Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 21
HEL MENNINGIN Hestar á fjalli, frá 1926-27. „Málverk er fyrst orðið list, þegar hönd og hugur hefir framleitt eitthvað, þar sem maður finnur mannsandann á bak við," sagði Jón Stefáns- son listmálari (1881-1962) í viðtali við tímaritið Líf og list árið 1950. Viðamikil yfir- litssýning á verkum Jóns stendur nú yfir í Listasafni ís- lands og hafa allir salir safnsins verið lagðir undir sýninguna; 118 verk, sem spanna allan feril Jóns. Vill Listasafnið á þennan hátt leggja áherslu á mikilvægi Jóns Stefánssonar í mótun ís- lenskrar myndlistar. Jón sneri sér að myndlistinni áriö 1903, sama ár og Ásgrímur Jónsson námi við Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Þrjú ár voru þá liðin frá því að Þórarinn B. Þorláksson hélt fyrstu eiginlegu málverkasýninguna í Reykjavík og tvö frá því að Einar Jónsson myndhöggvari hafði haldið sína fyrstu opinberu sýningu í Kaup- mannahöfn. Jón var kaupmannssonur frá Sauðárkróki, lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum aldamótaár- ið og hélt eftir það til verkfræði- náms í Kaupmannahöfn. Árið 1903 ákvað hann að hætta verk- fræðinámi og gerast málari og skrifaði danska málaranum Mic- hael Ancher af því tilefni. Vildi Jón fá að vita hvernig hann ætti að fara að til að ná sem bestum og skjótustum árangri og bætir við að þar sem faðir hans sé vel efn- um búinn skipti ekki máli hvað kennslan kosti. Um haustið hóf hann síðan myndlistarnám við Teknisk Selskabs Skole, sem var almennur undirbúningsskóli í teikningu. Árið 1905 innritaðist hann svo í einkaskóla Kristians Zahrtmanns og var þar við nám næstu þrjú árin. í skóla hjá Matisse Eftir sumardvöl í hópi nor- rænna listamanna í Lillehammer sumarið 1908 hélt Jón ásamt fé- lögum sínum til Parísar og innritaðist í skóla Matisse. Mat- isse var þá leiðtogi helsta framúr- stefnuhópsins í París, Les Fauves eða Villidýranna. Hjá Matisse stundaði Jón nám í teikningu og málun og var auk þess í litlum hópi nemenda, sem hann veitti tilsögn í höggmyndalist. Heimild- ir eru fyrir því að Jón hafi hrifist af list Cézanne á þessum árum, en engin verk eru til frá námsár- um hans í París og einungis fáein frá árunum fyrir 1917, því fram að þeim tíma var hann sjaldnast ánægður með það sem hann gerði og eyðilagði það jafnharðan. Þegar Matisse hætti kennslu árið 1911 fluttist Jón aftur til Kaupmannahafnar. Þar var hann búsettur næstu þrettán árin, fyrir utan eitt ár sem hann dvaldi hér á landi, auk þess sem hann kom hingað til að mála á sumrin á ár- unum 1919-24. Hann sýndi opin- berlega í fyrsta sinn á Haustsýn- ingu listamanna í Kaupmanna- höfn árið 1919 og í annað sinn veturinn 1920 í Kaupmannahöfn ásamt þeim Ásgrími Jónssyni, Guðmundi Thorsteinssyni (Muggi), Kristínu Jónsdóttur og Þórarni B. Þorlákssyni. Jón hélt sína fyrstu málverka- sýningu hér á landi sumarið 1920 og sýndi þá meðal annars fyrstu landslagsmyndir sínar, sem hann hafði málað sumarið áður. Hann flutti til Reykjavíkur 1924 og var þá fyrst með vinnustofu í húsi Völundar við Skúlagötu, én seinna í íbúðarhúsi sem hann reisti sér í félagi við Ásgrím Jóns- Kjami er manns- andinn listarinnar Yfirlitssýning á verkum Jóns Stefánssonar í Listasafni íslands Gæsir, málaðar 1935-39. son að Bergstaðastræti 74. Árið 1937 lá leiðin aftur til Kaupmann- ahafnar til að fullgera málverkið Útreiðarfólk sem veitingastaður- inn Frascati hafði pantað hjá honum, en listamenn frá öllum Norðurlöndum voru fengnir til að skreyta sali veitingastaðarins. (Útreiðarfólk er nú í veitingasal Hótel Holts.) í þetta sinn stóð Danmerkurdvölin óslitið í níu ár, eða fram til 1946, en eftir það dvaldist Jón til skiptis í Dan- mörku og á íslandi allt til dauða- dags. Verkin tala Jón Stefánsson fékk í Dan- mörku margvíslega viðurkenn- ingu fyrir verk sín,"hann var kjör- inn heiðursfélagi Konunglegu dönsku Listaakademíunnar ásamt Edvard Munch og Albert Engström árið 1930, og hlaut seinna styrki úr dönskum sjóð- um. íslensk listamannalaun fékk Jón árið 1940 og síðar heiðurs- laun til æviloka þó nokkurrar tvö- feldni virðist hafa gætt í skoðun- um íslenskra ráðamanna á verk- um hans. Málverk hans, Þor- geirsboli, var ásamt verkum eftir Gunnlaug Scheving, Jóhann Bri- em, Jón Engilberts og Þorvald Skúlason á sýningunni Verkin tala, sem sett var upp í sýningar- glugga Gefjunar í Aðalstræti árið 1942. Var sýningin sett upp í háð- ungarskyni við listamennina að frumkvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem þá var formaður Menntamálaráðs. Sama ár voru verk Jóns höfð með á sýningu sem Jónas stóð fyrir á sama stað til að sýna þá stefnu sem íslensk- um listamönnum bæri að fylgja. Frá árinu 1941 varð Jón félagi í hópi danskra listmálara sem kenndu sig við Grönningen. Hann tók eftir það reglulega þátt í sýningum þeirra til æviloka, sem heiðursfélagi frá árinu 1952 og var veglega minnst á árlegri sýn- ingu þeirra í Kaupmannahöfn árið 1963. Síðasta yfirlitssýningin á verkum Jóns sem haldin var hér á landi var í tilefni að sjötugsaf- mæli hans; í Listasafni íslands árið 1952. Ári seinna var Jón út- nefndur til riddarakross St. Ol- avsorðunnar, en tók ekki við henni af prinsíppástæðum. Jón Stefánsson lést í Reykjavík í nóv- ember 1962, 81 árs að aldri. „Innsti kjarni listarinnar er, verður og hefir alltaf verið hinn sami, en það er mannsandinn. Til að komast að kjarnanum verður listamaðurinn að realísera sjálfan sig," sagði Jón í viðtali því sem vitnað var til hér í byrjun. Hug- mynd um útfærslu hans á þessari skoðun gefur sýningin, sem verð- ur í Listasafni íslands til 5. nóv- ember. LG Föstudagur 29. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SlDA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.