Þjóðviljinn - 30.12.1989, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Qupperneq 15
Seiðskratti Þjóðviljans Spáir fyrir um árið 1990 Árið 1990 verður enginn eftir- bátur þess árs sem var að líða hvað varðar stóra og viðburðar- mikla atburði. Bandarísk stjórnvöld munu beita Panama- aðferðinni strax í byrjun árs til að tryggja áhrif sín í heiminum. ís- land verður fyrir valinu og hefst spilið strax í janúar með því að CIA kemur þeim „upplýsingum“ til bandarískra fjölmiðla að ferð- atöskur tveggja íslenskra ráð- herra séu fullar af hættulegu og ólöglegu hvalkjöti, þegar þeir ferðist í opinberum erindagjörð- um. Málið fær fyrst litla athygli en nær hámarki þegar sendiherra Bandaríkjanna er rekinn heim eftir að hafa mótmælt hækkun framfærsluvísitölunnar í viðtali í Vikunni. Þá kemur Bush forseti fram í sjónvarpi í apríl eða maí og krefst þess að íslensku ráðherr- arnir verði dregnir fyrir dóm í Bandaríkjunum fyrir stórfellt smygl á hvalkjöti. Uppreisn í Bandaríkjunum En ráðherrarnir sleppa við að þjóta á náðir kaþólsku kirkjunn- ar á íslandi undan bandarískum dátum, vegna þess að ókyrrð fer vaxandi í Bandaríkjunum strax í marsmánuði. Þar í landi mun hreyfingu sem kennir sig við glas- nost og perestrojku vaxa ört fisk- ur um hrygg og krefjast umbóta. Um tíma lítur út fyrir að Bush sé að missa tökin á stjórn landsins, sérstaklega eftir að hundruð þús- unda mótmælenda taka sér ból- festu fyrir fram Hvíta húsið. Á elleftu stundu munu hins vegar vinir bandaríkjastjómar, kfn- versk stjórnvöld, senda helstu sérfræðinga sína í aðgerðum gegn mótmælendum til Bandaríkjanna og mótmælin verða kæfð niður á einum degi, sennilega um miðjan maí. Ríkisstjórnin mun eiga rólega daga framan af ári. Hún kemst fyrst verulega í sviðsljósið þegar hugarflugsnefnd Júlíusar Sólnes biðstofuráðherra og áhugamanns um stofnun umhverfisráðuneytis, skilar niðurstöðum sínum. Mesta og jákvæðustu athyglina fær til- laga nefndarinnar um byggingu Höfða-húss í hverju kauptúni, til að efla ferðamannaiðnað í landinu. Málið fellur hins vegar um sjálft sig um mitt sumar þegar magnaðar deilur blossa upp í Leikarafélaginu um það, hver skuli fara með hlutverk Höfða- draugsins í hverju húsi fyrir sig. Áhugaleikfélögin á landsbyggð- inni gera kröfu til þess að skipa í hlutverkið en því hafnar leikara- félagið en samþykkir þó eina undanþágu, um að Stefán Val- geirsson fái hlutverkið í Norður- landskjördæmi eystra og rökstyð- ur félagið undanþáguna með því að þar sé fagmaður á ferð. Sviptingar halda áfram að eiga sér stað í fjölmiðlaheiminum. Ríkið mun á næsta ári hefja rekst- ur annarrar sjónvarpsstöðvar og því halda úti rás 1 og rás 2 í út- varpsrekstri og Stöð 1 og Stöð 2 í sjónvarpsrekstri. Þetta byrjar með því að ríkið fellst á að veita Stöð 2 ábyrgðir á lán en þegar líða tekur á árið kemur í ljós að ekki stendur steinn yfir steini í rekstri stöðvarinnar og verður hún því þjóðnýtt að fullu. Að öllum líkindum verður Marteinn Mosdal settur sjónvarpsstjóri yfir báðum stöðvum og flokkur hans Ríkisflokkurinn gengur til sam- starfs við ríkisstjórnina. Krafa Marteins um að frjálsar kosning- ar verði aflagðar næsta áratuginn á meðan efnahagsmálunum verði kippt í liðinn eykur hróður hans enn meira, þannig að hann verð- ur upptekinn við fyrirlestarhald í útlöndum allan seinnihluta árs- Varaflugvöllur alheimsins Um tíma lítur út fyrir að ríkis- stjórnin ætli að springa á vara- flugvallarmálinu. En Jón Baldvin kemur með óvæntan leik þar sem hann vísar til slagorða forystu- manna Alþýðubandalagsins um „nýja heimsýn“ og leggur til að flugvöllurinn verðu 10 ferkíló- metrar í stað 3.000 metra langur. Með þessu segir utanríkisráð- herra að flugvöllurinn muni geta tekið á móti geimskipum hvaðan sem er úr sólkerfinu og þannig verði ísland fyrsti lendingarstað- ur vitsmunavera utan úr geimnum og þar af leiðandi glæsi- legur fulltrúi hins „nýja heims“. Á meðan ríkisstjómin glímir við hugarflug Júlíusar og manna hans ásamt hótunum um að vera dregin fyrir dóm í Bandaríkjun- um fyrir smygl á hvalkjöti, magn- ast slagurinn fyrir sveitarstjóm- arkosningarnar. Sjálfstæðismenn notfæra sér deilumar og formað- ur Sjálfstæðisflokksins reynir að blanda sér í málið með því að benda á að ef sjálfstæðismenn fæm einir með völd væri hægt að fá bandaríska herinn til að reisa varaflugvelli um allt land, álver yrði byggt í hverjum hreppi og viðræður hefjast við bandaríska sendiherrann um að ríkissjóður Bandaríkjanna greiði allar skuldir þjóðarinnar. Þessi leikur sjálfstæðismanna rennur út í sandinn þegar deilurnar um hval- kjötssmyglið magnast við Banda- ríkjamenn og tekur meirihluti þjóðarinnar afstöðu með smygl- urunum. Davíft dulbýr sig Sveitarstjómarkosningarnar í Reykjavík snúast upp í deilur Davíðs Oddssonar við Ólaf Ragnar Grímssón. Ólafur neitar að mæta Davíð í sjónvarpseinvígi f marsmánuði og fer borgarstjór- inn þá að vera þaulsetinn á þing- pöllum, þar sem hann kallar stöðugt fram í ræður fjármálaráð- herra. Guðrún Helgadóttir lætur henda borgarstjóranum úr húsi og krefjast þingverðir þess á eftir að hún biðji þá afsökunar fyrir vikið. Guðrún verður ekki við þessu og ákveða þingverðir þá að láta sem þeir taki ekki eftir því þegar borgarstjórinn dulbýr sig sem þingmann, sennilega sem Aðalheiði Bjamfreðsdóttur sem einhverra hluta vegna verður ekki mikið á þingi um þetta leyti. Aðalheiður á ættir að rekja til huldufólks og því erfitt að fylgja henni fram í tímann. Á meðan Davíð dulbýr sig sem Aðalheiði, verður hún sennilega í fundaher- ferð um landið með Júlíusi Sólnes undir slagorðinu „með logandi ljósi“ og mun ferðin farin til að leita uppi fylgismenn Borgara- flokksins, sem eins og fyrri dag- inn verða í felum út allt árið og eins langt og Seiðskrattinn sér. Þegar Seiðskrattinn horfir til veðurs út næsta ár sér hann fyrst ekki út úr augunum fyrir lægðar- flækjum. í janúar, febrúar og mars verður aftaka leiðinlegt veður með miklu fannfergi og kuldum. Hafís verður mikill bæði fyrir Norður- og Austurlandi þannig að göngufæri myndast til Færeyja. En upp úr miðjum maí fer verulega að hitna í veðri og nær veðurblíðan hámarki í jún- ímánuði þegar Elísabet II. Eng- landsdrottning kemur til landsins í opinbera heimsókn, þannig að eftirrétturinn bráðnar á diskum hinna tignu gesta sem verða að snæða undir berum himni vegna viðgerða á Bessastaðastofu. Sumarið verður með eindæmum gott og haustið verður milt, nema hvað stöðugar rigningar verða á Vopnafirði í ágúst, september og október og standa vísindamenn fyrst um sinn ráðþrota gagnvart þessu fyrirbæri. Snemma í nóv- ember kemur aftur á móti í ljós að um er að kenna einhverjum tilraunum sem Sovétmenn eru að gera á Kólaskaga. Enn fallegastir Einstakir fslendingar verða ekki mikið í sviðsljósi heims- pressunnar á árinu 1990. Einhver mun hins vegar slá í gegn í nýrri fegurðarsamkeppni sem haldin verður á Miami í Flórída fyrir 70 ára og eldri og uppfinningamaður ættaður úr Húnavatnssýslu kemst á forsíður heimsblaðanna fyrir uppfinningu sína á sérstökum gleraugum sem auka eiga mönnum bjartsýni. Það kemur þó ekki til af góðu að þessi upp- finningamaður fær athygli heimsins, því kastljós heims- pressunnar beinist fyrst og fremst að fyrsta einstaklingnum sem prófar hin nýju gleraugu, en áhrif þeirra eiga eftir að koma veru- lega á óvart og gætu reynst afdrif- arík þar sem sá sem bregður gler- augunum fyrstur upp er í áhrifa- stöðu. Þegar nær dregur-seinni hluta næsta árs dregur.æ.'meira þoku fyrir augu Seiðskrattans. Hann sér þó grilla í eitthvert stórmenni sem er komið hingað í óvenju- legum erindagjörðum. Sýnist Seiðskrattanum Gorbatsjof vera þama á ferð í Höfða og kemur tvennt til greina um erindið. Annað hvort er Gorbatsjof að semja um framtíð Evrópu við aðra þjóðarleiðtoga eða hann er kominn til íslands til frambúðar og mun þá fá Höfða sem sitt að- setur. Ef sú er raunin þá hafa um- bótatilraunir hans mistekist og hann verið hrakinn úr landi en mjög tvísýnt er um framtíð Sovét- forseta í leiðtogasæti. Sparkað eins og öðrum Hvað Seiðskrattinn sagði um 1989 Seiðskrattar eiga framtíð sína undir duttlungum samtíðarinnar eins og aðrar verur. Hér á Þjóð- viljanum hefur alltaf verið talað um Seiðskrattann með ákveðn- um greini, eins og aðeins sé til einn Seiðskratti en því fer fjarri. Seiðskrattinn hverju sinni er val- inn úr samfélagi Seiðskratta sem allir bera óákveðinn greini. Sá þeirra sem þykir skyggnastur fær síðan þann heiður að fá ákveðinn greini og verða um leið helsti málsvari Seiðskratta í áramóta- blaði Þjóðviljans. Sá Seiðskratti sem spáði fyrir um líðandi ár hafði lagt Þjóðvilj- anum til þjónustu sína um nokk- urt skeið. En þegar æðstaráð Seiðskratta fór yfír spádóma hans fyrir árið 1989 ákváðu þeir allir sem einn að sparka honum, og þá upp á við eins og öllum góðum mönnum. Nýr Seiðskratti heldur nú á veldissprotanum og spáir fyrir um atburði ársins 1990. En hvað varð Seiðskrattanum gamla að falli? Byrjum fyrst á því sem hann gerði vel. Hann spáði því að eftir fremur milda vetur fyrir árið 1989, kæmi snjóþungur vetur og ófærð yrði meiri en elstu menn hefðu í minni. Þá sagði Seiðskrattinn að veðrið myndi valda vandræðaástandi á höfuð- borgarsvæðinu. En svo fór skratt- anum að förlast því hann spáði asahláku fyrir vorið og þjóðvegir færu víða um land í sundur. Landsmenn vita hins vegar að veturinn síðasti stendur enn og fraus saman við yfirstandandi vetur. Árni Johnsen átti að leika lyk- ilhlutverk á árinu. Seiðskrattinn sagði hann koma inn á þing fyrir Þorstein Pálsson og gerast ein- dreginn stuðningsmann ríkis- stjórnarinnar. Vissan sannleik má finna í þessum spádómi, vegna þess að Þorsteinn Pálsson gerðist óvæntur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar fyrir skömmu með því að leggja fram van- trausttillögu á ríkisstjómina, sem reyndist stjórninni eins og stór happdrættisvinningur. Þá sagði Seiðskrattinn að Kvennalistinn myndi óska form- legrar aðildar að ríkisstjórninni í byrjun marsmánaðar og krefðist minnst tveggja ráðuneyta. Það var nú eitthvað annað því Kvennalistinn hefur styrkt sig í sessi sem kvennadeild Sjálfstæð- isflokksins undir slagorðum um stéttleysi, Kvennalistinn er flokk- ur kvenna í öllum stéttum, konur eru stéttlausar og eiga ekkert sameiginlegt nema kynið. Kvennalistinn átti hins vegar ekki að fá aðild að ríkisstjóminni sam- kvæmt orðum Seiðskrattans, því þar var ekkert sæti laust eftir að Óli Þ. Guðbjartsson hafði fengið samgönguráðuneytið og Júlíus Sólnes iðnaðarráðuneytið í byrj- un febrúar. Bjartsýni Seiðskratt- ans á inngöngu borgara reyndist aðeins of mikil því þeir komu ekki til liðs við stjómina fyrr en á haustmánuðum og eitthvað mnnu ráðuneytin til í kollinum á honum. Það sem gerði nú eiginlega út- slagið með stöðu Seiðskrattans var að hann sagði íslendinga loksins fá alvöru eldgos þegar Hekla tæki að mmska á haustmánuðum. Laugardagur 30. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.