Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 19
málinu, þeir sögðust túlka mál- stað hvalanna." Hentistefna ráöamanna - Á málstaður græningja ekki góðan hljómgrunn eins og stend- ur? „Jú, það er í tísku að vera græn- ingi. En á sama tíma ber mikið á hentistefnu stjórnmálamanna sem mengar allt félagslegt og efnahagslegt umhverfi okkar. Þeir þykjast vera umhverfis- verndarmenn en hika ekki við að brjóta samninga ef það hentar þeim betur. Það er því ekki að ástæðulausu hvað fólk talar mikið um sviksemi stjórnmála- manna. Við getum tekið dæmi af hvala- málinu. Það hentaði vel í upphafi að vera með í alþjóðasamtökum og mótmæla ekki hvalveiðibann- inu. En svo hentaði ekki lengur að hlíta því banni og þá var regl- unum bara breytt. Þetta er ekki gott fordæmi í alþjóðasamstarfi. Það er partur af þessari henti- stefnu stjórnmálamanna að þeir reyna hvað þeir geta til að gera einstaklinginn ábyrgan fyrir um- hverfi sínu en fría sjálfa sig. Þetta sést glöggt í því að nú er rekinn mikill áróður fyrir því að fólk elt- ist við áldósir og sjái til þess að þær mengi ekki umhverfið. Á sama tíma eru stjórnmálamenn- irnir að undirbúa stækkun álvers- ins. Hér í Reykjavík er einkabíl- isminn allsráðandi. Það hefði miklu meiri áhrif á umhverfið að breyta því en að eltast við áldósir. Nú erum við alls ekki mótfallin því að fólk hirði upp áldósir og kappkosti að halda umhverfi sínu hreinu, síður en svo. Okkur blöskrar hins vegar hentistefna stjórnmálamannanna." Hvalamáliö hefur kostað rúðubrot - Fundurinn var haldinn í Brasilíu þar sem stærstu regn- skógar heims eru í eyðingar- hættu. Setti það ekki svip sinn á fundinn? „Jú, stjórnvöld reyndu að gera okkur tortryggileg og fylkja al- menningi gegn okkur. Og það var greinilegt að brasilískur almenn- ingur er ekki ýkja meðvitaður um eyðingu regnskóganna. Þetta er heldur ekki einfalt mál að leysa. Lönd þriðja heimsins hafa lengi búið við mikið arðrán og vanþró- un og það er því erfitt að banna þeim að nýta auðlindir sínar þeg- ar þau geta loks um frjálst höfuð strokið. Þau vilja að sjálfsögðu hagvöxt og bætt lífskjör. Þarna geta alþjóðasamtök lagt sitt af mörkum. Að baki þessum vanda eru auðhringarnir, alþjóð- leg stórfyrirtæki sem mörg hver eru svo öflug að þau geta sagt ríkisstjórnum fyrir verkum. Bar- áttan gegn auðhringunum verður ekki háð nema á alþjóðlegum grundvelli. Þar geta alþjóða- samtök græningja lagt sitt af mörkum með samhæfingu að- gerða, upplýsingamiðlun og með því að skapa alþjóðlegan um- ræðuvettvang.“ - Samtök græningja á íslandi eru ekki ýkja fjölmenn. Hafa þau ekki liðið fyrir það að fólk hefur ruglað þeim saman við Grænfrið- unga? „Jú, það hefur kostað okkur nokkur rúðubrot. Það hefur líka takmarkað möguleika okkar á að vinna stefnu okkar fylgi. Það tekur tíma að vinna gegn slíkum fordómum en það hefst. íslend- ingar eru skynsemdarþjóð og innst inni eru þeir flestir græn- ingjar. Þeir eru bara afvega- leiddir af meisturum hentistefn- unnar.“ - Hver eru framtíðaráform ykkar? „Við ætlum að bjóða fram í næstu kosningum, hvort sem það verða borgarstjórnar- eða alþing- iskosningar. Við höfum ýmislegt fram að færa,“ sögðu galvaskir græningjar. -ÞH Menntun er leið til aukins jafnréttis Á vettvangi verkalýðs- hreyfingarinnar hefur umræða um starfsmenntup verið töluverð og á þingi Alþýðusambands ís- lands sl. haust var gerð samþykkt sem felur í sér stefnu ASÍ í þessu hagsmunamáli iaunafólks. Stéttarfélög hafa á síðustu árum haft frumkvæði varðandi starfs- menntun félagsmanna sinna og samið við atvinnurekendur um rétt fólks til að sækja námskeið. Oftast fylgir slíkum námskeiðum réttur til hærra kaups. Ein skýr- ustu dæmin eru starfsfræðsla fisk- vinnslufólks, starfsfólks í fata- iðnaði, matvælaiðnaði, námskeið sem félagsmenn Starfsmanna- félagsins Sóknar hafa átt rétt á um árabil og sams konar nám- skeið víða annars staðar á landinu. Sum þessara námskeiða eru haldin í vinnutíma og laun fólks skerðast ekki. Það er afar mikilvægt. Engu að síður er tölu- vert um að launafólki er ætlað að sækja sína samningsbundnu starfsmenntun að loknum löngum vinnudegi. Það virðist fara saman, að eftir því sem vinn- an er verr borguð, erfiðari og minna metin, er rétturinn minni til að rífa sig upp. Það er óréttlátt og því þarf að breyta. Stjórnvöld hafa látið starfs- menntun launafólks til sín taka því snemma á þessu ári skilaði nefnd, sem Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðherra skip- aði, ítarlegri skýrslu um þetta efni. í framhaldi af því er verið að semja frumvarp til laga um starfs- menntun. Jafnhliða þeirri vinnu er nefnd að störfum sem mennta- málaráðherra skipaði og er henni ætlað að semja frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu. Áf þessu má sjá að ýmislegt er að gerast og mikilvægt að vel takist til. Allt þetta er samt engin tilvilj- un. Atvinnulífið kallar á menntað starfsólk. Margir öðlast þekkingu og færni í starfi en aðrir í skóla. Skólastarf hefur hins veg- ar í öllum aðalatriðum verið snið- ið að ungu fólki sem stundar framhaldsnám í beinu framhaldi af grunnskóla og aflar sér þannig ákveðinnar starfsmenntunar. Öldungadeildir framhaldsskóla sem margir velja er gott dæmi um að gamli hefðbundni skólatíminn hentar ekki öllum. Mikill fjöldi námskeiða sem ólíkir aðilar bjóða og tengjast störfum fólks með beinum eða óbeinum hætti eru einnig dæmi um þetta. Þar róa menn á sömu mið og sam- keppni er hörð. Tölvu- námskeiðin eru gleggsta dæmið í því sambandi þar sem bæði einkafyrirtæki og opinberir skólar keppa um nemendur. All- löng námskeið einkaskóla og samtaka sem nú eru boðin, aðal- lega starfsþjálfun í skrifstofu- störfum og viðskiptum, sýna að opinberir skólar hafa ekki komið til móts við þarfir fólks nema að litlu leyti. Hér er um að ræða hagnýtt nám sem mörgum hentar en það kostar sitt í beinhörðum peningum. Þátttökugjald á einu námskeiði getur numið tugum þúsunda, enda hafa margir þess- ara skóla ekki annað að sækja fé, en í vasa þátttakenda. Það segir sig sjálft að hátt þátttökugjald kemur í veg fyrir að láglaunafólk sæki slíka fræðslu þótt það hafi fullan hug á því. Langur vinnu- dagur margra er líka hindrun í því að afla sér menntunar. Hér kemur m.a. til kasta verkalýðshreyfingarinnar. Það þarf nefnilega að skapa fólki aukinn rétt til að sækja sér fræðslu jafnhliða brauðstritinu og gera því fjárhagslega kleift að stunda nám. í ályktun Alþýðu- sambandsþings sem nefnd er hér að framan segir orðrétt: „Starfs- menntun þarf að vera fólki að kostnaðarlausu og hún verður að fara fram í dagvinnutíma, enda ekki hægt að lengja vinnutíma verkafólks með því að bæta námi við langan vinnudag.” í skýrslu um starfsmenntun, sem áður var nefnd, er bent á leiðir til þess að fjármagna starfsmenntun. Al- þýðusamband íslands hefur mótað stefnu um námsleyfi launafólks og sett fram hugmynd- ir um fræðslusjóð sem greiði launatap á meðan nám er stund- að. Taka þarf fullt tillit til þessara sjónarmiða við lagasmíðina, enda öllu launafólki mikið hagsmunamál. Löggjöf um starfsmenntun og fúllorðins- fræðslu verður að fela í sér það markmið og jafna kjör og að- stöðu. í slíkum lögum þarf að taka sérstakt tilliti til þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa skamma skólagöngu að baki og standa af þeim sökum höllum fæti í atvinnulífi og lífsbaráttu. Starfsmenntun er ekki aðeins þjálfun í réttum vinnubrögðum vegna tiltekinna starfa. Starfs- menntun á einnig að fela í sér almenna menntun, aukinn þroska og sjálfstraust einstakl- ingsins. Við mótun stefnu af hálfu stjórnvalda þarf að líta starfsmenntun og fullorðins- fræðslu víðum skilningi og horfa sérstaklega til þess stóra hóps launsfólks sem hefur hingað til átt fáa möguleika til menntunar sökum langs vinnudags og iágra launa. Tryggvi Þór Aðalsteinsson Föstudagur 29. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19 Vertu í beinu sambandl við Þjónustusímann og þú veist alltaf hvar þú stendur :3ul Fyrirtæki þitt á alltaf greiðan aðgang að nýjustu upplýsingum um stöðu tékkareikninga. Þú hringir í Þjónustusímann: (91) Nú þarftu ekki lengur að bíða eftir reikningsyfirliti eða hringja í bankann. Þjónustusíminn svarar allan sólarhringinn. Þú hringír' úr tónvalssíma, hvaðan sem er — heima eða erlendis. Ný Fáðu þér kynningarbækling og færð rétta stöðu strax - þjónustugjald. Næst þegar þú átt leið í bankann þinn skaltu velja leyninúmer sem veitir þér aðgang að Þjónustu- simanum. staða strax kostar eitt símtal og settu þig í samband og 20 síðustu færslur. og þú greiðir ekkert strax. Bein lína allan sólarhringinn auöveldar eftirlit með fjármálum 62 44 44 BEHM LIIMA BAIMKA UM LAIMD ALLT LANDSEANKINN ALÞÝÐUBANKINN ÚTVEGSBANKINN JÐNAÐARBANKIN VERSLUNARBANKlbÍN .SAIÍAVINNUBÁNKINki íúHlAtJARBANKINN IÐNAÐARBANKINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.