Þjóðviljinn - 13.10.1989, Side 17
Stjornandi BJORN BJÓRNSSON Utsetnmgar ARNISCHEVING
Ljos: KONRAÐ SIGURÐSSON Tækmmaður JON STEINÞORSSON.
Pöntunarsimi Virka daga frá kl. 9-17. s' 29900
Fostud og laugard eftirkl 17. s 20221.
Úr suðrænni sól
Sparifjáreigendur
Bera spariskírteinin ykkar "skúffuvexti"?
Um þessar mundir eru nokkrir flokkar spari-
skírteina innleysanlegir. Gleymist að innleysa þau á
réttum tíma er hætt við að farið sé á mis við hærri
raunvexti. Við ráðleggjum ykkur hvaða spari-
skírteini er rétt að innleysa og sjáum um endur-
fjárfestingu í nýjum spariskírteinum, bankabréfum
eða öðrum öruggum verðbréfum.
Eigendur og útgefendur
skuldabréfa:
Vegna mikillar eftirspumar óskum við eftir góðum
skuldabréfum í umboðssölu.
_ ffármát eru okkar fag!
SUÐURLANDSBRAUT 18 • SÍMI 688568
Jóse Luis Garcia frá Hondúras og Carlos Alberto Mendez frá Kól-
umbíu bjóða norðannepjunni birginn: Ekkert fararsnið á okkur
Kræsingarnar komnar á disk. Carlos við matartilbúnaðinn í eldhús-
inu á Hótel Norðurlandi. Jóse fylgist álengdar með að allt fari fram
samkvæmt settum reglum. Mynd: -rk.
- Annars leiðist mér þessi
mynd sem dregin er upp af Kól-
umbíu í fjölmiðlum. Það er ekki
annar hver Kólumbíumaður fé-
lagi í kókaín-mafíunni, eins og
fréttir gefa til kynna...
Jóse grípur inní og bendir á
fréttaflutninginn frá íslandi í fjöl-
miðlum í Hondúras af verkföll-
unum sl. vor til marks um hve
fréttirnar eru oft fjarri sönnu lagi.
- Ég fór heim meðan á verkfall-
inu stóð og það sem sagt var í
fréttum úti var einsog allt væri á
heljarþröminni hér á íslandi. Ég
átti erfitt með að sannfæra
mömmu um það rétta - að þetta
væri ekki eins ferlegt einsog af
var látið.
-rk
Akureyri - íslenskt þjóðlíf
hefur á undanförnum árum
öðlast æ alþjóðlegra yfir-
bragð. Hér á landi hefur sest
að töluverður fjöldi fólks af
framandi þjóðerni og kynþátt-
um, sem gefur þjóðinni fjöl-
breyttarayfirbragð. Ekki verð-
ur annað merkt en ágætlega
fari á með landanum og að-
komufólkinu. Það er því af
sem áður var þegar íslensk
stjórnvöld óskuðu aðeins eftir
kynhreinum dátum þegar
bandarískt setulið leysti Bret-
ann af undir lok seinni
heimsstyrjaldar. Tíðindamað-
ur Nýs Helgarblaðs rakst á tvo
af þessum „aðskotahlutum" á
Akureyri á dögunum - Carlos
Alberto Mendez frá Kólumbíu
og Jóse Luis Garciafrá Hond-
úras.
Carlos starfar sem matargerð-
armaður á Hótel Norðurlandi á
Akureyri og hyggur á að taka
kokkinn, en Jóse vinnur á teikni-
stofu og hnoðar flatkökubotna
fyrir matargesti einn dag í viku.
Aðspurður hvort þýði að bjóða
matargestum upp á suður-
ameríska rétti segir Carlos ýmis
vandkvæði vera á því. - Ekki svo
að skilja að íslendingar vilji ekki
bragða framandi rétti. Ástæðan
er sú að það er erfitt að nálgast
rétta hráefnið í matargerðina og
það litla sem er fáanlegt er of
dýrt.
En hvað rekur unga menn til að
fara úr suðrænni sól og setjast að
hér norður á hjara veraldar?
Báðir komu þeir upphaflega
hingað til lands sem skiptinemar.
Carlos kom hingað 1985 og var í
vist á Akranesi, en Jóse kom ári
síðar og vistaðist í Reykjavík.
Svo vel líkaði þeim viðkynningin
við land og þjóð að þeir gátu báð-
ir hugsað sér að ílendast hér, alla
vega um nokkurt skeið. Og leiðir
þeirra lágu saman á Akureyri.
- Við vitum ekki hvort við
komum til með að setjast hér að
til frambúðar. Það er ekkert af-
ráðið í þeim efnum. En við erum
ekki á förum á næstunni, segir
Carlos, sem er fyrir svörum.
- Vissulega er ólíkt að vera hér
á íslandi og heima, segir Jóse -
Íietta eru svo gjörólík samfélög,
sland og Hondúras, en samt er
ekkert mál að láta sér líka við
land og þjóð.
Báðir eru þeir fóstbræður
sæmilega talandi á íslenska
tungu. En hvernig gekk þeim að
ná tökum á málinu?
- Meðan ég var á Akranesi og
sótti Fjölbrautaskólann gekk það
illa. Það var ekki fyrr en síðar að
ég fór að vinna sem þetta fór að
koma. Það er tvennt ólíkt að ætla
að læra mál á skólabekk og hins
vegar með því að reyna að lifa
með málinu, segir Carlos. Jóse
segir að hann hafi ákveðið að
sækja námskeið á vegum Náms-
flokkanna í íslensku fyrir útlend-
inga.
- Eftir því sem ég best veit
erum við aðeins tveir hér á landi,
segir Jóse, aðspurður um það
hvort fleiri Hondúrasbúar séu
hér, - en ég held að íslendingar
búsettir í Hondúras séu 15 tals-
ins. Áður en ég kom norður hafði
ég ekki talað spænsku í langan
tíma.
- Við erum held ég ein sjö eða
átta frá Kólumbíu hér á landi nú,
segir Carlos, - við reynum að
halda hópinn eftir því sem það er
hægt. Þegar ég bj ó í bænum talaði
maður alltaf einhverja spænsku á
hverjum degi. Það er öðruvísi að
búa hér á Akureyri en í Reykja-
vík - hér er allt smærra í sniðum
og viðkunnanlegra.
En hvernig gengur þeim fé-
lögum að fylgjast með gangi mála
heimafyrir svo fjarri ættlandinu?
Jóse segir að það sé ekki
auðvelt um vik. - Það er helst að
maður fái einhverjar fregnir af
ástandinu heima fýrir þegar ég
hringi í mömmu. Þá sjaldan
minnst er á Hondúras í fréttum
íslenskra fjölmiðla er það í sam-
bandi við kontraliða'eða hörm-
ungar.
Víst eru bandarísk áhrif mikil í
Hondúras og lega landsins sem
næsti nágranni Níkaragua og E1
Salvador setur vitanlega mark á
þjóðlífið. Hins vegar eru lands-
menn ekki varir við nærveru
kontranna nema einungis í landa-
mærahéruðunum er liggja að
Níkaragua.
- Kólumbía er allt öðruvísi en
sú mynd sem dregin hefur verið
upp af landi og þjóð að undan-
förnu í fréttum. Þarna er líka fag-
urt mannlíf, því má ekki gleyma,
segir Carlos og hitnar auðsjáan-
lega í hamsi þegar talið berst að
kókaínfurstum og þeirra þýi.
- Baráttan gegn kókaíninu er
ekki bara mál Kólumbíumanna
og Suður-Ameríkana, heldur
einnig Bandaríkjamanna, segir
Carlos og minnir á þá augljósu
staðreynd að veldi Medelíns-
hringsins væri ekki það sem það
er í reynd ef ekki nyti við tengi-
liða norðan Ríó-Grande.
ÞJÓDA R
SRMIG
NÝ HÁRNÁKVÆM SÖGUSKYRJNG OMARS.
Æringinn ÓMAR RAGNARSSON tekur bakföll inn á
sögusviöiö og þeysir meö okkur 30 ár aftur í tímann.
Ekkert er heilagt og engum hlíft - höfðingjar reynast
hrekkjalómar og kennimenn kroppar. - Þetta er Omar
eins og hann reynist óútreiknanlegastur.
Til fulliingis Ómari eru: Arftaki hláturvélarinnar HEMMI
GUNN.: Næturgalinn Ijúfi HELGA MOLLER: Læknir-
inn tónelski HAUKUR HEIÐAR: LEYNIGESTUR
og hljómsveitin EINSDÆMI sem heldur uppi
dúndrandi stemmningu langt fram á nótt.
LISTAGOÐUR MATSEÐILL (Val a rettum.)
MIÐAVERÐ (m. mati 3600 kr. Húsiö opnar kl. 19
KOSTABOÐ: Aðgöngumioi með mat og gisting í eina
nótt i tveggja manna herbergi með rhorgunmat 5150 á mann
( Gildir jafnt fyrir borgarbúa sem aðra landsmenn )