Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 8
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Ritstjóri: Árni Bergmann
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Aug lýsingast jóri :OlgaClausen
Afgreiðsla:® 68 13 33
Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31
Verð: í lausasölu 140 krónur
Símfax: 68 19 35
Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Meðan banka-
menn þinga
Of fáir hugsa of sjaldan til þess, hve mikiö djúp er
staðfest milli þess hluta heims sem við tilheyrum og
þeirra ríkja sem fátækust eru. Áhyggjur okkar af smá-
vægilegum hagvaxtarhræringum skyggja svotil alltaf á
þá vitneskju, sem við getum aflað okkur hvenær sem er
ef við kærum okkur um, að þeir ríku (á hnattrænan mæli-
kvarða) verða sífellt ríkari og hinir fátækari fátækari - með
hinum herfilegustu afleiðingum. Og án þess að við sé
brugðist.
í sjónvarpsfréttum var frá því skýrt að bankamenn á
fundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans hafi
tekið treglega í hugmyndir og tillögur um að létta skulda-
byrði landa þriðja heimsins. Þetta gerist um svipað leyti
og menn geta lesið það í ársskýrslu UNICEF, barnahjálp-
ar Sameinuðu þjóðanna, að „amk. hálf miljón barna hefur
dáið sl. tólf mánuðina fyrir sakir skuldakreppunnar11.
Áður en fundur ofangreindra peningastofnana hófst,
sendu þingmenn frá fimm auðugustu ríkjum heims, sem
allir hafa haft afskipti af þróunarstarfi, frá sér ávarp til
fundarmanna, þar sem þeir voru beðnir um að breyta
stefnu sinni, þeim fátæku í hag. í ávarpi þessu er meðal
annars á það minnt, að árið 1988 var sjötta árið í röð sem
greiðslur af skuldum verða til þess að peningar streyma
frá fátækum löndum til ríkra í stórum stíl - þetta peninga-
streymi náði í fyrra 33 miljörðum dollara sem er met.
Viðskiptabankar hafa í rauninni hætt við öll ný lán til
þróunarlanda, og þau hafa í vaxandi mæli orðið að snúa
sér til Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Þær stofnanir hafa svo gert það að skilyrðum fyrir fyrir-
greiðslu að fátækustu ríkin skeri mjög niður ýmisleg út-
gjöld hjá sér og miði alla sína efnahagspólitík við meiri _
útflutningstekjur sem tryggi afborganir af lánum.
Þessar kröfur leiða til þess, að dregið er úr framlögum
til menntunarog heilsugæslu, verð á matvælum hækkar,
atvinnuleysi eykst - og allt bitnar þetta með mestum
þunga á fátækasta hluta íbúa viðkomandi ríkja. „Fátækt,.
hungur og vannæring valda dauða 14 miljóna manna á
ári, segir í fyrrgreindu ávarpi. Og sjö af hverjum tíu í þeim
hópi eru börn sem ekki hafa náð fimm ára aldri.“
Þingmennirnir beina tilmælum til ráðsmanna pening-
anna, sem koma mun beinar að hinum félagslega vanda
en þær hugmyndir um skuldbreytingar sem kenndar eru
við fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Brady. Þeir leggja
beinlínis á ráð um það, hvernig vinna megi að því, að
hvaðeina sem AljDjóðabankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóð-
urinn taki sér fyrir hendur, komi til góða þeim fimmtungi
íbúa í hverju landi sem verst eru settir. Styrki þá til sjálfs-
bjargar, veiti þeim aðgang að landi, vatni osfrv. Þar er
meira að segja gert ráð fyrir (dví, að marktæk viðleitni
skuldugs ríkis til að draga úr fátækt ætti að vera gildur
mælikvarði á það, hvort veita skuli þessu ríki fjárhagslega
fyrirgreiðslu og þá aðstoð við að létta skuldabyrði. í stað
þess að svo haldi fram sem horfir, að skilmálar banka-
manna haldi áfram að skerða kjör þeirra sem fátækastir
eru allra.
En eins og fréttir gáfu til kynna er ekki líklegt að ráðs-
menn peninganna hlusti á slíkt mannúðartal: Við lifum á
tímum hinna ströngu markaðslögmála sem helst ekki má
trufla með ótímabæru hjali um félagslegt réttlæti, sem er
einatt afgreitt sem hver önnur illseljanleg vara á markað-
storgi heimsins. Og þeir sem við sæmileg efni búa munu
vafalaust halda áfram að horfa í aðra átt og finna sér rök
fyrir því, að hver eigi nóg með sig og að ríkin snauðu séu
hvort sem er svo illa stödd að ekkert verði að gert.
________________________________________ÁB
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ , Föstudagur 29. september 1989
Afmælis-
veisla AB
Bókaklúbbur Al-
menna bókafélagsins
fimmtán ára. Heldur
upp á afmælið í
Austurstræti í dag
Bókaklúbbur Almenna bóka-
félagsins er fimmtán ára um þess-
ar mundir og heldur upp á afmæl-
ið með veislu í Austurstræti í dag.
Hefst afmælisveislan stundvís-
lega kl. 14.
Hornaflokkur Kópavogs leik-
ur fyrir veislugesti í göngugöt -
unni og ung ljóðskáld lesa úr verk-
um sínum. Risa-afmælisterta
verður borin fram og heilbrigðis-
ráðherra mun, fyrir hönd sjúkra-
húsa og hjúkrunarheimila lands-
ins, taka við bókargjöf frá
klúbbnum að verðmæti vel á
þriðju miljón króna.
Verðlaunasamkeppni verður
haldin í tilefni afmælisins, auk
þess sem AB gefur út veglegt af-
mælisblað. í veisluna eru allir fé-
lagar og velunnarar AB boðnir
hjartanlega velkomnir.
LG
Vigdís á
ítölskum
dögum
Vigdís Finn-
bogadóttir
forseti íslands
varviðstödd
upphaf ítölsku
daganna í
Kringlunnií
gær. Ung
stúlka brastí
grát og hjálp-
aði Vigdís
móðurinniviö
að hugga
stúlkuna. Með
ámyndinnier
Einarl. Hall-
dórsson fram-
kvæmdastjóri
Kringlunnar.
Mynd Kristinn.
Helgarveðrið
Horfur á sunnudag Vestan- og norðvestan átt með smá skúrum á Vesturlandi og á annesjum fyrir
norðan, en léttskýjað á Suðaustur- og Austurlandi. Hiti fjögur til tíu stig.
Horfur á laugardag Regn§væði fer austur yfir landiði
fyrst vestanlands. A'
suðvestan strekkingi og kólnandi veðri, ►