Þjóðviljinn - 30.12.1989, Qupperneq 4
ISIENSKA AUClfSINCASTOFAN HF.
115 MILUONUM
RÍKARI
UM ÁRAMÓTIN
Hvað er þér minnisstæðast á árinu
Þórður Skúlason
Lang-
ferö á
hestum
„Persónulega er mér minnisstæð-
ust langferð sem ég fór í sumar á
hestum; austur yfir vötn og síðan
fram Blöndudal og fram Eyvind-
arstaðaheiði, yfir Blöndu og
Hveravelli, norður Auðkúlu-
heiði og Grímsstaðaheiði,
Vatnsdalinn og heim. Að auki fór
ég utan á árinu til Frakklands og
Ítalíu,“ sagði Þórður Skúlason
sveitarstjóri á Hvammstanga.
Af innlendum atburðum er
Þórði ofarlega í huga myndun
nýrrar ríkisstjórnar á haustmán-
uðum, hneyklismál varðandi
brennivfnskaup en eftirminni-
legast eru þó atvinnumálin og
þróun þeirra á árinu. Þórður
sagði að mikil umskipti hafi orðið
til hins betra á árinu í þeim efnum
og þá sérstaklega með stofnun
Atvinnutryggingasjóðs og Hlut-
afjársjóðs þó mörg vandamálin
varðandi stöðu atvinnumála víðs
vegar í landinu séu enn óleyst.
Síðustu fréttir um íbúaþróun í
landinu sagði Þórður vera ugg-
vænlegar og yrðu þjóðinni dýr-
keypt ef áfram heldur sem horfir
að sífellt fleiri sækja suður á bóg-
inn af landsbyggðinni.
Af erlendum atburðum ársins
vega þyngst að mati Þórðar þeir
atburðir sem hafa verið og eru að
gerast í ríkjum A-Evrópu og þá
sérstaklega að valdhafarnir skuli
hafa gefið völdin eftir svo til án
átaka. Undantekningar á þessu
eru Tékkóslóvakía en þó aðal-
lega í Rúmeníu þar sem grimmd-
in hefur verið alveg ótrúleg.
Innrás Bandaríkjamanna í Pa-
nama er einn af þeim atburðum
sem minnisstæðir eru á árinu og
sú ætlan þeirra að vera eins konar
alheimslögregla þegar svo ber
undir og sagði Þórður að svo virt-
ist sem þeir hafi engu gleymt í
þeim efnum.
-grh
Rétt einu sinni geta Kjörbókareigendur glaðst
nú um áramótin. Þá leggst Kjarabót, sem er
verðtryggingaruppbót, við allar innstæður sem staðið
hafa óhreyfðar síðastliðna 6 mánuði.
Kjarabótin er að þessu sinni 115 milljónir króna.
Ársávöxtun Kjörbókar á árinu 1989 var því á bilinu
25,04 til 27,29%. Því má heldur ekki gleyma að
innstæða Kjörbókar er algjörlega óbundin.
Landsbanki
Islands
Banki allra landsmanna
(UÓOVIUINN
Tíminn
r 68 13 33
r 68 18 66
r 68 63 00
Bladburdur er á
BESTA TRIMMIÐ
og borgar sigL
BLAÐBERAR ÓSKAST Vantar
blaðbera
víðs
vegar
, J| i I um
J bæinn
(\F»
Hafðu samband við okkur
þlÓÐVILJINN
Síðumúla 6
0 68 13 33
Hafirðu
smakkað 11111
- láttu þér þá AIJDREI
detta í hug
að keyra!
ilx
FERÐAR