Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 21
Lára Stefánsdóttir og Hany Hadaya taka spor úr Orante '39 fyrir utan
Iftnó.
grundvallar fyrir hreyfingar
dansaranna.
- Tónlist Sofiu Gubaidulinu er
mjög mikilvæg fyrir kóreógrafí-
una. Gubaidulina er rússneskt
tónskáld, sem hefur samið mikið
í gegnum árin, þó verk hennar
hafi ekki farið að vekja verulega
athygli fyrr en nýlega, nú þegar
hún er komin á sjötugsaldur. Ég
er mjög hrifin af tónlist hennar,
hún gefur mér mikla möguleika
sem dansahöfundi. Þar skiptist á
harður taktur, kraftur, mýkt og
þagnir.
- Verkið skiptist í tvo hluta, í
fyrri hlutanum er konan gerand-
inn, en í seinni hlutanum snúast
hlutverkin við. Tónlistin er mis-
munandi eftir þáttum, það smá
dregur úr hraða og hreyfingum,
krafturinn verður annar og loks
verður þögn, en það fannst mér
mjög spennandi. Að ljúka ballett
í þögn.
Fjórir hlutar í heild
Pars pro toto frumsýnir fjögur dansverk í Iðnó
Danshópurinn Pars pro
toto, dansarar, leikari og tón-
listarmenn, frumsýnir í Iðnó í
kvöld fjögur dansverk eftir
fjóra höfunda: Veru eftir Láru
Stefánsdóttur, Lausa festu
eftir Ingólf Björn Sigurðsson,
Orante 89 eftir Sylviu von
Kostpoth og Sögu úr Eden
eftir Hany Hadaya. Pars pro
toto (Hluti fyrir heild) var með
sína fyrstu sýningu í Hlað-
varpanum í fyrra, þar sem
leiklist og dansi var blandað
saman í frumsömdu verki, ...
en andinn er veikur. Sýning
hópsins nú er með nokkuð
öðru sniði, en markmiðið er
að sýna hvernig fanga megi
ólíka strauma nútímadansins í
sjálfstæð verk, sem samán
mynda heild.
í sýningunni koma fram dans-
ararnir Auður Bjarnadóttir, Lára
Stefánsdóttir, Olafía Bjarnleifs-
dóttir, Helga Bernhard, Birgitta
Heide, Guðmunda Jóhannes-
dóttir, Lilja ívarsdóttir, Margrét
Gísladóttir, Hany Hadaya, Ing-
ólfur Björn Sigurðsson, Björgvin
Friðriksson, Friðrik Thorarensen
og Katrín Þórarinsdóttir, sem er
níu ára og yngsti dansarinn í sýn-
ingunni. Einnig koma fram Árni
Pétur Guðjónsson leikari og tón-
listarmennirnir Óskar Ingólfs-
son, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson
og Richard Korn.
Tónlistin í sýningunni er quint-
ett eftir John Speight, fluttur af
þeim Pétri Þorvaldssyni, Sesselju
Halldórsdóttur, Michael Shelt-
on, Richard Korn og Sveinbjörgu
Vilhjálmsdóttur, hljóðblöndun
eftir Pál Svein Guðmundsson,
sem sér um hljóðið í dansverkun-
um fjórum, auk verka eftir Osw-
ald von Wolkenstein, Sofiu Gu-
baidulinu og fleiri.
Leikmyndir og búningar eru
eftir Ragnhildi Stefánsdóttur,
Friðrik Weisshappel, Ásdísi
Guðjónsdóttur, Önnu Þ. Guð-
jónsdóttur og Ólöfu Ingólfsdótt-
ur. Ljós hannaði Sveinn Bene-
diktsson og lýsingu á sýningunum
annast Björn Þorgeirsson.
Lára Stefánsdóttir:
Ekki persónur
heldur tákn
Lára Stefánsdóttir hefur verið
meðlimur íslenska dansflokksins
í 7 ár, en hefur auk þess unnið
talsvert utan flokksins síðustu ár.
Hún hefur samið fjölda dansa
undanfarin ár, meðal annars Sof-
andi jörð fyrir N.a.r.t. hátíðina í
Reykjavík, verk sem síðar var
unnið fyrir sjónvarp. Lára er ein
þeirra sem stóðu að sýningu Pars
pro toto í fyrra, og nýtti til þess
styrk sem hún fékk úr sjóði
menntamálaráðuneytisins sama
ár. - Við fengum svo styrk eftir
að hafa sett upp ... en andinn er
veikur, segir hún, - svo það stóð
alltaf til að setja upp aðra sýningu
þó ekki hafi orðið af því fyrr en
núna.
- Vera byggir á hugmyndinni
um þetta barn sem býr í okkur
öllum og togstreituna sem af því
leiðir. Spurningin er hvort við
eigum að leyfa þessu barni að
njóta sín, að vera, eða ekki.
- Þessa glímu reyni ég að
undirstrika með tónlist og sviðs-
mynd. í fyrri hluta verksins er
tónlistin klarinettsóló sem Jón
Aðalsteinn Þorgeirsson leikur.
Hann er á sviðinu með dönsurun-
um og eins er barnið, Katrín Þór-
arinsdóttir til staðar. í þessum
fyrri hluta ríkir meiri friður en í
seinni hlutanum og myndast sam-
spil á milli barnsins og einnar
persónunnar, eða verunnar, því
þetta eru ekki beint persónur
heidur mikið frekar tákn.
- í seinni hlutanum hverfur
svo barnið af sjónarsviðinu og
kvintettinn tekur við, en hann
finnst mér meira lýsandi fyrir þá
glímu sem þarna fer fram. Tog-
streitan verður meiri bæði innra
með verunum og þeirra á milli,
og á sama tíma verða þær meira
leitandi en ráðvilltar um leið.
Einangrun þeirra reyni ég að
undirstrika með sviðsmyndinni,
sem eru eins konar hjúpar,
táknrænir fyrir þessa litlu ein-
staklingsveröld sem manneskjan
skapar sér í alheiminum.
Ingólfur Björn
Sigurðsson:
Hreyfing í tíma
og rúmi
Ingólfur Björn Sigurðsson hélt
til dansnáms f Stokkhólmi eftir að
hann útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla íslands árið 1978. Á meðan
á náminu stóð samdi hann nokk-
ur stutt dansverk og dansaði
einnig með ýmsum danshópum í
Stokkhólmi.
- Kveikjan að verkinu er út-
skúfun þess sem af einhverjum
ástæðum sker sig úr hópnum,
segir hann. - Hópurinn byrjar
sem einstaklingar, sem ef til vill
eru í einhvers konar sambandi
hver við annan, skiptist síðan í
konur og karla, sameinast og
endar Ioks á því að útiloka einn
einstakling.
- Þetta er ekki ballett heldur
dansverk, hreyfing í tíma og
rúmi. Ég er ekki að reyna að svið-
setja orð eða breyta þeim í hreyf-
ingar þar sem ákveðin hreyfing
þýðir eitthvað alveg sérstakt,
heldur er þetta dans byggður á
ákveðinni hugmynd.
- Þessi hugmynd um hreyfingu
í tíma og rúmi gaf mér svo hug-
myndina að tónlistinni, einhvers
konar blöndu úr til dæmis um-
hverfishljóðum, tali og tónum.
Ég hef sj álfur ekki kunnáttu til að
gera slíict og ræddi þetta við Pál
Svein Guðmundsson, sem sér um
hljóðið í sýningunni og hann
gerði fyrir mig músíkina við verk-
ið.
Sylvia von Kospoth:
Hvers vegna
hittumst viö?
Sylvia von Kospoth er gestahö-
fundur Pars pro toto. Hún lauk
dansnámi frá Netherlands The-
atre School árið 1984 og hefur
síðan starfað sem dansari, kenn-
ari og dansahöfundur. - Orante
‘89 er tvídans eða pas de deux,
segir hún. - Nafnið er sótt til
trúarlegra höggmynda, sem
mikið var gert af á miðöldum, en í
þeim öllum eru hendur sem
teygja sig til himins mjög áber-
andi.
- Þessi handahreyfing er mjög
mikilvæg í dansinum þó sama
hreyfingin sé ekki endurtekin.
Þetta er ekki ástardúett eins og
pas de deux er svo oft, heldur er
sú spurning sem að baki liggur
hvers vegna við hittumst í þessu
þjóðfélagi einfaranna. En Or-
ante er ekki leikhús eða saga. Ég
reyni ekki að svara spurningunni
heldur liggur hún einungis til
Hany Hadaya:
Saga úr Eden
Hany Hadaya er austurrískur
og lærði dans í Hollandi og í Vín-
arborg. Hann hefur auk klassísks
dans lært nútímadanstækni og
hefur tekið þátt í fjölda sýninga í
Hollandi og víðar. Hann dansar
nú með íslenska dansflokknum.
- Hugmyndin að baki Sögu úr
Eden var að ég vildi brjóta upp
þessa skiptingu sem er orðin
hefðbundin á milli listformanna,
segir hann. - Þessi hlutverka-
skipting á milli leikara, dansara
og tónlistarmanns var ekki til á
miðöldum, trúbadúrarnir
blönduðu saman leiklist og dansi,
sungu og léku á hljóðfæri og þetta
finnst mér að ætti allt að sameina
í leikhúsinu í dag.
- Tónlistin, hreyfingar og bún-
ingar eru sótt til miðalda og verk-
ið flytja tveir dansarar, leikari og
tveir tónlistarmenn, en þá var
erfiðast að finna, - í dag eru allir
orðnir svo sérhæfðir að það að
finna tónlistarmenn sem treystu
sér til að standa á leiksviði var alls
ekkert einfalt.
- Hugmyndina fékk ég upp-
haflega af leikriti eftir Dario Fo,
það er byggt á ítölsku miðalda-
leikriti og í því eru 20 mismun-
andi hlutverk fyrir einn ieikara.
Túlkun og tungutak miðaldal-
eikritanna var með allt öðrum
brag en nú er. Tungumálið er
gróft borið saman við það sem nú
þekkist, en það er samt mun eðli-
legra. Allt líkamlegt er eðlilegt.
Við höldum að við séum svo
líkamlega frjáls og eðlileg í dag,
en við erum í rauninni ruddaleg.
Til að mynda kunnum við engin
önnur ráð, eigi að sýna kynlíf á
leiksviði eða í kvikmynd, en að
sýna þá samfarir. Á miðöldum
réðu menn yfir mun fjölbreyttara
táknmáli, enda var fólk þá bæld-
ara og þurfti á feluleiknum og
táknmálinu að halda.
- Verkið lýsir samskiptum
karls og konu og það að ég skyldi
hafa það söguna af Adam og Évu
var eiginlega alveg óvart. f öllum
menningarheimum er að finna
söguna af fyrsta parinu svo mér
fannst ekki úr vegi að taka
eitthvað sem allir þekktu, fyrsta
parið var ekkert öðruvísi en pör
eru í dag, þá eins og nú upplifði
fólk ást, hatur og afbrýðisemi.
- Auk Adams og Evu þurfti ég
svolítið óðan uppfinningamann,
sem gerir tilraunir með fólk. Það
lá beinast við að það yrði Skapar-
inn, sem Richard Korn túlkar,
honum er ekið um leiksviðið með
kontrabassann. Svo koma þarna
fyrir tveir englar, dansari og tón-
listarmaður, annar þeirra reynir
að koma parinu saman, en hinn
er sendur af Skaparanum til að
tæla Adam.
LG
Föstudagur 3. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21