Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 24
Námsgeta bilar ekki í sama mæli og menn héldu... Aldraðir sækja í sig veðrið m. V'.'-'V „Gráir" flokkar eru aö verða til hér og þar. Aldrei mun skortur veröa á andstæðum og árekstrum - en þeim er gert mishátt undir höföi í umræðunni eftir því hvað á mönnum brennur. Verkamenn og kapítalistar, þéttbýlið og dreifbýlið, austrið og vestrið, karlmenn og kven- menn - við gætum lengi lengt listann og alltaf er hann að lengja sjálfan sig. Kannski megum við næst búast við því að þjóðfélögin skipti sér í þá sem vilja fara í stríð við eitur- lyfjaneyslu og þá sem vilja lögleyfa eiturlyf rétt eins og áfengi. Pað er líka stungið upp á því, að í aðsigi séu í ríkum og þróuð- um löndum kynslóðastríð, sem- gæti orðið nokkuð grimmt. Milli ungra og gamalla. Stríð milli ungra og aldraðra? Allir hafa verið að gefa því gaum að fækkun barnsfæðinga og lengri meðalaldur eru ört að breyta hlutföllum í þjóðfélögum. Nú er víða að því komið, að þeir sem eru yngri en tvítugir verða færri en þeir sem eru yfir sextugt, kannski verður þriðji hver maður í hinni öldruðu sveit áður en fyrsti áratugur næstu aldar er liðinn. Og mönnum ber saman um að hin aldraða sveit verði um margt virkari og kraftmeiri en gamalt fólk hefur verið, það muni ekki láta leggja sig í salt, ýta sér til hliðar úr störfum og frá áhrifum með sömu auðsveipni og algeng hefur verið. Og ef þeir sem komnir eru á efri ár eru ekki jafnfúsir og áður að víkja til hlið- ar fyrir yngra fólki á uppleið, þá má búast við hörðum átökum - um störf, um húsnæði, um heilsu- gæslu og margt fleira. Amríkanar eru þegar farnir að tala um eitthvað sem þeir kalla „age wars“, aldursstríð. Að láta til sín taka Vitanlega eru aldraðir ekki samstæður hópur. Aldraðir eru innbyrðis miklu ólíkari en ungt fólk, eins og hver maður getur sagt sér sjálfur. Tímans tönn nartar misjafnlega í menn, hún fellir suma til jarðar tiltölulega snemma meðan aðrir halda lengi hreysti sinni. Munur á ríkum og fátækum verður meðal aldraðra skarpari og afdrifaríkari en með- al þeirra sem yngri eru. Og svo framvegis. En þegar á heildina er litið, þá fer það ekki milli mála að þeim öldruðum sem enn finnst þeir hafi verk að vinna um langt skeið og vilja láta til sín taka og geta það hefur fjölgað stórlega sem og möguleikum þeirra til að setja svip sinn á þjóðfélögin. Til að mynda í kosningum. Víða eru sextugir kjósendur um þriðjungur allra kjósenda. Og með því að hefðbundin tengsl við kirkju eða stéttarfélag eða starfs- svið hafa veikst, þá eru eldri kjós- endur ekki eins „öruggir" sínum flokkum og áður. Þeir gera meiri kröfur en áður til þess að flokkar taki tillit til þeirra og þeirra þarfa. Þeir stofna hagsmunasamtök: til dæmis eru samtök bandarískra ellilífeyrisþega nú orðin fjöl- mennari (28 miljónir meðlima) en verklýðssambandið AFL- CIO. í Evrópu (Vestur- Þýskalandi og víðar) eru þegar gerðar tilraunir með sérstök framboð aldraðra, sérstakir „grá- ir flokkar“ verða til sem beita víg- orðum sem minna á stéttabar- áttu fyrri áratuga, nema hvað núna er „stéttabaráttan“ milli ungra og aldraðra. Hvenær á eftirlaun? Þessi barátta mun væntanlega snúast fyrst og fremst um það, að í þróuðum löndum, þar sem gert er ráð fyrir verulegu atrvinnu- leysi til frambúðar, hafa menn m.a. reynt að draga úr atvinnu- leysi með því að senda eldri starfsmenn á eftirlaun sem fyrst. Lækka eftirlaunaaldur niður í sextugt eða fara hér og þar enn lengra niður í raun. Þetta hefur og verið réttlætt með tilvísun í kröfuharða samkeppni og hraða tækniþróun: þeir sem komnir eru á efri ár, segja menn, þeir eru ekki eins snarir að bregðast við nýmælum, þeir geta ekki lært eitthvað nýtt með nauðsynlegum ÁRNI BERGMANN hraða. En þessir siðir og þessi viðhorf eru í vaxandi mæli undir skothríð gagnrýninnar. í fyrsta lagi: menn þykjast nú vita, að námshæfni eldra fólks sé miklu meiri en ráð var fyrir gert. í annan stað kemur þeim öldruðu til hjálpar lífsreynslan sem bæði greiðir fyrir þeim hluta starfsins sem lýtur að mannlegum sam- skiptum og gerir lífsreynda næm- ari á það sem máli skiptir í hverju máli. Fyrirtækin taka svo þessa vitneskju upp á sinn hagsmuna- vagn: það er ekki skynsamlegt að henda frá sér þeirri „fjárfestingu" sem reyndur starfsmaður er. Bandaríkjamenn gefa hér tón- inn: á ári hverju snúa um hundr- að þúsund manns aftur til vinnu þar í landi frá sínum „helga steini“ sem þeir voru í sestir með sín eftirlaun. Þetta eru líka hygg- indi sem í hag koma fyrir þá sem halda utan um ríkiskassann: það er ekki bara á íslandi sem menn hafa reiknað sig fram til þeirrar stöðu, að með mikilli fjölgun líf- eyrisþegna muni lífeyriskerfin, einn helsti máttarstólpi velferð- aríkisins, blátt áfram hrynja. Spennuvaldar En sama er hvað ofan á verður: allt býður upp á árekstra milli kynslóða. Víki aldraðir seinna en áður af starfsvettvangi, þá verður þar þrengri inngangur fyrir ungt fólk. Ef hinsvegar reynt er áfram að senda menn sem fyrst á eftir- laun verður velferðarkerfið svo dýrt að skattþegnar í fullu starfi þykjast ekki geta borið það lengur á herðum sér. Líka vegna þess að hér er um miklu fleira en eftirlaunagreiðslur að ræða. Aldraðir halda heilsu lengur en áður - en síðustu ár ævinnar, þeg- ar sjúkdómar gerast mjög frekir, eru dýr og verða enn dýrari. Til dæmis óttast Bandaríkjamenn að hrörnunarsjúkdómur eins og Alzheimer geti lagt þeirra heil- brigðiskerfi í rúst. Það dýpkar og kynslóðabilið, að fjölskyldan er annað en hún var og tengir ekki saman aldur- shópa með þeim hætti sem menn áttu fyrr að venjast. í vestrænum iðnríkjum búa aðeins 10-20 % aldraðra hjá börnum sínum.aldr- aðir vilja sem lengst halda sjálf- stæði sínu og þeir sem best halda forvitni sinni um heiminn og starfsorku, kæra sig ekki um að fjölskyldan slái um þá of þröngan hring. HELGARPISTILL 24 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. september 1989 Gamalt og nýtt Sumt af því sem um er fjasað er framtíðarmúsík, margt af því er ofar komið á dagskrá í nálægum þjóðfélögum en hjá okkur. En áður en þessu spjalli lýkur gætum við minnt á það, að það er svosem ekkert nýtt, að aldraðir þurfi að standa í baráttu við þá sem yngri eru. Hugmyndir manna um svo- kölluð frumstæð þjóðfélög þar sem öldruðum væri sýnd virðing og vinsemd fyrir sakir visku þeirra og reynslu, standa því mið- ur á veikari fótum en menn vildu ætla. Að sönnu hefur hluta öld - unga tekist að tryggja allvel stöðu sína í sögunnar rás - en þar er venjulegast um lítinn hóp úr yfir- stétt að ræða. Hlutskipti aldraðra hefur yfirleitt verið ömurlegt - allt frá því að frumstæð þjóðfélög komu sínu gamla fólki fyrir katt- arnef ef það gat ekki lengur unnið fyrir mat sínum: skyldi það eftir til að deyja úti á ísnum eða úti í auðnum. Aldrei hefur skort á for- dóma í garð aldraðra, sem geta t.d. komið fram £ því að í máli sumra indjánaþjóða er eitt og sama orðið haft yfir að vera ung- ur og fríður og annað þýðir að vera gamall og ljótur. Sá forn- gríski alfræðingur, Aristóteles, lýsti gömlum mönnum á þessa leið: Dapurlegt er það allt... Vegna þess að þeir hafa lengi lifað, oft verið sviknir, vegna þess að þeir hafa gert mistök þá bera þeir ekki traust til neins og öll viðleitni þeirra stendur bersýni- lega langt að baki því sem vera ætti. Þeir búast við því að allt fari illa því að lífsreynslan hefur gert þá tortryggna. Þeir eru hálfvolgir í ást og í hatri, sérgóðir, varfærnir og kaldir. Þeir lifa fremur á minn- ingum en vonum. Þeir eru þver- hausar sem sífellt velta sér upp úr því liðna. Þeir eru skjótir til reiði en reiði þeirra er vanmáttug. Þeir eiga til samúð, en vegna veikleika en ekki í krafti andlegs örlætis. Þeir vorkenna sjálfum sér, þeir kunna ekki lengur að hlæja.... Grár fagnaðar- boðskapur Þessi romsa (sem hér er endur- sögð upp úr bók Simone de Be- auvoir um ellina) er meira að segja skárri en margt það sem menn á seinni öldum hafa saman sett um öldunginn heimska og gráðuga og önuga og vanmátt- uga, sem er þá aðeins getið að hann sé að spotti hafður. Að sönnu dró úr slíku fordómasukki þegar nær dró okkar tíma - en þá tekur annað við: ellin er feimnismál í lífsþægindakapp- hlaupinu, menn ýta henni frá sér og reyna að fela gamla fólkið þar sem enginn sér það. Þetta er að sönnu að breytast smám saman. Sjálfsvirðing hinnar öldruðu sveitar er vafalaust á uppleið, uppreisn hennar gegn því að vera dæmd úr leik hefur borið ýmis- legan árangur. Hvað svo sem verður. Sumir eru náttúrlega mjög bjartsýnir eins og alltaf þegar hreyfing er að rísa: „Hin nýja kynslóð aldraðra, segir einn tals- maður þeirra, hlýtur að verða brautryðjandi mannlegra sam- skipta sem smám saman breytast - ef við viljum lifa í framtíð þar sem samhygð og kærleikur verða hærra metin en frammistaða í samkeppni, velgengni- og gróð- afíkn og köld síngirni....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.