Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 4
Dr. Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Mynd: Jim Smart. Dr. Grímur Valdimarsson er á beininu í dag Stöndum á tímamótum í fiskvinnslu Á síðustu misserum hafa sjónir manna í sjáv- arútvegi beinst í auknum mæli að fullvinnslu sjá- varafurða í stað þess að flytja hráefnið óunnið út og svo virðist sem töfraorðið í því sambandi sé framleiðsla á tilbúnum sjávarréttum. En það sem neytendur fiskafurða spá hvaða einna mest í um þessar mundir er spurningin um hreinleika fisk- sins með tilliti til mengunar. Hvernig er þessum málum háttað hér á landi í dag og hver verður framtíðin í vinnslu sjávarafurða hér á landi. Höld- um við áfram að vera hráefnisútflytjendur eða er núna lag til að snúa við blaðinu og byggja hér upp fiskiðnað. Þessum spurningum og mörgum fleiri svarar dr. Grímur Valdimarsson forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins sem er á Beininu að þessu sinni. Hver eru helstu verkefni RF. í dag? - Við höfum lagt aðaláherslu á aflanýtingu í dag og erum að reka endahnútinn á vinnu sem hefur verið í gangi í nokkur ár. Meðal annars höfum höfum við tekið þátt í sérstakri aflanýtingarnefnd á vegum sjávarútvegsráðuneytis- ins sem á að leggja raunhæft mat á þá möguleika sem eru fyrir hendi. En sá málaflokkur sem hefur verið hvað fyrirferðarmest- ur á verkefnaefnalistanum hjá okkur eru mengunarmálin. Til okkar hafa borist fyrirspurnir þar sem verið er að falast eftir upplýs- ingum varðandi mengunarmálin og þá um lífræna mengun. Því miður höfum við ekki getað gefið þær upþlýsingar þar sem við höf- um ekki tækjabúnað til þess að mæla hana þó það horfi nú til bóta. En mengunarmál er stóra og nýja verkfnið hjá okkur í dag. Afhverju? - Fyrst og fremst af því að það er búiö að ræða gífurlega mikið undanfarin tvö ár um mengun út- hafanna í pressunni bæði austan hafs og vestan sem hefur vakið upp ótta manna við mengun. Á- standið er orðið þannig að heilbrigðisyfirvöld ráðleggja fólki að vita hvaðan fiskurinn er sem það er að borða. Þau vara til dæmis við villtum vatnafiski sem veiddur er í Evrópu og Banda- ríkjunum vegna mengunar. Er einhver mengun í okkar fiski? - Það er allstaðar einhver mengun og við finnum efni í okk- ar fiski ss. skordýraeitur sem við notum ekki hér. Það berst t.d. með Golfstraumnum frá Banda- ríkjunum eða með straumum frá Evrópu. Þetta er spurning um magn. Við höfum verið að mæla síðustu 20 árin ólífræn mengunar- efni þ.e. þungmálma og bendir ekkert til að þau sé að aukast í hafinu í kringum ísland. Lífrænu mengunarefnin haga sér hins veg- ar svolítið öðruvísi og þar á ég við t.d. DDT og PCB. Ef við tökum þetta síðarnefnda fyrir sem allir eru að tala um þá er þar um ræða yfir 100 mismunandi efnasam- bönd. En nú vita t.d þýskar húsmæð- ur ekki hvort fiskurinn sem þær eru að kaupa er frá íslandi eða ekki? - Það er einmitt málið. Ákaf- lega lítill hluti af okkar fiski er raunverulega seldur sem fiskur frá íslandi. Að vísu deila menn dálítið um það hversu alvarleg þessi mengunarumræða verður. Ef við fáum annan faraldur af eitruðum þörungum í Norðursjó og Eystrasalti, ef við fáum sela- dauða og þúsundir sela rekur upp að ströndum Skandinavíu þá fer fó!k að spyrja: Hvað er aðgerast? Hvað er að? Þá stöndum við frammi fyrir því hver verður ímynd fisksins í augum neytenda. Fólki getur þá farið að finnast að fiskur sé hættulegur matur sem beri að forðast. Dæmi um þetta er t.d. ormafárið sem kom upp í Þýskalandi hér um árið. Þá datt niður öll fisksala óháð því hvaða fisk var um að ræða. Er unnið að einhverjum nýj- ungum á ykkar vegum í fram- ieiðslu sjávarafurða? - Við erum með ýmis verkefni bæði sjálf og í tengslum við aðra. En menn verða að gera sér það ljóst að stóru möguleikarnar eru búnir. Við eigum enga stóra van- nýtta stofna þannig að við erum í rauninni alltaf að leggja meiri og meiri vinnu í kannski að ná í minni og minni verðmæti. Samt held ég því fram að það sé eftir heilmiklu að slægjast ennþá. Þar ber einna hæst svokölluð nýting- armál, að breyta fiskúrgangi í verðmæti. Hvort sem við breyt- um þeim í fóður sem við seljum eða fóður sem við notum til að framleiða lax eða einhverjar aðr- ar dýrar sjávarafurðir. Nú, það eru ýmsar nýjungar í sambandi við að nýta t.d. hausa með til- komu Kvikkvélarinnar sem virk- ar mjög vel og núna er hægt að framleiða úr hausunum mikið magn af marningi. Síðan er spurningin hvað við gerum við hann. Getum við notað hann til að framleiða tilbúna sjávarrétti? Þar með aukum við verðmæti hans allverulega. Það eru komn- ar fram vélar sem taka fisklund- irnar af hryggnum sem getur orð- ið umtalsvert magn eða allt að 1000 tonn sem menn hafa verið að tala um. Framleiðsla á tilbúnum sjávar- réttum. Er það framtíðin? - Það er ekki hægt að neita því að það er deilt um gildi þessa hér að fara út í þessa framleiðslu. Það eru tveir hópar. Annars vegar menn sem segja að við eigum ekki að hugsa um þetta. Við eigum bara að flytja hráefnið út og síðan vinna menn þessa rétti erlendis. Svo hinir sem sjá þetta fyrir sér sem hluta af iðnaðar- menningunni í kringum fiskiðnað sem býður upp á það t.d. að það er hægt að vinna úr fersku hrá- efni. Ef þessir réttir eru unnir er- lendis þarf að frysta fiskinn og þíða hann upp, vinna hann og frysta síðan aftur. Með því að ein- frysta fiskinn nást betri gæði. I þessu sambandi vil ég leggja áherslu á að þá erum við að tala um iðnmenningarfyrirbæri. Við erum að tala um það hvort við ætlum hreinlega að gefast upp og segja: Við getum þetta aldrei. Við verðum að láta Þjóðverjana um þetta, Breta og Frakka, en við getum þetta ekki. Hvað finnst þér? - Mér finnst að við eigum að fara inná þessa línu. Það er síðan spurning hversu stór þáttur þetta eigi að vera í okkar iðnaði sem er síðan allt annað mál. Ég held að við drögumst aftur úr og okkar hefðbundni fiskiðnaður geti drabbast niður ef við fylgjumst ekki með. Teiurðu að við eigum að ein- henda okkur út í þessa fram- leiðslu eða halda okkur eingöngu við hráefnisútflutning? - Ég held að við stöndum á tímamótum í þessu. Eitt er þó al- veg víst. Við fáum engar krafta- verkalausnir. Framleiðsla á til- búnum sjávarréttum er það ekki frekar en fjöldaútflutningur á ferskum fiski. Það eru engar slík- ar lausnir í gangi. Við þurfum að byggja upp iðnaðarumhverfi í kringum sjávarútveginn þannig að menn séu stöðugt að leita að nýjum möguleikum meðal ann- ars í tilbúnum sjávarréttum. Ég vildi t.d. sjá þróunarverkefni varðandi þá framleiðslu þar sem við mundum kanna hvaða hug- myndir eru í gangi og hvaða markaðstengslum menn gætu náð og hvernig við getum tækni- lega staðið að því að vinna þessa rétti. Hvernig er samstarfi ykkar: háttað við þá aðiia sem vilja koma framleiðslunýjungum á markað? - Við teljum hér að vöruþró- unarmál verði ekki almennilega unnin nema í tengslum við fyrir- tæki eða hagsmunaaðila. Menn verða að hafa markaðstengslin, annars verður þetta gagnslaus vinna með öllu. Þannig að við tökum ekki upp vöruþróunar- verkefni sem slík á stofnuninni. Er eitthvað um það? - Já já. Dæmi? - Við höfum unnið með fyrir- tæki sem heitir Frostmar við þró- un tilbúinna rétta og þeir eru að þreifa fyrir sér með markaði sem lofar allt mjög góðu. Þetta er mjög erfitt og kostar mikla vinnu, þolinmæði og mikla lagni. Finnst þér vera skilningur fyrir frumkvæði sem þessu? - Sko, stóru sölusamtökin eru öll að gera góða hluti í þessum efnum, SH, SÍS og SÍF. Þau eru öll að þreifa fyrri sér með smá- sölupakkningar á ýmsum mörk- uðum. Mörgum finnst þó nóg að þessi þrjú stóru samtök séu með starfsemi sem þessa í gangi. En gleyma því að það eru mörg smá- fyrirtæki, kannski ekki mjög burðug, en mjór er mikils vísir og það þarf líka að sinna þeim. Hvað finnst þér um þá skoðun að fullvinnsla sjávarafurða geti orðið til þess að efla atvinnuiíf smærri bæja og þorpa víðs vegar um iandið? - Því miður held ég að sú sýn sé ekki rétt. Ekki nema að menn komist inná einhverja þannig markaði að við séum að tala um sælkerafæðu og þá kannski t.d. fyrir stór hótel erlendis þar sem þarf að sérvinna skelfisk á hvern hátt sem síðan er fluttur flugleiðis út. Fiskréttaframleiðslan verður hins vegar mjög þróaður verks- miðjuiðnaður. Þetta ieiðir hugann að menntun fiskvinnslufólks og fiski- ðnaðarmanna. Hvert er þitt álit á henni eins og hún er í dag? - Ég held að það hafi tekist í sjálfu sér vel til með Fiskvinnslu- skólann á sínum tíma og hann bætti úr mjög brýnni þörf. En hann var sniðinn að þörfum iðn- aðarins eins og hann var þá, en síðan þá hefur margt gerst. Til dæmis er farið að vinna fisk í vax- andi mæli úti á sjó. Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að meðferð á ísfiski úti á sjó er lykil- atriði í loka-gæðunum. Samt sem áður fá sjómenn ákaflega tak- markaða fræðslu um meðferð aflans. Ég hef sagt að við þurfum að taka Fiskvinnsluskólann, Sjó- mannaskólann og Vélskólann og steypa þeim saman í einn Sjávar- útvegsskóla. Eins finnst mér að Fiskvinnsluskólinn eigi að miða námið meira við neytandann í stað þess að miða það of mikið við þarfirnar eins og þær eru núna. í dag endar nám fisk- vinnslunemans við afurðina frosna í öskju tilbúna sem heildsölupakkning til útflutnings í stað þess að gefa nemendunum góða innsýn í nýjustu tækni í því að td. að vinna marning í fullbúna rétti. Auk þess þarf að stórefla skólann almennt varðandi nám- skeiðahald og í gerð kennsluefnis og fleira. Að mínum dómi ætti að geta starfað við skólann alþjóð- leg sjávarútvegsdeild sem er jú kannski annað mál. -grh 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.