Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 27
KVIKMYNDIR
ÞORFINNUR
ÓMARSSON
Hver verður útkoman þegar
þrír annáluðustu kvikmynda-
stjórar Bandaríkjanna taka hönd-
um saman og gera þrískipta kvik-
mynd í sama umhverfi og margar
þeirra bestu mynda? Jú, útkom-
an veldur deilum, en það hlýtur
þó að teljast afar athyglisvert
þegar Woody Allen, Francis
Coppola og Martin Scorsese slá
saman og gera New York Stori-
es.
Woody Allen er rótgrónasti
New York-búi þremenninganna
og því kemur ekki á óvart að
hann hafi verið aðal hvatamaður
myndarinnar. Allen hefur gert
nær hverja einustu mynd sína í
borginni, þar á meðal eru hans
allra bestu verk öll gerð í New
York. Stóra eplið hefur einnig
spilað stórt hlutverk sem sögu-
svið í mörgum myndum Scorses-
es, ss. Mean Streets, Taxi Driver,
After Hours og vitanlega New
York, New York. Coppola hefur
leitað sjaldnar á mið stórborgar-
innar en Godfather 1 og 2 voru
gerðar í New York og sömuleiðis
The Cotton Club.
Það fer ekki á milli mála að
tilfinning þeirra fyrir borginni er
afar ólík og því kemur ekki á
óvart þótt stuttmyndirnar þrjár
verði ólíkar, ekki bara að efnis-
vali heldur ekki síður í sjónrænu
tilliti. Varla þarf að örvænta um
útlit myndarinnar hvað það
snertir því allir hafa þeir lagt ríka
áherslu á framúrskarandi góða
kvikmyndatöku í myndum sínum
til þessa. Allen fékk Svíann Sven
Nykvist sér til fulltingis eftir gott
samstarf þeirra í September,
Scorsese kveður Michael Ball-
haus í bili og nýtur samstarfs
Kúbverjans Nestor Almendros
og ítalinn Vittorio Storaro tók
þessa mynd Coppola sem fjórar
eldri mynda hans. Semsagt þrír af
bestu kvikmyndatökumönnum
heims (enginn þeirra bandarísk-
ur) í mynd þriggja af bestu kvik-
myndastjóra vestan hafs.
Robert Greenhut er fram-
leiðandi New York sagna en
hann hefur framleitt allar myndir
Allens frá og með Annie Hall,
alls 11 stykki. „Þessir þrír menn
eiga það sameiginlegt að kunna
aðeins að gera hlutina vel,“ segir
Greenhut. „Allen hafði nokkrar
hugmyndir um gerð stuttmynda
en vildi ekki setj a þær allar í sömu
myndina. Hann hóf því leit að
Woody Allen og Mia Farrow skála á Manhattan. Kunnuglegt sjónarhorn, eða hvað?
Þrjár ólíkar sögur
Menn biðu lengi með óþreyju eftir afrakstri samstarfs Allens, Copp-
ola og Scorsese og sögum þeirra frá New York
öðrum leikstjórum með sama
vandamál, þe. að hafa í kollinum
hugmynd um 30-40 mínútna
langa mynd sem ekki væri hægt
eða ætti alls ekki að iengja í fulla
lengd.“ Það var hægur vandi að
finna menn sem tilbúnir voru í að
vinna með Allen og Greenhut.
Scorsese var strax inn í myndinni
en þriðji leikstjórinn var upphaf-
lega Steven Spielberg, sem seint
verður talinn New York-búi. Á
síðustu stundu hætti hann við
vegna vinnu við Roger Rabbit og
Coppola kom í hans stað.
Sögurnar þrjár heita Oedipus
Wrecks, Life Lessons og Life wit-
hout Zoe. Sú fyrstnefnda er saga
Allens af fimmtugum lögmanni
af millistéttar gyðingaættum á
Manhattan (hvað annað?). Hún
segir frá því þegar draumur lög-
mannsins um að móðir hans
hverfi verður að veruleika. Allen .
notast sem fyrr við gamla félaga
úr leikarastéttinni: hans ekta-
kvinna Mia Farrow leikur aðal-
hlutverk á móti honum sjálfum,
Julie Kavner lék einnig í Radio
Days og Hannah and her Sisters
og mömmuna ógurlegu leikur
Mae Questel sem kom við sögu í
Zelig.
Scorsese nýtur einnig fyrri
starfskrafta í Life Lessons. Ros-
anna Arquette lék í gamanmynd-
inni After Hours og handritið
skrifaði Richard Price (Color of
Money). En Manhattan hjá
Scorsese er með öllu ólík Man-
hattan Allens og líkist jafnvel
Soho í After Hours. Hugmyndin
að sögunni kemur frá sögu Dost-
ojevskís um fjárhættuspilarann
sem í mynd Scorsese er drykk-
felldur bóheimskur listmálari,
leikinn afNickNolte. Hann þykir
fara einkar vel með hlutverkið og
vill hann þakka því að Scorsese
leyfði honum að þamba bjór alla
daga!
Persónulegasta myndin er þó
líkast til Life without Zoe, eftir
Coppola. Hún segir frá lítilli
stúlku inná hótelherbergi í New
York á meðan foreldrar hennar
(flautuleikari og ljósmyndari)
eru - einsog venjulega - í út-
löndum. Þetta er augljóslega
saga hans eigin fjölskyldu og naut
hann aðstoðar dóttur sinnar,
hinnar 17 ára gömlu Sofiu, við
gerð handritsins og hún hannaði
einnig búninga. Þá leikur systir
Coppola, Talia Shire, aðalhlut-
verk í myndinni og flaututónlistin
er eftir föður þeirra, Carmine
Coppola.
Þetta úrvalsfólk sem vann við
myndirnar tryggir þó ekki endi-
legafullkomnunNew York Stori-
es í heild sinni. Allir leita leik-
stjórarnir þó að fullkomnun sem
lýsir sér td. í því að Coppola vildi
að Giancarlo Giannini léki sjálf-
ur á flautuna- þótt hann kynni
ekkert fyrir sér í því og jafnvel
þótt persónan léki aðeins í eina
og hálfa mínútu á flautu í mynd-
inni. Giannini segir þetta það
lang erfiðasta sem hann hefur
lent í, auk þess að læra enskuna. í
bók Peters Cowies um Coppola
segist hann þó alls ekki fullkom-
lega ánægður með Life without
Zoe, hvort sem hann sé rétti
maðurinn til að dæma myndina
eða ekki.
En skemmtilegast við New
York Stories er þó hver þessara
þriggja heiðursmanna heldur til
streitu þeim stíl sem gert hefur þá
að vönduðustu listamönnum
kvikmyndanna vestan hafs. Sem
dæmi um hve óháðar myndirnar
þrjár eru má nefna að Allen hafði
aðeins séð eigið handrit áður en
myndin var gerð og hafði ekki
einu sinni séð hinar myndirnar
þegar myndin var frumsýnd í
heild sinni. Myndin er því ekki
heilsteypt verk um sögur í New
York heldur þrjár ólíkar sögur
sagðar á ólíkan hátt. Allen heldur
sig áfram á gáfumannanótunum,
Scorsese er jafn írónískur og fyrr
og Coppola er reynir að ná per-
sónulegri fullkomnun. Hvort
New York Stories komist í snert
við fullkomnun geta bíógestir
komist að raun um eftir nokkrar
vikur.
Klippiborðið
Sidney Lumet hefur sjaldan verið
afkastameiri en einmitt nú. Við
bíðum enn eftir Running on Em-
pty með River Phoenix og nú hef-
ur hann einnig lokið við Family
Business með Dustin Hoffman,
Sean Connery og Matthew Bro-
derick þarsem þeir leika feðga
sem ákveða að komast yfir skjót-
fenginn gróða. Nú er Lumet hins-
vegar að taka mynd sem heitir Q
& A og leika Timothy Hutton,
Nick Nolte og Jenny Lumet í
myndinni. Hún er tekin í New
York rétt einsog flestar hans
bestu mynda.
Enn er beðið eftir mynd Nicolas
Roegs, Witches, sem gerð er eftir
handriti Allan Scott. Á meðan
hafa þeir snúið sér að nýrri mynd,
tekinni í Mexíkó, sem heitir Cold
Heaven. Það kemur örugglega
ekki nokkrum manni á óvart að
Theresa Russell leikur aðalhlut-
verkið, enda eru hæg heimatök-
in.
Pelle erobreren ★★★★
(Pelle sigurvegari)
Þá er hún loks komin til Islands og þvílík
kvikmynd! Sannarlega meistarverk ársins
og það albesta sem komið hefur frá Dönum
og jafnframt Norðurlöndum í mörg ár. Bille
August hefur tekist að gæða fjórðung
skáldsögu Nexös einstöku lífi með yndis-
legri epískri frásögn. Samleikur Hvengerd
og Von Sydows er með ólíkindum og kvik-
myndatakan gullfalleg. Upplifun sem eng-
inn má láta fara framhjá sér. Húrra fyrir
Dönum.
The Bear ★★★
(Björninn)
Annaud kemur vissulega nokkuð á óvart
með þessum óð sínum til náttúrunnar en
það verður ekki frá honum tekið að myndin
er listavel gerð. Falleg og ró nantlsk mynd
og góð skemmtun fyrir alla vjölskylduna,
sérstaklega þá sem unna óspilltu náttúru-
llfi. Aðalleikararnir fara á kostum!
Tapeheads0
(Ruglukollar)
Ruglukollar er réttnefni á þessari rugl-
uðu ræmu.
Babette's gæstebud ★★★★
(Gestaboð Babettu)
Babetta býður enn til veislu sem enn
stendur fyrir sínu þótt hún hafi staðið yfir í
tæpt ár. Akaflega Ijóðræn og falleg mynd
um allt sem viðkemur lífi og dauða, bók-
stafstrú og ólíkum menningarheimum.
La famiglia ★★★★
(Fjölskyldan)
Þessi perla nýafstaðinnar Kvikmynda-
hátíðar er nú sýnd áfram og er óhætt að
hvetja alla til að sjá hana. Ettore Scola
tekst enn betur en í Ballinu aö skapa ein-
stakt andrúmsloft í sögu sem spannar
tæpa öld. Húmorinn, nostalgian, róman-
tíkin, ástin, eftirsjáin, söknuður, hlátur og
grátur, þetta er allt þarna. Það fer unaðstilf-
inning um þig á þessari.
Laugarásbíó
Criminal Law ★★★
(Refsiréttur)
öllu vitrænni tryllir en gengur og gerist
þótt vissulega bregði fyrir gamalkunnum
senum. Sagan gengur að mestu upp en
slíkt vill gleymast í myndum af þessari teg-
und nú á dögum. Oldman sýnir á sér nýja
og áður óþekkta uppahlið með ágætum
árangri og Bacon er sannfærandi sýkópati.
Kvikmyndatakan er virkilega frumleg og
smart.
Halloween IV 0
Ekki heldur fyrir gallhörðustu
Halloween-aðdáendur.
Bíóhöllin
Childs Play ★
(Leikfangið)
Enn eitt hryllingsruglið frá Tom Holland
og virðist sem honum séu engin takmörk
sett. Þetta er mynd sem þú gleymir strax að
sýningu lokinni sem ekki þykja góö með-
mæli með hrollvekju. Sagan (ef einhverer)
er ófrumleg og spennan byggist á þvi að
segja Baaah! við áhorfendur.
Road House ★
(Utkastarinn)
Afskaplega þunnt og óaðlaðandi. Þetta
er kannski eina rétta rullan fyrir Swayze en
skyldi einhver yfir 16 ára nenna að horfa á
þetta?
Batman ★★
Vinsældirnar eru greinilega djörfu
auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka
fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á
slnar fyndnu hliðar þegar Jókerinn spriklar
og sprellar, en annars nær Batman ekki
uppí nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Ba-
singer er ekki einu sinni sexí og þá er nú
mikið sagt.
Licence to Kill ★★★
(Leyfið afturkallað)
Ein besta Bond-myndin ( langan tíma.
Dalton er 007 holdi klæddur og spannar allt
frá hörkutóli til sjentilmanns. Broccoli hefur
hrist, en ekki hrært, upp í Bond-ímyndinni
með góðum árangri.
Bíóborgin
Dead Calm ★★
(Á síðasta snúning)
Þokkalegasti tryllir frá Ástralanum Philip
Noyce og beitir hann öllu skemmtilegri
vinnubrögðum en flestir kollega hans í Am-
eríkunni i svona myndum. Samt nær hann
ekki að toga myndina nógu langt uppúr
meðalmennskunni og ýmsar athafnir aðal
kvenpersónunnar eru með öllu óskiljan-
legar.
Clean and Sober ★★
(Hreinn og edrú)
Keaton virðist ætla aö kæfa Leðurblöku-
hlutverk sitt í fæðinau með hreint ágætum
leik edrú eða fullur. T raun fátt nýtt en margt
athyglisvert þó sett fram hvað viðkemur
þessu mesta meini aldarinnar.
The Fly II ★
(Flugan 2)
Hér vantar í raun flest það sem gerði fyrri
myndina vinsæla. Hór vantar altént Cron-
enberg.
Batman ★★
Vinsældirnar eru greinilega djörfu
auglýsingasukki Warner-bræðra að þakka
fremur en kvikmyndinni sjálfri. Myndin á
sínar fyndnu hliðar þegar Jókerinn spriklar
og sprellar en annars nær Batman ekki
uppí nefið á sér fyrir útjaskaðri klisju. Ba-
singer er ekki einu sinni sexí og þá er nú
mikið sagt.
Lethal Weapon II ★★
(Tveir á toppnum 2)
Gibson og Glover eru gott gengi og
Pesci skemmtilega óþolandi en því miður
er myndin yfirkeyrð af ófrumlegum byssu-
bardögum og hvimleiðum hrottaskap. Ekk-
ert er þó verra en steingeldur söguþráður-
inn sem allir hafa séð áður.
Háskólabíó
Indiana Jones III ★★★
(Síðasta krossferftin)
Indiana hefur aftur náð sér á strik eftir
misheppnaða mynd númer tvö. Þessi er
ferskari fantasía en áður og ekki versnar
myndin á því að hafa Connery sem Dr.
Jones sr. En sértu aö leita aö rólegri stund
með möguleika á heimspekilegum vanga-
veltum skaltu náttúrlega fara eitthvað ann-
að.
Stjörnubíó
The Karate Kid III ★
(Karatestrákurinn 3)
Þetta ku vist vera hetjur ungra sveina I
dag og veit það varla á gott nema þeir
hlusti á spekina á bak við sportið. En mér
leiðast framhaldsmyndir, sérstaklega þær
sem gerðar eru ettir leiðinlegum myndum.
Chances Are ★
(Líflft er lotterí)
Enn ein útgáfan af Heaven Can Wait
sem aftur var gerð eftir Here Comes Mr.
Jordan frá 1941. Þessi er heldur rýr í roð-
inu, þótt auðvitað bregði fyrir ágætum
bröndurum inná milli einsog efnið gefur
tilefni til. Maður snýr aftur og verður skotinn
f dóttur sinni, eða þannig!
Magnús ★★★
Lang besta kvikmynd Þráins til þessa og
jafnframt í hópi betri kvikmynda sem gerð-
ar hafa verið hér á landi. Þráinn hefur náð
auknum þroska sem listamaður og byggir
mynd sína vel upp til að byrja með en ým-
issa brotalama fer að gæta þegar leysa á
úr vandamálum höfuðpersóna. Oft yndis-
legur gálgahúmor og Magnús er
sannkölluð skemmtimynd fyrir alla aldurs-
hópa.
Föstudagur 3. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27