Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 23
ANDREA
JÓNSDÓTTIR
D/tGURMAL r*
Tína fullsödd af sviöinu...
... en áfram skal þó haldiö enn
um hríð, eins og kemur fram í
nýju viðtali við rokkdrottninguna
Tínu Turner í Melody Maker
(23.9.) og hér er stolið úr. Stúlk-
an sem tekur viðtalið, Carol
Clerk, byrjar á að segja að Tína
sé ótrúlega smávaxin, hversdags-
lega klædd án nokkurs andlits-
farða - ja, nema með hressilega
rauðan varalit, og að hún sé mjög
falleg í návígi. Og ekki versnar
lýsingin þegar kemur að viðmóti
Tínu... Carol segir hana mýktina
uppmálaða, rólega, vingjarn-
lega, glaðlega, og algjöra and-
stæðu við villiköttinn Tínu sem
æðir um á sviðinu.
Blaðakonan bjóst sem sagt við
að þurfa að taka á honum stóra
sínum til að hafa í fullu tré við
þessa gustmiklu söngkonu, sem í
staðinn sjarmeraði hana upp úr
skónum. Þær sátu því í huggu-
legheitum í sólbaði með sitthvora
sódavatnsflöskuna uppi á þaki
heima hjá Tínu í London, þangað
sem hún flutti ekki fyrir ýkja-
löngu, en hún kvað ekki þora að
búa lengur í Bandaríkjunum,
vegna alls þess ofbeldis og glæpa
sem þar er orðið landlægt -
a.m.k. borglægt.
Tína byrjar á að svara spurn-
ingum um hvort hún komist hjá
að halda hljómleika til að fylgja
vinsældum nýútkominnar plötu
sinnar, Foreign Affair, en eitt
Iaga af henni, The Best, er á
Topp 10 í Bretlandi. Ástæðan
fyrir spurningunni er sú, að Tína
lýsti því yfir fyrr á þessu ári að
hún færi ekki framar í hljóm-
leikaferðalög.
„Ég held ég neyðist til þess,“
segir stjarnan ekki sérlega
spennt, „en ég ætla ekki að ganga
fram af mér eins og 1987. Það er
eitt sem víst er, að ég hef ekki
saknað sviðsins, og kem ekki til
með að gera þegar ég hætti. Ég er
búin að standa á sviði í 28 ár. Mig
langar ekki til að gera það allt
mitt líf. Ég hef fengið út úr því
það sem ég vildi. Ég varð fýrsta
svarta kven-rokkstjarnan, fólk
hafði trú á mér, ég reis undir því,
og fullnægði líka eigin kröfum.
Þannig að þótt ég ætti aldrei eftir
að stíga á svið framar væri mér
nákvæmlega sama. Flestir trúa
þessu ekki og segja: „O, hún
heldur þessu áfram til eilífðar",
en þeir skulu bara fá að sjá“.
Langaöi
í leiklist
í viðtalinu kemur á daginn að
Tína hefði tekið aðra listgrein
fram yfir sönginn ef hún hefði
mátt ráða.
„Mig langaði alltaf að fara út í
leiklist, en fyrir svarta konu er
auðveldara að komast að í tón-
list, fyrir utan það hef ég mestan
áhuga á að leika þau hlutverk
sem karlmenn fá... Sást þú Bruce
Willis í Die Hard? Það er þannig
hlutverk sem ég vildi leika. Ég
held ég yrði góð ef ég fengi að
spreyta mig á einhverju slíku“.
Um þessar mundir eru afskipti
Tínu af kvikmyndaheiminum í
sambandi við handritsgerð upp
úr ævisögu hennar I, Tina. Mikið
hefur verið rætt um hver muni
leika rokkdrottninguna, og kom-
ið upp nöfn eins og Whitney Ho-
uston, en nú mun ákveðið að
óþekkt leikkona fari með hlut-
verkið og Tína syngi sjálf þau lög
sem í myndinni verða.
„Við erum að klára aðra yfir-
ferð á handritinu“, andvarpar
Tína. „Við áttum í smávand-
ræðum með að halda réttum blæ
- þeir vildu reyna að slétta aðeins
úr hrjúfleikanum, en það er bara
ekki hægt að gera suma hluti fal-
lega. Kvikmyndafólk er dálítið
erfitt. Fyrir utan það er ég orðin
hundleið á þessari sögu minni. Ég
skrifaði hana af því að ég var búin
að fá nóg af að fólk var alltaf að
tala við mig um Ike Tumer og
spurja mig um músikina hans.
Hvaða músik??? - ég varð reið,
allt að því óþolandi pirruð, svo ég
hugsaði með mér að eina leiðin til
að Iosna við þetta fólk væri að
gefa út þessa bók. Og nú með
kvikmyndinni lendi ég í að rifja
upp öll þessi ófögm leiðindi aft-
ur“.
En þær stöllur taka upp léttara
hjal, og tala um nýju plötuna og
myndbandið sem fylgir The Best,
en í því kemur fram, að því er
blaðakonan segir, fallegasti
karlkyns mótleikari sem sést hef-
ur í langan tíma, með Tínu að
minnsta kosti. Hann er hestur,
sem var hugmynd Tínu og hún
stóð fast við, þrátt fyrir vafa-
samar undirtektir þeirra sem áttu
að sjá um kvikmyndatökuna. En
hún fékk stuðning Lols Creme
sem er ásamt gömlum félaga sín-
um úr poppinu Codley, mikill
myndbandaframleiðandi í Bret-
landi.
Sendi Jagger
„fax“ af og til
Tfna Turner er sannfærð um að
nýja platan sé sú besta sem hún
hefur gert fram til þessa, og að
hún eigi líklega ekki eftir að gera
aðra betri. Þá skoðun sína byggir
hún á því að svo erfitt sé að fá góð
lög til að syngja, og hún hafi verið
einstaklega heppin í þetta skipti -
það sé einmitt ástæðan fyrir að
hún hafi drifið sig í að taka upp
þessa plötu... lögin hafi streymt
til hennar...
„Þetta eru allt lög sem Mick
Jagger hefði örugglega viljað fá
að syngja... þess vegna valdi ég
þau“.
Og aðspurð um kunningsskap
þeirra segir hún:
„Við sendum hvort öðru „fax“
ef við vitum af hvort öðru í borg-
inni. Hann hefur mikla kímni-
gáfu, er alger stríðnispúki og er
alltaf til í einhvern leikaraskap.
Han er einn af þeim sem, ef hann
kæmi að þér nakinni inni í bún-
ingsklefa, tæki nærbuxurnar þín-
ar og héldi þeim á lofti svo að þú
næðir þeim ekki.
Við höfum bæði gaman af að
bæta hóflegri ósiðsemi í vinnu
okkar - mér finnst það vera það
sem við eigum sameiginlegt. Og
okkur finnst báðum jafn gaman
að hittast. Hann er aldrei regings-
legur eða stífur - David (Bowie)
á til að bregða sér í það hlutverk,
en aldrei Mick“.
Tína Turner trúir á spádóma,
allt frá stjömuspeki til yfirskilvit-
legra krafta. Svona sér hún fyrir
sér líf sitt í bráð, en lætur ósk-
hyggjuna ráða í aðeins meiri
lengd:
„Ég á fyrir höndum um það bil
mánaðarvinnu í sambandi við
nýju plötuna. Svo verð ég héma
heima og sit ýmist hér úti eða
þama inni og horfi hingað út, og
geri dálítið af engu um tíma. Ég
mundi vilja vinna í tíu ár í viðbót,
þangað til ég verð sextug. Þá vildi
ég draga mig í hlé og fara að skrifa
og dútla fyrir sjálfa mig. Ég
mundi vilja búa í góðu húsi, í
gróðursælu umhverfi við stöðu-
vatn og foss, hafa bækur og arin,
og bara hvfla mig í fimm ár; halda
nokkur kvöldverðarboð fyrir vini
og horfa á góðar kvikmyndir með
þeim. Það langar mig að gera -
bara njóta þess að vera til - lifa - í
smátíma“.
(A snöri úr MM)
Tína Turner með Zelmu móður sinn á fyrstu alþjóðlegu rokk og ról verðlauna-
af hendingarhátíðinni fyrr á þessu ári - upp á ensku heitir sjóið The International
Rock’n’Roll Awards... nokkurskonarRokk-Óskarsverðlaunahátíð. Sú gamla(eldri...)
sagði eftir að hafa hlýtt þar á Tin Machine: „Mér líkaði betur við David (Bowie) þegar hann
sðngLÖG”.
Tina treöur upp með stjörnubandi í lok Alþjóðlegu rokk-og-róll-verðlaunahátíðarinnar f
ár. Keith Richard og Eric Clapton eru henni til sinn hvorrar handar
Föstudagur 29. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SfÐA 23