Þjóðviljinn - 13.10.1989, Page 18
SKÁK SSsm.
Einvígi Karpovs
og Jusupovs
frestað í tvígang
Af hrakförum Bents Larsens í Holstebro
Allt er með kyrrum kjörum í
London þar sem einvígi Anatolys
Karpovs og Arturs Juspovs og Jans
Timmans og Jonathans Speelmans
fara fram. Karpov leiðir,2'/2:l‘/2 og
Timman er yfir 3V4:2'/2. Fyrrnefnda
einvíginu hefur verið frestað í tví-
gang, fyrst að ósk Jusupovs og þegar
átti að tefla á þriðjudaginn bað Karp-
ov um frest. Það kann að vera að
hann vilji þjarma að Jusupov í ein-
rúmi, þeir eru nú tveim skákum á eftir
hinum en einvígin fara fram samtím-
is.
í>eir Karpov og Timman koma
hugsanlega til með að tefla um réttinn
til að skora á Garrí Kasparov. l’egar
hefur verið ákveðið að næsta heims-
meistaraeinvígi fari fram í Lyon í Fra-
kklandi og hafa Frakkar boðið geipi-
legt verðlaunafé og bikar alsettan
gimsteinum sem metinn mun vera á 6
miljónir íslenskar.
Oneitanlega hefur verið hart barist
í einvígi Speelmans og Timmans og
Englendingurinn er greinilega að
koma til en hann tefldi linkulega í
fyrstu. Hann hefur þó ekki komið lagi
á andstæðing sinn sem hefur tímann
með sér. Þeir tefldu sjöundu skákina í
gær og þá fór einnig fram fimmta skák
Karpovs og Jusupovs. Sjötta skák
þeirra var tefld sl. mánudag. Eins og í
fjórðu skákinni var teflt opna afbrigð-
ið í spænskum leik en í 14. leik brá
Speelman út af, 14. Rxd4 í stað 14.
cxd4. Ekki fórst honum þó með-
höndlun byrjunarinnar sérlega vel. f
17. leik fórnaði Timman manni og
það kom á daginn að besta leið Speel-
mans var að gefa manninn til baka.
Timman átti peði meira í hróksenda-
tafli en það dugði þó ekki til sigurs:
London, 6. einvígisskák:
Jonathan Speclman - Jan Timman
Spænskur leikur
1. e4-e5 10. Rbd2-0-0
2. Rf3-Rc6 11. Bc2-Bf5
3. Bb5-a6 12. Rb3-Bg6
4. Ba4-Rf6 13. Rfd4-Bxd4
5. 0-0-Rxe4 14. Rxd4-Dd7
6. d4-b5 15. Rxc6-Dxc6
7. Bb3-d5 16. Be3-Hfe8
8. dxe5-Be6 17. f3-Rxc3
9. c3-Bc5
a b c d e f g h
18. Dd2-Bxc2
19. Dxc2-Hxe5
20. Hael-Re2+!
21. Hxe2-Dxc2
22. Hxc2-Hxe3
23. Hxc7-g6
24. Kf2-Hde8
25. Kg3-d4
26. Hdl-He2
27. Hxd4-H8e5
28. h4-Hxb2
29. Hf4-Hf5
30. Hxf5-gxf5
31. a3-f4+
32. Kxf4-Hxg2
33. h5-He2
34. Ha7-He6
35. Kf5-Kg7
36. f4-Hf6+
37. Kg5-Hc6
38. Kf5-Hc5+
39. Kg4-Hc6
40. Kf5-h6
41. Ke5-Hc5+
42. Ke4-Hxh5
43. Hxa6-Hh3
44. Kf5-Hg3
45. Ha5-Hb3
46. a4-bxa4
47. Hxa4-Hg3
48. Hal-Hg2
49. Hbl-Hg6
50. Hhl-Hf6+
51. Ke5-Ha6
52. Hgl+-Kf8
53. Kf5
- Jafntefli. Staðan: Timman iVi: Spe-
eiman Vh
Margeir vann
Bent Larsen
í tvígang
Eins og fram hefur komið vann
Margeir Pétursson næsta öruggan
sigur í aukakeppni um sæti á milli-
svæðamóti. Margeir, Bent Larsen og
Finninn Yrjola urðu í 2.-4. sæti á
svæðamóti Norðurlanda sem haldið
var í Esbo í Finnlandi sl. sumar og var
afráðið að halda aukakeppnina í fæð-
ingarbæ Bents Larsens, Holstebro.
Keppnin vakti mikla athygli er hún
hófst en áhuginn dvínaði þegar allt
tók að ganga á afturfótunum hjá
Larsen. Hann tefldi óneitanlega
flausturslega og gerði sig sekan um
fjölmargar yfirsjónir. Þegar aðeins
var eftir skák hans og Yrjola sat hann
á botninum með engan vinning. Mar-
geir var þá með þrjá vinninga, Yrjola
með tvo og gat náð Margeiri með
sigri. En þá loksins hrökk Daninn
baráttuglaði í gang. Hann fékk að
vísu lakari stöðu út úr byrjuninni en
með gáfulegum uppskiptum náði
hann frumkvæðinu og vann af öryggi.
Uppskar þó ekki annað en eitthvað á
þá lund sem Svend Novrup skrifaði í
Politiken: „Bent spillede skidt“.
Novrup tókst í löngu máli að komast
alveg hjá því að nefna við hverja
Larsen var að kljást. Nafn Margeirs
var hvergi nefnt og er greinilegt að
velgengni fslendinga á skáksviðinu
hefur farið fyrir brjóstið á frændum
vorum. Ég varð hinsvegar afar hissa
þegar ég sá nýlegt viðtal við Bent
Larsen, sem ávallt hefur verið vel-
kominn gestur hér, þar sem hann fór
niðrandi orðum um Jóhann Hjartar-
son og mun það ekki vera í fyrsta sinn
sem Larsen sendir íslendingum tón-
inn, þótt vissulega megi finna dæmi
um hið gagnstæða.
Larsen missteig sig herfilega í fyrri
skák sinni við Margeir og ætlaði
greinilega að bæta það upp þegar þeir
mættust í annað sinn. Bent hefur
löngum verið frægur fyrir að leika
jaðarpeðunum en það var einmitt
einn slíkur leikur sem gerði aðstöðu
hans vonlausa:
Holstebro
Margeir Pétursson - Bcnt Larsen
Benony - byrjun
1. d4-Rf6
2. c4-c5
3. d5-d6
4. Rc3-g6
5. e4-Bg7
6. Be2-0-0
7. Bg5-e6
8. Dd2-exd5
9. exd5-Db6
10. Rf3-Bg4
11. 0-0-Rbd7
12. Hacl-Hae8
13. h3-Bf5
14. Hfel-Re4
15. Rxe4-Bxe4
16. b3-a5?
TOP
tTM'illi
a b c d e f g h
(Kantpeðin hafa alltaf heillað Lars-
en. Eftir hefðbundna byrjun sem
Larsen teflir mikið sést honum yfir
hversu tæpt biskupinn á e4 stendur.
Hann hefur sennilega örlítið lakara
tafl en eftir hinn öfluga svarleik
Margeirs er staða hans næstum von-
laus.)
17. Rh2!-Db4
(Það gildir einu hvort svartur reynir
að rýma fyrir biskupnum t.d. með 17.
... Rb8. Eftir 18. g4 verður biskupinn
fangaður á miðborðinu.)
18. I3-Bd4+
19. Khl-Bf5
20. g4-f6
21. Bh6-Hf7
22. Bfl!
(gerir út um allar vonir svarts. Ekki
22. gxf5-Hfe7 og pressan eftir e-
línunni skapar viss vandkvæði.)
22. ,,-Hxel
23. Dxel-Bb2
24. Bd2-Da3
25. gxf5-Bxcl
26. Bxcl-Dxa2
27. Rg4-Re5
(Larsen var í miklu tímahraki þegar
hér var komið sögu.)
28. Rh6+-Kg7
29. Rxf7-Rxf7
30. fxg6-hxg6
31. De3-Dc2
32. Bd2-b6
33. Bc3-Re5
34. f4-RD
35. Bg2-g5
36. fxg5
— og Larsen gafst loks upp.
Átta landa
keppnin haldin
í síðasta sinn
íslendingar taka þátt í átta landa
keppninni sem hefst í Álaborg í Dan-
mörku um þessa helgi. Þetta verður í
síðasta sinn sem íslendingar taka þátt
í þessari keppni því afráðið hefur ver-
ið að leggja hana niður. Fjölmörg
önnur skáktækifæri valda þar mest
um. Norðurlöndin og Færeyingar
taka þátt og einnig V-Þjóðverjar og
Pólverjar. Þessi keppni fer fram með
dálítið óvenjulegu sniði því teflt er á 6
borðum, fjögur fyrstu borðin eru
venjuleg landsliðssæti ensíðan er teflt
á kvennaborði og unglingaborði, 20
ára og yngri. íslenska sveitin sem
tekur þátt í keppninni verður þannig
skipuð: Jóhann Hjartarson, Margeir
Pétursson, Helgi Ólafsson, Jón L.
Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson á
unglingaborði og Guðfríðir Lilja
Grétarsdóttir á kvennaborði.
Þá er Bridgesambandið loks
komið í samkeppni við félögin á
Reykjavíkursvæðinu. í Mbl. sl.
þriðjudag mátti lesa tilkynningu
frá skrifstofu sambandsins varð-
andi Stofnanakeppni BSÍ. Þar
kom m.a. fram að stefnt yrði að
því að spila dagana 7. nóvember
(þriðjudagur), 42- nóvember
(sunnudagur) og 14. nóvember
(þriðjudagur).
Kaldhæðnin er sú, að að á
þriðjudögum er mest spilavirkni
á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim
degi spila þrjú aðildarfélög innan
vébanda sambandsins: Breið-
holtsféiagið, Skagfirðingar og
Hjónaklúbburinn. Samtals með-
yfir 90 para þátttöku, að jafnaði.
Hvað er að gerast? Eru þeir óvit-
ar sem sitja í mótanefnd? Hafa
þeir ekki kynnt sér fyrri fram-
kvæmd á þessari keppni?
Til þessa hefur það verið haft
að leiðarljósi, í starfsemi BSÍ, að
öllum sé gert kieift að taka þátt í
spilamennsku á vegum þess. Til
að svo megi verða, eru valdir spil-
adagar sem raska sem minnstu.
Bridgesambandið má aldrei fara
yfir á spiladaga félaganna, nema í
algerri neyð og þá með samþykki
þeirra. Að taka tvo þriðjudaga í
röð, er ekkert-nema hroki af ver-
stu gerð, nema um sé að ræða svo
vítavert þekkingarieysi, að jaðri
við spítalavist.
Áðurnefnd þrjú félög innan
BSÍ munu ekki sætta sig við þessa
„léttu” afgreiðslu mála. Bridge-
BRIDGE
Af samkeppni
samband íslands er tilkomið
vegna þeirra félaga sem það
mynda, og það vili svo til að starf-
semi þessa landssambands er í
Reykjavík. Og þar eru óvart
nokkur félög að starfi. Að því
skal hugað.
Bræðurnir Ásgrímur og Jón
Sigurbjörnssynir sigruðu Opna
stórmótið á Ákureyri um síðustu
helgi. Aðeins 26 pör tóku þátt í
mótinu, þaraf upp undir helming-
ur utanbæjarpör.
Fullbókað er í Minningarmótið
um Einar Þorfinnsson, sem Bri-
dgefélag Selfoss gengst fyrir á
morgun. 36 pör mæta til leiks.
Spilamennska hefst kl. 9 í fyrra-
málið. Spilað er á Hótel Selfossi.
Keppnisstjóri verður Ólafur Lár-
usson.
Aðalfundur Breiðfirðinga
verður þriðjudaginn 17. október
nk., í Sigtúni 9 og hefst kl. 20.
Eftir 10 umferðir í haustbaro-
meter Skagfirðinga í Reykjavík
er staða efstu para þessi:
Hannes R. Jónsson -
Sveinn Sigurgeirsson 116
Ari Konráðsson -
Ólafur
Lárusson
Kjartan Ingvarsson 103
Eyjólfur Magnússon -
Hóimsteinn Arason 67
Lárus Hermannsson -
Óskar Karlsson 67
Mikill áhugi er fyrir því víða
um landið, að Bridgeskólinn,
sem bridgesprautan Guðmundur
Páll Arnarson rekur, efni til
ferðalaga og sinni helgarkennslu.
Útbúinn yrði eins konar „pakki“
frá skólanum, sem dygði til frum-
kennslu og hæfir menn (maður)
fylgdi með. Sameina mætti nokk-
ur félög í þessum tilgangi, sem
aftur á móti gæti skilað sér í
auknum áhuga innan svæðis og
þar með eflingu á bridgestarfinu
innanlands.
Skilningur yfirvalda á þýðingu
bridgeíþróttarinnar er sífellt að
aukast. Stuðningur Reykjavíkur-
borgar við íþróttina er löngu
kunnur og vaxandi er hlutur hins
opinbera. Með hverju árinu
eykst sá tími sem fólk hefur til
afþreyingar. Meðalaldur hækkar
og vinnuálag minnkar (vonandi).
Til að mæta þessu og styðja við
bakið á efnilegri íþróttagrein, er
stuðningur nauðsynlegur. En
innra starf hreyfingarinnar,
kennsla og leiðbeiningar og al-
menn útbreiðsla, þarf að koma
frá bridgemönnum sjálfum. í
þeim efnum er enginn Stóri
bróðir. Þar er það fjölskyldan
(bridgefólkið) sem telur.
Ég vona að skráning í Opna
stórmótið (sveitakeppni) á Húsa-
vík sé hafin. Björgvin Leifsson á
Húsavík mun veita allar nánari
upplýsingar. Útlit er fyrir góða
þátttöku í mótinu ef marka má
viðbrögð spilara. Nánar síðar.
Varðandi ársþing Bridgesam-
bandsins, sem haldið verður
laugardaginn 28. október, í Sig-
túni 9, er vert að minna formenn
félaganna á að jafna reikninga
við sambandið. Árgjöld verða að
hafa verið greidd, í síðasta lagi á
Ársþingi, ef menn eiga að hafa
kjörgengi. Einnig er vert að
minna á að Bridgesambandið
greiðir ferðakostnað fyrir einn
fulltrúa frá hverju félagi, á Árs-
þing. Nánari upplýsingar veitir
skrifstofa BSÍ
Nefnt hefur verið, að Jose
Damiani, forseti alþjóðasam-
bandsins komi hingað til lands á
Bridgehátíð, með sveit. Forveri
hans í embætti, Jaime Ortiz-
Patino kom einmitt hingað til
lands í boði Bridgefélags Reykja-
víkur, með svissneska landsliðið
með sér. í tvímenningsmóti sem
BR gekkst fyrir, spilaði Patino á
móti Alfreð G. Alfreðssyni, þá-
verandi landsliðsfyrirliða okkar
og fyrrum forseta BSÍ.
Patino er liðtækur spilari, þó
aldrei hafi hann verið í fremstu
röð. Hann er argentískur að upp-
runa, en hefur búið í Sviss um
árabil. Lítum á handbragðið hjá
honum:
S:K87
H: DG32
T: 3
L: DG876
S: 53 S: 642
H: K1076 H: Á98
T: KD109 T: 87654
L: Á32 L: 109
S: ÁDG109 H
T: ÁG2
L: K54
Patino var sagnhafi í 4 spöðum.
útspil Vesturs var tígulkóngur.
Eftir langa yfirlegu, drap Patino á
ás og spilaði meiri tígli og trom-
paði með sjöunni í borði. Spilaði
síðan laufi að kóng, sem fékk að
halda, og trompaði síðan tígulg-
osa, tók trompin og gaf 3 slagi,
tvo á hjarta og einn á lauf. Og
hvað er svo merkilegt við þetta,
kann einhver að spyrja?
I skýringum með þessu spili
segir: Spilamennska Patino er
pottþétt, á þeirri forsendu að
svörtu litirnir eru venjulega
skiptir (ha?). Aðalgildran í spil-
inu, er eftir byrjunina, að reyna
að komast inn á eigin hendi á
trompi í 3 slag, til að trompa
síðari tígulinn. Ef við gerum það,
spilum svo laufi að kóng, drepur
Vestur einfaldlega strax á ásinn
og skilar laufi um hæl. Borðið
einangrast því, og við komumst
ekki inn á eigin hendi, til að taka
tromið sem úti er. Nokkuð al-
geng sjón í tvímenningskeppni,
þarsem spilarar reyna að fá sem
flesta slagi, oft á kostnað öryggis-
ins í spilinu.
- Tekið úr Bridge Magazine,
aprílhefti 1976.
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ
7?^ Föstudagur 13. október 1989