Þjóðviljinn - 30.12.1989, Page 3
Aramótabretinur
á höfuðborgar-
svæðinu
Hápunktur gamárskvölds hjá
mörgum er að fara á brennu og
horfa á gamla árið brenna upp við
undirspil púðurkerlinga og flug-
elda. Hér áður fyrr var brenna í
hverju hverfi en þeim hefur fækk-
að undanfarin ár. í staðinn eru
hlaðnir fáir stærri kestir og hafa
bæjaryfirvöld iðulega hönd í
bagga með það. Hér á eftir verða
taldar upp helstu áramótabrenn-
urnar á höfuðborgarsvæðinu.
Reykjavík Ægissíða/ Faxa-
skjól. íþróttasvæði Fjölnis Graf-
arvogi. Upp af Leirubakka í
Breiðholti. Á sjávarkambi neðan
Fossvogskirkjugarðs. Við Skild-
inganes. Seltjarnanes Á Valhúsa-
hæð. Kópavogur Á Kársnesi. í
gryfjunum við Smárahvamm. í
Vatnsendalandi. Garðabær Við
Bæjarbraut. Á Vífilstaðatúninu.
Á Árnarnesi (að öllum líkindum)
Álftanes í Gesthússlandi. Hafn-
arfjörður Sunnan Þorlákstúns,
syðst í bænum. Undir Ásfjalli.
Vestan Heiðvangs, rétt hjá
Hrafnistu.
Svartur nætur-
himininn sprakk út
Það er tilkomumikið að horfa
til himins á miðnætti hver áramót
og sjá hvernig svart hvolfið
springur út í litglöðum töfraljós-
um. Þessi friðsama þjóð verður
skyndilega svo skotóð að engu er
líkara en hún ætli í eitt skipti fyrir
öll að sprengja burt allt það sem
hún hefur bælt hið innra með sér
aUt liðið ár.
Það mun láta nærri að um 100
tonn af flugeldum fuðri upp um
hver áramót og þær eru ófáar
miljónimar sem ýlfrandi rakett-
urnar þjóta með út í himinhvolf-
ið. Við getum þó huggað okkur
við að ágóðinn af sölunni rennur
að stærstum hluta til góðra mál-
efna.
Hjálparsveitir, björgunar-
sveitir, slysavarnafélög og íþrótt-
afélög njóta góðs af skotgleðinni,
því þessir aðilar selja tundrið. Yf-
irleitt er hægt að kaupa misstóra
pakka af sprengiefninu og er
verðið á pökkunum á bilinu eitt
þúsund krónur þeir minnstu og
ódýrustu upp í rúmar 5000 krón-
ur. Meðal fjölskyldupakki kostar
frá tvö til þrjú þúsund krónur. í
þessum pökkum kennir margra
púðurgrasa, blys, stjömuljós,
rakettur og ýmsar aðrar púður-
kerlingar. Einnig er hægt að
kaupa einstaka flugelda, blys eða
stjörnuljós sér.
Rétt er að minna á að flugeldar
og annað tundur er ekki fyrir
börn að leika sér að. Þetta em
hættuleg leikföng og því rétt að
sýna fyllstu gætni við meðferð
þeirra og ættu menn að sleppa því
að skjóta hafi þeir fengið sér neð-
aníðí.
Biskupinn
Beðið fyrir Rúmenum
Uíanríkisráðherra lýsiryfirstuðningi við Pjóðfrelsis-
ráðið í Rúmeníu
Biskupinn hefur hvatt presta
og söfnuði til þess að minnast
rúmensku þjóðarinnar við guðs-
þjónustur um áramótin.
í fréttatilkynningu frá Biskups-
stofu segir að þjáning rúmensku
þjóðarinnar og hetjuleg barátta
fýrir frelsi og mannréttindum sé
mikið bænarefni öllum kristnum
mönnum, ekki síst nú er upp-
byggingarstarfið er hafið og unn-
ið er að því að koma á lýðræði og
réttlæti í landinu.
Þá segir að biskupinn hafi
leitað eftir því við utanríkisráðu-
neytið að það geri sitt fyrir hönd
íslensku þjóðarinnar til að styðja
baráttu rúmensku þjóðarinnar á
þessum örlagatímum í sögu henn-
ar.
í gær barst svo fréttatilkynning
frá utanríkisráðuneytinu þar sem
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra lýsir ánægju sinni
með myndun Þjóðfrelsisráðsins í
Rúmeníu og með fyrirheit ráðs-
ins um að efna til lýðræðislegra
og frjálsra kosninga í Rúmeníu í
apríl nk.
„Utanríkisráðherra óskar
hinni nýju stjórn í Rúmeníu góðs
gengis í viðleitni hennar til að
tryggja frið og stöðugleika í
landinu. íslensk stjórnvöld
fullvissa hina nýju stjórn enn-
fremur um fullan samstarfsvilja
þeirra í þessu efni,“ segir orðrétt í
tilkynningunni.
Utannkisráðherra fól í gær
sendiráði íslands í Moskvu, sem
jafnframt er sendiráð gagnvart
Rúmeníu, að koma þessum skila-
boðum á framfæri við rúmensk
stjórnvöld. -Sáf
GA
Hinn 1. janúar 1990 taka gildi sem kunnugt er
breytingar á skipulagi sjúkratrygginga innan
almannatryggingakerfisins. Þá verða lögð niður
öll 40 sjúkrasamlög landsins og starfsemi þeirra
falin Tryggingastofnun rlkisins. Sýslumenn og
bæjarfógetar munu frá 1. janúar 1990 taka að sér
umboð sjúkratrygginga utan Reykjavlkur, eins og
gilt hefur um aðra þætti almannatrygginga
hingað til, en aðalskrifstofur Tryggingastofnunar
rlkisins að Laugavegi 114 og Tryggvagötu 28
munu annast sjúkratryggingar Reykvlkinga.
Miðað er við, að flestallar greiðslur, sem sjúkra-
samlögin hafa annast fram að þessu, fari fram
eftir breytinguna I viðkomandi umboðum Trygg-
ingastofnunar rlkisins hjá bæjarfógetum og
sýslumönnum eða I útibúum þeirra. Stefnt er að
þvl, að innan tveggja ára geti almenningur fengið
greiddar hvers kyns sjúkrabætur I hvaöa umboði
sem er eða hjá aðalskrifstofunni I Reykjavlk.
Þangað til verður þaö hins vegar meginreglan, að
hver og einn haldi sig við það umboð (i Reykjavik
aðalskrifstofu TryggingastofnunarJ þar sem hann
á lögheimili. Séu hins vegar sérstakar ástæður
fyrir hendi svo sem tlmabundin dvöl vegna
atvinnu eða náms eða annars þess háttar, ér I
lagi að skipta við annað umboð eða aðalskrif-
stofu. Þetta gildir þó ekki um greiðsiur á sjúkra-
dagpeningum eða ferðakostnaði innanlands, en
þær verða fyrst um sinn eingöngu bundnar við
afgreiðslustað þar sem viðkomandi á lögheimili.
HVERT ÁTTU AÐ LEITA?
IREYKJAVIK
1. Á skrifstofunni í Tryggvagötu 28 mun
fólk sækja áfram alla þá þjónustu, sem
það hefur hingað til sótt til Sjúkra-
samlags Reykjavíkur nema afgreiðslu
lyfjaskírteina og endurgreiðslu á
erlendum sjúkrakostnaði, sem hvort
tveggja verður á Laugavegi 114.
í Tryggvagötu fer því fram eftirtalin
afgreiösla til almennings:
a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga,
sem ekki þarf að samþykkja sérstak-
lega af hálfu Tryggingastofnunar.
b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga til
Reykvíkinga.
c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis-
hjálparkostnaðar.
d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra-
flutningskostnaðar.
e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga
innanlands til Reykvíkinga.
f) Útgáfa skírteina til örorku- og ellilíf-
eyrisþega vegna 12 skipta hjá
sérfraéðingum.
g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra-
trygginga.
h) Val og skráning hjá heimilislæknum
í Reykjavík.
2. Á Laugavegi 114 mun fólk sækja
áfram þá þjónustu, sem það hefur
hingað til sótt til sjúkratryggingadeildar
Tryggingastofnunar ríkisins og auk
þess afgreiðslu lyfjaskírteina og endur-
greiðslu áerlendum sjúkrakostnaði.
A Laugavegi fer því fram eftirtalin
afgreiðsla til almennings:
a) Afgreiðsla hjálpartækjaumsókna.
b) Afgreiðsla tannlæknareikninga, sem
þurfa sérstakt samþykki Trygginga-
stofnunar til greiðslu.
c) Útgáfa lyfjaskírteina.
d) Greiðsla vegna læknismeðferðar
erlendis.
Þessi starfsemi verður eingöngu að
Laugavegi 114 fyrir allt landið.
Til að byrja með verða gömlu sjúkrasamlagsskírteinin látin halda gildi sinu þar til sérstök
sjúkratryggingaskírteini leysa þau af hólmi.
Þá skal áréttað, að framangreindar breytingar hafa engin áhrif á þjónustu lifeyris- og slysa-
trygginga, sem verður því með óbreyttum hætti á sömu stöðum og verið hefur.
UTAN REYKJAVIKUR
í umboðum Tryggingastofnunar ríkisins
hjá bæjarfógetum og sýslumönnum og
mögulegum útibúum þeirra mun fólk
sækja áfram alla þá þjónustu, sem það
hefur hingað til sótt til síns sjúkra-
samlags, þó ekki afhendingu lyfja-
skírteina og endurgreiðslu á erlendum
sjúkrakostnaði. Vegna húsnæðiseklu
verða bæjarfógetar á nokkrum stöðum
á landinu að nýta tímabundið húsnæði
sjúkrasamlaganna fyrir þessa nýju
starfsemi. Gildir þettaá Akranesi,
Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi
fyrst um sinn. I umboðunum ferþví
fram eftirtalin afgreiðsla til almennings:
a) Endurgreiðsla tannlæknareikninga,
sem ekki þarf að samþykkja sérstak-
lega af hálfu Tryggingastofnunar.
b) Afgreiðsla sjúkradagpeninga til
sjúklinga með lögheimili á svæði
umboðsins.
c) Greiðsla vegna endurkræfs læknis-
hjálparkostnaðar.
d) Greiðsla vegna endurkræfs sjúkra-
flutningskostnaðar.
e) Greiðsla á ferðakostnaði sjúklinga
innanlands til þeirra, sem eiga
lögheimili ásvæði umboðsins.
f) Útgáfa skírteina til örorku- og ellilíf-
eyrisþega vegna 12 skipta hjá
sérfræðingum.
g) Útgáfa réttindaskírteina sjúkra-
trygginga.
h) Milliganga gagnvart aðalskrif-
stofunni á Laugavegi 114 í Reykjavík
vegna þeirrar starfsemi, sem
eingöngu fer fram þar.
TRYGGINGASTOFNUN
RÍKISINS
Laugardagur 30. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3