Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.09.1989, Blaðsíða 13
HANN VAR ÞJÁNING GLEÐI ÆSKA ELDUR Um Federico Garda Lorca „Skáldskapurinn er óskiljanlegt leyndarmál rétt eins og fæðing mannsins. Maður heyrir raddir og veit ekki hvaðan þær koma og það er líka óþarft að velta vöngum yfir þessu „hvaðan“. Rétt eins og ég hef aldrei haft áhyggjur vegna fæðingar minnar, hef ég þær heldur ekki vegna dauðans. Undrandi hlusta ég eftir náttúrunni og manneskjunni og skrái það sem það kennir mér, án smámunasemi og án þess að Ijá meiningu, sem ég veit heldur ekki hvort einhver er. Hvorki skáldið né nokkur annar geymir lykilinn um leyndardóm þessarartilveru. Ég vil vera góður. Ég veit að skáldskapurinn lyftir, og þegar ég er góður, trúi ég, rétt eins og asninn og heimspekingurinn, í blindni á að svo fremi sem eitthvað ertil „hinum megin“, þá muni ég hafna þar þægilega óvænt. En sársauki mannsins, hið linnu- lausa óréttlæti, sem streymir um huga minn og lík- ama frá veröld okkar, kemur í veg fyrir að ég geti breytt húsi mínu í stjörnur.“ Þetta er kafli úr viðtali við spænska skáldið Feder- ico García Lorca í blaðinu EL SOL, Madrid 10. júní 1936, birt skömmu áður en hann var myrtur af fasist- um skammt utan við Granada. Fá spænsk skáld hafa notið slíkra vinsælda á íslandi og Garc- ía Lorca, og voru tvö þekktustu leikrit hans, Blóðbrullaup (Þjóðleikhúsið 1959) og Hús Bernörðu Alba (LR 1966) leikin hér á meðan höfundurinn var nánast bannfærður í heimalandi sínu. Vögguþulan úr Blóðbrull- aupi í þýðingu Magnúsar Ás- geirssonar er ein fegursta perlan í safni ljóðaþýðinga hans. Fjölda- margir aðrir íslenskir þýðendur og skáld hafa glímt við djúpfag- Eftir Þórunni Sigurðardóttur Spænska skáldið Federico García Lorca tekur til sín mikla athygli um þessar mundir: sjónvarpið hefur verið að sýna framhaldsmyndaflokk um ævi hans, á mánudaginn var sýndi það spænska uppfærslu á einu frægasta leikverki hans, Húsi BernÖrðu Alba- það sama leikrit verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar 14. október í þýðingu Einars Braga og á jólum í Þjóðleikhúsinu í þýðingu Guðbergs Bergssonar. ran skáldskap hans eins og hann birtist í ljóðum hans. Raunar má segja að Lorca hafi verið þekktari fyrir ljóð sín en leikrit lengi vel, en leikrit hans njóta sívaxandi at- hygli og aðdáunar utan Spánar og kemur þar margt til. Óvanalega næm skynjun hans á tilfinningum og stöðu kvenna og mögnuð tök hans á ástum og átökum kynj- anna gera verk hans eftirsóknar- verð í nútímaleikhúsi, þar sem kvenhlutverk eru jafnan bæði af skornum skammti og deyfðarleg flest þau sem fyrir eru. A síðasta áratug hefur þríleikur hans um konuna, verkin Blóðbrullaup, Yerma og Hús Bernörðu Alba verið meðal eftirsóttustu verk- efna í öllum helstu leikhúsum í Evrópu, ekki síst á Norðurlönd- unum og í Bretlandi, enda höfu- ndurinn langt á undan sinni samtíð í umfjöllunarefni sínu í þessum verkum. Leikrit hans eru auk þess feikilega spennandi for- mleit, full af sérkennilegu tákn- máli og fjarri því tilfinningasama, ofhlaðna leikhúsi sem einkenndi fyrri hluta aldarinnar. Þó að Lorca yrði aldrei heitur baráttu- maður fyrir súrrealismanum, eins og nánustu vinir hans margir, einkum Dalí og Bunuel, er hann skáld með óvenjulega myndlist- arhæfileika. Bæði ljóð hans og leikrit njóta hins skarpa mynds- kyns, sem hafnar öllum klisjum og stflleysu. Það kann að hljóma sem mót- sögn að segja að Lorca sé þó einkum og sér í lagi skáld hinnar þjáðu alþýðu, fólksins sem veit ekki að líf mannsins er meira en stöðug þjáning, áþján og kúgun. Hann er rómantískur eldhugi, sem ævinlega flýtur ofar skýjum í draumum sínum fyrir bjartara lífi fyrir fólkið niðri á ökrunum. Sjálfur segist hann vera skáld jarðarinnar, hins frumstæða, þunga jarðarniðs, sem ber okkur áfram í ástríðum okkar, baráttu og þungbærri leit að hamingj- unni. Enn meiri þverstæða kann að felast í lýsingum á sterkri þjóðfé- lagsvitund og stjórnmálaaf- skiptum Lorca, sem alltof lítill gaumur hefur verið gefinn, og raunar af skiljanlegum ástæðum. Allir hafa viljað eigna sér Lorca; stjórnleysingjar, kommúnistar, sósíalistar, friðarsinnar, kaþól- ikkar og ýmsir fleiri. Staðreyndir um dauða hans eru fáar, og flest- ar hafa komið fram í dagsljósið eftir að Franco var allur, en lengi vel neituðu fasistar staðfastlega að hafa myrt Lorca. Einn merkasti þátturinn í lífi þessa eldhuga eru afskipti hans af menningarstefnu ríkisstjórnar lýðveldissinna 1931 og brautryðj- endastarf hans og leikflokks hans, La Barraca, sem ríkið styrkti til að flytja ólæsum, svelt- andi almúga spænsk gullaldar- verk á torgum úti. Fasistarnir skynjuðu mikla hættu samfara aukinni menntun og andlegri vakningu alþýðunnar fyrir veldi sitt og þefuðu uppi alla listamenn og ýmsa andans menn sem vildu berjast friðsamlega með listina að vopni og myrtu þá miskunnar- laust, hvort sem þeir tilheyrðu einhverju hinna róttæku stjórnmálaafla eða ekki. Árið 1986 voru 50 ár liðin frá dauða hans og var þess minnst með margvíslegum hætti um all- an heim. I fæðingarbæ Lorca, Fu- ente Vaqueros var opnað safn í húsinu sem hann fæddist í og fjöldamargar bækur voru gefnar út um skáldið og líf hans. Hér á íslandi höfum við að undanförnu séð sjónvarpsþætti sem gerðir voru af spænska og ítalska sjón- varpinu um líf hans, en eru því miður deyfðarleg myndskreyting á því ævintýri sem öllum sem þekkja skáldskap hans og lífs- hlaup, hlýtur að finnast Lorca hafa verið. Miklu betri er sjón- varpsþáttur sem sýndur var í BBC og var gerður af einum helsta Lorcasérfræðingi okkar tíma, íranum Ian Gibson, sem ritað hefur allmargar bækur um Lorca og varpað ljósi á ýmsa áður óþekkta þætti varðandi líf hans og dauða. Því miður hefur þessi þáttur ekki verið sýndur hér á landi enn, hvað sem síðar verður. Doðrantur um Lorca í júnflok í sumar kom út í Bret- landi stærsta bók sem gefin hefur verið út um Lorca, tæplega 600 blaðsíðna doðrantur eftir Gib- son, sem varpar enn nýju ljósi á ýmsa þætti í lífi hans, sem áður höfðu verið óljósir eða óút- skýrðir. Þar sem ég var stödd í Bretlandi nokkrum dögum eftir að bókin kom út, og fylgdist með umfjöllun um hana í fjölmiðlum, sem var almennt mjög lofsamleg (Sunday Times birti t.d. heillar síðu lofgrein) var ég snögg að ná mér í bókina áður en ég hélt til sumardvalar á Spáni. Þar fylgdi hún mér í bílum og flugvélum, niður á strönd og inn á hótelher- bergi og má sjá nú að liðnu sumri hvar ég hef verið stödd hverju sinni á grasgrænu, sólarolíu, sítr- ónusafa og öðrum Spánarminj- um sem prýða síður hennar. í stað þess að rekja efni bókar- Tmiar í smáatriðum, langar mig að tína saman nokkra þætti úr lífi Lorca, sem hafa ef til vill ekki komið fyrir augu margra hér á landi. Byggi ég þessar frásagnir einkum á bók Gibsons, en einnig á heimsóknum í -safnið í Fuente Vaqueros og ýmsu fleiru sem orðið hefur á vegi mínum. Eitt af því sem einna mesta forvitni hefur jafnan vakið í um- fjöllun um Lorca er einkalíf hans. Sé það listamönnum erfitt í dag að viðurkenna hómósexualisma, var það nánast óhugsandi í hinni kaþólsku siðavendni fyrri hluta aldarinnar á Spáni. Það er þó löngu ljóst að Lorca átti í stöðugri baráttu við kynvitund sína. Sam- band hans við fjöldamarga þekkta listamenn voru alla tíð lituð af þessari glímu, ekki síst samband hans við málarann Dalí, sem var einn af lykilpersónunum í lífi hans, þótt þeir skildu síðar að skiptum. Þessi þáttur í lífi Lorca er gaumgæfilega krufinn í bók Gibs- ons og kemst hann að þeirri niðurstöðu að vegna þess að Lorca er mjög í mun að fela hóm- ósexualisma sinn, ekki síst fyrir fjölskyldu sinni, sem hann var ætíð mjög háður fjárhagslega, fjalli hann einkar ítarlega um konur í verkum sínum og jafnan um „eðlilegar" ástríður og tilfinn- ingar á milii karla og kvenna. Ég er ekki viss um að konur séu til- búnar að skrifa undir þennan skilning. Sú kvenfælni og jafnvel kvenfyrirlitning sem konur skynja oft í verkum karla semeru hommar, er hvergi fyrirfinnanleg í verkum Lorca. Þvert á móti eru kvenlýsingar hans í leikritunum óvanalega heilsteyptar og marg- Föstudagur 29. september 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13 Þ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.