Þjóðviljinn - 13.10.1989, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Qupperneq 12
AÐ UTAN DAGUR ÞORLEIFSSON Lettar (á fundi hjá Alþýðufylkingunni) minnast landa sinna fjölmargra, er þoldu dauða og þrælkun á tímum Stalínsstjórnar- þeir atburðir eru þeim í fersku minni. Innlimun Eystrasaltsríkja Meðal Eista, Letta og Litháa er almennt litið á innlimun landa þjóða þessara í Sovétríkin sem nauðung og lögleysu. Sovéska stjórnin heldur hinsvegar fast við þá afstöðu að innlimunin hafi verið lögleg, af ótta við að baltnesku lýðveldin muniaðöðrumkostigangaúrSovétríkjunum og að fleiri sovétlýðveldi muni þá fylgja á eftir Eistland, Lettland og Litháen hafa að líkindum aldrei fyrr í sögunni notið annarrar eins at- hygli á alþjóðavettvangi og nú. Ljóst er að ekki er einungis mikið undir því komið fyrir þjóðir þess- ara landa hver framvinda mála verður þar, heldur og fyrir So- vétríkin sem slík og raunar heim- inn allan. Glasnost Sovétmanna og hálfr- ar aldar afmæli griðasáttmála Þýskalands og Sovétríkjanna, sem gjarnan er kenndur við utan- ríkisráðherra þeirra Ribbentrop og Molotov, hafa leitt til þess að vaknað hefur heimsathygli á sögu og örlögum þjóða þessara þriggja landa. (Á íslensku er þau gjarnan einu nafni nefnd Eystrasaltslönd, sem er ekki nógu gott af því að eðlilegt er að öll þau lönd, sem liggja að Eystrasalti, séu kennd við það innhaf, hliðstætt því t.d. þegar talað er um Miðjarðarhafs- lönd. Kalla mætti umrædd lönd þrjú baltnesk, hliðstætt því sem gert er á erlendum málum, en að vísu er það einnig villandi. Lettar og Litháar eru baltneskar þjóðir, tala mál af baltneska stofninum, sem er grein af þeim indóevr- ópska, en mál Eista er náskylt finnsku.) Þjóðir þessar og stjórnvöld Sovétríkjanna eru nú sammála um að téður sáttmáli sé að engu hafandi, en hinsvegar eru skoðanir þessara aðila skiptar um gildi þess er framkvæmt var í framhaldi af honum og í krafti hans. Uppskiptasamn- ingur Með leynigrein í sáttmálanum skiptu Þýskaland og Sovétríkin löndunum á milli sín sem áhrifa- svæðum. í frumgerð sáttmálans, sem undirrituð var 23. ág. 1939, var gert ráð fyrir því að Vestur- PÓlland og Litháen skyldu heyra Þýskalandi til, Austur-Pólland, Lettland, Eistland og Finnland Sovétríkjunum. 27. sept. s.á., er heimsstyrjöldin síðari var hafin og Pólland þegar sigrað, urðu stórveldin tvö, sem stóðu yfir höfuðsvörðum þess, sammála um þá breytingu að hlutur Þýska- lands af Póllandi skyldi aukinn en Sovétmenn fá Litháen í staðinn. Samkomulag þetta þýddi í raun að smáríkin þrjú austan Eystrasalts voru gefin Sovétríkj- unum á vald. Ríkin þrjú höfðu út frá sögulegri reynslu að fornu og nýju illan bifur jafnt á Þýskalandi sem Sovétríkjunum og vildu hafa sem mest og best sambönd við Vestur-Evrópuveldin, enda hafði sigur þeirra í heimsstyrjöldinni fýrri gert Eistum og Böltum kleift að ná sjálfstæði. En eftir að heimsstyrjöldin síðari var skollin á máttu Vestur-Evrópuveldin sín einskis við Eystrásalt. Herstöðvasamn- ingar 28. sept. 1938 knúðu Sovétrík- in Eistland til að gera við sig samning um gagnkvæma aðstoð og sovéskar herstöðvar á eistnesku landi. 5. og 10. okt. voru samskonar samningar milli Sovétríkjanna annarsvegar og Lettlands og Litháens hinsvegar undirritaðir. Samningar þessir, sem allir voru næstum nákvæm- lega eins og einhliða settir saman í Moskvu, skertu sem slíkir í engu fullveldi baltnesku landanna. Samkvæmt þeim skyldu Sovét- menn fá að hafa her í stöðvum í löndunum, öryggis síns vegna, en skýrt var tekið fram að samning- arnir hefðu ekki í för með sér neinar breytingar á stjórnmála- og efnahagskerfi ríkjanna. Sumir útlægir baltneskir sagn- fræðingar halda því fram, að þá þegar hafi sovéska stjórnin verið staðráðin í því að innlima ríkin þrjú að fullu við tækifæri og má vel vera að það sé rétt. A.m.k. virðist sovéski herinn ekki hafa gert ráð fyrir öðru, því að á landabréfi gerðu á vegum hans haustið 1939 eru smáríki þessi þegar merkt sem hlutar af Sovét- ríkjunum. Og þegar 11. okt. - daginn eftir að herstöðvasamnin- gurinn við Litháa var undirritað- ur - hafði sovéska leyniþjónustan til taks áætlun um herleiðingu „andsovésks" fólks frá löndunum þremur. „Þið megið skjóta þá ..." En þótt áætlanir séu til er ekki endilega þar með sagt að fastá- kveðið hafi verið að framkvæma þær, og ýmsir hafa haldið því fram að sú hafi ekki verið ætlun Stalíns um þessar mundir. Hann hafði megna ótrú á erlendum kommúnistum og sýndi á þessu stigi málsins engan áhuga á að koma baltneskum kommúnistum til valda. (í Lettlandi höfðu þeir þó verulegt fylgi.) Við lettneska stjórnmálamenn sagði hann á þá leið, að utan Sovétríkjanna væru engir sannir kommúnistar til, hinir væru ekki annað en trotskistahyski og „þið megið skjóta þá mín vegna.“ Þetta þýðir þó ekki að sovéska stjórnin hafi borið neina virðingu fyrir sjálfstæði ríkjanna þriggja. Nærfellt frá upphafi rússneska ríkisins hafði það seilst þar til valda og frá því á 18. öld til loka heimsstyrjaldarinnar fyrri höfðu lönd þessi verið hlutar af Rússa- veldi, lengst af án allrar sjálfs- stjórnar. Bolsévíkastjórnin hafði sleppt þeim nauðug og í Sovét- ríkjunum mun almennt hafa ver- ið litið á það sem eðlilegan hlut að þau rynnu aftur saman við rússneska ríkið. Andstaðan við það erlendis var ekki heldur merkileg. 1927 reyndi Felikss Cielens, utanríkisráðherra Lett- lands, að fá vesturveldin til að taka ábyrgð á öryggi baltnesku ríkjanna, en af því varð ekki og af Bretlands hálfu var því þá lýst yfir að það teldi sig ekki hafa hagsmuna að gæta austan Rínar. Eftir því hefur síðan verið af- skiptaleysi vesturveldanna um örlög baltnesku landanna, enda þótt vissa þýðingu kunni að hafa að flest ríki utan austurblakkar- innar hafa aldrei viðurkennt formlega innlimun landanna í Sovétríkin. Hefði vörn verið til nokkurs? Þegar herstöðvasamningarnir voru á döfinni gaf sovéska stjórn- in þeim baltnesku ótvírætt til kynna, að ofbeldi yrði beitt ef ekki yrði gengið að sovésku kröfunum. Stjórnir smáríkja þessara þriggja mátu aðstöðu sína svo, að hnífurinn væri á barka þeim og þau ættu einskis annars kost en að ganga að kröf- um grannans risavaxna. A.m.k. Johan Laidoner, sem stjórnað hafði hersveitum Eista í sjálf- stæðisstríði þeirra gegn bolsévík- um og Þjóðverjum 1918-20 og síðan verið æðsti maður eistneska hersins, lagði þó til að Eistir gripu til vopna og verðust meðan kost- ur væri. Jafnvel þótt ósigur væri vís, væri líklegt að slíkt frelsis- stríð myndi vekja samúð með og aðdáun á Eistum á alþjóðavett- vangi og sýna ótvírætt fram á vilja þeirra til að vera sjálfstæðir. Ýmsir Eistir og fleiri úr þeim löndum hafa síðan harmað að ekki skyldi vera farið að ráðum Laidoners. Varnarbandalag hafði frá 1923 verið í gildi með Eistlandi og Lettlandi, og sam- einuð hefðu þessi ríki ef til vill í stríði getað teflt fram mannafla, sem slagað hefði hátt upp í finns- ka herinn í vetrarstríði hans við Sovétmenn 1939-40. Sovéski her- inn var að heita mátti höfuðlaus eftir „hreinsanir" Stalíns, og þess guldu Rússar grimmilega í þeim ófriði. Þegar sovéska stjórnin bar fram við finnsku stjórnina kröfur hliðstæðar þeim, sem baltnesku ríkin höfðu gengið að, tóku Finn- ar þann kost að verjast ofurefl- inu. Harkan í vörn þeirra bæði í vetrarstríðinu og í „framhalds- stríðinu" (eins og Finnar kalla \ það) 1941-44, er Finnland var í bandalagi við Þýskaland, réð að verulegum líkindum úrslitum um að Stalín ákvað að láta Finna halda ekki einúngis sjálfstæði, heldur og stjórnmála- og efna- hagskerfi sínu óbreyttu. Senni- legt er hinsvegar að fyrir vetrarst- ríðið hafi sovéska stjórnin haft í huga að innlima Finnland. 99% kosningar Hvað sem Stalín hefur upphaf- lega ætlað sér með baltnesku löndin, ákvað hann að innlima þau hið snarasta eftir að Þjóð- verjar höfðu slegið Frakka flata vorið 1940. Honum kom eins og öðrum mjög á óvart, hversu veik franska vörnin var, og þótt hann byggist ekki við þýskri innrás svo fljótt sem raun varð á, hefur hann talið að allur væri varinn góður að efla sem mest varnir á vesturland- amærunum. Eftirfall Frakklands voru þar að auki enn minni líkur á því en áður að Bretar færu að gera sér rellu út af örlögum smæstu þjóðanna við Eystrasalt. 14. júní 1940, sama dag og Þjóðverjar tóku París, krafðist sovéska stjórnin þess af Litháum að þeir hleyptu inn í land sitt ó- takmörkuðum fjölda sovésks herliðs og settu til valda hjá sér nýja og sovétsinnaða stjórn. 16. júnívoru Eistum og Lettum gerð- ir sömu kostir. Sovétmenn hers- átu þegar hafnir, flugvelli og helstu borgir ríkjanna þriggja, og með hliðsjón af því og stöðunni í alþjóðamálum sáu þau sér ekki annað fært en að ganga að úrslit- akostum þessum. Þar með var sjálfstæðistíð þeirra í raun á enda. 14. og 15. júlí héldu sovésk yfirvöld þingkosningar í löndun- um þremur. Að sovéskum sið var aðeins leyft að bjóða fram einn lista, sem „samfylking vinnandi fólks" var skrifuð fyrir, og voru þar á einungis kommúnistar og menn hliðhollir þeim. Tassfrétta- stofan tilkynnti að 92,8 af hundr- aði kosningabærra manna í Eist- landi hefðu greitt lista þessum at- kvæði, 97,6 af hundraði í Lett- landi og 99,2 af hundraði í Lithá- en. í síðastnefnda landinu hefur þó sýnt sig að kjörsókn var aðeins 15-20 af hundraði. Varla nokkr- um dettur nú í hug að leggja eitthvað upp úr kosningum sem þessum í alvöru, ekki heldur í So- vétríkjunum. Gleymt stríö í Norður-Evrópu Þing þau, sem kosið var á í þessum hæpnu kosningum, lýstu síðan lönd sín „sósíalísk sovétlýð- veldi“ og sóttu um inngöngu í So- vétríkin. Dagana 3,- 6. ág. 1940 voru ríkin þrjú innlimuð með sérstakri samþykkt sovéska æðstaráðsins, og hét svo að það hefði í fullum bræðralagsanda orðið við beiðni smáríkjanna þriggja um það. Fyrsta árið eftir innlimunina tók sovéska öryggisþjónustan fjölda manns af lífi í löndunum þremur og flutti á annað hundrað þúsund manns þaðan í þrælkun- arbúðir. Fáir þeirra áttu aftur- kvæmt. Eftir heimsstyrjöldina, þegar samyrkjubylting var fram- kvæmd í löndunum, var fjöldi fólks einnig herleiddur þaðan, þannig 40,000-50,000 frá Eist- landi einu. Eitt af mörgum gleymdum stríðum var þá í mörg ár háð í löndum þessum, er skær- uliðar létu skóga geyma sín og sættu eftir föngum áverkum við Rússa. í Litháen tókst Sovét- mönnum ekki að uppræta þenn- an skæruhernað fyrr en 1952 eða 1953. Allt þetta er eldra fólki í þessum löndum enn í fersku minni og yngra fólk hefur heyrt um það frá foreldrum sínum. Áð sjálfsögðu hefur þetta haft gagn- ger áhrif á viðhorf almennings í löndunum þremur. Alþýðufylking krefst sjálfstæðis Það fer ekki milli mála að þorri Eista, Letta og Litháa lítur á innlimunina í Sovétríkin sem lög- leysu og að margir þeirra vilja að lönd þeirra gangi úr Sovétríkjun- um og verði fullsjálfstæð ríki á ný. 22. ág. s.l., daginn fyrir hálfr- ar aldar afmæli Molotov- Ribbentrop- sáttmálans, lýsti nefnd á vegum æðstaráðs (þings) Litháens því yfir að hún teldi innlimunina í Sovétríkin ólög- lega. Þing Alþýðufylkingarinnar lettnesku, sem nýtur almenns fylgis meðal Letta sjálfra, sam- þykkti fyrr í mánuðinum að sam- tökin skyldu vinna að því að Lett- land yrði sjálfstætt á ný, en lagði að vísu um leið áherslu á að í þeim efnum yrði farið að öllu með gát. Sovéska stjórnin heldur fyrir sitt leyti fast við þá afstöðu að innlim- unin hafi verið lögleg. Skýringin á því er nokkuð augljós; ef stjórn- in í Moskvu gæfi eftir í þessu, mætti ætla að allar lögformlegar forsendur fyrir því að banna lýð- veldunum járemur að segja skilið við Sovétríkin væru úr sögunni. Sovéska stjórnin óttast, að það yrði fordæmi er gerði að verkum að ómögulegt yrði að halda aftur af þjóðernishreyfingum í fleiri sovétlýðveldum. f því sambandi má ætla að rísandi þjóðernishyg- gja í Úkraínu sé sovéskum ráða- mönnum sérstakt áhyggjuefni. 12 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. október 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.