Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 18
Umhverfisvernd hefur verið ofarlega á baugi í heimspólit- íkinni að undanförnu og allar líkur á að hún muni leika æ stærra hlutverk í framtíðinni. Eftir því sem auðlindir þverra og umhverfi spillist meir vex vitund almennings um vand- ann og að sama skapi áhugi á að gera eitthvað í málunum. Víða um lönd hafa verið stofn- uð samtök umhverfisverndar- fólks, ýmist áhugasamtök á borð við Grænfriðunga eða bein pólit- ísk samtök á borð við Græningj- ana þýsku. í sumar hittust fulltrú- íslensku græningjarnir sem fóru til Ríó, frá vinstri: Sigurður Þór Sveinsson, Sigrún María Krist- insdóttirog Metúsalem Þórisson. Mynd: Jim Smart. Ráðumst að rót vandans Græningjar hafa stofnað með sér alþjóðasamtök. Eining um að umhverfisvandinn verði ekki leystur meðan efnahagsstefnan helst óbreytt. íslenskir græningjar hyggja á framboð ar græningja frá tæplega 40 löndum í Rio de Janeiro í Brasilíu og stofnuðu Alþjóðasamtök græningja. Þar voru meðal fundarmanna einir 30 íslenskir græningjar en samtök þeirra hafa starfað um nokkurt skeið. Þrjú meginatriði Meðal þeirra sem sóttu fund- inn í Ríó voru þau Sigurður Þór Sveinsson, Sigrún María Krist- insdóttir og Metúsalem Þórisson. Við hittum þau að máli fyrir skömmu og inntum þau eftir fundinum. „Þarna voru samankomin um 3.000 manns frá um 40 löndum. Það var áberandi mikið af fólki ffá þriðja heiminum, frá flestum löndum Rómönsku Ameríku svo dæmi sé nefnt, en einnig frá iðn- ríkjunum í Evrópu, Norður- Ameríku og Ástralíu. Þingið sjálft stóð aðeins í einn dag en auk þess voru haldnir minni fund- ir þar sem fólk hittist og þeir stóðu í tæpa viku. Fólk hittist á kaffihúsunum í Ríó en þar í borg er mikið og fjörugt götulíf.“ - Hvernig samtök áttu fulltrúa þarna? „Það voru yfirleitt pólitískir flokkar sem stóðu að stofnun al- þjóðasamtakanna. Þó voru þýsku græningjarnir ekki með og heldur ekki Grænfriðungar. Þessir flokkar eru flestir róttækir í pólitík enda var tónninn á þing- inu mjög pólitískur.“ - Og um hvað urðu menn sam- mála? „Það voru einkum þrjú atriði sem sameinuðu fundarmenn. í fyrsta lagi alþjóðahyggjan, vissan um að einungis sé hægt að leysa umhverfisvandann á alþjóð- legum vettvangi. Hann er þess eðlis að það stoðar lítt að glíma við hann í einu landi. í öðru lagi vissan um að ekki sé hægt að leysa vandann án þess að taka mið af efnahagskerfinu. Vandinn verður ekki leystur í óbreyttu efnahagskerfi. Eyðing ósonlagsins og regnskóganna, allt þetta og önnur vandamál eru afleiðingar af ríkjandi efnahags- stefnu sem byggir á arðráni manns á náttúru, aukinni neyslu og firringu almennings. Það verð- ur að breyta um efnahagsstefnu. Þeir sem segjast ætla að leysa vandann án þess að gera það eru að blekkja. Það er mjög í tísku núna meðal stjórnmálamanna að skreyta sig með græningjanafn- bótinni og mas. Thatcher segist vera umhverfisvemdarsinni. En þessir stjómmálamenn vinna ein- ungis að afmörkuðum verkefnum og ráðast ekki að rót vandans sem liggur í efnahagsstefnunni. I þriðja lagi sameinast græn- ingjar um ákveðið sjónarhom á umhverfið. Við viljum vernda umhverfið fýrir manneskjuna, sjá til þess að það stuðli að vellíð- an hennar og þroska. Við höldum ekki á lofti óskilgreindum sjónar- miðum á borð við þau að við séum að vernda náttúmna sjálfr- ar hennar vegna. Það gerðu Grænfriðungar til dæmis í hvala- LEIKTU SQUASH A FRÁBÆRUM VÖLLUM Formaður alþjóðasambands græningja, Lina Queiroz Huneeus frá Brasilíu, í ræðustól á þinginu í Ríó. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. september 1989 Merki Alþjóðasambands græningja. KLUBBURINN Stórhöfði 17 Hvort sem þú ert byrjandi eða keppnismaður í íþróttinni þá bjóðum við uppá 5 glæsilega Squash-velli og einn Racketball-völl sem gefa bestu völlum Evrópu ekkert eftir. Pantaðu tíma núna fyrir veturinn í Squash eða Racketball hjá Squash-Klúbbnum Stórhöfða 17 (við Gullinbrú). Pantanir teknar í síma 67 43 33 S> Á? I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.