Þjóðviljinn - 13.10.1989, Qupperneq 9
Kínverskur
píanósnillingur
í heimsókn
Æfði með leynd í „menningarbyltingunni“
Kínverski píanóleikarinn Xiao-
Meu Zhu heldur tónleika í Hafn-
arborg í Hafnarfirði á sunnudag
kl. 20.30. Þettaeru aðrirtónleikar
hennar hér á landi, en s.l. mánu-
dagskvöld lék hún Goldbergtil-
brigði Bachs á Kjarvalsstöðum
við geysilega hrifningu áheyr-
enda.
Xiao-Meu Zhu er ættuð frá
Shanghai og kom fyrst fram sem
píanóleikari þegar hún var sex
ára. Þegar menningarbyltingin
svokallaða gekk yfir Kína var hún
send frá Shanghai í vinnubúðir
við landamæri Mongólíu til end-
urhæfingar. Þar varð hún að
stunda píanóleik á laun. Eftir
menningarbyltinguna fór hún í
Ríkistónlistarskólann í Peking,
þar sem hún stundaði nám til
1979 að henni áskotnaðist styrkur
til náms í Boston í Bandaríkjun-
um fyrir tilstuðlan Isaacs Stern.
Síðan stundaði hún einnig nám í
Frakklandi, en á síðari árum hef-
ur hún leikið á hljómleikum víða
um lönd og hlotið frábærar við-
tökur meðal gagnrýnenda.
Næstkomandi sunnudag mun
Xiao leika Níu tilbrigði og sónötu
í D-dúr eftir Mozart og 12 són-
ötur eftir Scarlatti. Tónleikarnir
eru haldnir á vegum íslands-
deildar Evrópusambands píanó-
kennara.
Xiao-Meu Zhu píanósnillingur frá Shanghai
Torfi Jónsson við eina mynda sinna. Mynd: Kristinn.
Vestfirskar stemmningar
Torfi Jónsson sýnir vatnslitamyndir í Gallerí Borg
Þetta eru stemmningar sem ég
upplifði og málaði á Vestfjörðum í
sumar, sagði Torfi Jónsson
listmálari, þegar hann sýndi okk-
ur vatnslitamyndirnar sem hann
sýnir nú í Gallerí Borg. Torfi hefur
langa reynslu af vatnslitnum og
notar hann með hefðbundnum
hætti til þess að fanga augna-
blikshughrif úti í náttúrunni í
vatnstærum og fljótandi litnum,
rétt eins og impressíónistarnir
gerðu undir aldamótin síðustu.
Aðspurður segist hann hafa lært
af því að skoða vatnslitamyndir
eftir meistara eins oq Turner oq
Nolde.
„Þegar ég mála á þykkan papp-
ír eins og þennan vinn ég beint úti
í náttúrunni ef þannig viðrar, en
þegar rignir vinn ég inni eftir
skyssum," segir Torfi. Og hann
talar af tilfinningu um veðrið og
birtuskilyrðin á Ingjaldssandi
daginn sem hann fangaði birtuna
í kringum fjárhúsin í vatnslit.
Þannig eru þessar myndir eins og
safn hinna hverfulu augnablika í
síbreytilegum heimi og um leið
vanmáttug tilraun til þess að
stöðva rás tímans hér og nú: sjáið
fölbleika sólarglætuna sem sleikir
fjallshlíðina í fjarska á meðan
skuggaleikur fjallsins umlykur
fjárhúsin sem húka undir fjalls-
rótinni og gefur þeirn dulmagnað
yfirbragð.
Sýningin er opin til 24. októ-
ber.
-ólg
Föstudagur 13. október 1989|NYTT HELGARBLAÐ SÍÐA 9