Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 27
ÞORFINNUR
ÓMARSSON
Úr Örlögum gleðikonunnar Onna, sem Kenjo Mizuguchi gerði árið
1952 og hlaut mikið lof fyrir.
Klippiboröiö
Grínarinn Bill Murray stígur nú í leikstjórasætið í fyrsta sinn en hann
leggur þó ekki í að leikstýra einn síns liðs. Hann vinnur nú að kvik-
myndinni Quick Change og leikur hann aðalhlutverkið ásamt Geena
Davis, Randy Quaid og Jason Robards. Murray er sumsé leikstjóri
ásamt Howard Franklin og framleiðandi ásamt Robert Greenhut.
Franklin gerði handritið.
Fyrrum Bond-inn Roger Moore leikur nú í Bed and Breakfast, sem
verður nota-bene ekki söngleikur. Leikstjóri er Robert Ellis Miller
(Reuben, Reuben) en hann gerði nýverið Hawks meðTimothy Dalton,
arftaka Moores. Annars hefur Moore nýlokið við Key to Freedom með
Denholm Elliot og leikur næst með Michael Caine í Bullseye eftir nafna
hans Winner. Aðrir leikarar í Bed and Breakfast eru Talia Shire (God-
father, Rocky og er að auki systir Coppola) og Colleen Dewhurst sem
lék mömmu Annie Hall á sínum tíma.
Hinn margumtalaði David Puttnam vinnur nú loks að nýrri kvikmynd.
Hún kallast Memphis Belle og er gerð að hluta til eftir heimildarmynd
Williams Wylers. Dóttir Wylers, Catherine, framleiðir með Puttnam en
leikstjóri er Michael Caton-Jones (gerði Scandal sem enn er ekki
komin hingað). Sagan segir frá sprengjuflugmönnum á B-17 flugvél-
um í seinna stríði og hvernig áhöfninni á Belle tekst að leggja í fjölda
sprengjuárása í Þýskalandi. Matthew Modine leikur aðalhlutverkið á
móti Eric Stoltz, DB Sweeney, Tate Donovan og John Lithgow. Útlit
myndarinnar ætti að vera í lagi með klipparann Jim Clark (The Missi-
on), tökumanninn David Watkin (Out of Africa) og leikmyndahönnuð-
inn Stuart Craig (Cry Freedom og Dangerous Liaisons).
Emily Lloyd sem sló í gegn með Wish You Were Here er nú komin
aftur til Englands. Hún fór vestur um haf og lék með Peter Falk í Cookie
og með Bruce Willis í In Country en nú leikur hún með Kiefer Suther-
land í Chicago Joe and the Showgirl. Hún gerist í Englandi á stríðsár-
unum og segir frá skötuhjúum sem leggja í drápsferð ekki ólíka Bonnie
og Clyde. Leikstjóri er Bernard Rose en þess má geta að honum til
aðstoðar er Waldo Roeg, sonur Nikulásar.
(Pelle sigurvegari)
Þá er hún loks komin til Islands og þvllík
kvikmynd! Sannarlega meistarverk ársins
og það albesta sem komið hefur frá Dönum
og jafnframt Norðurlöndum í mörg ár. Bille
August hefur tekist að gaeða fjórðung
skáldsögu Nexös einstöku lifi með yndis-
legri epískri frásögn. Samleikur Hvene-
gárd og Von Sydows er með ólíkindum og
kvikmyndatakan gullfalleg. Upplifun sem
enginn má láta fara framhjá sér. Húrra fyrir
Dönum.
The Dawning ★★★
(Dögun)
Athyglisvert og vel gert drama frá Bret-
landi. Hopkins, Howard (f sínu síðasta hlut-
verki), Pidgeon og Simmons gera þessa
mynd að sannkallaðri perlu þótt lltið fari
fyrir henni.
The Bear ★★★
(Björninn)
Annaud kemur vissulega nokkuð á óvart
með þessum óð sínum til náttúrunnar en
það verður ekki frá honum tekið að myndin
er listavel gerð. Falleg og rómantísk mynd
og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna,
sérstaklega þá sem unna óspilltu náttúru-
lífi. Aðalleikararnir fara á kostuml
Sherlock and Me ★★
(Sherlock og ég)
Hárfínn breskur húmor um hlutverka-
skipti Holmes og Watsons, en þó með fullri
virðingu fyrir sögum A. C. Doyles. Caine
hefur loks valið sér hlutverk af kostgæfni
og Kingsley er ekki verri en sem Gandhi á
sínum tíma. Góð hugmynd og ágætlega
útfærð. Prýðis góð skemmtun.
A Cry in the Dark ★★★★
(Móðir fyrir rétti)
Mynd um fórnarlömb náttúrunnar og
jafnvel enn frekar fórnarlömb mannlegs
samfélags þegar það tekur á sig hina
grimmustu mynd. Schepisi teflir fram nátt-
úrunni gegn almenningi og fjölmiðlum
þannig að úr verður einhver áhrifamesta
kvikmynd sinnar tegundar í langan tima.
Mynd sem allir hafa gott af að sjá.
Survival Quest ★
(Upp á líf og dauða)
Misheppnuð spennumynd með einum
rugl söguþræðinum enn. Allt saman heldur
rýrt f roðinu og segir auglýsingaplakatið allt
sem segja þarf.
Laugarásbíó
The Boost ★★★
(Tálsýn)
Áhrifamikil og góð mynd um örlög ungra
hjóna sem falla i hringiðu spillingar og
eiturlyfja f ríkidæmi Los Angeles. Minnir
stundum á Daga vins og rósa nema hvað
nú er auðvitað kók f stað sprútts og myndin
er einnig talsvert hrottafengnari. James
Woods er góður sýkópati að venju og Sean
Young fær alla samúð áhorfandans.
K-9 ★
James Belushi er afskaplega þreytu-
legur í þessari slöppu gamanmynd. Hund-
urinn getur lítið gert að því hvað myndin er
kjánaleg, ekkert frekar en apinn sem var
með Clint Eastwood hér um árið. Nú bíðum
við bara eftir að sjá næstu buddy-mynd þvf
alltaf reyna þeir að skipta um partner. Stól-
arnir voru ágætir.
Fjalaköttur meö níu líf
Fjalaköttur Stöðvar 2 sýnir hvert meistaraverkið af öðru í vetur
Innan um vemmilegu banda-
rísku sjónvarpsmyndirnar, B-
myndirnar og hvað þetta rusl
kallast allt saman má finna öðru
hvoru eina og eina kvikmynd í
"dagskrá sjónvarpsstöðvanna sem
eittvað er spunnið í. Áhugamenn
um góðar kvikmyndir hafa kann-
ski gefist upp á að athuga sjón-
varpsdagskrána en þó ættu þeir
að geta gengið að gæðunum vís-
um á mánudagskvöldum á Stöð
2. Þá sýnir Fjalaköttur stöðvar-
innar klassískar gæðamyndir sem
margar hverjar teljast til meist-
araverka kvikmyndasögunnar.
Dagskrá kattarins hefur verið
kunngjörð fram að áramótum og
er sjálfsagt að líta á hvað hann
hefur uppá að bjóða. Þegar hafa
verið sýndar tvær myndir í sept-
ember, Frankenstein, eftir James
Whale frá 1931, og Battiglia di
Algeria, eftir Gillo Pontecorvo
frá 1965. Báðar stórmerkilegar
og það sama má segja um það
sem á eftir kemur.
Næsta mánudag verður sýnd
Der Letzte Mann, eða Fötin
skapa manninn, sem F. W.
Murnau gerði í Þýskalandi árið
1924. Ekki veit ég hvort það er
tilviljun en þetta áhrifamikla
verk um dyravörðinn aldna með
Emil Jannings í aðalhlutverki
verður einnig sýnd bráðlega í
Kvikmyndaklúbbnum.
Það sama má segja um Saikaku
ichidai Onna sem Kenjo Mizug-
uchi gerði árið 1952. Hér er ein-
stakt meistaraverk á ferðinni og
þótt Mizoguchi hafi ekki hlotið
alveg sömu athygli á Vestur-
löndum og landi hans Kurosawa
fullyrði ég að Örlög gleðikonunn-
ar Ónna jafnast á við bestu mynd-
ir Kurosawa. Hún hlaut silf-
urljónið í Feneyjum árið 1952
eða ári eftir að Rashomon vann
sömu verðlaun auk óskarsverð-
launa og vakti þannig athygli á
japanskri kvikmyndagerð.
Þann 16. október verður kvik-
myndin Beirut - the Last Hom-
emovie, eða Fjölskyldulíf í
Beirút á dagskrá. Þetta er banda-
rísk heimildarmynd, gerð árið
1987 af Jennifer Fox, um örlög
Bíóhöllin
Batman ★★
Vinsældirnar eru greinilega djörtu
auglýsingasukki Warner-bræöra aö þakka
fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á
sínar fyndnu hliðar þegar Jókerinn spriklar
og sprellar en annars nær Batman ekki
uppi nefið á sér fyrir útjaskaöri klisju. Ba-
singer er ekki einu sinni sexí og þá er nú
mikið sagt.
Lethal Weapon II ★★
(Tveir á toppnum 2)
Gibson og Glover eru gott gengi og
Pesci skemmtilega óþolandi en þvf miður
er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssu-
bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk-
ert er þó verra en steingeldur söguþráður-
inn sem allir hafa séð áður.
Licence to Kill ★★★
(Leyfið afturkallað)
Ein besta Bond-myndin i langan tíma.
Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt
frá hörkutóli til sjentilmanns. Broccoli hefur
hrist, en ekki hrært, upp í Bond-ímyndinni
með góðum árangri.
The Gods Must Be Crazy II ★
(Guðirnir hljóta að vera gegojaðir
2)
Ágæti fyrri myndarinnar var einkum
snjallri og frumlegri hugmynd að þakka. Því
er ekki fyrir að fara hér heldur er, einsog
alltof oft, reynt að notfæra sér vinsældir
fyrri myndarinnar til að gera aðra eins. Á
sér sínar góðu hliðar en þær hverfa fyrir
hinum verri.
Her Alibi ★★
(Með allt í lagi)
Hreint ágætis skemmtun þarsem
klaufinn Tom Selleck líkir eftir Cary Grant
hástéttarfjölskyldu í Líbanon.
Þau búa í tveggja alda gamalli
höll og reyna þrátt fyrir borgara-
styrjöldina að haga lífi sínu eins-
og ekkert hafi í skorist.
Á eftir henni sjáum við Jass-
kómedíuna sem Sovétmaðurinn
Grigory Alexandrov gerði árið
1934. Hann var einn af samstarfs-
mönnum Sergei Eisensteins og
var þetta hans fyrsta kvikmynd í
fullri lengd. Þetta er stæling á
söng- og dansmyndum Busby
Berkley og Fred Ástair og hefur
að geyma skemmtileg atriði með
geggjuðum húmor.
30. október verður svo sýnd
bandarísk gamanmynd frá svip-
uðum tíma, Apakettir eða Monk-
ey Business. Þetta er ekta fárán-
legur galsahúmor frá Marx-
bræðrum og segir frá ferð þeirra
sem laumufarþegar um borð í
skipi. Hún hefur að vísu verið
sýnd áður - að ég held bæði í
Sjónvarpinu og á Stöð 2 - en
stendur fyrir sínu.
Þrjár kvikmynda Eisensteins
verða sýndar í nóvember og fleiri
verða á dagskrá eftir jól. Þetta
eru Verkfall, Beitiskipið Potem-
kin og Október sem Eisenstein
gerði á árunum 1925-28 og gerðu
hann að einum áhrifamesta kvik-
myndagerðarmanni sögunnar.
Eftir jól verða seinni myndir hans
á dagskrá.
Á eftir fyrri hluta Eisensteins-
hátíðar verða sýndar þrjár mynd-
ir frá gullarldartímabili Holly-
Að gefnu tilefni vill Kvik-
myndaeftirlit ríkisins taka afram
eftirfarandi:
Eftirlitið starfar samkvæmt
lögum nr. 53/1966 um vernd
barna og ungmenna og nr. 33/
1983 um bann við ofbeldiskvik-
myndum. Þar segir m.a.: „Skulu
innflytjendur, framleiðendur eða
dreifingaraðilar og sýnendur
kvikmynda kveðja skoðunar-
hér á árum áður. Vel er fléttað á milli hinnar
raunverulegu sögu og skáldskapar rithöf-
undarins en atriðin með Rúmenum og þar
með talið lokaatriðið heldur hugmynda-
snauð.
Bíóborgin
The January Man ★★★
(Janúar maðurinn)
Skemmtileg blanda af grini og spennu,
gamni og alvöru frá Pat O'Connor. Persón-
utöfrar aðalpersónanna, ásamt góðum
húmor f bland við morðrannsókn heldur
þérvel við efnið. Akkilesarhæll myndarinn-
ar er þó ótrúleg vinnubrögð morðingja og
furðu fávísar lögreglur áður en hetjan okk-
ar kemur til leiks. Að því leyti hefur Shanley
(Moonstruck) oft skrifað betur.
Batman ★★
Vinsældirnar eru greinilega djörfu
auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka
fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á
sfnar fyndnu hliðar þegar Jókerinn spriklar
og sprellar en annars nær Batman ekki
uppf nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Ba-
singer er ekki einu sinni sexí og þá er nú
mikið sagt.
Lethal Weapon II ★★
(Tveir á toppnum 2)
Gibson og Glover eru gott gengi og
Pesci skemmtilega óþolandi en þvf miður
er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssu-
bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk-
ert er þó verra en steingeldur söguþráður-
inn sem allir hafa séð áður.
Forever Friends ★★
(Alltaf vinir)
Um margt ágæt lýsing á langvarandi vin-
áttu tveggja ólíkra kvenna. Ágætlega
wood á fjórða áratugnum. How-
ard Hawks átti stóran þátt í að
innleiða glæpamyndir með Scarf-
ace frá 1932. Hún var ein af fyrstu
gangster-myndunum og er allt
önnur og miklu betri en endur-
gerð Brians De Palma með A1
Pacino.
Þá verður sýnd Blonde Venus
með Marlene Dietrich sem Josef
Von Sternberg gerði á sama ári.
Von Sternberg skaut Dietrich
upp á stjörnuhimininn með Bláa
englinum og gerði flestar kvik-
myndir hennar. Síðasta myndin
fyrir jól er síðan Christmas in July
eftir Preston Sturges frá 1940.
Þetta er gamanmynd um fátækan
mann sem heldur sig hafa unnið
samkeppni um besta kaffi-
slagorðið og byrjar að eyða sig-
urlaununum íýrirfram. Ein af
þessum klassísku, fyndnu, hjart-
ahlýju sem þeir í Hollywood
kunnu eitt sinn að gera.
Einsog sjá má er þetta afar at-
hyglisverður listi og ekki verður
dagskráin síðri eftir áramót. Þá
verða sýndar, auk mynda Eisen-
steins, myndir eftir Olmi, Anton-
ioni, Taviani-bræður, Fellini,
Bertolucci og Visconti. Þá verður
stutt syrpa af nýjum sovéskum
kvikmyndum, auk stakra verka
eftir Ichikawa, Ozu, Mezaros,
Losey, Bokova og Vertov. Sann-
arlega köttur sem stendur undir
nafni á Stöð 2 og nú er bara að
vona að Sjónvarpið hafi uppá
eitthvað sambærilegt að bjóða.
menn til þess að skoða kvik-
myndir áður en þær eru teknar til
sýningar og greiða kostnað við
skoðun þeirra, skv. reglum sem
ráðherra setur.“
Auk þess skal bent á að kvik-
myndin „Veldi tilfinninganna“
var á sínum tíma talin brjóta gegn
hegningarlögunum og var
bönnuð á þeim forsendum. Kvik-
myndaeftirlitið kom þar hvergi
nærri.
leikin, sérstaklega er Midler hrífandi í einni
buddy-myndinni enn. Myndin reynir hins-
vegar aö segja alltof mikið, einsog dæmi-
gerð væmin míní-sería, og veldur hún ekki
þessum mikla söguþræði.
Háskólabíó
Indiana Jones III ★★★
(Síðasta krossferðin)
Indiana hefur aftur náð sér á strik eftir
misheppnaða mynd númer tvö. Þessi er
ferskari fantasia en áður og ekki versnar
myndin á því að hafa Connery sem dr.
Jones sr. En sértu að leita að rólegri stund
með möguleika á heimspekilegum vanga-
veltum skaltu náttúrlega fara eitthvað ann-
að.
Stjörnubíó
Magnús ★★★
Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og
jafnframt f hópi betri kvikmynda sem gerð-
ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð
auknum þroska sem listamaður og byggir
mynd sína vel upp til að byrja með en ým-
issa brotalama fer að gæta þegar leysa á
úr vandamálum höfuðpersóna. Oft yndis-
legur gálgahúmor og Magnús er
sannkölluð skemmtimynd fyrir alla aldurs-
hópa.
Baron Múnchhausen ★★★
(Ævlntýrl Múnchhausen)
Ævintýri barónsins af Múnchhausen
eftir lygasögum R. E. Raspe gætu varia
fengið betri meðferð en hjá fyrrum Monty
Python fólkinu undir stjóm Terry Gilliam.
Sannkölluð fantasía sem allir geta haft
gaman af, jafnt ungviðið sem kvikmynda-
frikin. Svona eiga ævintýri að vera.
Athugasemd frá Kvik>
myndaeftirliti ríkisins
Föstudagur 29. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - S(ÐA 27