Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 15
Líklega síðasta myndin sem tekin var af Lorca - hér er hann í vinahópi í Madrid 26. júní 1936. Skáldið er annar frá hægri, efst í myndinni. henni skyldi rutt úr vegi. Af 25 miljónum voru 32.4% ólæsir. Gerð var áætlun sem sýndi að þörf var fyrir 27.150 skóla. Á 30 árum höfðu aðeins verið reistir 11.128 skólar og nú skyldi bætt um betur. Ákveðið var að reisa 7.000 skóla strax fyrsta árið, en síðan 5.000 á ári. Þetta var djarf- leg áætlun og hún fór vel af stað. Á tveimur og hálfu ári tókst að reisa 13.570 skóla, efla kennara- menntun og hækka laun kennara yfir 50% Baráttan gegn ægivaldi kaþólsku ' kirkjunnar reyndist hinsvegar dýrkeypt, rætur henn- ar of samofnar spænskri alþýðu til að hún gæti losað sig frá henni í einu vetfangi. Menningar- sóknin mikla Lorca tók þátt í nýsköpuninni, sem beindist mjög að menning- arrækt og uppfræðslu. Vinur hans Fernando de los Ríos var dómsmálaráðherra hinnar nýju ríkisstjórnar, sem hafði gert menningaráætlun er nefndist „Mision Pedagógicas.“ Sam- kvæmt henni skyldi ná til af- skekktustu smábæja með menn- ingarsóknina miklu. í þorpum uppi í fjöllum þar sem hvorki var vatn né rafmagn, skyldi halda tónleika, sýna leikrit, skipuleggja málverkasýningar, fundahöld, stofnsetja bókasöfn og kennarar voru sendir til að taka þátt í upp- byggingunni. Með þessu skyldi endurreisa stolt alþýðunnar og sjálfsvitund, auka henni bjartsýni og trú á eigin getu og leggj a grunn að raunhæfu verðmætamati. Lorca opnaði bókasafn í fæðing- arbæ sínum, Fuente Vaqueros. í innblásnu opnunarerindi segir hann að kominn sé tími til að fleiri bækur stjómi heiminum en Biblían og Kóraninn. „Bækur, allskonar bækur, hlið við hlið þar sem hver maður getur nálgast þær; Marx í einni hillunni, Ni- etzsche, Tolstoy og Ágústínus kirkjufaðir í þeirri næstu. Þangað skulu frjálsir menn og konur sækja næringu og innihald í líf sitt.“ Og það er einmitt úr þessum jarðvegi sem La Barraca leikhús- ið er sprottið, eitt fyrsta ríkis- rekna leikhúsið sinnar tegundar í heiminum. (í Sovétríkjunum vom raunar stofnsett ríkisrekin leikhús strax eftir byltinguna). Hugmyndina átti Lorca og hún skyldi vera hluti menningarsókn- arinnar miklu. Þetta var ferða- leikhús og þegar Femando de los Ríos verður menntamálaráðherra lætur hann verða eitt sitt fyrsta verk að tryggja 100.000 peseta fjárfram- lag til Barraca: Lorca varð stjórn- andi leikhópsins, valdi leikara úr hópi stúdenta og veitti því fors- töðu ásamt með Eduardo Ug- arte. Hann gekk í öll störf, leik- stjórn, leikmyndagerð og smíðar, og lék meira að segja sjálfur stundum líka. Hin spænsku gull- aldarverk Lope De Vega, Cer- vantes og Calderóns vom færð upp á torgum úti um allan Spán, eða inni í skemmum og hlöðum (en Barraca þýðir einmitt hlaða). Á þessum árum samdi Lorca þrí- leikinn um konuna, Blóðbml- laup, Yermu og Hús Bernörðu Alba, einhver mestu listaverk sem leikbókmenntimar hafa eignast. Hægri menn börðust gegn La Barraca með oddi og egg allt frá upphafi. Gert var lítið úr einstaklingunum sem störfuðu í leikhúsinu, konurnar hæddar sem gleðikonur af því að þær ferðuðust með karlmönnum í gomlum fangabflum, sem Fern- ando hafði látið lögreglustjórann í Madrid skaffa leikhópnum. Hægri pressan reyndi sífellt að gera Lorca tortryggilegan og taldi hann útsendara kommúnista sem ætluðu að heilaþvo saklausa borgara. Ríkisstjórnin hlaut stöðug ámæli fyrir að eyða af alltof litlum sameiginlegum fjár- munum þjóðarinnar í þessa vit- leysu. Hvert tækifæri var notað til að reyna að sýna fram á hversu illa þessu fé væri varið (enda kynnu listamenn hvort eð er ekki að fara með fé). Verk Lorca hlutu mjög misjafna dóma og Yerma þótti t.d. bæði siðlaust verk og stórvarasamt hjá hægri pressunni. „Leiðinleg kennslu- stund í kvensjúkdómafræðum" sagði einn gagnrýnandi þeirra. Þegar hægri menn náðu aftur völdum varð það þeirra fyrsta verk að skera niður ríkisstyrkinn til Barraca, fyrst um helming og síðan alveg árið 1935. Þar með var þessu merka brautryðjenda- starfi lokið og nú hófust erfiðir tímar, sem enduðu í algjörri martröð. Eins og sagði í upphafi greinar- innar, létu fasistar það verða sitt fyrsta verk að þefa uppi lista- m nn sem höfðu á einhvern hátt tei tst lýðveldissinnum eða öðr- um -óttækari öflum. Þessir menn vori drepnir, oftast þegjandi og hljóðalaust, og svo var einnig um Lorca, þegar hann var á hátindi getu sinnar sem skáld. Stjórnmál og endalok Stjórnmál og listir eru alger- lega samofin á þessum tíma og fjöldi listamanna tekur opinber- lega þátt í stjórnmálabaráttunni, sem verður æ grimmari. Alþýðu- fylkingin sem barðist fyrir endur- reisn lýðveldisins, átti dyggan stuðning flestra þeirra. Rafael Alberti, sem var nýkominn frá Sovétríkjunum, gekk í kommún- istaflokkinn og gekk hart að Lorca að gera slíkt hið sama. Það gerði hann þó ekki, en var á lista með 300 öðrum þekktum menn- ingarmönnum sem birtur var í blaði kommúnista, Mundo Obrero, í ársbyrjun ,1936. Þar hvetja þeir til sameigiulegrar bar- áttu fyrir nýju lýðveldi í komandi kosningum. Alþýðufylkingin hlaut nauman meirihluta í kosn- ingunum og nú fóru fasistar að brýna kutana. í borgarastyrjöld- inni voru síðan nánast allir þessir menn drepnir. Eins og fyrr sagði gekk Lorca ekki formlega í kommúnista- flokkinn né heldur sósíalistafl- okkinn, sem var klofinn á þessum tíma. Enginn vafi leikur þó á því hvar samúð hans liggur og hann er oft glannalegur í viðtölum í blöðunum á þessum tíma þegar flestir reyndu að gæta orða sinna af hræðslu við að verða settir á svarta listann. í La Voz segir hann skömmu áður en hann var drepinn: „Daginn sem hungri verður út- rýmt af jörðinni verður mesta andlega bylting sem saga okkar hefur séð. Ekkert okkar getur ímyndað sér gleðina sem mun springa út daginn sem Byltingin mikla verður gerð. Nú tala ég eins og sannur sósíalisti, er það ekki?“ Og við Rafael Alberti sagði hann: „Ég er byltingars- inni, vegna þess að öll sönn skáld eru byltingarsinnar. En ég verð aldrei stjórnmálamaður. Bara byltingarsinni“. Og svo klykkti hann út með að gera lista yfir helstu byltingarhetjur sögunnar og setja Jesúm Krist þar efstan á blað. Lorca var ef til vill barnalega bjartsýnn í skoðunum sínum en það vill oft fara saman. Eldmóð- ur hans var ekki vængstýfður af skynsamlegri efahyggju raunsæs stjórnmálamanns. Einmitt þess vegna var hann stórhættulegur. Síðustu blaðsíðumar í bók Gibsons, „Federico García Lorca, A life,“ las ég í þann mund er ég var að yfirgefa sólbakaða Andalúsíu í ágústlok. Þar er lýst dauða Lorca og dregnar fram ýmsar áður óþekktar staðreynd- ir, sem Gibson hefur fundið við rannsóknir sínar. Það er sorgleg lesning, átakanleg og ótrúleg. Liðsforinginn sem stjórnaði handtöku Lorca, Ruiz Álonzo, sagði um hann: „Hann vann meira tjón með penna sínum en aðrir með rifflun- um.“ Lorca var tekinn af lífi við Fu- ente Grande, skammt frá Víznar við Granada. Hann var ekki skotinn á hæðinni þar sem þús- undirnar voru drepnar í borgara- styrjöldinni, heldur við vatnsuppsprettu sem Máramir, sem Lorca dáði flestum meira, höfðu skírt Ainadamar eða „Tár- abrunn“. Þá nafngift hefði Lorca tæpast talið tilviljun. Heldur ekki, að á þessu myrka ágúst- kvöldi árið 1936 var aldrei þessu vant, enginn máni á himni í Granada. ÞAÐ KOSTAR SITT AÐ FLJÚGA Zúrich Mexíkó Halifax Oporto 41.270 92.770 65.590 56.520 Valencia Delhi Feneyjar Prag 40.550 82.570 46.740 43.880 Tel Aviv Nairobi Atlanta Vancouver 56.460 95.330 70.050 79.660 VELDU ÞVÍ ÞAÐ HAGSTÆÐASTA OG BESTA SPAR-fargjöld Arnarflugs og KLM til 83 áfangastaða um allan heim. SPAR-fargjöld Arnarflugs og KLM draga úr ferðakostnaði svo um munar. Þeir sem ætla að nýta sér þennan hagkvæma ferðamáta geta bókað far á SPAR-fargjaldi með eins daga fyrirvara. SPAR-miðinn veitir möguleika á viðdvöl í Amsterdam bæði á leiðinni út og heim aftur. Hafðu samband við ferðaskrifstofurnar og söluskrifstofu Arnarflugs. %fARNARFLUG Annar kostur - önnur leið Söluskrifstofur: Lágmúla 7, sínii 84477 • Austurstræti 22, sími 623060 • Keflavík, sími 92-50300 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.