Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 18
TOLVUR Vinur notandans Apple Macintosh hefur náð miklum vinsœldum meðþvíað gera tölvunotkun auðveldari en gengur og gerist Einhverjar vinsælustu tölvur á íslandi sem annars staöar um ár- abil eru Macintosh tölvurnar frá Apple risanum. Þær hafa einkum notið vinsældar vegna þess hve auövelt er aö læra á þær og nota og finnst sumum sem þarna séu einkatölvur framtíðarinnar á ferö. Tölvur eigi umfram allt aö vera aðgengilegar fyrir almenning og þaö hafi tekist hjá Macintosh. Til að fræöast frekar um þessar sérstöku tölvur var Árni G. Jóns- son hjá tölvudeild Radíóbúðar- innar tekinn tali og lá beinast viö aö spyrja hann hvernig salan hjá þeim gengi um þessar mundir. „í>að eru ekki til neinar tölur yfir heildarsölu á tölvum á íslandi og því óvíst hvaða tegund er vinsælust. Hinsvegar höfum við tölur yfir sölu til ríkisstofnana og er Apple Macintosh þar lang vinsælust. Við seljum mjög mikið til opinberra stofnanna og fyrir- tækja og er það orðinn stærsti markaður okkar. Á heimsmark- aði jók Apple hlutdeild sína um 30% í fyrra og veltir nú yfir 5 miljónum dollara.“ Fjórar nýjungar Hvers vegna eru þessar tölvur svo vinsœlar? „Það sem gerir Macintosh svo vinsæla er hve auðveld hún er í notkun. Við teljum þær amk. jafn góðar svokölluðum PC tölv- um eða betri og eru án efa miklu auðveldari og þægilegri í notkun. Þeir sem velja sér PC tölvu til einkanota gera það oft vegna þess að þær eru yfirleitt ódýrari og þá er auðveldara að komast yfir forrit á þær. Svo eru margir sem læra að nota PC tölvur í fyrir- tækjum og velja þær því áfram en Macintosh eru að flestu leyti miklu þægilegri tölvur.“ Og þeim hefur tekist að við- halda þróuninni? „Apple kom með fjórar nýj- ungar á þessu ári en það eru Mac- intosh SE/30, Portable, IIcx og IIci. Við seljum lang mest af SE 2/20 sem kosta 274 þúsund og var yfir helmingur af síðustu ríkis- sendingu af þessari tegund. SE/ 30 er talsvert dýrari en hún er margfalt hraðvirkari og ræður við flest sem Macintosh II vélarnar geta. Nýja fartölvan, Portable, er svipuð SE/30 að vinnslugetu en báðar eru þær jafn hraðvirkar og Mac II. Ástæðan fyrir þessu háa verði á Portable (um 450 þús.) er að með henni þarftu ekki aðra vél. Hún hefur stærri skjá en SE vélarnar og er skjárinn jafnframt wm le I þjónustugeiranum Litið inn í ráðgjafar- og þjóustufyrirtœki í notkun Macintosh tölva Árni G. Jónsson: Macintosh eru auðveldari og þægilegri í notkun en PC tölvur án þess aö það komi niður á afkastagetu. Mynd: Jim Smart. Tölvustofan hf. er nokkuö nýtt fyrirtæki sem einbeitir sér að þjónustu við notendur Macintosh tölva. Fyrirtækið veitir hvers kyns þjónustu á tölvurnar ss. ráögjöf og uppsetningu hugbúnaðar, kennslu ofl. Fróöi Björnsson er- einn eigenda Tölvustofunnar og sat fyrir svörum um starfsemi fyrirtækisins. „Við erum fjórir sem eigum og rekum þetta fyrirtæki, Björn Fróðason, Guðmundur Karl Guðmundsson og Sigurjón Jóns- son, auk mín. Það hefur verið nóg að gera frá því við byrjuðum með þetta og vinnum við nú öll kvöld og hverja helgi. Við erum bæði með hugbúnaðargerð og al- menna þjónustu þarsem við setj- um upp tölvukerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við höfum svo eftir- lit með þessum kerfum og fylgj- umst með að allt gangi vel og önnumst einnig neyðarþjónustu. Við höfum líka tekið að okkur umbrot á heilu bókunum en þar er Macintosh hugbúnaður fremstur í flokki. Auk þess höf- um við þýtt fjölda forrita fyrir Macintosh á íslensku ss. Mac- Draw, Pagemaker og Quark- express. Við sinnum í raun öllu sem viðkemur Macintosh nema viðgerðum á vélbúnaði." Og svo haldið þið námskeið líka? „Já, við starfrækjum einnig skóla sem við rekum ásamt Radíóbúðinni og höfum þar nám- skeið á allan helsta hugbúnað Guðmundur Karl Guðmundsson leiöbeinir hér á námskeiði Tölvustof- unnar. Mynd: Jim Smart. þessara véla. Þau sækja bæði ein- staklingar og fulltrúar fyrirtækja og stofnanna, en mest vinnum við fyrir ríkið. Það hefur sýnt sig að það er mikil þörf fyrir svona þjónustufyrirtæki. Við veitum fyrst og fremst notendaþjónustu sem byggist á því að notandinn á aðeins að þurfa að leita til okkar. Ráðum við ekki við vandamálið útvegum við einhvern sem ræður við það þannig að notandinn þarf ekki að leita sér hjálpar.“ Deila menn enn um ágœti Mac- intosh og PC tölva? „Það er ekki lengur við lýði þetta trúarstríð sem var áður fyrr, sérstaklega ekki eftir að tölvurn- ar geta nú unnið saman. Kostir Macintosh eru hve auðvelt stýri- kerfið er í notkun og hefur hann verið nefndur vinur notandans vegna þess. Hinn almenni not- andi þarf ekki lengur að leggja á minnið hinar ýmsu stýrikerfis- skipanir og svo hafa þessar tölvur ákaflega góða grafík á skjá. Öll myndvinnsla verður svo þægileg og líkari raunveruleikanum. Þró- unin hefur verið svo ör síðustu ár og hægt er að gera margt í dag sem var aðeins draumur fyrir ör- fáum árum.“ -þóm mjög fullkominn og ræður við flóknustu grafík. Þá er hægt að tengja tölvuna við hvaða aukah- luti sem er. Trompið frá Apple er Macintosh IIci sem er lang hrað- virkasta tölvan og amk. 50% hraðvirkari en IIcx. Þess ber að gæta að þótt Apple tölvur séu dýrari en PC minnkað verðbilið yfirleitt vegna þess að ýmsir aukahlutir bætast við PC vélarn- ar. Með því að kaupa Macintosh þarf varla að kaupa neitt til við- bótar. Minnsta sem komast má af með er Mac Plus með drifi en ekkert þarf að bæta við Mac 2/ 20.“ Nú geta þessar vélar lesið gögn frá PC tölvum. Breytir það miklu? „Já, það breytir auðvitað tals- verðu því nú eru þessar tölvur ekki lengur jafn sérhæfðar og áður. En þótt Macintosh II vél- arnar geti lesið forrit fyrir PC vél- ar er það ekki æskilegt nema í sér tilfellum. Venjuleg forrit, einsog td. Word ritvinnsluforrit, nota menn varla á Macintosh því það er til sérstaklega fyrir þessar tölv- ur og er miklu einfaldara þann- ig“ Jákvæð hlið vírusa En hvað með forritanotkun ís- lendinga? „Mjög mikið er um misnotkun á forritum á íslandi og er engin spurning að hvergi er forritum stolið í jafn miklum mæli og hér á landi. Það svíður sárast þegar op- inberar stofnanir og fyrirtæki gera þetta, en erlendis líðst þessi háttur ekki. Þetta fer vonandi að dragast saman vegna vírusa sem breiðast út með þessum hætti. Menn fara að hugsa sinn gang þegar hætt er við að vírusar valdi skemmdum og má segja að þetta sé jákvæða hliðin á vírusum. Það er sem fólk skilji ekki að forrit er vara, hugbúnaður, og því ekkert annað en stuldur líkt og að ljós- rita ólöglega upp úr bók. Hægt er að læsa forritum þannig að ekki sé mögulegt að afrita þau en Mac- intosh hefur lagt það niður vegna þess hve óþægilegt það er fyrir kaupandann.“ Kemur hin öra þróun í vélbún- aði tölvueigendum í koll? „Þessi öra þróun í tölvuheimin- um kemur lítið niður á eigendum Macintosh tölva, því Apple pass- ar upp á sína. Hægt er að nota gamla hugbúnaðinn áfram og gömlu tölvurnar deyja ekki út. Það þýðir lítið að fresta því að kaupa tölvu vegna þess að það komi alltaf eitthvað betra á næsta ári því þróunin verður ekki stöðv- uð. Menn gætu allt eins hætt að kaupa bíla.“ -þóm Vandað og ítarlegt byrjendanámskeið í tölvu- teiknun með nýjustu útgáfu af AutoCAD, einu útbreiddasta teikniforritinu á PC-tölvur. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái góðum tökum á tölvuteiknun og geti starfað sjálfstætt að sínum verkefnum. Leiðbeinandi: Höskuldur Sveinsson arkitekt. Tími: 6. nóv. til 6. des., samt. 48 klst. Kennt verður mánudaga, miðviku- daga og föstudaga íd. 13-17. Tölvufræðslan Borgartúni 28 sími: 687590 Ódýrar og bila Irtið Hyundai, eða Hondœ, eru með allra vinsælustu tölvum hérlendis í dag enda hefurþeim tekist að brjóta múra í lágu verði á samhœfðum tölvum Einhverjar vinsælustu PC tölv- ur hérlendis í dag eru s-kóresku tölvurnar frá Hyundai, eða Hondæ einsog umboðsaðili þeirra vill kalla þær. Þær virðast ekki standa öðrum samhæfðum PC töivum að baki nema hvað veru- iegur munur er á verði, Hondæ f hag. Þetta hafa kaupendur kunn- að að meta og hefur verið roksala í Tölvuvörum í ár. Nýtt helgar- blað fór á stúfana og hitti Kristján A. Óskarsson verslunarstjóra og Rúnar Sigurðsson framkvæmda- stjóra Tæknivals hf., eiganda Tölvuvara hf. „Við seljum eingöngu Hondæ tölvur og hefur það gengið alveg ótrúlega vel. Við leggjum mikla áherslu á að vera ódýrastir á markaðinum og hefur það skilað sér því við höfum selt vel á þriðja hundrað tölva frá því við hófum sölu á Hondæ í apríl sl. Við höf- um einfaldlega ekki undan pöntunum og nýjasta sendingin er uppseld. Verðmunur á þessum tölvum og sambærilegum tölvum á markaðinum er 30-100% eftir tegundum. Þetta lága verð er ein af ástæðum þess að við seljum 70% okkar tölva með litskjá og hörðum disk.“ Almenningur tekur vörum frá S-Kóreu því ekki með meirí varúð en td. frá Japan? „Nei, það er alls ekki hægt að segja það enda væri það ósann- gjarnt. Bilanatíðni er með því allra minnsta í þessum tölvum en samt eru þær með ódýrasta móti og fólk kaupir tölvurnar umfram allt vegna verðs og gæða. Hondæ er lang stærsta fýrirtæki Kóreu og er velta þess verulegur hluti af þjóðarframleiðslunni þar í landi. Fyrirtækið framleiðir nánast hvað sem er og hefur td. haslað sér völl í bílamarkaðinum í Bandaríkjunum. Þar komu Hondæ tölvur á markað fyrir þremur árum en fyrir aðeins einu ári í Evrópu. Fyrirtækið var stofnað sem samsteypa 22 stórra fyrirtækja og er rekið í mjög að- skildum deildum. Hyundai Elect- ronics er ein þessara deilda en til marks um gæðaeftirlit þeirra sér ein deildanna eingöngu um gæð- astjórnun. Ein ástæða hins lága verðs frá Hyundai er að fyrirtæk- ið framleiðir allt sjálft og nær lág- marks framleiðslukostnaði.“ Hafið þið áhyggjur af því að markaðurinn dragist saman í samdrætti þjóðarbús? „Markaðurinn hefur dalað eitthvað en þótt ekki séu til opin- berar sölutölur má ætla að seldar séu um 3000-3500 tölvur á ári. Það sem heldur sölu á tölvum gangandi er að þær afskrifast á þremur árum vegna þróunar. Þær verða líka hlutfallslega ódýrari miðað við getu. Þannig verður í raun ódýrara fyrir fyrirtæki að endurnýja tölvubúnað heldur en að gera það ekki og það er ómögulegt að hætta tölvunotk- un.“ -þóm 18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.