Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 8
NÝTT Helgarblad þiÖÐVILIIMN W0 Málgagn sósíallsma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 6, 108 Reykjavík Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri:OlgaClausen Afgreiðsla:@68 13 33 Auglýsingadeild:®68 13 10-68 1331 Símfax: 68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Kilir og uggar Einvígið á hafinu birtist milli kjalanna sem skríöa í yfir- borðslögum sjávarins og ugganna sem kljúfa rastir á ýmsu dýpi. íslendingar eru gagnkunnugir þessum fyrir- bærum og fylgjast af áhuga með öllu sem þau varðar. Kjalfesta íslenska þjóðfélagsins hefur um langan aldur verið sjósókn og vinnsla aflans. Þegar uggunum fækkar sem úr hafinu eru sóttir sverfur að. Og ekki ekki er nóg með að klak botnfiskanna bregðist nú hvert árið í röð og Hafrannsóknastofnun boði aflatakmarkanir, heldur veiðist loðnan ekki heldur. Eitt lítið dæmi um áhrifamátt loðnunnar á innlendan iðnað er sú nýstárlega staða að íslendingar þurfi hugsan- lega að flytja inn fiskimjöl frá Danmörku. Framkvæmda- stjóri fyrirtækisins ístess hf. á Akureyri sem þarf loðnu- mjöl til laxafóðurframleiðslu er svo dolfallinn yfir þessari uppákomu að hann líkir henni við það ef Brasilíumenn þyrftu að flytja inn kaffi. Og vitanlega er loðnuleysið alvarlegt lánleysi fyrir út- gerð okkar alla. Loðnan er ekki öll saman týnd eða dauð, heldur stendur hún svo djúpt að tækni okkar kemst ekki með möskvana þar sem hún hefur uggana. Marga grunar að nú hafi myndast um nokkra hríð nýtt ástand, ný víg- staða, í hafdjúpunum. Hugsanlega þurfa þeir sem kilina smíða að róa á ný mið í hugsun sinni og tækni. Þótt uggarnir séu smáir á loðnunni vigtar hún svo drjúgt í áætlunum okkar og vonum, að þegar slíkt ástand skapast eins og núna, gleymist kannski að sú var tíðin að við leyfðum henni fullkomna frjálshyggju. Hnúfubakamir sem lóna hér í kring um veturinn slokuðu eins og þeir gátu af henni ótruflaðir og þorskfiskar gleyptu rest. En meðan uggunum fækkar fjölgar kjölunum enn. Þrátt fyrir yfirlýsingar um of stóran fiskiskipastól gengur hægt að koma honum í kjörstærð. Erlendis eru í smíðum skip með meiri afkastagetu en við höfum þörf fyrir. Slippstöðvamar á Akureyri og í Stykkishólmi hafa sagt upp öllum starfsmönnum sínum, nærfellt þriðja hundraði manna. Ekki þarf mörg orð um þá vá sem hér er fyrir dyrum. Ekki er aðeins um fjölskyldur þessara starfs- manna að ræða og lífsafkomu þeirra, fjárfestingar fyrir- tækjanna og aðstöðu, þótt nógu ógnvænleg sé sú framtíð sem við þeim blasir. Hér stöndum við nefnilega frammi fyrir því grundvallar- atriði, hvort kasta skal fyrir róða skipasmíðaþekkingu íslendinga eða ekki, draga hægt og bítandi úr verkmenn- ingu okkar og vaxtarrými hugvits eða standa vörð um þennan máttarstólpa í sjálfstæði okkar og sjálfsvitund. Staðreyndin er sú, að viðgerðastarfsemi slippstöðv- anna getur aldrei til langframa tryggt okkur nægilegt við- hald á verkþekkingu og frumkvæði í hugsun. Skipasmíð- arnar sjálfar eru sá grundvöllur sem fagið byggist á. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar á Akur- eyri hefur bent á það opinberlega, að í útlöndum eru nú í smíðum skip sem samsvara 10 ára afkastagetu Slipp- stöðvarinnar. Þótt Slippstöðin smíðaði skip á eins og hálfs til tveggja ára fresti myndi það ekki stækka flotann. Iðnaðarráðherra hefur gagnrýnt Slippstöðina á Akur- eyri fyrirónóga framsýni í verkefnum undanfarið og rang- ar ákvarðanir um smíði óselds skips. Slippstöðvarmenn hafa hins vegar þóst geta sýnt fram á að vandinn liggi í þeim verkefnaskorti sem er framundan. Vissulega verður að gera ítrustu hagkvæmnikröfur til innlends skipasmíðaiðnaðar. í því sambandi er rétt að vekja athygli á að Skipavík hf. í Stykkishólmi, einn stærsti vinnustaður byggðarlagsins, hefur verið rekin með hagn- aði undanfarin ár. Þar eins og á Akureyri er verkefna- skortur ástæða uppsagna. Slæm staða útgerðarfyrir- tækja er þar ein helsta forsendan. Héðan skal send sú kveðja á starfsmannafund Slipp- stöðvarinnar á Akureyri sem haldinn verður í dag, að íslenskir kilir fái áfram að velgja fiskum undir uggum. ___________________________________ ÓHT 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAD Bókmenntadagskrár vetrarins kynntar í Safni Sigurjóns, frá vinstri Birgitta Spur, Guðmundur Andri Thors- son, Einar Kárason, Guðbergur Bergsson, Pétur Gunnarsson, Thor Vilhjálmsson, Þórunn Valdimarsdóttir, Gísli Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir, Geir Kristjánsson og Vigdís Grímsdóttir. Bókmenntadagskrá í safni Sigurjóns Dagskrár um bókmenntir í Safni Sigurjóns Ólafssonar í vetur. Lesið úr nýjum bókum á sunnudaginn Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar gengst í vetur fyrir bók- menntadagskrám og verður sú fyrsta á sunnudaginn kl. 15. Dag- skrár helgaðar bókmenntum verða alls sex í safninu í vetur, fyrsta sunnudag hvers mánaðar og því tvær fyrir jól, báðar kynn- ingar á nýjum bókum. Á sunnudaginn lesa þeir Pétur Gunnarsson og Thor Vilhjálms- son úr nýjum bókum sínum, og Guðrún Gísladóttir les úr nýrri bók Vigdísar Grímsdóttur, Ég heiti fsbjörg, ég er ljón. Sunnu- daginn 3. desember lesa þau Ein- ar Kárason, ísak Harðarson og Svava Jakobsdóttir úr nýjum bókum sínum. Eftir áramót verður lesið úr ljóðabókum; Gyrðir Elíasson og Stefán Hörður Grímsson lesa úr nýjum ijóðabókum sínum og Geir Kristjánsson les úr þýðing- um sínum af rússnesku. Þrjár næstu bókmenntadagskrár safnsins verða helgaðar einu ákveðnu efni: Skáldverk Guð- bergs Bergssonar verða til um- fjöllunar í febrúar, Þórunn Vald- imarsdóttir verður með dagskrá um rannsóknartefnur í sagnarit- un í mars og í apríl verður fjallað um fimm af Ijóðum Jónasar Hallgrímssonar. Gert er ráð fyrir að bók- menntadagskrár vetrarins standi allar í um klukkustund, en að þeim loknum gefst mönnum færi á að skoða sýningu á verkum Sig- urjóns Ólafssonar. LG Helgarveðrið +io,í Laugardagur og sunnudagur All snörp norðanátt um allt land. Víða él um vestan- norðan- og norðaustanvert landið en bjartviðri sunnanlands.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.