Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 20
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Stigamet Fischers er að falla Kasparov í banastuði á Interpolis-mótinu Stigamet Bobby Fischers 2785 Elo er að falla. Þegar tefldar hafa verið ellefu umferðir á stórmót- inu í Tilburg í Hollandi er Garrí Kasparov langefstur. 91/2 vinn- ingur úr 11 skákum er frábær ár- angur og andstæðingar hans hafa sjaldnast náð 30 leikjum. Flestir áttu von á harðvítugri baráttu Kasparovs og Kortsnojs þegar þeir leiddu saman hesta sína í gær, en Kasparov hafði ekkert fyrir því að yfirbuga andstæðing sinn. Hann jók því enn á for- skotið og nú er spurningin aðeins hversu marga vinninga hann hlýtur á lokasprettinum. Fái hann 21/2 vinning úr þremur síð- ustu skákunum nær hann alveg örugglega 2790 stigum og senni- lega duga 2 vinningar. Jóhann Hjartarson gerði í gær hatamma tilraun til að rétta sinn hlut á mótinu. Hann átti mun betri stöðu gegn Ljubojevic, lenti í tímahraki og fórnaði þar manni. Lengi vel gat hann tekið jafntefli með þráskák, en vildi meira. Skákin fór í bið og staða Jóhanns er vonlaus. Urslit í 11. umferð í gær urðu annars þessi: Kasparov - Kortsnoj 1:0 Piket - Sax ‘/2:V2 Agdestein - Ivantsjúk V2:*/2 Ljubojevic - Jóhann biðskák Eitthvað höfðust þeir að í gær, Jóhann með vonlitla stöðu í biðskák, en Kasparov rúllaði Kortsnoj og er að ver^a stigahæsti skákmaöur sögunnar. Mynd: Þóm. Staðan: 1. Kasparov 9*/2 v. 2. Kortsnoj 7 v. 3. Sax 5 v. 4.-5. Jóhann Hjart- arson og Ljubojevic 4V2 v. + bið- skák. 6.-7. Agdestein og Ivant- sjúk 4+2 v. 8. Piket 3 v. í skák Kasparovs og Kortsnojs í gær kom til sögunnar afbrigði Nimzoindversku-varnarinnar sem farið hefur sigurför um skákheiminn undanfarna mán- uði. 4. Dc2 er leikur Capablanca. Honum fannst þetta eðlilegasta svar hvíts við Nimzoindversku vörninni, kærði sig lítið um tví- peð og var auk þess sannfærður um ágæti biskupaparsins. Mörg- um áratugum síðar komast menn að sömu niðurstöðu: Tilburg 1989, 11. umferð: Garrí Kasparov - Viktor Kortsnoj Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2d5 5. cxd5 (Kortsnoj hefur sennilega búð sig vel undir framhaldið 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 sem hefur áður komið fyrir í skákum' Kaspar- ovs.) 5. .. exd5 6. bg5 h6 7. Bh4 (Mun skarpara en 7. Bxf6 Dxf6 9. a3 Bxc3+ 9. Dxc3 en þannig tefldist ein besta skák heimsbik- armóts Stöðvar 2: Beljavskí - Portisch.) 7. .. c5 8. dxc5 (Fræg er skák Keres og Bo- tvinniks í úrslitakeppni sovéska meistarmótsins 1941: 8. 0-0-0 Bxc3! 9. Dxc3 g5 10. Bg3 cxd411. Dxd4 Rc612. Da4 Bf5 13. e3 Hc8 14. Bd3 Dd7! 15. Kbl Bxd3+ 16. Hxd3 Df5 17. e4 Rxe4 17. Kal 0-0 og fjórum leikjum síðar gafst Keres upp. Vegna þessarar skákar hefur sjöundi leikur hvíts ávallt þótt ónákvæmur.) 8. .. 0-0 (Hér mæla fræðin með 8. .. Rc6.) 9. e3 Rbd7 10. Bd3 Da5 11. Re2 Bxc3+ (Þessi uppskipti benda til þess að Kortsnoj sé ekki ánægður með byrjunina 11. .. Dxc5 er kannski lítið eitt betra, en hvítur á mun betri stöðu eftir t.d. 12. a3.) 12. Dxc3 Dxc3+ 13. Rxc3 Rxc5 14. Be2g5 15. Bg3 Be6 16. f3 a6 (Kemur í veg fyrir - Rb5. Að öðru leyti hefur leikurinn engin áhrif á gang mála og mótstöðu- laust nær hvítur að hefja sókn á báðum vængjum.) 17. e4! Hfc8 18. hxg5 hxg5 19. 0-0-0 Rcd7 20. Kbl Kg7 21. Bb3 Hc5 22. e4! dxe4 23. Bxe6 fxe6 24. Rxe4 Ha5 25. Hhel Rf8 26. Rd6 1)6 27. Bf2 Rd5 28. Bd4+ Kg6 29. Rc4 - Hér lagði Kortsnoj niður vopnin. Hann tefldi þessa skák eins og dæmdur maður. Fram- haldið gæti orðið 29. .. Hb5 30. Hhl+ Kg831. Hh5(30... Kf631. a4 Hb3 32. Ka2 og vinnur a.m.k. skiptamun) og vinnur. Drottningarpeðsbyrjun Kasp- arovs er ógnvekjandi enn sem fyrr. Sennilega hafði tékkneski stórmeistarinn Ludek Pachman nokkuð til síns máls þegar hann skrifaði bókina: „1. d2-d4!“. Forkastanleg vinnubrögð Hluti núverandi stjórnar Bridgesambands íslands sam- þykkti á skyndifundi sl. föstudag að fresta úrslitaleiknum í Bikar- keppni sambandsins, um óákveð- inn tíma. Ástæður; ekki var hægt að koma við beinni útsendingu frá leiknum á Stöð 2. Forsaga þessa einstæða máls innan bridgehreyfingarinnar er afar skrautleg, svo ekki sé meira sagt. Á stjórnarfundi BSÍ mánu- daginn 3. apríl (rúmir 6 mánuðir síðan) var upplýst (svo notað sé orðalag fundargerðar) að Stöð 2 mundi sýna frá leikjum í undan- úrslitum og úrslitum Bikar- keppninnar. Á stjórnarfundi BSÍ mánudaginn 24. apríl er forseta (Jóni Steinari Gunlaugssyni) fal- ið að leita eftir aðild fyrirtækis að Bikarkeppninni gegn fjárfram- lagi. Á stjórnarfundi miðviku- daginn 7. júnf eru málin rædd varðandi Bikarkeppni BSÍ. Á stjórnarfundi miðvikudaginn 6. september (þá eru liðnir 3 mán- uðir frá síðasta stjórnarfundi) liggur fyrir aðild Eurocard og Út- sýnar að þessu máli og fram- kvæmdastjóra falið að annast nauðsynlegan undirbúning við beina útsendingu á „úrslitum” Bikarkeppninnar (hvað varð um undanúrslitin?). Um þetta le.yti lá ljóst fyrir hvaða 4 sveitir spiluðu í undanrásum. Allt annað lá einkar óljóst fyrir, spilatími, spilastaður, fyrirkomulag o.fl. Nú, þessi hluti keppninnar var af- greiddur á ódýran hátt í Sigtúni (ekkert nema gott um það að segja, þegar sýnt er aðhald í BRIDGE mótahaldi, jafnvel þótt menn slysist á það...). Eftir þá leiki var ljóst hvaða tvær sveitir myndu spila til úrslita, helgina 22.-23. september, eins og auglýst hafði verið. Og þá hófst lokaþátturinn í þessum skrípaleik. í ljós kom að Stöð 2 var ekkert inni í þessum málum, en var á þessu stigi tilbú- in að „díla” við Bridgesambandið um öflun forrits til notkunar í beinni úsendingu (grafík). Og Bridgesambandið var afar þakk- látt þessum höfðingsskap stöðv- arinnar, að leggja það á sig að sýna frá einum vesælum útslita- leik í einhverri íþróttagrein, þar sem menn gretta sig í framan af andlegri áreynslu, til merkis um að lífsmark sé með þessum hinum sömu mönnum. Áð gretturnar stafi ekki af samlokunni sem snædd var á hlaupum, 15 mín. fyrir leik, er algerlega ósannað mál í íþróttinni. Og þá er komið að forseta, sem hefur haft veg og vanda af þessu máli (aðallega vanda fram að þessu). Tveimur dögum fyrir úrslitaleik (á spilakvöldi hjá Bridgefélaginu) segir hann orð- rétt: „Leiknum verður ekki frest- að, nema báðar sveitirnar sam- þykki það”. Og önnur neitaði þessum til- mælum. Þá var hóað í mótanefnd daginn eftir og óskað eftir frestun frá henni. Tveir af þremur í þeirri nefnd urðu við tilmælum forseta og úrskurðuðu að leiknum skyldi Ólafur Lárusson frestað. Sá þriðji kunni aðeins meira fyrir sér í lögum íþróttar- innar og sat hjá. Taldi þetta alfa- rið mál stjórnar, sem boðuð var í skyndi í hádeginu á föstudag. Náðist í 7 manns, en af þeim voru 2 vanhæfir, sökum skyldleika í málinu (annar í úrslitasveit og hinn í mótanefnd). Úrslit máls í stjórn urðu 3-2 með frestun. Eng- in bókun var gerð um framhald, dagsetningar o.fl. Eg hef nú rakið í aðalatriðum þetta mál, frá upphafi til þessa, er að kom að yfirstjórn sambands- ins ákvað að fresta heilum úrslita- leik í landsmóti, vegna hugsan- legrar þátttöku sjónvarps og ein- hverrar peningaupphæðar, sem skiptir engu meginmáli fyrir hreyfinguna í landinu. Lítils- virðing yfirstjórnar í garð þeirra spilara sem í hlut eiga, er með eindæmum. Eða hver er réttur spilaranna? Eru orð forseta (sem mörg vitni eru að) einskis virði? Eru auglýsingar frá skrifstofu Bridgesambandsins, svonefnd mótaskrá, einskis virði? Er Bikarkeppni Bridgesambands ís- lands einskis virði? í hvaða leik eru þessir menn? Var þeim ekki ljóst, er í óefni var komið, að sá liður keppninnar sem átti að sýna í sjónvarpi, og einhver peninga- greiðsla kæmi fyrir, var úr sög- unni, þegar önnur sveitin neitaði að samþykkja frestun. Er eitthvað skýrara til í þessu máli? Um framhald í þessari sápu- óperu er allsendis óvíst. Það get- ur vel verið að Stöð 2 finni sér rúm í dagskránni, jafnvel á þessu ári. Spurningin er: Mæta þá báð- ar sveitir til leiks? Og hvar stend- ur þá þetta mál? Þau pör, sem gefa kost á sér í iandsliðshóp íslands í opnum flokki, eru beðin um að tilkynna skriflega um áhuga sinn til lands- liðsnefndar fyrir 9. október 1989. Landsliðsnefndarmenn, sem einnig veita allar nánari upplýs- ingar um fyrirkomulag landsliðs- valsins og taka á móti skriflegum tilkynningum eru: Guðmundur Eiríksson, Melbæ 20,110 Rvk; hs: 78570, vs: 17060 Hjalti Elíasson, Álfhólsvegi 12a, 200 Kópavogur; s: 40690 Magnús Ólafsson, Forskot, Pósthólf 5018,125 Rvk; s: 623326 Formaður landsliðsnefndar er Guðmundur Eiríksson. Þjálfari landsliðshópsins og síðar lands- liðsins verður Hjalti Elíasson. Farið verður með allar beiðnir sem trúnaðarmál. Landsliðshópurinn mun æfa reglulega í tveimur lotum undir stjórn landsliðsþjálfara. Fyrri lotan stendur yfir til áramóta. Síðari lotan hefst í febrúar og lýk- ur með landsliðsvali í apríl 1990. Landslið íslands í opnum flokki fær það verkefni að verja NM titil okkar í Færeyjum í júní 1990. Flest bridgedæmi fjalla um til- tekin spil eða spilara. Fæst taka fyrir það atriði, sem skiptir mestu. Hvað er rétt og hvað er rangt í spilaíferð. Lítum á tvö dæmi: 20 Sk)A — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 29. september 1989 s: 10632 H: K6 T: K96 L: 8643 S: KG94 S: D7 H: DG85 H: 10432 T: G852 T: D103 L:: Á S: Á85 H: Á97 L: G1097 T: Á74 L: KD52 Suður er sagnhafi í 1 grandi. Útspil Vesturs er tígultvistur. Hver er eina staðan þar sem sagn- hafi fær EKKI 2 slagi á lauf? Jú, ofangreind staða, ef við spilum ekki spilið rétt. Lausnin er að taka á ásinn í tígli heima og spila lágu laufi, frá hjónunum. Ef laufið er 3-2, fáum við alltaf 2 slagi á litinn. Hitt dæmið er svona; S: K963 H: Á10 T- Á5 L: Á6532 S: G S: 10 H: D83 H: KG7642 T: 10842 T: KD9763 L: KDG97 L: - - - S: ÁD87542 H: 95 T: G L: 1084 Suður er sagnhafi í 4 spöðum og útspil Vesturs er laufakóngur. Lausnin í þessu spili (og ávallt rétta lausnin) er að láta smátt úr borði. Hvað gerir Vestur? Meira lauf, drottning? Aftur smátt úr borði. Meira lauf, gosi? Aftur smátt úr borði og slagir sagnhafa verða aldrei færri en 10 (hjartað fer niður í ásinn í laufi). En hvað gerist ef við drepum strax á ásinn í laufi? Austur trompar, og niður- staðan er 9 slagir. Vissulega lá laufið illa, en óheppni er ekki alltaf ástæða fyrir slakri spila- mennsku (eða réttara sagt, slæm- ri spilaútkomu). Stórhluti af mis- tökunum liggur í óljósri kunnáttu spilamannanna sjálfra, í stöðum sem þessum. Tekið úr Encyklopedia of Bridge

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.