Þjóðviljinn - 30.12.1989, Síða 5

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Síða 5
FRÉTTIR Virðisaukaskattur Allt klappað og klárt Fjármálaráðuneytið gafútsíðustu reglugerðirnar ígær um endurgreiðslu afinnlendum matvœlum, greiðslufrest við innflutning og endurgreiðslur til húsbyggjenda Fjármálaráðneytið gaf út síð- ustu þrjár reglugreðirnar í gser, sem nauðsynlegt var að setja við upptöku virðisaukaskatts. Gefin var út reglugerð um endur- greiðslu hluta virðisaukaskatts- ins af nýmjólk, léttmjólk, G- mjólk og undanrennu, kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum, neyslufiski og fersku innlendu grænmeti, þannig að þessar vöru- tegundir beri ígildi 14% skatts í stað 24,5%. Mjólk á því að lækka í verði um 9% strax eftir ára- mótin. í fréttatilkynningu ráðuneytis- ins segir að samsvarandi lækkun eigi að nást fram á kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum en lækkunin verði eitthvað minni á unnum kjötvörum og verð á fiski og grænmeti eigi að geta lækkað svipað. Meiri óvissa ríkir þó um verðlækkun á fiski og grænmeti vegna þess að verðlagning á þess- um vörum er frjáls. Fjármála- ráðuneytið og viðskiptaráðu- neytið hafa byrjað átak til að kynna verðlagsmál fyrir neytend- um, til að hvetja þá og kaupmenn til samstarfs um að endur- greiðslan skili sér til neytenda. Munurinn á endurgreiðslum virðisaukaskatts og hefðbundn- um niðurgreiðslum er að endur- greiðslurnar eru ákveðnar í lögum og fylgja að fullu sveiflum í verði afurða og endurgreiðslum- ar eru verðtryggðar á meðan niðurgreiðslumar em oftast föst krónutala. Fjármáiaráðuneytið segir virðisaukaskattinn eiga að hafa í för með sér 2-2,5% lækkun á matvælalið framfærsluvísitöl- unnar en heildaráhrifin á vísi- töluna verði um 0,5-1%. Önnur reglugerðin sem gefin var út í gær er um endurgreiðslur vegna vinnu manna við byggingu íbúðarhúsnæðis og verður endur- greiðslan verðtryggð með láns- Gó&ur a&búna&ur. Vinnustað Davíðs Axelssonar, byggingameist- ara, Þverholti 11, Mosfellsbæ, var veitt sérstök viðurkenning Tré- smiðafélags Reykjavíkur, fyrir góðan aðbúnað, en félagið veitir þessa viðurkenningu. Segist Trésmiðafélagið vonast til að þessi viður- kenning verði til þess að hvetja önnur fyrirtæki í byggingariðnaði til að leggja aukna rækt við aðbúnað og öryggi á vinnustöðum. Myndin var tekin þegar starfsfólkinu var veitt viðurkenningin í gær. Mynd Jim Smart. kjaravísitölu. Einnig er gert ráð fyrir endurgreiðslum vegna meiriháttar endurbóta á eldra húsnæði og er þá miðað við að endurbæturnar kosti amk. sem samsvarar 7% af fasteignamati íbúðar. Virðisaukaskatturinn ætti því ekki að leiða til meiri hækkunar á byggingarvísitölu en 1% segir ráðuneytið. Síðasta reglugerðin fjallar um greiðslufrest á virðisaukaskatti í tolli vegna innflutnings. Frestur- inn tekur fyrst og fremst til hrá- efnis til iðnaðarframleiðslu og olíuvara. En aðrir innflytjendur fá fyrst um sinn líka greiðslufrest, til að koma í veg fyrir hugsan- legar verðhækkanir á fyrstu mán- uðum ársins vegna aukinna fjár- bindinga, til dæmis í smásölu- verslun. Samkvæmt tilkynningu ráðu- neytisins verður almenna reglan sú að greiðslufrestur verður veittur fyrir tvo mánuði í senn, allt frá 15 dögum upp í 75 daga. Þessi regla gildir fyrir alla inn- flytjendur fyrstu 4 mánuði ársins en eftir það styttist greiðslufrest- urinn um 15 daga vegna annarra vara en hráefnis til iðnaðar og olíuvara. Greiðslufrestur verður aðeins fenginn ef innflytjendur leggja fram yfirlýsingu banka, spari- sjóðs eða tryggingarfélags um að sjálfsskuldarábyrgð sé tekin á þeirri fjárhæð sem lánuð er vegna virðisaukaskattsins. -hmp Þjóðarauður Vex með Stöð 2 Leitar á náðir ríkisins Forráðamenn Stöðvar2 biðja ríkið að ábyrjast400 milljóna lán tilað forðast gjaldþrot. Verslunarbankinn órólegur vegna skuldastöðu stöðvarinnarfyrir sameiningu ííslandsbanka. Júlíus Sólnes: Áskrif- endur yfirtaki stöðina Forráðamenn Stöðvar 2 hafa leitað á náðir hins opinbera og farið fram á það við ríkisstjórn- ina að ríkissjóður veiti 400 milljóna ríkisábyrgð á lán til að rétta við skuldastöðu stöðvarinn- ar. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til þessarar beiðni en ráð- Stjórn Fiskveiðasjóðs íslands ákvað í gær að ganga að til- boði Odda hf. í skipið Patrek BA sem hljóðaði upp á 165 miljónir króna. Sömuleiðis að ganga að tilboði fyrirtækisins í Hraðfrysti- hús Patreksfjarðar sem var upp á 52 miljónir króna. Samkvæmt þessu mun Patrek- herrarnir Ólafur Ragnar Gríms- son, Steingrímur Hermannsson, Júlíus Sólnes og Jón Sigurðsson hafa málið til athugunar. Versl- unarbankinn þrýstir mjög á Stöð 2 að bæta stöðu sína gagnvart bankanum, aðallcga vegna þess að annars yrði staða bankans slæm við sameininguna með Út- ur B A halda brátt til heimahafnar á nýjan leik en Fiskveiðasjóður keypti skipið á nauðungarupp- boði fyrr á árinu, en áður var það í eigu Jóns Magnússonar útgerð- armanns á Patreksfirði sem jafn- framt er eigandi Odda hf. Alls bárust sex tilboð í Patrek BA og voru þau frá 120 miljónum vegsbankanum og Iðnaðarbank- anum í Islandsbanka um áramót. Beiðni stöðvarinnar var lögð fram á ríkisstjórnarfundi á fimmtudag. Ríkisstjórnin ætlaði síðan að halda fund í gær en hon- um var frestað. Júlíus Sólnes ráð- herra Hagstofu íslands sagðist lítið hafa um málið að segja þegar króna og uppí 165 miljónir. Ut- lagður kostnaður Fiskveiðasjóðs vegna Hraðfrystihússins og skips- ins er áætlaður um 300 miljónir króna og mismunurinn á verði þessara tveggja eigna og því er um rúmar 80 miljónir króna sem Fiskveiðasjóður mun sitja með uppi. -grh Þjóðviljinn ræddi við hann í gær. Hann sagðist reiðubúinn að skoða málið og þættist halda að embættismenn væru nú að fara yfir gögn um fjárhagsstöðu Stöðvar 2, sem forráðamenn hennar lögðu fyrir ríkisstjórnina. Persónulega sagðist Júlíus ekki telja óeðlilegt að áskrifendur yf- irtækju Stöð 2. Ef þeir 50 þúsund áskrifendur stöðvarinnar, sem hún segðist hafa, keyptu allir hlutabréf í stöðinni fyrir 2-4000 krónur ætti að vera hægt að rétta við stöðuna. Hinir nýju hluthafar gætu síðan kosið stjórn og fram- kvæmdastjóra og komið málum í eðlilegan farveg. „Það hljóta að vera áskrifendurnir sem hafa mestan áhuga á að reksturinn sé í lagi,“ sagði Júlíus. Þjóðviljinn reyndi árangurs- laust að ná í Jón Óttar Ragnars- son, einn aðaleigenda Stöðvar 2, í gær en án árangurs. Beiðni stöðvarinnar til ríkisstjórnarinn- ar mun hafa fylgt yfirlýsing um að núverandi eigendur hefðu áhuga á að breyta stöðinni í almenn- ingshlutafélag en þó þannig að enginn einn aðili ætti meiri hlut en eina milljón krónur. -hmp ári hverju Hvorki landið sjálft né auðlindir þess talin með Þjóðarauður íslendinga í árs- lok 1988 á verðlagi þess árs nam 658.612 miljónum króna og þar af var verðmæti íbúðarhúsnæðis 201.271 mifjónum króna. Til samanburðar var hann 545.651 mi|jón krónur á árið 1987 á verð- lagi þess árs og þá voru verðmæti íbúðarhúsnæðis metin á 167.168 miljónir króna. Þessar upplýsingar koma fram í desember riti Hagdeildar Seðla- banka fslands. En í hverju felst þjóðarauðurinn? Að sögn Har- aldar Erlingsen hjá Þjóðhags- stofnun eru það allar fasteignir nema landið sjálft og auðlindir þess í hafinu umhverfis það og jarðhiti svo eitthvað sé nefnt. Ástæða þess að þessir hlutir eru ekki reiknaðir inn í þjóðarauðinn eru ma. vegna þess hversu erfitt er að meta þá til fjárs. Þá eru íbúðarhús ekki talin með þar sem þau eru hluti af einkaeign sem og einkabflar. Meðal þess sem telst með í þjóðarauði íslendinga eru því öll framleiðslutæki landsins, rækt- un, atvinnuhúsnæði, innstokks- munir þess að undanskildu því sem er í íbúðarhúsnæði, skip, bátar, flugvélar og atvinnuöku- tæki, allar byggingar og mannvirki hins opinbera ss. veg- ir, brýr, vitar, hafnir, götur og holræsi. -grh Fiskveiðasjóður Patrekur heim á ný Oddi hf. bauð mest í Patrek og Hraðfrystihús Patreksfjarðar. Tap Fiskveiðasjóðs rúmar 80 miljónir Laugardagur 30. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.