Þjóðviljinn - 13.10.1989, Qupperneq 7
m grunm
gera það almennilega upp við sig
hvaða staði við eigum að setja á
og hverja ekki, segir Sigurður.
Kristín Hjálmarsdóttir, for-
maður Iðju, félags verksmiðju-
fólks, tekur undir þetta. - Ég
kannast varla við neitt sem heitið
gæti með réttu byggðastefna á
undanförnum árum. Fjárfesting-
ar á landsbyggðinni virðast hafa
verið mjög handahófskenndar og
lítt hugsað um arðsemi. Þetta er
þó ekkert sérmál úti á lands-
byggðinni. Þetta einkennir að
mér finnst fjárfestingarbruðlið í
Reykjavík.
Sigurður segir allt of mikið
hafa markað byggðastefnuna að
það væri alltaf verið að bjarga
málum fyrir horn í stað þess að
horfa til lengri tíma.
- Það verður vitanlega að
horfa til fleiri þátta en arðsemis-
sjónarmiða einna. Þarna spila
líka inní félagsleg sjónarmið, svo
sem eins og það að halda landinu
1 byggð. Ég tel að byggðastefnan
verði að taka tillit til beggja þess-
ara þátta, en ekki aðeins annars,
segir Sigurður.
Pétur Reimarsson bendir á það
að byggðastefnan hafi í alltof
miklum mæli einkennst af því að
það er verið að veita atvinnu-
greinum niðurgreitt fjármagn.
- Slíkt er dæmt til að mistakast.
Þar má nefna augljóst dæmi sem
er loðdýraræktin. Það er æskilegt
að fyrirtækjunum sé tryggður að-
gangur að lánsfé á réttum kjörum
og atvinnuvegum séu tryggð eðli-
leg starfsskilyrði. Annars er verið
að taka að nokkru ábyrgðina frá
heimamönnum sjálfum. Menn
verða vitanlega að vera vakandi
fyrir nýjungum og að gangast
undir að taka áhættu og axla þá
ábyrgð sem fylgir, segir Pétur.
Aukin samvinna
æskileg
Viðmælendur blaðsins eru allir
sammála um það að aukin sam-
vinna byggðarlaganna við Eyja-
fjörð geti rennt styrkari stoðum
undir atvinnulífið á svæðinu.
Askell Einarsson bendir þó á
að mál hafi skipast með nokkuð
sérstökum hætti við Eyjafjörð.
- Það eru sem betur fer ekki allir
að vasast í því sama og þar með að
takmarka um leið eigin lífsaf-
komu. Kaupfélag Eyfirðinga hef-
ur til að mynda verið byggt upp
þannig að fjárfestingum félagsins
hefur verið nokkuð jafnt dreift á
þéttbýlisstaðina.
Áskell segist vera þess fullviss
að ýmsir möguleikar séu á frekari
samvinnu byggðarlaganna á sviði
atvinnumála en þegar er orðin og
bendir þar á að aflamiðlun sé fýsi-
Iegur kostur.
Kristín Hjálmarsdóttir segir að
það hljóti að koma að því að
menn fari að huga að frekari sam-
vinnu í atvinnumálum og gangi
þar þvert á sveitarfélagamörk.
- Iðnþróunarfélagið er skýrt
dæmi um slíka samvinnu, sem
hefur gefið ágæta raun þótt meira
líf mætti vera nú um stundir yfir
starfi félagsins.
- Það eru ákveðnir staðir á
landinu þar sem menn hafa tekið
höndum saman í atvinnuupp-
byggingunni og þar er ekkert
sultarhljóð í mönnum. Ég nefni
til að mynda auk Dalvíkur, Höfn
í Hornafirði og Flúðir á Suður-
landi. Ég held að landsbyggðin
geti horft dálítið til þessara staða
um það hvernig til hefur tekist við
atvinnuuppbygginguna. Það er
þó enn langt í land með að víðtæk
samvinna komist á um samný-
tingu ýmissa fjárfestinga.
Ef menn eru á því að skattar
séu of háir og draga þurfi úr út-
gjöldum þess opinbera þá þarf að
að ná fram aukinni rekstrarhag-
kvæmni jafnt í atvinnulífi sem á
vegum sveitarfélaga, segir Pétur.
-rk
Sigríður Stefánsdóttir: Menn eru að átta sig á því að það borgar sig að
taka höndum saman um sameiginleg hagsmunamál og vinna þvert á
sveitarfélagamörk. Mynd -rk
un sjávarútvegsbrautarinnar við
háskólann hér vera prófsteinn á
það hvort okkur takist að hlúa að
því sem við þegar höfum og
byggja upp í kjölfarið fjölþættari
sjávarútveg við Eyjafjörð. Það er
ljóst að brautin mun verða mið-
stöð í rannsóknum og þróunar-
starfi í sjávarútvegi. Ef rétt er
haldið á málum getur þetta
skapað mörg störf og einnig verð-
mæti, sem koma ekki aðeins Ak-
ureyringum til góða, heldur og
einnig öðrum íbúum við Eyja-
fjörð. Þar höfum við mun nær-
tækari verkefni en að leggja allt
okkar traust á stóriðju sem kann-
ski verður aldrei að veruleika,
segir Sigríður.
-rk
GRENIVÍK - Ég held að þetta
harmavæl sem alltof oft hefur
heyrst frá ráðamönnum á lands-
byggðinni hafí neikvæð áhrif á
íbúa landsbyggðarinnar. Vissu-
lega er víða þröngt í búi úti á
landi, en ég kann ekki alls kostar
við þennan grát, segir Guðný
Sverrisdóttir, sveitarstjóri á
Grenivík.
Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grenivík:
Grenivík er eitt þeirra fjöl-
mörgu byggðarlaga á landinu
sem eiga allt sitt undir sjávarafla
komið. íbúar eru um 430 talsins
og hafa flestir lifibrauð sitt af fisk-
veiðum og fiskvinnslu. Tveir
stærri bátar eru gerðir þaðan út,
Frosti og og Sjöfn, og leggja þeir
báðir upp hjá frystihúsinu. Ný-
lega er lokið fjárhagslegri endur-
skipulagningu á rekstri frysti-
hússins. Hreppurinn á rúm 30
prósent í fyrirtækinu og segir
Guðný að eftir endurskipulagn-
ingu rekstursins og endurfjár-
mögnun sé húsið rekið með dá-
litlum hagnaði.
Að undanförnu hefur íbúum á
Grenivík fækkað nokkuð, eftir
töluverða íbúaaukningu á sjö-
unda og áttunda áratugnum sem
rekja má til uppbyggingar frysti-
hússins, sem er fjölmennasti
vinnustaðurinn í plássinu. Á
Grenivík sem svo víða annars
staðar hefur stórbæjarlífið
freistað fólks og þeir brottfluttu
hafa flestir flutt sig um set til Ak-
ureyrar og Reykjavíkur.
Guðný Sverrisdóttir: Við eigum allt okkar komið undir sjónum. Takist
okkur að renna styrkum stoðum undir sjávarútveg og skapa jafnframt
fjölbreyttari atvinnutækifæri höfum við Grenvíkingar litlar ástæður til
að örvænta. Mynd -rk
Athugandi hvort byggðarlögin
geta ekki samnýtt fiskiskipin
- Með bættum samgöngum,
nægu framboði á íbúðarhúsnæði
og takist að tryggja hér næga og
fjölbreytta atvinnu, hef ég þá trú
að hægt verði að snúa vörn í sókn,
segir Guðný.
Stöndum ekki illa í
samanburði við aðra
- Við lifum og stöndum með
því sem kemur úr sjónum, segir
Guðný aðspurð um atvinnu-
ástandið á Grenivík og horfurnar
framundan. - Kvótinn sem bát-
arnir eru með er í það minnsta
fyrir frystihúsið. Það hafa aðeins
örfáir dagar fallið úr í frystihús-
inu en í vetur horfum við til lín-
uútgerðar sem er mikil hér á vetr-
um, þannig að það er engin
ástæða til að örvænta.
Við höfum reynt að fara út í
smáiðnað í því skyni að skjóta
fjölbreyttari rótum undir
atvinnulífið. Leðurvinnustofan
Terra hefur gengið vel og veitir
fjórum konum hálfs dags vinnu.
Það virðist ljóst af þeim við-
tökum sem leðurvarningurinn
hefur fengið að þarna getur verið
um frekari vaxtarmöguleika að
ræða.
Guðný segir fjárhag sveitarfé-
lagsins ekki verri en gengur og
gerist meðal sveitarfélaga af svip-
aðri stærð. - Þéttbýlisstaðir af
þessari stærð útheimta mikla
þjónustu og ég held að við stönd-
um alls ekki illa hvað varðar þann
þátt. Við erum til að mynda ný-
lega búin að taka í notkun nýjan
grunnskóla og útisundlaug er í
byggingu sem vonandi verður
tekin í notkun næsta vor.
Draumurinn er síðan að koma
upp íþróttahúsi, en hvenær það
verður er alls óvíst.
Samskiptin við ríkisvaldið
mættu vera liðugri en reyndin er.
Við eigum ennþá útistandandi
hjá ríkinu 18 miljónir króna til
fjármögnunar grunnskólans. Ég
veit satt að segja ekki hvaða
brögðum við eigum að beita til að
ná þessu út, segir Guðný og
bendir á að það sé lítið tilhlökk-
unarefni fyrir sveitarsjóð að sam-
kvæmt nýjum verkaskiptalögum
nkis og sveitarfélaga sem gildi
taka um næstu áramót geti ríkið
dregið við sig að inna slíka
skuldagreiðslu af hendi á fjórum
árum. - Og menn eru nú þegar
farnir að tala um að lengja þenn-
an tíma enn frekar. Sveitarfélag
eins og okkar munar um minni
upphæð.
Hugað verði meira
að undirbúningi
fjárfestinga
- Eyjafjarðarsvæðið á eftir að
verða í auknum mæli sem eitt at-
vinnusvæði. Ég held að engum
geti blandast hugur um það. Með
bættum samgöngum verður fólki
auðveldara um vik að sækja
vinnu út fyrir sitt byggðarlag.
Eftir að bundið slitlag var lagt á
mestan hluta vegarins milli Akur-
eyrar og Grenivíkur eru all
nokkrir hér sem sækja vinnu inn á
Akureyri. Fyrir tíu til fimmtán
árum þekktist þetta ekki. Nefna
má að ekki er óalgengt að ung-
menni héðan sem stunda fram-
haldsnám á Akureyri fari daglega
á milli. Þetta er ekki meira máL-
orðið en svo, segir Guðný.
- Það er alveg rétt að vitanlega
hefur fjárfestingum á lands-
byggðinni oft verið misfarið og
það hefur verið of mikið um
óarðbærar fjárfestingar á vegum
ríkisins. Menn mættu hyggja bet-
ur að þessu en verið hefur. Nefna
má til að mynda að það virðist
ekki mikil skynsemi í því að
byggja hafnir nánast hlið við hlið
eins og reyndin er á Árskógs-
strönd og Hauganesi - en það er
steinsnar þarna á milli. En þetta
er ekki bara vandamál á lands-
byggðinni heldur einnig í Reykja-
vík.
Sjálfsagt má að nokkru leyti
rekja ástæðurnar til þess að
sveitarfélagseiningarnar eru litlar
og að allir vilja vera kóngar í sínu
ríki.
Sveitarfélögin við Eyjafjörð
eru um tuttugu talsins. Það er
spurning hvort nokkurt vit sé í því
að hafa allan þennan fjölda
sveitarfélaga. Á næstu árum
hlýtur að verða um sameiningu
margra þeirra að ræða. Ég trúi
ekki öðru, segir Guðný.
- Því miður hefur ekki verið
mikið hugað að því að samnýta
fjárfestingar, jafnvel þótt í mörg-
um tilfellum væri mönnum það 1
lófa lagið. Það væri til dæmis mik-
ils um vert að menn kæmu sér
saman um að samnýta fiski-
skipastólinn milli byggðarlaga
þar sem aðstæður bjóða upp á
það. Því miður hefur þetta þó
ekki verið rætt að neinu gagni,
segir Guðný.
Hún segist þó sjá ýmis merki
þess að menn séu að taka við sér
og vinna í sameiningu að atvinnu-
málum við Eyjafjörð. Nefnir hún
í því sambandi Iðnþróunarfélag
Eyjafjarðar, sem aðstoðaði við
að koma Terru á laggirnar og á
félagið hlut í fyrirtækinu.
- Á síðustu árum hefur því
miður ekki verið merkjanlegur
árangur af starfi Iðnþróunarfé-
lagsins, nema í ráðgjafarstarfi.
Kostir stóriðju
verði skoðaðir
til hlítar
- Ég get ekki merkt nú um
stundir neinn vaxtarbrodd í at-
vinnumálum hér við Eyjafjörð,
nema ef væri í sjávarútvegi og þá
einna helst á Akureyri. Kvóti
Aukureyringa hefur aukist og þá
vitanlega á kostnað smæri byggð-
arlaga, segir Guðný þegar talið
berst að hugmyndum um stað-
setningu álvers við Eyjafjörð.
- Æskilegt væri að Akureyri
gæti byggt á öðrum atvinnuveg-
um en þeim sem eru máttarstólpi
smærri sveitarfélaganna í stað
þess að vera í samkeppni við þau
eins og í sjávarútvegi. Og þar
finnst mér stóriðja alveg eins
koma til greina eins og hvað ann-
að.
- Það þýðir ekkert fyrir okkur
landsbyggðarfólk að býsnast
sýknt og heilagt yfir höfuðborg-
arsvæðinu og slá hendinni að
óathuguðu máli á móti því sem
okkur stendur til boða. Ég tek
það þó fram að með þessu er ég
ekki að segja að það sé endilega
rétt að reisa hér álver, en ég vil að
sá möguleiki verði skoðaður til
hlítar, segir Guðný.
-rk
\
\
Föstudagur 13. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7