Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 12
Árið hófst eins og því fyrra lauk fyrir botni Miðjarðar- hafs: með ófriði. Uppreisn palestínskra íbúa á vest- urbakka Jórdanar og Gaza-svæðinu héldu áfram að mótmæla hernámi ísraels þriðja árið í röð. Eru fallnir nú orðnir á sjöunda hundrað í uppreisninni. Austar í Asíu lauk brottflutningi sovéskra hermanna frá Afganistan f febrúar. Flestir áttu von á því að stjómin í Kabúl færi fljótlega halloka fyrir upp- reisnarmönnum en það fór á aðra leið. Andófsöflin eru sundruð og hafa ekki getað sameinast í barátt- unni gegn stjóminni. f Líbanon blossaði þrálátur innaniandsófriður upp á fyrri hluta árs og kostaði 850 manns lífið á árinu. Meðal hinna föllnu var forseti landsins, Rene Mu- awad, en hann sat aöeins sautján daga á forseta- stóli, komst þangað fyrir tilstilli friðarsamkomulags sem Arababandalagið hafði forgöngu um í nóvem- ber. Arftaki Muawads, Elias Hrawi, nýtur stuðnings arabískra íbúa landsins en kristnir menn sætta sig ekki við yfirráð hans. í Kambodju lauk hemámi Víetnama sem staðið hafði f áratug. Síðustu hermennirnir fóru í septemb- er en þrátt fyrir samningaumleitanir hefur ekki náðst samkomulag um framtíðarskipan í þessu stríðs- hrjáða landi milli stjómvalda í Pnom Penh og skæruliða Rauðra khmera, Síhanúks fursta og fé- laga. sunnanverðri Afríku urðu þau tíðindi helst að Namibía hlaut stjórnmálalegt frelsi eftir langvar- andi ólöglegt hernám kynþátta- stjórnarinnar í Suður-Áfríku. í' kosningum sem fram fóru í nóv- ember hlaut frelsisfylkingin SWAPO hreinan meirihluta þing- sæta en þó ekki nógu mikinn til að geta ráðið úrslitum um stjórnarskrá sem landið fær á næstunni. Suður-Afríku sjálfri uröu líka um- skipti því þar lét harðlínumaður- inn P.W. Botha af embætti for- seta en við tók F.W. de Klerk. Hefur de Klerk breytt verulega um stefnu gagnvart svarta meiri- hlutanum, aflétt nokkrum verstu ákvæðum kynþáttalaganna og sleppt leiðtogum Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) úrfangelsi. Þó sit- ur Nelson Mandela enn inni. (búar Frakklands og raunar margir fleiri héldu upp á það að þann 14. júlí voru liðin 200 ár síðan franska stjórnarbyltingin hófst með áhlaupi franskrar alþýðu að Bastillunni, hinu illræmda fangelsi Parísar. Haldið var upp á afmælið með miklum skrautsýningum og bravúr að frönsk- um sið og fátt til sparað. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdanefndar Evrópubanda- lagsins, hefur verið mikið í sviðs- Ijósinu vegna þess yfirlýsta markmiðis EB að koma á svon- efndum „innri markaði" árið 1992. Samningaviðræður eru hafnar milli EB, EFTAog annarra ríkja sem ekki vilja láta útiloka sig frá mörkuðum EB. Þessar um- ræður hurfu þó nokkuð í skugg- ann af atburðum sem urðu í Aústur-Evrópu þegar líða tók á árið. Hin nýju öfl sem komin eru til valda austar í álfunni sækja nú fast að ríkjum Vestur-Evrópu um margskonar samstarf. í íran tókst Ajatolla Ruholla Khomeini að æsa upp lýðinn oftar en einu sinni. Fyrst var það í febrúar þegar hann kvað upp dauðadóm yfir ensk-indverska rithöfundinum Salman Rushdie fyrir guðlast og níð um spámanninn Múhammeð í bókinni Söngvar Satans. Svo var það í júní þegar karlinn kvaddi þennan táradal. Þegnum hans varð svo mikiö um andlát hans að þeir töfðu útför hans með því að rífa líkklæðin af líkinu og velta líkbörunum. Eftir nokkurt þóf tókst þó að koma karlhólkinum í gröfina og síðan hefur verið blessunarlega tíðindalítið frá íran. Þótt ártalið 1989 verði etv. ekki skráð jafnstóru letri og ártalið 1789 á spjöld sögunnar verður það þó með réttu kennt við frelsi, jafnrótti og bræðralag. Að vísu lofuðu atburðir austur í Kína ekki góðu. Þar settust stúdentar og aðrir frelsisunnendur að á Torgi hins himneska friðar í Peking, reistu sér frelsisstyttu að amerískri fyrirmynd og kröfðust lýðréttinda kínverskri alþýðu til handa. Eftir nokkurra vikna þóf tók öldungaveldið sem haldið hefur um stjórnartaumana síðan í bylting- unni fyrir 40 árum af skarið og sigaði hersveitum sínum á fólkið. Varð úr því mikið blóðbað sem kostaði fjölda fólks lífið. Eftir fylgdu svo miklar hreinsanir og aftökur sem vöktu óhug alls umheimsins. Það mun hafa verið heimsókn Gorbatsjovs hins sovéska til Kína sem hrattfrelsisbylgjunni af stað þarílandi. Heimafyrir átti Gorbi hins vegar í talsverðum erfiðleikum. Umbæturnar sem hann hefur staðið fyrir hafa enn ekki skilað sér í bættum efnahag landsins, þvert á móti hefur ástandið farið versnandi. Á árinu kom margoft til verkfalla vegna hins bága efnahagsástands auk þess sem fjölmörg þjóðarbrot hafa haft uppi háværar kröfur um aukið sjálfstæði. Eystrasaltsríkin hafa smátt og smátt sótt í sig veðrið og losað um tengslin við miðstjórnina í Moskvu, um tíma var mas. rætt um aðild þeirra að Norðurlandaráði. Þessi barátta hefur verið friðsöm en það er ekki hægt að segja um baráttu Grúsíumanna, Moldavíubúa, að ekki sé minnst á blóðugar deilur Aserbajdsa og Armena út af héraðinu Nagorno-Karabak. Norski Framfaraflokkurinn undir forystu Carl I. Hagens var helsti sigurvegari kosninganna í Noregi í september. Úrslitin voru hagstæð flokkunum yst til vinstri og hægri því auk Hagens fögnuðu félagar Sósíalíska vinstriflokksins góðum sigri. Gro Harlem Brundtland for- sætisráðherra varð að segja af sér og við tók minnihlutastjórn þriggja borgaraflokka sem nýtur velvildar Hagens. í kosningum sem haldnar voru á Indlandi í nóvember mátti Rajiv Gandhi forsætisráðherra bíta í það súra epli að tapa meirihluta á þingi. Er þetta í fyrsta sinn í marga áratugi sem Kongress- flokkurinn er í minnihluta á ind- verska þinginu. ( Moskvu voru gerðar miklar breytingar á stjórnkerfi landsins í anda perestrojku. Einn liðurinn í þeim var kosning til nýs þjóð- þings þar sem frambjóðendur Kommúriistaflokksins fengu víða háðulega útreið. Margir þek- ktustu andófsmenn Sovétríkj- anna náðu kjöri á þingið, þeirra á meðal Andrej Sakharov. Stóð hann í harðri rimmu við Gorbat- sjov og fleiri um afnám forræðis Kommúnistaflokksins yfir so- vésku þjóðlífi þegar hann lést af hjartaáfalli í desember. Var hans minnst um allan heim sem mikils andans jöfurs og samvisku so- vésku þjóðarinnar. 12 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 30. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.