Þjóðviljinn - 29.09.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Qupperneq 3
Kristið blað Menn eru að sjálfsögðu farnir að leggja út af því, hver með sínum hætti, hvað það tákni eða merki undir augliti eilífðarinnar að nýr ritstjóri Þjóðviljans heitir Olafur H. Torfason. Illkvittnir menn segja að þetta séu ekki annað en vélabrögð landbúnaðarm- afíunnar. Aðrir hafa af sinni mannþekkingu og skarp- skyggni fest hugann við það, að Ölafur er maður kaþólskur og sat í nefnd þeirri sem undir- bjó heimsókn páfa nú í sumar leið. Þessvegna hefur því verið fram slegið, að loks hafi vísa eftir Flosa Ólafsson reynst spámannleg í meira lagi. En einhverju sinni hafði merkisklerkur einn ávítað Morgunblaðið fyrir hæpin skrif um trúmál og hert á ádrepunni með því segja sem svo, að margt gæti það blað lært af Þjóðviljanum í meðferð trú- mála. Þá orti Flosi: Á Mogganum er mesta puð menn þar ekki trúa á guð. En hitt er víst og það er það að Þjóðvitjinn er kristið blað.m Heimsins von Við birtum hér um daginn vísu sem ort var um Lúðvík Jós- epsson. Og kom það þá fram eins og oft vill verða um ágæt- ar vísur, sem fara að lifa sínu eigin lífi, að þær afbakast og tilefni þeirra líka. Tilefni vísunnar var ekki vaskleg framganga Lúðvíks Jósepssonar í landhelgismál- um eins og fram var haldið. Tilefnið var það, að höfundur hennar, Sigurdór Sigur- dórsson, hafði tekið eftir því að Þjóðviljinn vitnaði allt að því fimm sinnum á degi hverj- um í Lúðvík og þá með nokk- uð sjálfvirkum formúlum: Lúð- vík segir, Lúðvík leggur til og þar fram eftir götum. Og vísan var svona rétt: Lúðvík er Ijóssins perla Lúðvík er heimsins von Lúðvík er ioftsins erla Lúðvík er JósepssonM Sambirtingar- hljómur minnihlutans Birting hefur ákveðið að ræða við fulltrúa allra flokka minnihlutans í borgarstjórn í Reykjavík um sameiginlegt framboð þessara flokka og hófust viðræðurnar á því að gengið var á fund krata. í gær var svo rætt við fulltrúa Fram- sóknarflokksins en á miðviku- dag munu fulltrúar Birtingar eiga fund með Alþýðubanda- laginu um þessi mál. Ekki hef- ur enn verið ákveðið hvenar rætt verður við Kvennalistann en hann hefurtekið vel í slíkar viðræður. En það eru fleiri en Birting sem áhuga hafa á þessum málum því á miðviku- dagskvöld, eftir fund Birtring- ar og Alþýðubandalagsins, verður Alþýðubandalagið í Reykjavík með fund um sam- eiginlegt framboð og munu fulltrúar allra flokka minnihlut- ans mæta á þann fund.B Freyðibaðið Fertugsafmæli Ingólfs Mar- gfeirss. ætlarað dragadilk á eftir sér því Alþýðublaðið, sem venjulega gengur undir gælunafninu Kratinn, hefur fengið nýtt heiti. Nú kalla gár- ungarnir það Freyðibaðið. Ptótaöu Græðandi varasalvi iriiliHilllll'lfflllllllll'ljilM- Heilsuval. Laugavegi 32. S 626275 og 11275 Martröð Ijósmyndara Sagt er að Ijósmyndarar eigi nú við alvarlegt faglegt vandamál að stríða. ( þeirra röðum hefur lengi tíðkast að hafa uppi alls kyns fleðulæti og flím til aðfáfyrirsæturnartil að brosa en árangurinn er oft æði misjafn. Hafa Ijósmynd- arar á hraðbergi margar hryll- ingssögur af kollegum sem enduðu inni á geðdeildum eftir að hafa lagt fyrir sig fjölskyldu- og barnaljósmynd- un. Og nú hefur enn eitt orðið til að hrjá þessa stétt. Sagan segir að Ijósmyndari einn hafi verið fenginn til að taka mynd af starfsfólki kaupfélags á landsbyggðinni. Hann stillti öllum upp með samvinnu- merkið í bakgrunni og beitti svo þeim brögðum sem vana- lega duga til að fá fólk til að brosa, eða allavega að svo líti út sem það brosi. En hann hafði vart sleppt töfraorðinu þegar allur hópurinn, allt frá kaupfélagsstjóra niður í aumustu búðarloku, brast í sáran og háværan grát. Og hvert var þá þetta úr sér gengna töfraorð? Jú, Ijós- myndarinn hafði beðið fólkið að segja SÍS en það getur enginn nefnt ógrátandi eins og ástandið er þar á bæ.B Ingólfsdropar Ráðherrabrennivín hefur öl- kærum löngum þótt betra en allt annað vín. Eins og öll börn sem fólk elskar á þessi sér- stæði drykkur sér mörg nöfn. Og nú hefur enn eitt bæst við: Ingólfsdropar þykja nú mestur eðaldrykkur sem völ er á í landinu.B Atvinnutryggingasjóður, útflutningsgreina Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík Orðsending Loka skilafrestur umsókna um lán hjá sjóðnum er 31. desember 1989. Umsóknir sem berast eftir 30. september 1989 fá ekki afgreiðslu á þessu ári. Þá vill sjóðurinn benda þeim á sem hafa fengið lánsloforð frá sjóðnum að þau falla úr gildi þremur mánuðum frá samþykkt hafi nauðsyn- leg gögn ekki borist sjóðnum fyrir þann tíma. Stjórn sjóðsins HUUTABRÉF í traustu fýrirtæki er arðbær fjárfesting og veitir skattafríðindi Vænlegt sparnaðarfbrm Lækkar tekjuskatt Eignaskattsfrjáls Almenningi gefst nú kostur á aö kaupa hlut í Alþýðubankanum, traustu og arðbæru fyrirtæki. Eigendur Alþýðubankans eru launþegar, félög þeirra og stofnanir, um 900 talsins. Hlutabréf í Alþýðubankanum eru góð fjárfesting. Þau halda verðgildi sínu, gefa arð og njóta skattfríðinda. Frá skattskyldum tekjum má draga kaupverð hluta- bréfa og lækka þannig tekjuskatt (á síðasta ári um 72 þúsund kr. fyrir einstakling - tvöfalt fyrir hjón). Hlutabréf eru einnig eignaskattsfrjáls að tilteknu marki. Notaðu tækifærið og kynntu þér þennan kost til ávöxtunar á sparifé þínu. Hægt er að skrifa sig fyrir hlut í öllum afgreiðslum bankans. Nánari upplýsingar veitir aðalbókari, í síma 91-62 11 88-253. Alþýöubankinn hf Reykjavík, Akranesi, Akureyri, Blönduósi og Húsavík. ARGUS/SlA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.