Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 16
Pall Bergþórsson: Við áttum alltaf veðurglögga menn, og svo stunduðu menn sinn veðurgaldur... (Ljósm Jim Smart). ■ ' ' ' '■ '■'■" '•■' " '•■ ■' ■ ^ ' "■'■-- • ■■ ■■•:■■ ■--• veðurstofustjóra 16 SfÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. september 1989 Á morgun kann að gefa gott... Blaðamaðurbraust upp á Veðurstofu ísamtal við Pál Bergþórsson, og kom séríveðurham, þvíleiðin lá ígegnum leifarnar affellibylnum Húgó. Hann beitá báðajaxla og hugsaði: lllurmundi Húgó allur. Maður veitekkihvað besterað kalla svona úrkynjaðan fellibyl, sagðiPáll. Þegarþetta skelfilega orð heyristgrípur menn meiri ótti en ástæða er til. Páll kom til starfa á Veðurstof- unni árið 1949 og hlaut að svara því fyrst hvernig á því stóð að hann sótti einmitt í þau fræði. Upphaf tölvuspádóma Þarna er dálítil keðja, sagði Páll: Fyrir áeggjan séra Einars í Reykholti fór ég í menntaskóla, svo var það fyrir ábendingu Finn- boga Rúts Þorvaldssonar, föður Vigdísar forseta, að ég fékk augastað á Veðurstofunni - og þá var Teresía nýlega tekin við og umsvif öll vaxandi m.a. vegna stóraukinnar þarfar fyrir flug- spár. Hún gekkst í því að ég færi í þetta - ég lenti í Stokkhólmi og heillaðist strax af þessum fræðum. Ég var fyrst í frekar snögg- snoðnu námi í Stokkhólmi, en fór árið 1953 aftur þangað og var þá við veðurfræðideild háskólans næstu tvö árin. Forstöðumaður hennar var prófessor Carl- Gustav Rossby, ákaflega kraft- mikill og snjall maður. Hann stóð fyrir fyrstu tölvukortaspám í Stokkhólmi, en þá var rétt verið að byrja á þeim í Bandaríkjunum og Evrópu. Hann og hans menn fóru með tölverðum árangri að gera sólarhringsspár um meðal- strauminn í gufuhvolfinu. Þeir komust að raun um, að það þyrfti að láta tölvuna gera upphaflega kortið sem spáð var út frá í stað þess að vinna kortin í höndunum. Þetta byggist á því að athuganir eru strjálar og misjafnlega þéttar og um allstór svæði verður að áætla, lesa á milli hvernig vindar og þrýstingur haga sér. Ég var settur í það ásamt sænskum veðurfræðingi að láta tölvuna útbúa þessar línur án þess að neitt væri gert í höndun- um og okkur tókst að búa til not- hæft kerfi. Þetta mun hafa verið í fyrsta skipti að farið var að gera reglulega daglegar spár án þess að mannshöndin kæmi við sögu, og það var skemmtilegt að fá að vera með í þessu. Þetta kerfi okk- ar var ótrúlega lífseigt. Nokkru seinna kom rússneskur veður- fræðingur, Gandín að nafni, með öllu fræðilegra kerfi, en miklu tímafrekara. Það ruddi sér nokk- uð til rúms en því hefur líka verið haldið fram á seinni tímum að sú aðferð sem við hittum á- kannski fyrir tilviljun - sé ekki síður traust og miklu fljótlegri. Hitastigiö og búskapurinn Eftir þetta kom ég heim og þá voru engar tölvur hér til og ekki á dagskrá að fást við þessa hluti. Ég fór að vinna við veðurspár og þetta var vaktavinna og tiltölu- lega þægilegt að grúska við hitt og þetta á milli. Ekki síst sögu lofts- lags á íslandi, áhrif loftslags á það hvernig landbúnaði hefur vegn- að. Og það kom í ljós að þau tengsl voru miklu rækilegri en flestir höfðu ætlað - undantekn- ingar voru reyndar menn eins og Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur sem áttaði sig vel á þessum hlutum: það var tölvert fyrir hans áhrif að ég fór að hnusa af þessu. Það kom m.a. í ljós að vetrarhit- inn er feiknarlega áhrifamikill á sprettu næsta sumars og svo á það hve miklum heyjum varð að eyða - út frá þessu mátti svo skýra feiknarlegar sveiflur í fjölda bú- fjár á íslandi á 19. öld. Ýmsum hefur þótt lygilegt að tiltölulega litlar breytingar á meðalhita árs - t.d. um eina gráðu - gætu verið svo afdrifaríkar, en ég tel að þetta hafi sannast. Heimildir og hafís Hve langt aftur ná heimildir? Við höfum hitamælingar, reglulegar og áreiðanlegar, frá Stykkishólmi allt frá 1845. Árni Thorlacius gerði þær - ef til vill fyrir áhrif frá Jónasi Hallgríms- syni sem hvatti til skipulagðra veðurathugana um land allt. Annars var Árni í sambandi við Skota og sendi þeim sínar skýrsl- ur. Athuganir voru líka gerðar í Reykjavík, en ekki eins samstæð- ar og það var ekki fyrr en 1870 að Danska veðurstofan skipulagði hér veðurathuganir á nokkrum stöðum. En upplýsingarnar frá Stykkishólmi hefi ég notað mikið, sá staður er reyndar ná- lægt meðalhita á landinu. Nú, hafís ræður vitanlega miklu um hitann á landinu og ég velti því fyrir mér hvort hægt væri að segja fyrir um það, jafnvel á hausti, hvað hafísinn gerði á vor- in - með því að fylgjast sem best með hitaskilyrðum í hafinu kring- um Jan Mayen, en þaðan eru straumar um hálft ár hingað. Síð- an 1969 hefi ég fengist við hafís- spár og þótt ég ætti ekki að dæma þar um finnst mér að útkoman hafi verið nokkurnveginn eins góð og búast mátti við. Eitt hitastig Hve þungt vegur þetta eina hitastig sem þú áðan minntist á? Það er ekki fjarri því að ef hit- inn fer niður um eina gráðu, þá þýði það um 15% minni heyfeng af sama túni. Og eins og t.d. sauðfjárbúskapur var er ekki fjarri því að þessi kólnun auki fóðurþörfina um 15%. Þar með fer því ekki fjarri að sama slægju- land framfleytti ca 30% færra fé ef veður kólnaði sem þessu nam. Slíkt kuldaskeið gat staðið í kannski tíu ár- þetta tap var ekki nokkur leið að bæta upp með fyrningum sem voru þrotnar eftir eitt eða tvö ár. Eina ráðið var að skera niður fé. f versta tilfelli fækkaði fólkinu. Það var fyrst og fremst norðanlands að þessi áhrif urðu, þar kom hafís líka mjög við sögu. Sagan sýnir okkur reyndar mikið samhengi milli hung- ursneyðar og hafíss. Það má með nokkrum líkum ætlast á um hita- breytingar á landinu áður en mælingar hófust og allt til um 1600 með því að skoða hafís- fregnir í annálum. Iframhaldi af þessu hefur verið reynt að taka upp einskonar ráð- gjöf til bænda: það er gott að menn geti gert sér grein fyrir því sem fyrst á vorin að svo geti farið að hörkur og hafís dragi úr sprettu - því menn geta bætt sér það upp með því að bera meira á en venjulega. Veðurþjónusta er gagnleg á svo mörgum sviðum og fleira kemur að haldi en daglegar veðurspár. Veðurglöggir menn Nú hefur lengi verið til eitthvað það sem kalla mætti al- þýðlega veðurfræði... Já, um þá hluti hafa margir skrifað, Jónas frá Hrafnagili í Is- lenskum þjóðháttum, Jón Páls- son í Austantórum, Þórður Tóm- asson hefur skrifað heila bók um veðurfræði Eyfellings... Hvernig kemur alþýðlegri veð- urfræði eða trú saman við reynsl- una? Það er allt mjög málum blandið. Sumt af þessu á rætur að rekja aftur í eldgamla stjörnuspá- dóma austan úr flóðríkjum eins og Egyptalandi. Trúmál blandast hér inn í - menn fóru að taka mjög mikið mark á veðurfari á vissum dögum í kirkjualmanak- inu. Á bakvið það er vafalaust sú hugmynd, að veðurfari sé öllu stjórnað að ofan og ákvarðanir þar um teknar á merkisdögum - menn gáfu því jafnvel sérstakan gaum hvernig viðraði meðan messað var. Þetta er allt merkileg menning- arheimild þótt það sé að öðru leyti lítils virði. En ég held mála sannast að alla tíð hafi verið til mikið af veðurglöggu fólki á landinu, sem spáði eftir útliti loftsins um hálfan til einn sólar- hring. Það sýnir sig í veðurfræði að þetta er eðlilegur möguleiki. Blika sem boðar landsynning og rigningu getur farið að sjást í nokkur hundruð kílómetra fjar- lægð og gefur heilmikinn fyrir- vara. Ýmis smáatriði sem flestir tóku ekki eftir gátu gefið til kynna væntanlegar breytingar. Þegar í kafskýjuðu fór að sjást í rof við tiltekin fjöll, þá var rétti- lega ályktað - þótt ekkert væri farið að gerast á staðnum - að nú væri vindurinn að taka þá stefnu að þetta rof væri hlémegin við fjallið. Skýjategundir sögðu sína sögu - menn vissu hvað það þýddi þegar háreistir bólstrar sáust við hafsbrún. Ég held að alla tíð hafi a.m.k. einstaka menn spáð til- tölulega vel um hálfan til einn sól- arhring - enda lífsnauðsyn fyrir sjómenn að það væri reynt. Vísbendingar, galdur En vitanlega höfðu menn litla möguleika til að sjá lengra fram í tímann. Þó fundu menn sér ýms- ar vísbendingar: Vestfirðingar tóku eftir því að þegar snjóaði á hafflötinn á haustin og snjórinn var lengi að bráðna í yfirborðinu, þá boðaði það harðan vetur og stóð þetta vitaskuld í beinu sam- bandi við sjávarhitann. Menn stunduðu líka mikið veðurgaldur: lönguhaus var sett- ur á stöng og kj af tinum var vísað í þá átt sem vindurinn átti að koma úr. Eins þegar kind var skorin - það átti að snúa henni í þá átt sem menn vildu að vindur stæði úr. Farið var með fleiri slíkar særing- ar - og minnir allt reyndar á það fyrst og fremst hve þýðingar- mikið það var hvernig viðraði... Tæknin,fjöl- breytileikinn Páll Bergþórsson er að taka við starfi veðurstofustjóra nú um mánaðamótin; að lokum var hann inntur eftir því hver væru helstu verkefni stofnunarinnar um þessar mundir, hvað helst framundan? Við höldum áfram að tileinka okkur nútímatækni eftir bestu getu og eftir því sem fjárráð leyfa, eins og unnið hefur verið að. Nú er til dæmis von á veður- radar, sem settur verður upp hjá Flugstöðinni í Keflavík. Frá hon- um verður tenging hingað - hann getur fylgst með skýjafari í hundrað kílómetra radíus og það er ekki síst hjálp í því, hvað slfkur gripur segir um ástandið suðvest- ur í hafi þar sem oft er lítið um athuganir. Það þarf að hyggja að ýmsu í alþjóðlegum samskiptum sem við erum vitaskuld mjög háðir - þjóðir eru á þessum sér- hyggjutímum okkar ófúsari en áður að leggja í sameiginlega sjóði nema þær hafi beint gagn af því sjálfar. Til dæmis er verið að leggja niður veðurskip á Atlants- hafi, og þótt ýmislegt komi í stað- inn höfum við íslendingar þurft að hafa af þessari þróun nokkrar áhyggjur að undanförnu. Hverskonar úrvinnsla á því sem veðurathuganir færa okkur í hendur hefur alltaf skipt miklu máli og ekki dregur úr þýðingu hennar. Menn þurfa sem bestar veðurfarslegar upplýsingar um það við hverju megi búast á hverjum stað - til dæmis þegar menn setja niður fiskeldi, gera áætlanir um afrennsliskerfi í kaupstöðum eða hve sterkar byggingar þurfa að vera. Við tökum á móti myndum frá veðurtur.glum, dálítið frum- stæðri gerð af þeim, það er kann- ski ástæða til að bæta þar um, ekki síst til að fá betri upplýsingar um hafi's. Einn vandinn er sá að eftir að útvarps- og sjónvarpsstöðvum fjölgaði skella veðurfregnir ekki lengur á hlustum manna með þeirri reglusemi sem helst varð ekki undan komist. Vonandi kemst á kerfi sem allir geta sótt í símleiðis ítarlega spá fyrir sitt svæði. Menn þurfa veðurspár sér til hagræðingar og öryggis og við þurfum að leggja hausinn í bleyti um það hvernig þær verði alls- staðar tiltækar. Jarðeðlisfræðin er orðin töl- vert umfangsmikil og nú er það orðið sérstakt norrænt verkefni að gera mælingar hér á Suður- landi sem síðar vísa veginn um jarðskjálftaspár. Sumum finnst skrýtið að sinna jarðskjálftum á veðurstofu, þar er á ferð allt önnur höíuðskepna - en hér er vakt allan sólarhringinn og heppilegt að hingað sé alltaf hægt að leita. En semsagt: á það ekki við að segja eins og hefðin býður, að nú verði talsverð breyting á líf mínu og um leið tilbreyting og nú verði tiltölulega auðveldara að greiða fyrir ýmsum áhugamálum á starfsvettvangi og að ég hlakki til að takast á við þetta allt... Allra veðra von Og á hvaða veðurfarsleið erum við svo núna? Það spá allir hlýnandi veður- fari, hvar sem maður kemur. Það á ekki við um okkur, síðasti ára- tugur hefur verið heldur kaldari en búast mætti við hér á íslandi. En þegar hnötturinn í heild er skoðaður, þá er síðasti áratugur- inn sá hlýjasti í hundrað ár og þetta ku vera af mannavöldum: gróðurhússáhrifin. En breyting- arnar ganga misjafnlega yfir, sumsstaðar kólnar jafnvel - menn verða að vera viðbúnir hvoru sem væri. Föstudagur 29. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.