Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 2
SKADl SKRIFAR Eg svamla um í svaðinu oíVt> Ég, Skaði, lenti í einhverju sem kalla mætti rifrildi við hann Jónas frænda minn, sem er Framsóknarmaöur og var náttúrlega skírður í hausinn á Jónasi frá Hriflu þegar allt lék í lyndi á þeim bæ. Það er að segja áður en Hermann, pabbi hans Steingríms forsætis- ráðherra, henti karlinum út í ystu myrkur af því ekki mega vera tveir eða þrír tígulkóngar í sömu Framsóknarvistinni. Jónas frændi er löngu búinn að fyrirgefa Steingrími það sem pabbi hans gerði sjálfum Jónasi. Hann meira að segja trúir á Steingrím. Hann var semsagt að ota að mér viðtali úr Tímanum, þar sem Steingrímur er eitthvað að væla yfir því að heiðarlegir og óháðir fjölmiðlar hafa verið að gagnrýna hann og aðra ráðherra. Ég er alveg sammála Steingrími, sagðí Nasi frændi, í því að það er ekki nokkur hemja hvernig verið er að draga stjórnmálin niður í svaðið og drulluna. Það er ríður til dæmis ekki við einteyming hvernig þessir íhaldsfjölmiðlar ykkar, Stöð tvö og það jukk, hafið reynt að gera hann Jón Baldvin að þjófi og alka. Þið byrjuðuð, sagði ég. Þið gátuð ekki leyft góðum embættismanni af bestu ættum að kaupa sitt forsetabrennivín eftir þumalputta- reglu. Lestu bara Björn Bjarnason í Moggan- um, þar hefurðu það allt. Æ Skaði, minnstu ekki á þá moggaþvælu ógrátandi, sagði Jónas Framsóknarmaður. Maður gæti haldið að sá sem lyfti fingri og benti á átján hundruð flöskur hefði svo gott sem sjálfur þambað allt það brennivín en ekki sá sem keypti. Ég gæti gubbað. Gubba þú þína lyst lagsi, sagði ég. Sama er mér. Sjáðu bara hvað hann Steingrímur minn segir hér í Tímanum. Hann segir að það sé fáránlegt að halda því fram að ráðherrar kaupi áfengi í auðgunarskyni. Það var þá viskan, sagði ég. Flestir kaupa áfengi til að verða hífaðir og kannski taka vini sína með á það flug. Hefurðu aldrei heyrt þess getið, þinn Framsóknarsviðakjammi? Og þótt þeir séu ekki að kaupa þennan fjanda í auðgunarskyni, þá gera þeir það líka til að koma í veg fyrir að þeir verði f átækari en ella hefði orðið. Þú ert svoleiðis andskotans röflari Skaði, sagði Jónas. Þú sérð ekki kjarna málsins. Þú sérð ekki reisn stjórnmálanna vegna þess að þið íhaldsmenn haldið að þjóðin sé að halda framhjá ykkur ef hún lýtur öðrum ráðherrum en ykkar. Þá göslist þið bara áfram og gerið alla ráðherra lygara og ómerkinga og kallið hann Steingrím minn Gróu á Leiti. Ólíkt höfumst við að, segi ég nú bara: Steingrímur segist aldrei hafa kynnst neinum manni í ráð- herraembætti sem er skúrkur. Taktu etir þessu: hann undanskilur ekki ykkur íhalds- menn einu sinni, svona er hann göfugur. Göfugur þetta rægsni og gægsni! Svo fjas- ar hann fláráður næsta dag um einhverja reikninga frá Steina mínum Páls sem hann segir að séu nú svona og svona og hinseginn og allavega og þó muni hann aldrei sýna almenningi slíka svívirðu. Af því, sagði Nasi, að hann vill ekki draga stjórnmálin niður í svaðið! Af því, æpti ég á móti, að hann Steingrímur þinn ER svaðið' Nú gátum við ekki komið upp orði meir fyrir sakir hugaræsings en stóðum hvor gegn öðr- um eins og hundar á roði. Sá vægir sem vitið hefur meira og eftir drykklanga stund sagði ég við Nasa: Nasi minn, eigum við ekki að taka það að okkur sjálf ir að þoka umræðunni upp á hærra og fallegra plan? Jú Skaði minn, sagði Nasi með tár í hægra auga. Það skulum við gera. Við skulum tala um stefnunefndina okkar Framsóknar- manna sem var að skila svo yndislegu starfi og skýrslu. Jæja? sagði ég. Já, þar er svo margt nýtt og merkilegt að finna um það hvernig stjórnkerfi ríkisstofn- ana verði gert virkara í tengslum við skilvirk- ari innheimtu réttlátra ríkistekna svo að pen- ingar verði til þess að framfylgja rétti Byggð- astofnunar til ótvíræðrar áætlanagerðar um eflingu byggðar sem stangist ekki á við að- lögun að sameiginlegum markaði í Evrópu nema síður sé, enda sé búið að leita dyrum og dyngjum að leiðum til að tryggja hagsmuni allra í einu í fiskveiðum og endur- skoða sölu og markaðskerfi og veiðileyfi og kvóta og gáma og lifrarkast fyrir borð... Jónas minn, sagði ég. Hvað þá frændi? spurði Nasi. Eigum við ekki heldur að skreppa ofan í svaðið aftur? RÓSA- / GARÐINUM VARASOM ER LOÐDÝRARÆKTIN í stuttu máli má segja að við höfum látið gamlan ref plata okk- ur til Póllands á vitlausum for- sendum. DV ÓSMEKKLEG AFSKIPTASEMI Það hefur nýlega komið í ljós að mikill hluti fslendinga vill að við göngum í Evrópubandalagið. Þeir sem framkvæmdu könnu- nina gerðu síðan illt verra með því að spyrja fólkið hvað Evrópu- bandalagið væri. DV ÁSTERFÆDDOG ALIN BLIND Ég hefi aldrei kynnst neinum manni í ráðherraembætti sem er skúrkur. Steingrímur Hermannsson NÝMÆLIÍKYNLÍFI HROSSA í hestamannablaðinu Eiðfaxa segir frá Höfðagusti þar sem hann var leiddur undir 23 merar í Dalasýslu. DV FLASSARARÁ FLEYGIFERÐ Ráðherrar labba út úr ráðu- neytum með buxurnar á hælun- um og inn í annað og gerast þar hálfu kokhraustari en í hinu fyrra. DV FJÖLLYNDI í hinni öru þróun fjölmiðlunar á íslandi er farið að bera nokkuð á umræðu í fjölmiðlunum um fjölmiðlana. Morgunblaöið ÁSTKÆRA YLHÝRA MÁLIÐ Við vorum í svo svakalegu stuði og manstu þegar hann sveiflaði hendinni og ryþminn átti að stoppa og hann blés breikin? Morgunblaðiö HIN ÞVERSTÆÐU- FULLA ANGAN LÍFRÍKISINS Garri undrast það að nokkur manneskja, svo ekki sé talað um unga fallega konu sem angar af ilmvatni, skuli vera tilbúin til að leggja það á sig að ganga um með hund í bandi og hirða upp eftir hann angandi hundaskít. Tíminn BÍLLINN ER STÆRRI! Svo virðist sem íhaldið í Reykjavík telji sig nú hafa fundið lausn á vanda aldraðra og skammta einstaklingum sem samsvarar einu bílastæði í ellinni. Timinn 2 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989 ¦

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.