Þjóðviljinn - 13.10.1989, Side 23
Pað sannast kannski ekki eins
vel á nokkurri hljómsveit og The
Rolling Stones að rokkið er kom-
ið til að vera með vesturlandabú-
um menningarfyrirbæri svo lengi
sem menning lifir í einhverri
mynd á Vesturlöndum. Þessir
fimm fræknu rokkarar, sem
mynda The Rolling Stones, eru
allir um og yfir hálfrar aldar
gamlir en fremja rokk með slík-
um ferskleika að margar korn-
ungar hljómsveitir hljóma eins og
útdauðar furðuskepnur í saman-
burði.
Ég hef ekki tölu yfir allar þær
plötur sem Steinarnir hafa gefið
út á sínum nær þrjátíu ára tón-
listarferli. En árið 1986 leit út
fyrir að hljómsveitin hefði logn-
ast út af fyrir fullt og allt. Formleg
yfirlýsing kom um það í fréttum
Ríkisútvarpsins að Steinarnir
heyrðu sögunni til. Síðustu plötur
hljómsveitarinnar allt að „Dirty
Work“ 1986, voru engan veginn í
flokki með því besta sem óláta-
belgirnir höfðu gert. í mínum
huga var „Some girls“, sem kom
út 1978, síðasta góða Stones-
platan. Sú plata markaði viss
endalok á mjög forvitnilegu tíma-
bili á sérstæðum ferli hljóm-
sveitarinnar, tímabili sem hófst í
kring um útgáfu „Sticky Fingers"
1971.
Á meðan Steinarnir tóku sér frí
gekk á ýmsu. Þeir höfuðpaurar
Richards og Jagger voru alveg
búnir að fá nóg hvor af öðrum og
nenntu ekki að tala saman í tvö ár
samfleytt. Þeir gáfu báðir út
sólóplötur, Jagger tvær en Ric-
hards eina á síðasta ári, en þessar
plötur áttu að mestu skildar þær
dræmu undirtektir sem þær
fengu. Platan hans Richards,
„Talk Is Cheap“, hafði að vísu
Þeirsegjast ekki
kunnaannaðen
aðvera Rolling
Stones, frá
vinstri:Charlie
Watts, Bill Wym-
an, MickJagger,
Keith Richards
og Ron Wood.
Sofnað í miðju skrefi
margt að geyma þegar vel var
hlustað en var engu að síður
mörgum kaliberum fyrir neðan
mestu gæðaverk Rolling Stones.
Stálhjólið
Nýjasta steinabarnið, „Steel
Wheels“, kom ekki bara gömlum
Stones-hundum að óvörum, hún
kom þægilega á óvart í rokk-
heiminum yfirleitt. Áður en hald-
ið er út í einhverja greiningu á
plötunni, er best að taka það
fram að þessi plata er ruddagóð
rokkplata. Önnur ummæli skulu
skoðast sem vandræðalegir varí-
antar á þessari yfirlýsingu. Það er
ekkert gamaldags við „Stálhjól-
in“. Auðvitað fer ekki í eina sek-
úndu á milli mála að hér eru Roll-
ing Stones á ferð, en þeir eru
jafnferskir og stjörnurnar í trján-
um. Eftir að hafa sest niður yfir
nokkrum tilbrigðum með eld-
heitum aðdáanda og sannfærðum
reglubróður, og farið í gegnum
mína fyrstu hlustun, var ég sam-
mála honum um að seinni hluti
plötunnar væri betri en sá fyrri. í
einlægri rokkvímunni vorum við
þeirrar skoðunar að besta lag
plötunnar væri „Can‘t Be Seen“,
sem gamla sukktröllið Richards
samdi og ætlaði á sólóplötu sína.
Richards syngur þetta lag
sannfærandi rokkararöddu,
hrjúfur sem sandpappír og hás
eins og menn verða eftir langvar-
andi útilegur. Lagið er tvímæla-
laust dæmi um hvernig góður
rokkari á að hljóma. Kröftugur
en ekki truflandi taktur, sem
kemur blóðinu á hreyfingu. Síð-
ustu fjögur lögin sem koma þar á
eftir, eru síðan hvert með sínum
hætti gæðalög. „Almost Hear
You Sigh“ er í ljúfa stílnum og
hentar vel sem fagnaðarerindi
handa nýjum degi að loknu vel-
heppnuðu skralli, þegar gengið
er sem leið liggur á móti rísandi
sól.
„Steel Wheels" hefur margt
fram yfir jafnvel bestu plötur
Rolling Stones. Hlj'óðblöndunin
á henni er til að mynda með því
allra besta sem ég hef heyrt á
plötum þeirra. Þá eru öll lög
plötunnar í góðu jafnvægi við
sjálf sig, en mér fannst oft og tíð-
um ríkja óreiða í lögum Stones og
fékk á tilfinninguna að þeir hefðu
ekki nennt að vinna efnið. Þrig-
gja ára hlé hefur greinilega gert
þeim gott, þannig að þeir koma
meira en endurnærðir til baka.
Hippastfllinn fer þeim meira
að segja betur úr hendi en á
hippatímanum sjálfum. „Contin-
ental Drift“ er austurlenskt aftur-
hvarf til sjöunda áratugarins.
Nútímanum hefur verið stráð
eins og nýju kryddi yfir gamla
uppskrift og útkoman er skot-
held.
Ég sagði hér að ofan, að seinni
partur plötunnar hefði virkað
betur við fyrstu hlustun en hinn
seinni. Með tímanum vinnur fyrri
hlutinn engu að síður á. Fyrstu
tvö lög plötunnar, „Sad, Sad,
Sad“ og „Mixed Emotions", eru
til dæmis fyrirmyndar tónsmíðar.
„Steel Wheels" er í sem fæstum
orðum eins og eðalvín sem var
þess virði að bíða eftir. Stónsar-
arnir rokka og blúsa eins og þeir,
og þar af leiðandi allir að margra
mati, geta gert.
Úr helgum
steini á
Barbados
En hvað voru þessir gömlu
hrekkjalómar að gera með það
að taka upp plötu og halda í
heimstúr, þegar heimurinn var
nokk búinn að sætta sig við að
þeir væru hættir. Bill Wyman,
sem er þeirra elstur, er 53 ára
gamall og hinir eru allir komnir
vel yfir fertugt. Var ekki kominn
tími til að setjast í helgan stein og
hætta að rúlla honum og njóta
ávaxtanna af ágætu lífsstarfi?
Nei, aldeilis ekki. Þegar Richards
og Jagger voru búnir að fá leið á
því að vera leiðir hvor á öðrum,
hittust þeir síðasta sumar og áður
en þeir vissu af voru þeir farnir að
skipuleggja nýja plötu. Richards
segist hafa stungið upp á þvf að
þeir færu til Barbados í tvær vikur
og athuguðu hvort eitthvað
myndi ekki gerast. Þeir lokuðu
sig síðan af í Montserrat snemma
á þessu ári og kölluðu Wyman,
Watts og Wood ekki til leiks fyrr
en þeir voru búnir að semja öll
lögin sem þeir ætluðu á plötuna.
Richards er vel sáttur við „Ste-
el Wheels" og mjög ánægður með
að hljómsveitin skuli vera farin
að spila saman aftur. Þeir hefðu
loksins komist að því að þeir gætu
aldrei orðið annað en Rolling
Stones. Enda eins gott þar eð
hann og Jagger gætu hvort eð er
aldrei skilið endanlega, þeir
myndu alltaf þurfa að hittast til
að útkljá sameiginleg mál. Eftir
nær 30 ára samvinnu er líf þessara
manna orðið svo samofið að þeir
eru tengdir sterkari böndum en
fjölskylduböndum. Gítarleikar-
inn sukkaði setur nýju plötuna í
flokk með „Some Girls“ og „Ex-
ile On Main Street" (1972). Hann
segir aldurinn hafa þroskað þá
alla sem tónlistarmenn og Stones
séu í toppformi þessa dagana og
sjaldan betri.
Richards er Steina þekktastur
fyrir svall og sukk. Hann var
langt leiddur af heróínneyslu og á
tímabili var ansi tæpt um gæjann.
Hann er spurður um það í viðtali
HEIMIR MÁR
PÉTURSSON
D/ÆGURMÁ
hvort hann ætli að sukka á yfir-
standandi tónleikaferðalagi eins
og á þeim fyrri? „Hvaðan ertu
eiginlega, auðvitað, það til-
heyrir, er einn mikilvægasti hluti
hvers tónleikaferðalags,“ svarar
Richards. Hann segist þó ekki
nota neitt af þeim efnum sem
hann sullaði í sig á árum áður,
nema alkóhól, og svo vaki hann
mun minna en áður. Á tónleika-
ferðalögum vakti brýnið gjarnan
í 9 sólarhringa en segist nú láta
nægja að vaka í þrjá eða fjóra og
lýsir því síðan hvernig hann sofn-
aði í miðju skrefi einu sinni og
datt á hljómplötuskáp og fékk
ævarandi ör á andlitið.
Ron Wood var sá Steinanna
sem var í hvað verstri fjárhags-
legri stöðu á meðan starfsemi
hljómsveitarinnar lá niðri. Hann
kom inn í bandið sem aukahjól
undir vagn úr hljómsveitinni
Small Faces og var nánast á tíma-
kaupi hjá Rolling Stones. í hléinu
lifði hann á því að mála frægt fólk
og selja myndirnar. Wood lýsir
því hvernig hann fór í Stones.
Jagger hringdi í hann og bauð
honum plássið en Wood vildi
ekki yfirgefa Small Faces og sagði
honum að hafa samband við sig ef
þeir væru í algerri neyð. Nokkr-
um dögum síðar hringdi Jagger
aftur og sagði „við erum í algerri
neyð“ og þar með var það frá-
gengið. Frá og með „Steel Whe-
els“ er Wood hins vegar kominn á
betri býti hjá hljómsveitinni.
Gróðanum af tónleikaferða-
laginu er til að mynda skipt jafnt
og hann er svimandi há upphæð.
Sá hreinasti í grúppunni er án
efa Wyman. Hann segir að hann
og Watts hafi aldrei bragðað
eitruð lyf. Wyman hefur líka frá
upphafi skráð hjá sér það helsta
sem dreif á daga hljómsveitarinn-
ar og er ómissandi að sögn Jagg-
ers þegar þarf að ræða eitthvað úr
fortíðinni. Hann hefur nýlokið
við bók um hljómsveitina sem er
væntanlega komin út.
Á „Steel Wheels" leikur Wym-
an ekki á bassann í þremur
lögum. Skýringin á því er sú að
hann stóð í skilnaðarveseni með-
an á upptökum stóð og félagarnir
skipuðu honum að yfirgefa upp-
tökustað, svo gula pressan þyrpt-
ist ekki á staðinn rétt á meðan
atið var sem mest í skilnaðinum.
Bassistinn rólegi fór því til
London og hélt sig þar og sneri
aftur þegar gulir pressukjaftamir
vom mettir.
Að lokum skulum við aðeins
sjá hvað Jagger hefur að segja um
endurkomuna og þá áheyrendur
sem koma og hlusta á Stones.
Hann segir skemmtilegra að spila
fyrir yngra fólkið, það komi með
opnari huga. Hvers vegna unga
fólkið mæti segist hann ekki vita
en það sé ekki eins grænt og það
eldra. Það hafi séð þetta allt sam-
an á myndböndum og í bíó áður.
Skrýtnustu áheyrendurnir em
blaðamenn rétt undir fertugu,
segir Jagger. Þeir sjái allt í ein-
hverju skringilegu sjöundaára-
tugarljósi sem hafi enga skír-
skotun til hans sjálfs.
Rolling Stones eru að miklu
leyti Jagger og Richards. Það
voru erfiðleikar á milli þeirra sem
ollu slitum. En er það rétt að
Jagger hafi talað látlaust allan
tímann á meðan Richards reyndi
að kynna fyrir honum sólóplötu-
na sína? „Ha ég?“ svarar Jagger
og þykist ekki kannast við neitt.
Kemur síðan með nokkrar rétti-
legar athugasemdir um plötuna
og bætir því við, að það hafi alltaf
verið hans hlutverk í samstarfi
með Richards að stílfæra lögin
hans og bæta melódíuna. Popp-
lag þurfi nauðsynlega á melódíu
að halda en geti ekki flætt út í
allar áttir eins og óskipulagt sax-
afónsóló.
En það er kannski einmitt það
sem Rolling Stones hafa alltaf
gert, flætt út eins og óskipulagt
saxafónsóló? Fyrir okkur hin er
það spurningin um að flæða með,
að óskipuleggja sig aðeins.
-hmp
Föstudagur 13. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23