Þjóðviljinn - 13.10.1989, Side 15

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Side 15
skorturinn virtist hrjá þetta fólk hvað mest, og maður heyrði líka setningar eins og þessa: „hvað varðar okkur um glasnost, þegar ekki er hægt að fá sápu!“ Og þeg- ar kom að samræðum um fram- tíðina og framtíðardrauma þessa fólks, þá virtist setja að því von- leysi og þunglyndi. En við vorum semsagt leidd um allt og sáum stórbrotnar byggingar og hallir frá keisaratímanum í Leníngrad. í öðru landi Þegar við síðan komum til Tall- ín var eins og við værum komin í annað land, og við höfðum ekki verið þar lengi þegar við fundum til þess raunverulega haturs, sem þar kraumar undir í garð Rússa. Eistlendingar líta gjarnan á sig sem sjálfstæða þjóð, og þjóðern- isvakningin þar er nú mikil. Mér fannst þeir vilja líta frekar á sig sem hluta af Vesturlöndum en Sovétríkjunum, enda terigist menning þeirra og saga náið Vestur-Evrópu. Víða á torgum stóðu menn og ræddu kröfuna um efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði, og undirskriftalistar gengu á milli manna. Við héldum tvenna tónleika í Eystlandi fyrir fullu húsi, og fengum greiddar 1000 rúblur fyrir. Það gilti með þessar rúblur og aðrar sem við fengum vegna tónleika, sem við héldum, að við áttum í erfið- leikum með að koma þeim í lóg: bæði vegna gestrisninnar sem við mættum og eins vegna þess að það er takmarkað sem hægt er að kaupa fyrir rúblur. í Riga í Riga, höfuðborg Lettlands, urðum við vör við meiri biturð í garð Rússa en í Eistlandi. Það stafar af því að innfluttir Rússar eru nú orðnir í meirihluta í landinu (um 60%). Þar eru sögur í gangi um rússneska mafíu og ofbeldisverk hennar gagnvart saklausu fólki, sem við vorum vöruð við í fúlustu alvöru. Við gistum hjá kaþólskri fjölskyldu, sem átti harma að hefna. Þegar fjölskyldufaðirinn var 17 ára hafði hann tekið þátt í þjóðernis- andófi Letta gegn Stalínisman- um. Hann hafði ásamt nokkrum bekkjarfélögum sínum rifið niður rússneskan fána og dregið lett- neskan á hún. Fyrir þetta fékk hann þyngstu refsingu á eftir dauðarefsingu: 25 ára þrælkunar- vinnu. Aðrir bekkjarfélagar hans sem hlutu dóm fyrir að hafa velt um koll styttu af Stalín voru skotnir. Af bekkjarfélögum hans höfðu 17 látist undir ógnarstjórn Stalíns. Hann lýsti fyrir okkur hryllingi og sadisma fangavistar- innar og tóku þær lýsingar út yfir allt mannlegt ímyndunarafl. Hann losnaði úr prísundinni eftir dauða Stalíns. Eftir þessa reynslu hefur þetta fólk öðlast svo djúpt hatur á Rússum, að það ætlaði varla að trúa því að við hefðum Við Rauða torgið í Moskvu: Svava og Helga ásamt sovésk- um gestgjöfum okkar. Ljósmyndir: Atli Bergmann og Unnur Ágústsdóttir Með Sniglabandinu á mótorhj ólum um v Sovétríkin mætt gestrisnu og góðu fólki í Leníngrad. Frá Litháen til Hvítarússlands Til þess að gera langa sögu stutta þá héldum við um Vilnius í Litháen til Minsk í Hvítarúss- landi. Þar kynntumst við aftur nýjum heimi. Þar tók á móti okk- ur skipulagður hópur leikara úr áhugaleikhúsi. Þeir fóru með okkur á hótel og settu undir okk- ur rútu og fóru með okkur í skoðunarferð um borgina undir leiðsögn. Meðal annars sáum við þar rústirnar af Katin, en það er eitt af 436 þorpum í Hvítarúss- landi sem nasistar eyddu í stríð- inu með því að brenna hús og skjóta alla íbúa. í Minsk urðum við ekki í sama mæli vör við þá b'iturð og það vonleysi sem við höfðum fundið annars staðar, og gestgjafar okkar héldu okkur dýrðlegar veislurmeðhljóðfæra- slætti og söng. í Moskvu Frá Minsk til Moskvu var um 800 km dagleið í blíðskaparveðri eins og við fengum allan tímann nema tvo sfðustu dagana. Það voru viðbrigði að aka inn í borg- ina: nánast án fyrirvara vorum við komininn í endalausar raðir tröllaukinna íbúðarblokka. Þessi úthverfi Moskvu eru engu öðru lík sem ég hef séð. í þessari stór- borg búa um 10 miljón manns og þegar vöruskorturinn verður al- varlegur í nágrannabyggðum borgarinnar skilst mér að 3-4 mjljónir dagsgesta bætist við í leit að illfáanlegum lífsnauðsynjum. Við gistum á einkaheimilum í Moskvu, og mættum þar sömu gestrisninni, vinsemdinni og hjálpýsinni. í Moskvu stóðu Next Stop samtökin fyrir lokahátíð á Lenínhæðum, sem sjónvarpað var frá um gervihnött til Norður- landanna. Við höfðum búist við margmenni, en gestir reyndust hins vegar ekki vera nema um 4000, langmest norrænir þátttak- endur í Next Stop Sovét. Ástæð- an var skondin: á síðustu stundu var tilkynnt að selt yrði á sam- komuna fyrir almenning. Við urðum hins vegar hvergi vör við miðasölu. Fólk komst ekki á sam- komuna vegna þess að það hafði ekki miða sem ekki voru til sölu. Hins vegar voru um 12.00 lög- regluþjónar á staðnum og í skóg- inum í kring (töluna fékk ég hjá lögregluþjóni). Rússar vissu greinilega ekki hvers konar sam- koma þetta átti að vera og vildu takmarka aðganginn. En við spil- uðumíslenskt rokk og ról íhá- • skólanum kvöldið eftir. Það sem eftir stendur Það sem eftir stendur í minn- ingunni um þessa ferð er ótrúleg reynsla: kynni af fjölda fólks og Atli Bergmann á Yamaha- mótorhjólinu fyrir utan háskólann í Vilnus. Á myndinni er Mercedes-sendiferðabíllinn merktur Sniglabandinu. ólíkum þjóðum, fólki sem býr yfir mikilli frelsisþrá og löngun til þess að gera hið ómögulega. Það dýrmætasta er kannski sú vinátta og þau persónulegu tengsl, sem þarna var stofnað til. Við erum þegar farin að ráðgera hvernig við getum boðið nokkrum vinum okkar í Sovét hingað heim - þeir eiga vart heimangengt nema í gegnum boð. Við sáum auðvitað vöruskortinn og biðraðirnar og alla óreiðuna sem ríkir undir yfir- borðinu í sovésku þjóðfélagi, en þó sáum við ekki raunverulega fátækt eða hungur. Við kyntumst líka svartamarkaðsbröskurum og mafíósum, og sum okkar gistu hjá slíkum. Þeir þekkjast á því að þeir eiga myndbandatæki og 50 karton af amerískum sígarettum í skápnum hjá sér. Við kynntumst því að undir yfirborðinu og allri miðstýringunni eru Sovétríkin í raun frumskógur stjórnleysis þar sem leikreglur stjórnvalda eru virtar að vettugi. Og þau óvæntu og smávægilegu vandamál sem komu uppá hjá okkur í ferðinni voru öll leyst með mannlega þættinum. Það er hann sem skiptir mestu, en ekki kerfið. -ólg Atli Bergmann og Unnur Ágústsdóttir í skoðunarferö í Minsk. Föstudagur 13. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.