Þjóðviljinn - 30.12.1989, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Qupperneq 13
Erlendur annáll 1989 Þaö var í Póllandi sem skriöan fór af stað. Þar tókst samkomulag milli stjórnvalda og Samstöðu í aprílmánuði um framtíðarskipan mála í landinu. (júní var kosið til þings og í september tók kaþól- ikkinn Tadeusz Mazowiecki við embætti forsætisráðherra. Myndaði hann fyrstu ríkisstjórn- ina í Austur-Evrópu sem ekki laut forystu kommúnistaflokks. Ungverjar höfðu þegar á vordögum byrjað að klippa gat á jámtjaldið sem hefur skilið að Austur- og Vestur-Evrópu frá stríðslokum. (októ- bermánuði lagði kommúnistaflokkur landsins sjálfan sig niður og stofnaði í hans stað krataflokk sem lítur á norræna sósíaldemókrata sem sína helstu fyrirmynd. Boðaðar hafa verið frjálsar kosningar í Ungverjalandi næsta ár. í T ékkóslóvakíu gáfust gömlu stalínistarnir upp eftir fall múrsins og létu Vaclav Havel, Dubcek og félögum þeirra í andófinu eftir völdin. Næstu daga kepptust ríki Varsjárbandalagsins við að biðja íbúa landsins afsökunar á innrásinni í ágúst 1968. Nú eru uppi raddir um að stofna einskonar verndarsvæði fyrir gamla stalínista í Tékkóslóvakíu líkt og gert var með indjána í Norður-Ameríku. Þar geta þeir verið í friði með sitt miðstjórnarvald og Rude Pravo og um leið stuðlað að bættum efnahag landsins með því að vera aðdráttarafl á erlenda ferðamenn. DER SPIEGEL DAS VOLK SIEGT Þeir sem helst notfærðu sér götin sem Ungverjar gerðu á járntjaldið voru Austur-Þjóðverjar sem hrönnuðust vestur fyrir svo skipti orðið hundruðum þúsunda. Á sama tíma fjölgaði stöðugt á vikulegum mót- mælafundum sem haldnir voru gegn einræði Erichs Honeckers og félögum hans í villuhverfinu Walchsee. Þegarfundarmenn voru orðnir liðlega kvartmiljón sagði Eiríkur af sér. Við tók Egon Kranz sem reyndi að bjarga leifunum af flokksveldinu, en hann varð einnig að gefast upp eftir fáar vikur. Að kvöldi 9. nóvember rann upp sú sögulega stund þegar sjálfur Berlínarmúrinn lét undan þrýstingi fólksins og næstu daga og vikur dönsuðu sameinaðir íbúar Berlínar og sungu meðan alþýða og yfirvöld beggja borgarhluta tóku höndum saman um að brjóta múrinn niður. Skömmu fyrir jól var umferð leyfð um Branden- borgarhliðið og nú er búið að ákveða að selja grjótið úr múrnum á almennum markaði. Ágóðinn rennur til mannúðarmála. Þegar allt þetta var um garð gengið hittust leiðtogar stórveldanna, Bush forseti Bandaríkjanna og Gorbatsjov forseti Sovétríkjanna, að máli í úfnum sjó úti fyrir ströndum Möltu. Þeir voru í fínu skapi og göntuðust við fréttamenn. Er haft fyrir satt að vel fari á með þeim og er búist við töluverðum tíðindum í samskiptum stórveldanna á næstunni, meiri niðurskurði herafla og öðrum friðaraðgerðum. Að fundinum loknum lýstu þeir yfir formlegum endalokum kalda stríðsins og er vonandi að það sé rétt. Varla var Bush búinn að jafna sig eftir volkið á Miðjarðarhafi þegar hann sendi drengina sína gráa fyrir járnum inn í smáríkið Panama. Þar hröktu þeir herstjórann Noriega frá völdum og leituðu hans hús úr húsi í höfuðborginni. Kváðust þeir vilja ná honum og láta hann svara til saka fyrir eiturlyfjabrask. Þrátt fyrir mikinn liðsafla tókst Noriega að smjúga úr greipum þeirra og leita hælis í sendiráði Páfagarðs. Innrás Banda- ríkjanna var fordæmd um allan heim þótt ekki teldist ástæða til annars en að harma hana í íslenska utanríkisráðuneytinu. Eiturlyfin sem Noriega á að hafa braskað með koma frá Kólumblu þar sem eiturlyfjabarónar hafa verið að færa sig upp á skaftið á undanföm- um árum. (haust sáu stjórnvöld í landinu sitt óvænna og lýstu stríði á hendur barónunum. Ríkti ógnaröld í landinu um nokkurt skeið en svo virðist sem stjórnvöldum hafi tekist að valda kókaíniðnaði landsins nokkrum búsifjum. Valdaafsal kommúnistaflokka Austur-Evrópu hefur alls staðar farið fram með einkar friðsam- legum hætti - nema í Rúmeníu. Þar siguðu Ceausescu-hjónin ör- yggissveitum sínum á mann- fjölda sem mótmælti ógnarstjórn þeirra. Úr því varð mikið blóðbað sem yfirmönnum hersins blöskr- aði. Slóst herinn í lið með alþýð- unni og setti hjónin af. Öryggis- sveitirnar héldu áfram að berjast og á örfáum dögum féllu tugþús- undir manna í valinn. Þá dró her- inn þau hjón fyrir rétt, dæmdi þau til dauða og tók þau af lífi á jóla- dag. Móðir náttúra hefur verið í heldur mildara skapi þetta árið en oft áður. Að vísu varð nokkuð öflug- ur jarðskjálfti í San Francisco sem mældist rúm 7 stig á Ric- hterkvarða. Betur fór en á horfð- ist með mannfall því aðeins 67 fórust í skjálftanum. Þónokkurt eignatón varð, húsið á myndinni iækkaði til að mynda úr þremur hæðum í eina. Við strönd Alaska varð eitt mesta mengunarslys sögunnar þegar stórt olíuskiþ strandaði með þeim afleiðingum að olía úr því þakti um 1.300 km strandlengju. Á mengaða svæðinu lifa margar sjaldgæfar dýrategundir, td. sæ- oturinn sem aðeins telur 10.000 dýr í öllum heiminum. 875 otrar fundust útleiknir eins og sést á myndinni en líffræðingar óttuðust að mun fleiri hefðu farist. Mikill málarekstur varð út af ábyrgð eigenda skipsins, olíufélagsins Exxon, á þeim spjöllum sem urðu. Er ekki enn sóð fyrir endann á honum. Laugardagur 30. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.