Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 9
- Að sjálfsögðu vonast ég til
að sem flestir mæti í Laugarda-
linn um helgina til að berja þessa
kappa augum því þarna verða
samankomnir sterkustu menn
heimsins um þessar mundir. Ég
reikna með að kostnaður við
mótshaldið verði um ein og hálf
miljón króna og þessvegna er
nauðsynlegt að sem flestir mæti
til að hægt verði að halda svona
keppni aftur," sagði Hjalti Úrsus
Árnason kraftlyftingamaður.
Sex sterkustu menn heimsins
taka þátt í kraftakeppninni
„Kraftur 89“ sem hefst á morgun
laugardag klukkan 14 og verður
síðan fram haldið á sunnudag. Á
laugardaginn verður keppt í
aflraunum utanhúss en seinni
daginn leggja kappirnar undir sig
Laugardalshöllina. Trúlega hafa
aðrir eins kraftajötnar aldrei
keppt innbyrðis hér á landi á
seinni tímum en eins og menn
eiga að vita voru þeir á hverju
strái hérlendis hér á öldum fyrr
samkvæmt rituðum heimildum,
svo ekki sé minnst á aðrar heim-
ildir sem varðveist hafa í munn-
legri geymd um hetjudáðir for-
feðranna.
Hörku keppni
Kapparnir sem hér um ræðir
eru þeir Hjalti Úrsus Árnason,
Jón Páll Sigmarsson, Magnús Ver
Magnússon, O. D. Wilson „Mar-
tröðin frá Kaiiforníu,“ Jamie Re-
eves frá Sheffield í Englandi og
Tom Magee frá Kanada. Allt eru
þetta valinkunnir menn á sínu
sviði sem hafa að baki glæsilegan
feril í kraftlyftingakeppnum sem
og í öðrum íþróttum.
Búast má við hörku keppni á
milli kappanna og þá kannski sér-
staklega á milli Jóns Páls og Jam-
ie Reeves sem bar sigurorð af
Jóni í keppni á Spáni nýverið, þó
svo að þeir hinir ætli sér einnig að
gera góða hluti, enda hafa þeir
æft af kappi undir átökin. - Sjálf-
ur er ég í hörku formi og hef æft
stíft fyrir mótið og ætla mér að
Helmingur keppenda á Kraftur ‘89 var mættur til hádegisverðar á heimili Hjalta Ursusar Arnasonar ígær. Þeireruf.v. O. D. Wilson, Hjalti og
Tom Magee frá Kanada. Mynd: Kristinn.
Kraftajötnar í Laugardal
Sex sterkustu menn heimsins samankomnir í Laugardal um helgina.
Meðal keppnisgreina eru trukkadráttur, að jafnhatta trjádrumba, hlaða lýsistunnum
uppá pall og hlaupa 200 metra með 90 kílóa sekk á bakinu
sjálfsögðu aðgera betur en allir
hinir,“ sagði Hjalti Úrsus Árna-
son.
Á morgun verður keppt í því að
draga trukka, jafnhatta trjá-
drumba og henda 25 kílóa lóðum
yfir rá. Á sunnudag reyna kapp-
arnir með sér við að henda 25
kílóa steinum eins langt og þeir
geta, halda á rafgeymi með út-
rétta arma, keppa í steinatökum
þe. að lyfta mismunandi þungum
steinum uppá palla, kéyra hjól-
börur með hlassi, hlaða lýsis-
tunnum uppá pall og hlaupa 200
metra með 90 kílóa sekk á bak-
inu.
Skipuleggjandi mótsins og sá
sem heldur það er Hjalti Úrsus
Árnason. Aðspurður hvað réði
val hans á keppendum sagði hann
að þeir væru þeir sterkustu í
heiminum í dag og hefðu allir
unnið til heimsverðlauna í kraft-
lyftingum, og öðrum lyftingum.
Hjalti sagði að nú væri kominn
tími til að aðrir en Jón Páll fengu
að sýna hvaða í þeim býr í keppni
sem þessari hér heima en eins og
flestum er kunnugt um hefur Jón
Páll verið næsta ósigrandi í álíka
keppnum erlendis undanfarin ár.
En hvaða þýðingu hefur mót
sem þetta fyrir æsku landsins og
aðra sem áhuga hafa á lík-
amsrækt og kraftlyftingum að
mati Hjalta. - Það er engin
spurning að svona keppni er
ómetanleg lyftistöng fyrir allt
íþróttafólk hér heima en þó sér í
lagi fyrir þann mikla fjölda sem
æfir í líkamsræktarstöðvunum og
tekur í lóð sér til heilsubótar á
degi hverjum. Þá er ég ekki í
neinum vafa um að svona mót
mun hvetja viðkomandi til frek-
ari dáða og það sem meira er um
vert að þeir sem ekki hafa sýnt
kraftlyftingum áhuga en eru
veikir fyrir íþróttinni munu trú-
lega vakna til dáða þegar þeir sjá
þessa kraftakarla með eigin
augum,“ sagði Hjalti.
Eins og gefur að skilja er mat-
aræði kappa sem þessara á allt
öðru plani en gengur og gerist hjá
venjulegu fólki. Að sögn Hjalta
er matarreíkningur hans á mán-
uði aldrei undir 40 þúsund krón-
um og æði oft mun meiri. _grh
Föstudagur 29. september 1989INYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9