Þjóðviljinn - 13.10.1989, Síða 25

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Síða 25
KVIKMYNDIR Geggjuð ÞORFINNUR ÓMARSSON Skáldsögur Charles tíukowskis hafa margar þótt hneykslanlegar enda segja þær yfirleitt ekki frá neinu venjulegu fólki. Sjálfur kynntist þessi þýski innflytjandi einhverju því versta sem lífið hef- ur uppá að bjóða en sögur hans bera þó engan keim af sjálfsvork- unn. Kvikmyndir eftir sögum hans eru því eðlilega ekki neinar venjulegar kvikmyndir. Skemmst er að minnast róna- myndarinnar Barfly sem Buko- wski samdi sjálfur handrit að. Belgíska myndin Geggjuð ást var þó gerð á undan Barflugum og byggir aðallega á sögunni Love is a Dog from Hell. Efni hennar er heldur ekki sérlega geðslegt, en hún segir frá manni sem hefur samfarir við lík. Leikstjórinn Dominique Deruddere gerði fyrst stuttmynd eftir sögunni en framleiðandanum fannst hún það góð að ákveðið var að bæta fram- an við hana og skýra þannig betur hvað olli þessum verknaði. Myndin er því þrískipt og er hver þáttur frá mismunandi tíma í lífi söguhetjunnar, Harry Voss. I þeim fyrsta er Harry að komast að mestu lystisemdum lífsins í gegnum eldri félaga sinn og gera þeir hvað þeir geta til að verða þeim yngri úti um reynslu á þessu áður óþekkta sviði. I öðrum hlut- anum er piltur að útskrifast úr menntó en vesalings maðurinn þjáist af svo heiftarlegum húð- sjúkdómi að nær allir snúa baki við honum. Lokakaflinn er svo stuttmyndin þarsem Harry er orðinn að hinni mestu fyllibyttu og hefur greinilega ekki náð fót- festu í lífinu. Ætla mætti að myndin yrði sundurlaus sé mið tekið af því hvernig staðið var að framleiðslu hennar en svo er ekki. Derudd- ere tekst óneitanlega ætlunar- verk sitt, að reyna að skýra út æsku mannsins og hvað réð ör- lögum hans. Ef hægt er að gera samfarir við lík á einhvern hátt fallegan atburð þá er það gert hér. Og endirinn er bæði rökrétt- ur og rómantískur. Hinsvegar vilja sumir kannski ekki sætta sig við að lífið geti verið jafn geggjað og í þessari mynd. Það held ég þó að sé hinn mesti misskilningur. Ekki má gleyma leikaranum sem fer með híutverk Harrys í tveimur seinni þáttunum. Hann heitir Josse De Pauw og er varla hægt að þekkja hann sem sömu persónuna í þáttunum tveimur. Lestin leyndardómsfulla Allt frá því Jim Jarmusch gerði StrangerThan Paradise árið 1984 hafa augu kvikmyndaheimsins beinst að þessurn frumlega lista- manni frá Bandaríkjunum. Kvik- myndum hans hefur gjarna verið líkt meira við evrópskar myndir sem er ekki skrýtið þarsem efnis- val og útlit mynda hans eru ekki dæmi um bandaríska kvikmynda- gerð. Á síðustu hátíð sáum við Down by Law sem var hans önnur kvik- Liðsforinginn er líkast til elsta kvikmyndin á hátíðinni ef stutt- myndin Þú eftir István Szabó er undanskilin, en mér skilst að hún tilheyri þeirri stuttmyndasyrpu. Liðsforinginn Kommissarinn var tekin árið 1966 og frumsýnd ári síðar en var strax tekin af dagskrá vegna þess hve gyðingarnir í myndinni voru með gott hjarta. 20 árum síðar er Verð latinasamkeppni Ert þú lík þessari? Sultugerðin Búbót efnir til verðlaunasam- keppni. Leitað er að konu sem er lík Mömmusultu mömmunni. Þátttakendur eru beðnir að senda inn myndir af sér (brjóstmyndir) í lit með rauðdoppóttan skýluklút á höfðinu og grænt sjal fyrir 28. október. Vinningshöfum gefst kostur á að leika í auglýsingum fyrir Mömmusultur. Verðlaunin eru glæsileg: Fyrstu verðlaun eru 10.000 kr og nafnbótin Mömmusultu mamma 1989. Verðlaun 2 til 20 eru ýmsar sultugerðir frá sultugerðinni Búbót. Myndir ásamt nafni og heimilisfangi sendist: Sultugerðinni Búbót Skemmuvegi 24M Kópavogi. myndin síðan sýnd aftur til að fullnægja glasnosti Gorbatsjovs og á hún fyllilega skildar þær viðurkenningar sem hún hefur hlotið. Myndin gerist í borgarastríði á milli hvítliða og rauðliða í Úkra- ínu. Liðsforinginn Clavdíja Var- flova verður þunguð gegn vilja sínum og lítur á það sem ein- hverja mestu skömm lífsins. Hún fær athvarf hjá fátækri en hjart- agóðri gyðingafjölskyldu í litlu þorpi og elur þar barn sitt. Fram að því höfðum við kynnst Clavdí- ju sem harðgerðu skassi sem ætti hvergi heima nema í hernum og öðrum viðlíka „karlmannshlut- verkum“. Eftir að hún verður móðir linast hún smátt og smátt og sér heiminn í nýju ljósi. En kommissarinn í henni togast áfram á við móður-hlutverkið. Þessi athyglisverða saga fer vel í höndum Áleksandr Askoldovs. Myndin er í svart-hvítu og gru mörg atriðanna einkar athyglis- verð hvað myndmál snertir. Reyndar liggur við að líkja megi einu og einu atriði við nryndmál ítalans Sergio Leone í spagettí- vestrum sínum og fleiri myndum. En styrkur myndarinnar er ekki síður í leik Nonnu Mordjokovu í hlutverki kommissarsins og fjöl- skyldumeðlimum gyðingafjöl- skyldunnar. mynd í fullri lengd og nú lýkur þríleiknum með þessari skemmti- legu mynd. Tengsl þessara mynda eru reyndar ekki mjög sterk og gæti sú fjórða alveg bæst í hópinn. Lestinni leyndardóms- fullu er svo sjálfri skipt í þrjár sögur sem allar gerast á sama stað og á sama tíma. Sögusviðið er Memphis, Tenn- essee þarsem Elvis Presley og fleiri rokkarar stigu sín fyrstu spor. í fyrstu myndinni fylgjumst við með japönsku pari sem er að koma til staðarins í fyrsta sinn. Þau eru yfir sig heilluð af rokkinu og Bandaríkjunum yfirleitt (eru að vísu ekki alveg sammála um ýmis grundvallaratriði). í þeirri næstu hittast ítölsk stúlka og bandarísk og deila hótelherbergi en í síðustu myndinni fylgjumst við með nokkrum vafasömum heimamönnum á fylliríi um borg- ina. Sem fyrr er léttur húmor yfir mynd Jarmusch og er hann jafnvel enn meiri nú en áður, sér- staklega í fyrstu og síðastu mynd- inni. Skemmtilegast er þó hvern- ig hann tengir sögurnar saman þannig að sömu hliðaratriðin koma oftar en einu sinni fram. Sniðug hugmynd og ágætlega út- færð. Eitt af því sem er einkenn- andi við myndina er að nú hefur Jarmusch sagt skilið við sauðalit- ina og notast við allt litrófið. Mér fannst það fyrrnefnda hæfa Jarm- usch einstaklega vel en Robby Múller (tók margar nrynda Wim Wenders) sér um að litirnir njóti sín jafn vel. Tónlist John Lurie er sem fyrr á réttum nótum. Það varla hægt annað en að bíða spenntur eftir næsta verkefni Jim Jarmusch þótt myndin risti kann- ski ekki mjög djúpt. Hún er um- fram allt grín að bandarískri menningu og þarlendum smá- borgurum. ALÞYÐUBANDALAGIÐ NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25 Þórður C&V Svanfríður Sigríður , j ^jj r \| V 't ' ^ Æ Ólafur Svavar Steingrímur Alþýöubandalagið Norðurlandi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn í Hlíðaskjálf, Hótel Húsavík dagana 21 -22. október nk. Dagskrá: Laugardagur Kl. 13.00 Þingsetning, skipun starfsnefnda og rannsókn kjörbréfa. Sveitarstjórnarmál. - Verkaskipting rikis og sveitarfélaga - Þórður Skúla- son sveitarstjóri Hvammstanga. Staða sveitarfélaga á landsbyggðinni - Svanfríður Jónasdóttir aðstoðar- maður fjármálaráðherra. Sveitarstjórnarkosningar - Sigriður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi Akureyri. Almennar umræður um málefni sveitarfélaga og komandi kosningar. Fulltrúar og varafulltrúar í sveitarstjórnum, nefndarmenn og annað áhuga- fólk um sveitarstjórnarmál er sérstaklega boðið velkomið. Kl. 20.00. Léttur kvöldverður og kvöldvaka í umsjá heimamanna. Sunnudagur Kl. 09.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 11.00. Stjórnmálaviðhorfið - þátttaka í ríkisstjórn. - Ráðherrar flokksins reifa málin og sitja fyrir svörum - almennar umræður. Kl. 13.00. Framhald almennra umræðna. Kl. 14.30. Afgreiðsla mála. Kosning stjórnar, fulltrúa í miðstjórn o.fl. Kl. 15.30. Þingslit. Kl. 16.00. Almennur stjórnmálafundur í félagsheimili Húsavíkur. Ræðu- menn: Ráðherrar Alþýðubandalagsins Ólafur Ragnar Grímsson, Svavar Gestsson og Steingrímur J. Sigfússon. Allir velkomnir. Stjórn kjördæmisráðs.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.