Þjóðviljinn - 13.10.1989, Síða 22
T T T 5" Z ? F 3 <7 10 Z ii IZ
/3 6' <?> II W 3 IS' S? )(o II 12 13' 11 R? 5.V
5' 18 jsr V m (p 20 3 T 21 22 r-f- )5 3
<5? T 22 /S S? JS' Z3 )sr iT b 9 II V
25 T 2 e? Vo 17- <Y) iz 3 )3 & Z V JiT 22
27- 3 2(o V 2Z (í> )Sr T 2U 1S~ 3 18 S2
4 n II IZ V II 2 12 2(o 9 T W 3 7U $2
%> ÍT' 15 20 23 ZO 2 20 30 15 3 8 15 T
21 2(* T 2S 21 3 23 % 3 S? 22 U 3 V
5" S? 20 11 II T 3 li? b s zk 24
Tf 3 )S~ IZ IZ j<sr 3 «5 T ze 17- TT S2
T 3 20 T ló 22 isr II 11 !s> Z Tl 21
ISr iT T 23 & r T r II W~
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Krossgáta nr. 65
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kvenmanns-
nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans,
Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 65". Skilafrestur er þrjár
vikur og verða verðlaunin send til vinningshafa.
? T /? )D 9 )/ )Z ZD 3
Lausnarorðið úr krossgátu nr. 62 var „Grjótháls". Dregið var úr réttum
lausnum og upp kom nafn Ástu Lilju Kristjánsdóttur, Njálsgötu 39b, verðiaun fyrir krossgátu nr. 65 er
Reykjavik. Hún fuer senda bókina “Grískar þjóðsögur og sevintýri" bókin „Ræður og riss , ritgerða-
í þýðingu Fríðriks Þörðarsonar og útgáfu Máls og menninqar saín eftir Sverri Kristjánsson
sagnfræðing, sem Mál og menn-
ing gaf út 1962.
FJÖLSKYLDAN
SIGTRYGGUR
JÓNSSON
MATUR
I' ^ ^1*****’"
ÓLAFUR
GÍSLASON
....
*^>4
Fagur fiskur
í sjó
Ég hef löngum verið þeirrar
skoðunar, að matargerðarlist sé
angi af fagurfræði. Ef kokkurinn
hefur ekki tilfinningu fyrir hrá-
efninu sem hann meðhöndlar, þá
verður útkoman slæm. Tilfinning
góðs matreiðslumanns stendur
ekki bara til bragðeiginleika mat-
arins, heldur líka til útlits: ljótur
matur er yfirleitt vondur. Fegurð
í matargerðarlist er ekki fólgin í
því að gera majónesrósir með
sætum rauðum kirsuberjum og
svörtum kavíarkornum á allan
mat. Fegurðarskyn matreiðslu-
mannsins ræðst af tilfinningu
hans fyrir hráefninu og fegurðar-
eiginleikum þess.
Tökum til dæmis fiskinn: það
er mín kenning að sá matreiðslu-
maður sem ekki ber skynbragð á
fegurðina í vaxtarlagi þess fiskjar
sem hann er að matreiða muni
aldrei ná að laða fram bragð-
eiginleika þess sama hráefnis í
matreiðslunni. Vaxtarlag hverrar
fisktegundar er einstakt sköpun-
arverk í sjálfu sér og óaðskiljan-
iegt frá bragðeiginleikunum. Það
er oft sárgrætilegt að sjá hvernig
við fslendingar misþyrmum
sköpunarverkinu í meðhöndlun
okkar á sjávarfangi: aldrei sjáum
við heilan íslenskan humar í fisk-
búðinni, sem ekki er búið að mis-
þyrma. Eða hörpufisk í skel
sinni. Aldrei fáum við að sjá
skötuselinn með sinn stórfeng-
lega haus og kjafti, eða sfldina
ferska upp úr sjó. Og karfinn.
þessi fallegi roðagullni fiskur er
nær undantekningarlaust búinn
að lenda í misþyrmingu flökunar-
vélarinnar áður en hann nær til
neytandans.
I vikunni rakst ég þó á gullfal-
legan glænýjan karfa, sem ekki
var einu sinni búið að slægja, í
fiskbúð Hafliða við Laugaveg-
inn. Það var unun að matreiða og
borða svona fagran fisk: Hann
var skorinn á kviðinn og slóg-
dreginn og þveginn. í kviðinn
lagði ég eitt eða tvö hvítlauksrif
og smávegis af þurrkuðum
kryddjurtum og olíu. Síðan stráði
ég ríflega af grófu salti í stóran
emaléraðan pott, lagði karfan
heilan ofan í pottinn, vökvaði ör-
lítið með olíu og kryddjurtum og
stráði svo lagi af grófu salti yfir
allt saman. Síðan var þetta bakað
í hálftíma í lokuðum pottinum,
og rétturinn var ekki bara fal-
legur, heldur líka unun fyrir
bragðlaukana. Hvernig væri að
biðja um heilan nýjan karfa næst
þegar þið farið út í fiskbúð?
Félagsmótun á unglingsárum
í nokkrum þáttum að undan-
förnu hef ég rætt um unglingsárin
og félagsmótun. í því sambandi
hef ég rætt um hvernig lokastig
sjálfsmyndar á sér stað á ung-
lingsárum, hvernig unglingar
þurfa ð losa sig við foreldravaldið
og staðfesta sjálfa sig sem sjálfs-
tæða einstaklinga og hvernig ung-
lingahópurinn hefur meir og meir
farið að hafa áhrif á félagsmótun
unglinga í seinni tíð. Félags-
mótunin á unglingsárunum er sá
þáttur, sem mest hefur breyst,
þótt hann hafi einnig áhrif á
hvernig unglingurinn leysir úr
hinum þáttunum. Hópmyndun
unglinga og tilurð sérmenningar
þeirra hefur einnig gert það að
verkum að fullorðnir hafa ýtt
undir og styrkt hópmyndunina til
þess að gera unglinga að sérstök-
um neytendahópi. Að hluta til
hafa unglingar eigin fjárráð, en
einnig eru þeir afar sterkur þrýst-
ihópur, vegna sameiginlegra
þarfa sinna við að losa sig undan
foreldravaldinu. Þrýstihópur á
peningaveski foreldranna. Þann-
ig hefur komist í tísku undanfarin
ár að kalla alla skapaða hluti
unglinga-eitthvað. Ung-
linga-fatatíska, unglinga-skríf-
borð, unglinga-húsgögn ými-
skonar, unglinga-bókmenntir,
unglinga-skemmtanir og að auki
hitt og þetta fyrir unga fólkið.
Við höfum þannig ýtt undir hóp-
myndunina og þá upplifun ung-
linga að þeir séu sérstakur hópur.
Það er því ekki ýkja einkenni-
legt að unglingar notfæri sér það
og leiti frekar inn í kunningja-
hópinn eftir fyrirmyndum, eða í
þau goð, sem sölumenn unglinga-
menningarinnar segja þeim að sé
þeirra fyrirmynd. Þannig verður
leitin að sjálfsmyndinni meir og
meir hópleit og fleiri og fleiri ung-
lingar fá sams konar félagsmótun
þar sem persónueinkenni falla
meir og meir í skuggann. Styrkur
einstaklinganna felst í hópstyrk
og þekkingin á eigin styrk verður
minni. Það verður alltof algeng
hugsun, að falla inn í hópinn og
skera sig ekki úr. Það er jú einnig
affarasælast fyrir flesta, ef þeir
ætla að fá að vera með. Þetta get-
ur svo einnig haft áhrif á það að
sjálfsmyndin verður hópsjálfs-
mynd og einstaklingurinn getur
hætt að líta á sig sem sjálfstæða
persónu og fer þess í stað að líta á
sig sem hluta af heild. Slíkt eru ef
til vill ekki svo góð býti. Hann
lærir þá ekki að verða sjálfstæður
og getur auðveldlega fallið í þá
gryfju að verða háður maka sín-
um, þegar þar að kemur.
Annað sem ýtir undir það að
unglingurinn sækir oft mikið inn í
unglingamenninguna og of lítið
til foreldranna og sjálfs sín, er sú
sektarkennd, sem margir foreldr-
ar þjást af, gagnvart unglingum
sínum. Sektarkenndin gerir oft
það að verkum, að foreldar gefa
annað hvort of lítið eftir við sjálf-
stæðisbaráttu unglingsins og
þrengja þannig að honum að
hann leitar frá þeim og út í kunn-
ingjahópinn, eða þeir gefa of
mikið eftir, þannig að unglingur-
inn missir traust á þeim og finnur
veikleika þeirra og leitar þess
vegna burt frá þeim. Þeir hætta
að gera kröfur til hans um að
hann axli ábyrgð á sjálfum sér.
Hann þarf því ekki að spyrja
spurningarinnar: Hver er ég? og
fer þess í stað að spyrja spurning-
arinnar: Hverjir erum við? Þ.e.
unglingarnir. Við það vaknar oft
fyrsta hugmyndin um það að
langanir, tilfinningar og viðhorf
séu ekki persónulegir þættir,
heldur hópbundnir. Þannig fara
þessir einstaklingar oft að spyrj-
anhvað á að gera, í stað langar
mig að gera og náttúrlega finnst
mér þetta eða hitt, eins og tilfinn-
ingar séu náttúrulögmál. Þannig
er líka stutt í að hætta að tala um
sjálfan sig í fyrstu persónu og fara
að tala um sjálfan sig í þriðju per-
sónu: Manni finnst, mann langar,
maður ætti alltaf o.s.frv. Við of-
notkun á slíku þriðjupersónufor-
nafni fer einstaklingurinn að
glata sjálfstæði sínu og ver sig
gegn kröfum um að standa við
löngun sína, skoðun eða tilfinn-
ingu, með því að draga náttúru-
lögmál og alheimstilfinningar
inn, sér til halds og trausts. Ef
allir hafa sömu skoðun hlýtur að
vera í lagi að ég hafi hana og þá
fer enginn að brigsla mér um að
ég sé öðru vísi en aðrir, hafi unda-
rlega skoðun eða sé sérvitringur.
Rannsóknir sýna að hópþrýst-
ingur er mjög sterkt afl. Tilraunir
hafa verið gerðar, þar sem sýnt er
fram á að einstaklingar eru til-
búnir að segja að tvö strik, sem
augljóslega eru mislöng, séu jafn-
löng. Hópur fólks hefur verið
undirbúinn fyrirfram til þess að
halda þessu fram, á meðan einn í
hópnum veit ekkert um þann
undirbúning. Ef hann horfir á
alla hina ljúga til um striklengd-
ina, gerir hann það líka. Bara til
að vera ekki öðruvísi en þeir.
Sýnt hefur verið fram á að 35%
einstaklinga gera slíkt hið sama.
Ef 35% einstaklinga eru tilbúnir
að tala þvert gegn betri vitund til
að falla inn í hópinn, hvað getur
þá óljós eða algerlega dulinn
áróður eða félagsmótun haft víð-
tæk áhrif?
Það er því mjög mikilvægt að
við ölum börn okkar og unglinga
upp í sjálfstæðri, gagnrýnni og
skapandi hugsun.
Þeir sem hafa áhuga á að fræ&ast um eitthvert
ákveðiö efni var&andi fjölskylduna geta skrifaft.
Merkið umslagið: Fjölskyldan; Nýtt Helgarblað,
Þjó&viljanum, Sí&umúla 6, Reykjavík.
22 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 13. október 1989