þeim tilhneigingum. Þeir hafa átt auðvelt með að viðhalda þeirri tiltrú og efla hana, einkum vegna almennrar velferðar og félagslegs öryggis sem sænska þjóðin hefur í marga áratugi notið undir stjórn þeirra. í slíku andrúmslofti eiga nýir og „öðruvísi" flokkar, sem ráðast heiftarlega á „kerfið“ og tileinka sér glannalegt orðbragð og stfl, erfitt með að þrífast. Mestar líkur eru á að á þá sé litið sem ábyrgðarlaus niðurrifsöfl. Harður hægriflokkur Sumra ætlan er að nokkuð sér- stök staða hægriflokks Svía, Hóf- sama sameiningarflokksins, s.l. tvo áratugi hafi leitt til þess að til hans hafi dregist hægrisinnuð óá- nægjuöfl, sem að öðrtun kosti hefðu kannski myndað dæmi- gerðan óánægjuflokk. Hvað sem nafni hans, er tekið var upp til að breiða yfir svip hans sem hægri- flokks, líður, hefur flokkur þessi undanfama áratugi haldið fram ölluharðari og greinilegri hægri- stefnu en t.d. Hægriflokkurinn norski. í Svíþjóð er jafnvel enn frekar en í Danmörku og Noregi litið á jafnaðarmannaflokkinn sem flokk „kerfisins“ öðrum fremur, og með hörðum áróðri gegn sænska hægriflokknum hef- ur þarlendum jafnaðarmönnum tekist að útmála þann flokk sem 1 einskonar utangarðsaðila. Sú ímýnd kann að hafa dregið að honum fylgi haldið alhliða óá- nægju með „kerfið." Gösta Boh- man, leiðtogi flokksins um skeið, orðhvass karl og illskeyttur á köflum, hefur áreiðanlega verkað vel á fólk af því tagi sem í Noregi og Danmörku laðaðist að Hagen og Glistrup. AÐ UTAN Föstudagur 29. september 1989[NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.