Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.11.1989, Blaðsíða 16
TOLVUR Með ólæknandi tölvu< Einar Karlsson, fyrrverandi Ijósmyndari Þjóðviljans klífur nú metorðastigann í tölvuheiminum. Mynd: Jim Smart. undinni. Maður sem ætlar að fá sér tölvu fer yfirleitt ranga leið, hann kaupir tölvu og fer síðan að hugsa um hugbúnaðinn sem hann þarf að nota. í>á kemst hann kannski að þvf að sá hugbúnaður passar ekki við þessa tölvu. Á þennan hátt hafa mörg stór mis- tök verið gert í tölvumálum. Tölvan er einsog bensínlaus bíll án hugbúnaðar.“ Blaðamennskan spennandi Saknar þú einhvers úr blaða- mennskunni? „Ja, ein af ástæðum þess að ég gæti ekki hugsað mér að vinna eingöngu við forritun er hve ein- manalegt það er. Hjá Örtölvu- tækni held ég tengslum við fólk í sambandi við þjónustuna og það er ágætt að blanda þessu þannig saman. Það skemmtilegasta við blaðaljósmyndun var líklegast spennan og ýmsar óvæntar uppá- komur. Maður vissi aldrei hvað næsti dagur bæri í skauti sem er mjög ólíkt minni vinnu í dag sem gengur mikið út á að skipuleggja fram í tímann. Blaðaljósmyndun er hinsvegar aðallega fyrir unga og fríska menn og er mjög sjald- Þú stendur betur að vígi að loknu hagnýtu námi Með námi í skrifstofutækni nærð þú góðum tökum á tölvum og notkun þeirra. Þú kynnist bókfærslu, stjórnun og fleiri viðskiptagreinum, rifjar upp ýmislegt í íslensku og færð góða innsýn í viðskiptaensku. Námið tekur um 16 vikur. Kennt er tvö kvöld í viku og á laugardögum. Að námi loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Boðið er upp á afar hagstæð greiðslukjör. Innritun er þegar hafin. Hafðu samband við okkur hjá Tölvufræðslunni í síma 91-687590 og við sendum þér bækling um hæl. i Tölvufræðslan ÚTIBÚ Á AUSTURLANDI Sérhæfðar nýjungar Meðal nýjunga íAxel-hugbúnaði eru blaðapakki, nemendabókhald og samofinn viðskiptahugbúnaður Þótt þróun hugbúnaðar gangi heldur hægar en þróun vélbún- aðar þýðir það ekki að íslenskir forritarar sitji auðum höndum. Talsverður fjöldi hugbúnaðarfyr- irtækja er starfandi hérlendis og virðast þau hafa næg verkefni þrátt fyrir samdrátt í atvinnulífi. Eitt þessara fyrirtækja er hug- búnaðarfyrirtækið Tölvölur sem hefur einbeitt sér að sérhæfðum verkefnum, ma. á viðskiptasvið- inu. Framkvæmdastjóri þess er Þórhannes Axelsson og hefur hann sett á markað þrjár nýjung- ar undir heitinu Axel- hugbúnaður. „Við erum þrír forritarar sem vinnum þennan viðskiptahug- búnað. Við höfum verið með við- skiptahugbúnað fyrir ríkisstofn- anir, sveitarfélögogfyrirtæki. Nú þegar virðisaukaskatturinn tekur gildi passa þessi forrit með smá- vægilegum breytingum að því kerfi, sagði Þórhannes í samtali við Nýtt Helgarblað." Blaðapakki og nemendabókhald Hvaða nýjungar hafið þið sett fram að undanförnu? „Nýjungarnar hjá okkur nú eru aðallega þrjár. Fyrst skal nefna svokallaðan Blaðapakka sem gerður er fyrir blöð og tíma- rit. Hann heldur utan um áskrif- endur, innheimtu og þess háttar. Nú er þetta komið í fleiri gerðir véla, ekki bara PC heldur líka UNIX, VAX og fleiri stærri vél- ar. Þetta er mjög öflugt og skilvíst kerfi og tengist bókhaldi í sam- bandi við áskriftir og sölu. í því er líka svokailað sjoppukerfi fyrir lausasölu." „Nemendabókhaldið er þann- ig tilkomið að við gerðum samn- ing við menntamálaráðuneytið um að skrifa forrit fyrir fram- haldsskóla. Það heldur utan um allt sem viðkemur nemendanum, próf hans, viðvist, töflugerð ofl. Töflugerðin er reyndar unnin í Reiknistofu Háskólans en verður á næsta ári unnið í skólunum sjálfum. Þetta er semsagt gert fýrir skólana sjálfa til að viðhalda öllum nauðsynlegum upplýsing- um um nemendur. Þessi hugbún- aður er einnig skrifaður í um- hverfi sem gengur í flestar gerðir véla. Menntamálaráðuneytið fylgdist mjög vel með þessu verk- efni undir forystu Harðar Lárus- sonar og Karls Kristjánssonar og tel ég að þar hafi verið mjög veí að málum staðið. Nefnd skóla- manna hefur verið starfandi til að fara yfir gang mála og er það mjög jákvætt. Tölvuvæðing hjá ríkisstofnunum hefur verið mikið gagnrýnd að undanförnu en ég tel að þetta hafi heppnast einstak- lega vel vegna þess að tilvonandi notendur voru alla tíð þátttak- endur í gerð hugbúnaðarins. Það mætti gjarnan gera meira af því að notandinn komi snemma inn í myndina. Nemendabókhaldið er nú komið í eina 10-11 skóla og verður komið í 16-20 skóla um næstu jól.“ Samofinn hugbúnaður „Þriðja nýjungin frá okkur er hugtak sem ég vil kalla samofinn viðskiptahugbúnað. Þetta er ekki fjárhags- viðskipta- og birgða- bókhald hvert í sínu lagi heldur eru þessir þættir samofnir. Þegar þú skrifar reikning eða skráir birgðir ertu jafnframt að færa bókhald í leiðinni. Þessi hugbún- aður er tilbúinn til að mæta virð- isaukaskattinum og á að auð- velda alla vinnu og skil á honum. Allar skýrslur varðandi skattinn koma frá hugbúnaðinum og kerf- ið greinir nákvæmlega inn- og út- skatt og eftir kennitölu hvaðan og hvert skatturinn fer. Það er tví- mælalaust framtíðin að hafa hug- búnaðinn svona samofinn og má fá af því mikinn sparnað. Við munum í samvinnu við Tölvuf- ræðsluna halda námskeið nú í nóvember um virðisaukaskatt og er höfðað sérstaklega til þeirra sem eru skattskyldir í fyrsta sinn.“ Einar Karlsson var Ijósmyndari Þjóðviljans í 10 ár áður en hann hóf að starfa við tölvur Lesendur Þjóðviljans til margra ára muna eflaust eftir Ijósmyndum merktum -eik í blað- inu. Heiðurinn af þeim átti Ijósm- yndari blaðsins í 10 ár, Einar Karlsson, en hann hætti störfum á blaðinu fyrir 4-5 árum. Þá hafði hann orðið gagntekinn af öllu sem viðkemur tölvum og í dag starfar hann á tveimur aðskildum stöðum í tölvugeiranum. Hann rekur við þriðja mann hugbúnað- arþjónustuna Rökver en vinnur einnig hjá Örtölvutækni. Nýtt helgarblað lagði leið sína í Kópa- voginn þarsem Einar var önnum kafinn í eitt verkefna sinna hjá Rökver. Sjálfmenntaður Hvað olli því að þú fórst að vinna við tölvur? „Ég hef alla tíð haft áhuga á tölvum og keypti mína fyrstu tölvu árið 1981 sem var Sinclair tölva með 1 kB minni. Á hana skrifaði ég mitt fyrsta forrit sem reiknaði út skákstig en ég var tal- svert í skákinni líka. Með tölv- unni gat ég síðan blandað saman praktík og áhugamáli á þennan hátt. Það hittist þannig á að fyrir- tækið Míkró hafði aðsetur í sama húsi og Þjóðviljinn að Síðumúla 6. Mig vantaði prentara fyrir næstu tölvu mína og eftir að hafa verslað við þá leið ekki á löngu þar til ég var orðinn fastagestur með kaffibolla á neðri hæðinni. Þetta endaði með því að ég fór að vinna fyrir Míkró og fluttist þann- ig með þeim inn í Skeifu. Þetta var árið 1985 en tölvur höfðu ver- ið aðal áhugamálið frá 1981 með tilheyrandi andvökunóttum um helgar.“ Þú hefur því verið sjálf- menntaður tölvufræðingur? „Já, því miður hefur ekki verið tækifæri til að læra nákvæmlega það sem ég er að gera í dag, sem er svokölluð vandamálagreining eða þjónusta í kringum tölvur. Ég byrjaði hjá Örtölvutækni fyrir tveimur árum og fer á milli staða til að finna hvað sé að. Ég þarf að finna vandamálið og ýmist leysi ég það sjálfur eða kalla til hug- búnaðarmann eða vélbúnaðar- mann. Svo hef ég einnig skrifað mikið af kerfum sem notuð eru innanhúss í Örtölvutækni. Við erum þrír saman hjá Rökver og vinnum þetta í bland en félagatal- ið er sérstaklega komið frá mér. En þótt ég hafi ekki farið í skóla til að læra tölvufræði hef ég náttúrlega menntað mig mikið með gífurlegum lestri á fagtímari- tum og bókum. Ég var heldur ekki menntaður ljósmyndari en ég hef alla tíð verið gífurlega mik- ill dellukall. Ég tek allt sem ég fæ áhuga á af miklum krafti og fyrir vikið ekki verið viðræðuhæfur á meðan. Ég og bróðir minn, Sverrir, fór svipaða leið en báðir erum við menntaðir smiðir. Hans Skrifstofutækninámskeið Tölvufræðslunnar á Austurlandi tilfelli er þó enn furðulegra því hann vann um tíma sem smiður en datt af vinnupalli, slasaðist illa og steig upp sem forritari. Ég byrjaði á Vísi með því að taka íþróttamyndir. Ég varð síðan leiður á því kvöld- og helgar- standi og fór yfir á Þjóðviljann þarsem mér leið auðvitað lang best.“ Finnst þér þú hafa misst afein- hverju með því að nema ekki tölvufræði á skólabekk? „Já, ég er sannfærður um að það er betra að læra í skóla og ég hvet alla til að gera það frekar. Það er svo miklu meira puð að gera þetta allt sjálfur og er að reka sig á alls konar veggi við að hafa engan kennara til að leiðbeina. Á móti kemur að þá sem koma úr Háskólanum vantar oft þessa praktík sem við hinir höfum. Þeir hafa ekki kynnst sög- unni á bak við ýmis vandmál. Það getur enginn sett sig nógu vel inn í þessi fræði nema að vera með tölvu heima hjá sér og vinna í þessu sjálfur. Praktíkin verður að vera með og má benda ráða- mönnum í Háskólanum á að leggja meiri áherslu á hana í bland við teóríu og stærðfræði. Ég þekki fyrirkomulagið í Iðns- kólanum og þótt það sé kannski ekki beint lausnin verður að teng- ja atvinnulífið betur skólanum. Þróunin er mikið í þá átt að stóru fyrirtækin hverfa frá stóru tölvunum og nota heldur PC vél- ar í nettengingu. Ég hef sérhæft nokkuð í uppsetningu neta og þekki það vel. Það er margt að gerast í PC vélum og mun OS/2 stýrikerfið taka yfir fljótlega eða UNIX stýrikerfið sem er mikið að koma út í viðskiptalífið núna. Eitt prinsipp í tölvumálum sem allt of oft er horft framhjá er að velja hugbúnað á undan tölvuteg- 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.