Þjóðviljinn - 13.10.1989, Síða 20

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Síða 20
Hoggið í hagvöxtinn EYVINDUR ERLENDSSON Hvalfjarðarvitleysan og umbúðaþjóðfélagið Fyrirsögn í Mogganum: „Líf okkar er vafiö í þykkari, dýrari og fánýtari umbúðir í nafni framfara.” Nú skyldi enginn halda, að það sé Mogginn sjálfur sem gengur fram fyrir skjöldu með svo her- skáum lúðurhljómi. Þetta mun tilvitnun í nýútkomna bók eftir HörðBergmann: „Umbúðaþjóð- félagið.” Þessa bók er áreiðanlega nauð- synlegt að lesa, - mörgum. Mér kemur í huga maðurinn sem nú fyrir skemmstu dreifði grein í nokkur dagblöð í senn og þau birtu með ljúfu geði, um það sem hann nefndi meinbægni sam- gönguráðherrans að leyfa ekki undireins Sementsverksmiðjunni og Grundartangaverksmiðjunni að láta bora gat undir Hvalfjörð- inn fyrir einhverja peninga sem manni á að skiljast að vaxi hjá þessum aðilum á trjám. Reyndar verður ekki hjá því komist að gruna einhvern um græsku þegar sama greinin er látin birtast í fleiri blöðum næst- um samtímis: Hér er einhvers- konar áhlaup á ferðinni, herför með áróður ætlaðan heimskingj- um til þess að láta þá síðan hafa þrýstiáhrif á stjórnvöld - herför uppbyrjaða af einhverjum vold- ugum aðila sem hefur í þessu efni hagsmuna að gæta, hagsmuna mælanlega í peningum, en ekki af einhverjum einstaklingi sem lætur sér annt um almannaheill. Ræfilslegt eingöngu, af slíkum aðilum, að geta ekki skaffað sér fleiri en einn strák að skrifa. En þeir eiga trúlega eftir að bæta úr því svo um munar. Hyggjum nú nánar að þessu. Það er ekki langt síðan hver vegarspotti, lagður, var allt að því lífsnauðsyn þeim sem um hann þurftu að fara. Okkur sem höfum slitið eitthvað meira en barnsskónum verður því á að gapa svolítið þegar menn eru farnir að vilja stunda vegagerð í dýrasta klassa, svosem eins og sér til skemmtunar, á þeim stöðum, þar sem samgöngur eru ágætar fyrir. En það var ekki nema rétt eftir öðru að nú þegar menn eru loks búnir að fá í hendur þau verk- færi sem þarf til að bora sig gegnum Ólafsfjarðarmúlann og fjöilin á Vestfjörðum, og aðra álíka háskalega farartálma, já og meir að segja svo heppnir að sitja uppi með verkefnalausa verk- taka, spólvitlausa af athafnaþrá og frekju, að þá skuli koma til menn og reyna að hrifsa tæki- færið af þessum byggðarlögum og færa verkefnið hingað á Flóa- svæðið í hreinu lúxusskyni. Og upp á algjöra slembilukku um það hvort það er yfirleitt hægt. Enginn hefur skoðað berglögin undir Hvalfirði af neinu viti. Mest er þetta einhverskonaf storkuberg og sennilegast kross- sprungið og míglekt. Menn mættu því búast við, þeir sem ekki þola sjóferð með Akra- borginni, að fá á sig enn meiri sjó í Hvalfjarðargöngum. Ferjan yfir á Akranes er eng- um vorkunn. Veður eru sjaldan slæm á þessari sjóferð. Að minnsta kosti ekki svo slæm að fella þurfi ferðir niður að ráði. Við sjóveiki þarf ekki annað en fara einu sinm í apótekið. Ef á að fara að bora göng undir heilu höf- in fyrir menn, sem nenna ekki slíku smáviðviki, þá fer að verða seinunnin þraut að uppfylla nauðsynjaþarfir mannkynsins. Menn blása því út, að Hval- fjarðargöng séu arðbærari en Múlinn vegna þess, að það muni svo margir bílar fara um þau! Heyr á endemi! Athugið að allir „þeir bílar” sem þörf og löngun hafa til að komast milli þessara landshluta þeir hafa til þess prýðilega möguleika og þeir fara þetta nú þegar. Eigi væntanlegur fjöldi bfla, í erindisleysum, að ráða slíkri framkvæmd þá er náttúrlega dag- ljóst, að göngin er best að gera undir Miklubrautinni eða Reykjanesbrautinni í Reykjavík! Eða hvað? Eða ættum við kann- ski að skella okkur með göngin eitthvað ennþá lengra frá hinum óarðbæru Vestfjörðum, þangað sem ennþá fleiri „bílar” gætu not- ið þeirra? Hvernig væri New York? Enda kominn tími til að við splæsum einhverju skemmti- legu á vin okkar, Kanann, sem alltaf er að splæsa á okkur. Menn blekkja sjálfa sig með því að hægt sé að fá þessa fram- kvæmd út í reikning voldugra fyrirtækja, fyrir ekki neitt. f fyrsta lagi getur maður sagt að Sementsverksmiðjan og Járn- blendið muni aldrei borga þessa vitleysu að fullu. Þessir aðilar, þótt sterkt standi í stöðu til að sópa til sín af auðlindum og vinnukrafti þjóðarinnar, munu aldrei gera meira en að leggja til nægt fé til að hrinda ríkissjóði út í framkvæmdina (eða fenið). Þau munu viljug að taka í þetta kúfinn af veltiárunum til þess að fá fram mínustölur í bókhaldsniður- stöðum og sleppa þar með við að hækka rafmagnsverð til sín upp í skikkanlegt verð og borga eðli- lega skatta, sem ríkið ætti svo að nota til vegagerðar á sínum veg- um meðal annars. Þeir peningar sem þau ætla sér að nota til þessa eru því ríkissjóðs hvort sem er! Það eina, sem gerast mundi, væri það, að voldugum fyrir- tækjum væri með þessu selt í hendur ákvörðunarvaldið í vega- gerð landsins, ákvörðunarvald, sem kjörnum fulltrúm ber, skil- yrðislaust, að hafa á hendi og er harðbannað að selja hagsmuna- aðilum í hendur, allra síst er- lendum auðfélögum. Þetta mál er því harla gagnsær blekkingavefur, hverjum þeim sem vill sjá með augunum, eins og vænta mátti. En það skal játað að þeir eru í miklum minnihluta og fer fækkandi eftir því sem pakkningarnar utanum hégóma í umbúðadýrkendaþjóðfélaginu fara þykknandi og gerast skraut- legri. Hvalfjarðarvitleysan er ekki annað en rándýrar umbúðir utan- um einskisvert fánýti, leikur í transaxsjónum spilafífla með pappírspeninga. Einmitt þess vegna lætur umbúðaþjóðfélagið heillast af hugmyndinni (sam- kvæmt sínu eðli) og er líklegt til að knýja hana fram undir fals- merki framfara, - - með bumbum og básúnum. Eyvindur Erlendsson Hörður Bergmann: Umbúðaþjóðfé- lagið. Uppgjör og afhjúpun. Nýr framfaraskilningur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins 1989. Það er sjaldgæft að út komi á íslensku frumsamdar bækur um þjóðfélagsmál, þar sem tekist er á við ýmsar viðteknar grundvall- arforsendur þjóðmálaumræð- unnar og þjóðlífsins út frá fersk- um og gagnrýnum sjónarhóli. Þeim mun meiri fengur ætti les- endum að vera í hinu nýja riti Harðar Bergmann um „Umbúð- aþjóðfélagið": sjónarhóll hans er að vísu ekki nýr ef litið er til þeirrar umræðu, sem átt hefursér stað á Vesturlöndum síðustu tvo áratugina eða svo, þar sem fjöl- margir fræðimenn og stjórnmála- menn hafa orðið til þess að benda á þau takmörk vaxtarins, sem ytri aðstæður jarðarbúa skapa. Það er hins vegar nýtt í riti Harðar að hann gerir þarna í fyrsta skipti tilraun til þess að heimfæra þessa umræðu upp á íslenskan sam- tímaveruleika. Eins og höfundur bendir á, þá er fátt hvimleiðara í íslenskri þjóðmálaumræðu en sú falska bjartsýni og óskhyggja, sem virð- ist eiga sér fastan hljómgrunn jafnt til hægri og vinstri: allir eiga skilið að fá meira af öllu, það þarf bara að rífa sig upp úr þessari tímabundnu lægð sem við erum í núna, það þarf nýja forystu, áræði og þor! Það þarf að skrifa fleiri óútfyllta víxla á kostnað umhverfisins og ókominna kyn- slóða. Til dæmis með því að bjóða allri þjóðinni í biðröð eftir niðurgreiddu fjármagni til húsa- brasks eins og Alþingi íslendinga samþykkti fyrir fáum árum sam- kvæmt tilmælum samtaka vinnu- veitenda og verkalýðs og Hörður bendir á í bók sinni. Takmörk vaxtar Bók Harðar Bergmann er sem- sagt gagnrýni á hagvaxtarhyggj- una, þar sem tekið er mið af tak- markandi þáttum umhverfisins og þeirri staðreynd að auðlindir jarðarinnar eigi sér takmörk. Hörður vill byggja nýjan framfar- askilning á fimm grundvallarfor sendum: þaðsem leiðir til aukins jafnaðar meðal kynja, kynþátta, stétta og þjóða, það sem tekur tillit til heildarsýnar og heildar- hagsmuna, það sem viðheldur eða bætir umhverfi og náttúru- auðlindir, það sem tekur tillit til komandi kynslóða og það sem eykur lýðræðislegt vald og þátt- töku einstaklingsins, allt þetta horfir til framfara. Geri það hið gagnstæða er um afturför að ræða. Og Hörður nefnir dæmi um hið gagnstæða: á fjórum fyrstu árum kvótakerfisins veiddu ís- lenskir sjómenn 350 þúsund tonn af þorski umfram það sem fiski- fræðingar lögðu til. Það er meira en þeir leggja til að veitt verði allt árið 1989. Bókin Umbúðaþjóðfélagið er ekki vísindarit, heldur alþýðlegt fræðslurit almenningi til glöggv- unar á ýmsum helstu þverstæðun- um í okkar samtíma. Engu að síður felst í ritinu hörð gagnrýni á ýmsar vísindalegar forsendur þjóðfélagsumræðunnar, einkum á sviði hagfræði. Hörður sýnir fram á það með sannfærandi hætti, að hagvöxtur, eins og hann er skilgreindur í hagfræðinni, geti ekki verið mælikvarði á framfarir1 eða lífsgæði. Nægir þar að minn- ast á sláandi dæmi sem hann tekur af samanburði á neyslu gos- drykkja og vatns: gosdrykkja- framleiðsla á íslandi hefur meira en átjanfaldast síðan 1950 og lagt drjúgan skerf í „hagvöxtinn". Vatnið, sem kemur umbúðalaust úr krananum hefur hins vegar engin áhrif á hagvöxtinn, hversu mikils sem af því er neytt. Þvert á móti myndi aukin vatnsneysla væntanlega draga úr tann-, skemmdum og þar með hinu ann- ars myndarlega framlagi tann- lækna til hagvaxtarins. Sú venja hagfræðinga og stjórnmála- manna að miða framfarir við mælitölu hagvaxtar er því í meira lagi vafasöm. Hvað mælir hagvöxturinn? Hörður gengur þó enn lengra í gagnrýni sinni: hann vill beinlínis meina að sú starfsemi sem auki við hagvöxtinn sé í flestu til bölv- unar, að það eigi að vera keppi- kefli í sjálfu sér að draga úr hag- vextinum. ÓLAFUR GÍSLASON Þarna held ég að sé að finna meginveikleika í röksemdafærslu Harðar: mælitala um hagvöxt er hvorki mælikvarði á það sem horfir til framfara eða hins gagn- stæða, hún er einungis mælitala á ákveðna efnahagslega starfsemi í þjóðfélaginu. Hún leggur hins vegar ekki mat á þessa starfsemi að öðru leyti og getur því ekki verið mælikvarði á lífsgæði. Þeg- ar stjórnmálamenn og hagfræð- ingar leggja hagvöxtinn til grund- vallar öllum þjóðfélagslegum markmiðum fara þeir með blekk- ingar. En það er í rauninni jafn mikil blekking að nota þennan mælikvarða með þeim hætti sem Hörður hefur tilhneigingu til að gera. Án þess að það sé nákvæmlega skilgreint, hvað Hörður eigi við með umbúðum, þá er ljóst að í umfjöllun hans eru umbúðir það, sem stundum hefur verið kallað yfirbyggingin á þjóðfélaginu til aðgreiningar frá frumfram- leiðslunni. Umbúðir eru til dæm- is sífellt mannfrekari og fjárfrek- ari þjónustugreinar, bæði innan hins opinbera geira og utan. Um- búðir eru líka sá fjölbreytti, flókni og dýri tæknibúnaður sem umlykur líf okkar á alla vegu. Og Hörður bendir réttilega á að með hagvaxtarhyggjunni hafi þessar umbúðir tilhneigingu til þess að vaxa okkur yfir höfuð og rýra bæði lífsgæðin og hina efnahags- legu afkomu: í umbúðaþjóðfé- laginu styttist vinnutíminn ekki þrátt fyrir tækniframfarir. Það tekur einfaldlega svo mikinn tíma að vinna fyrir öllum umbúða- kostnaðinum. Þetta liggur í augum uppi þegar við lítum á ýmsar offjárfestingar í okkar þjóðfélagi, t.d. í þjónustu og verslun. Margir hafa líka áttað sig á því að kostnaðaraukning í heilbrigðiskerfinu getur ekki haldið áfram með sama hraða án þess að kollsigla bæði ríkissjóð og skattgreiðendur. Þar er í gangi innri sjálfvirkni, sem ekki er lengur miðuð við raunverulega þörf fyrir heilsugæslu, heldur „þarfir“ sérhagsmunahópa innan kerfisins. Allt þetta rekur Hörð- ur á sannfærandi hátt. En þegar kemur að umfjöllun hans um skólakerfið vakna hins vegar efa- semdir: í gagnrýni sinni á sí- auknar prófkröfur samfara sér- réttindanámi og starfseinokun til ólíkustu starfa dettur hann í þá gryfju að gera ekki sjálfur þann greinarmun, sem hann annars vill að aðrir geri á menntun og skóla- göngu sem „réttindanámi“: „svo dæmi sé tekið býst ég við að það geti verið dálítið erfitt fyrir lækn- aritara að hagnýta sér jarðfræð- ina, veðurfræðina, rekstrarhag - fræðina,verslunarréttinn og þýsk- unaístarfisínu.... Óþarftnám, sem tengist hvorki væntanlegu starfi né áhugaefnum nemenda, ber aö skoða sem sóun á tíma þeirra og kröftum. Raunar tapar allt þjóðfélagið á slíku ráðslagi. Efnahagslegum ávinningi tengist það ekki - heldur þvert á móti“ (bls. 85). Sá sem þetta skrifar verður að játa að fyrir honum eru þessi sjónarmið hreinræktuð íhalds- sjónarmið þar sem litið er á hlut- verk skólagöngu út frá hreinum efnahagslegum forsendum. Það má gagnrýna margt í forgangs- röðun, skipulagningu og inni- haldi skólastarfsins hér á landi, en þegar hagvaxtarforsendurnar eru lagðar til grundvallar gagnrýninni, eins og mér virðist Hörður oft gera, þá fellur hún um sjálfa sig. Bókin „Umbúðaþjóðfélagið" er aðgengileg og fróðleg lesning, sem ætti að geta orðið grund- völlur frjórrar þjóðfélagsum- ræðu, en sú eftirsjá sem finna má hjá höfundi eftir því þjóðfélagi sem byggir á sjálfsþurftarbúskap og „neðanjarðarhagkerfi" gagn- kvæmra vöruskipta, sem ekki mælast á hinni hötuðu mælitölu hagvaxtarins, er kannski ekki vænlegasta leiðin til þess framfar- ahugtaks sem höfundur skilgrein- ir í upphafi bókar. 20 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. október 1989 Ein af teikningum Búa Kristjánssonar sem prýða bók Harðar Berg- mann.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.