Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 30.12.1989, Blaðsíða 25
BRIDDS — Ólafur Lárusson Annáll 1989 og maður ársins Frá upphafi bridgeþáttar í Þjóö- viljanum, hefur umsjónarmaður út- nefnt bridgemann ársins, í lok hvers árs. Aðeins ein regla hefur gilt í þess- um efnum; sami maðurinn er aldrei valinn tvisvar (þó oft megi segja að ástæða hafi verið til þess). Þeir sem umsjónarmaður hefur útnefnt, hafa allir lagt eitthvað af mörkum til fram- gangs og eflingar á bridge. Ýmist með þátttöku sinni í keppni eða framlagi í félagslegum efnum hreyfingarinnar. Frá upphafi hafa eftirtaldir hlotið útnefningu þáttarins: 1977: Skúli Einarsson 1978: Ásmundur Pálsson 1979: Þórarinn Sigþórsson 1980: Örn Arnþórsson 1981: Stefán Guðjohnsen 1982: Jón Baldursson 1983: Guðmundur Páll Arnarson 1984: Guðmundur Sv. Flermannsson 1985: Guðmundur Kr. Sigurðsson 1986: Sigurður Sverrisson 1987: Hjalti Elíasson 1988: Björn Theodórsson 1989: ? Og bridgemaður ársins 1989, er Agnar Jörgensson. Það er vel við hæfi að Agnar hljóti þessa útnefningu, nú í enda þessa áras, sem fremsti keppnisstjóri okkar í dag. Maður, sem öll úrslitamót hvfla á, meira og minna. Dugnaður hans og ósérhlífni er löngu þekkt úr hreyfing- unni og fræg er sagan þegar Alan Sontag kvaddi Agnar eftir eina Bridgehátíðina og bað að heilsa bróður hans (?), sem Sontag taldi að hefði verið meðstjórnandi Agnars í þeirri spilamennsku. Slík er yfirferðin og hamagangurinn. Hættu þessum hlaupum Agnar og til hamingju með útnefninguna. Og gleðilegt nýtt ár, til þín og fjöl- skyldunnar. Bridgeárið 1989 hófst með Reykja- víkurmóti í janúar. Sigurvegari varð sveit Flugleiða, eftir úrslitaleik með sveit Sigurðar Vilhjálmssonar. í sveit Flugleiða voru: Jón Baldursson, Val- ur Sigurðsson, Aðalsteinn Jörgensen, Ragnar Hermannsson og Ragnar Magnússon. Þá tók við árleg Bridgehátíð, með þátttöku sex erlendra para, með sjálf- an Zia Mahmoud í fararbroddi. Sveit hans sigraði á Flugleiðamótinu á Bridgehátíð. í tvímenningarkeppni á hátíðinni sigruðu nýbakaðir Evrópu- meistarar, þeir Jan Fucik og Fritz Ku- bak, en 2. sæti náðu Hermann og Ólafur Lárussynir. íslandsmeistarar kvenna í sveita- keppni varð sveit Estherar Jakobs- dóttur, en auk hennar spiluðu í sveitinni: Valgerður Kristjónsdóttir, Anna Þóra Jónsdóttir, Hjördís Eyþórsdóttir, Kristjana Steingríms- dóttir og Erla Sigurjónsdóttir. íslandsmeistarar í yngri flokki spil- ara varð sveit Matthíasar Þorvalds- sonar, en auk hans spiluðu í sveitinni Hrannar Erlingsson, Júlfus Sigur- jónsson og Ari Konráðsson. Þá var komið að íslandsmótinu í sveitakeppni. Allt stefndi t' öruggan sigur hjá sveit Flugleiða, en í síðustu umferðinni lá sveitin illa fyrir Modern Iceland (6-24) og þar með varð sveit Pólaris efst. f sigursveitinni voru: Karl Sigurhjartarson, Sævar Þor- björnsson, Guðmundur Páll Arnar- son, Þorlákur Jónsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Sveit Flugleiða varð í 2. sæti, en sömu spilarar skipuðu sveitina og sigraði Reykjavíkurmótið. í 3. sæti varð svo sveit Modern Iceland, en hana skipuðu: Ólafur og Hermann Lárus- synir, Magnús Ólafsson, Jakob Kristinsson, Guðni Sigurbjarnason og Jón Þorvarðarson. fslandsmótið í tvímenning var einnig afar skemmtilegt og undir lok- in áttu ein 4-5 pör kost á sigri. Aðal- steinn Jörgensen og Ragnar Magnús- son reyndust sterkastir á loka- sprettinum og unnu þarna sinn fyrsta titil í íslandsmótinu í tvímenning. Næst yngsta par frá upphafi, sem það gerir (aðeins Sigurður Sverrisson og Skúli Einarsson 1977 eru yngri). f 2. sæti, eftir góða frammistöðu, urðu fsfirðingarnir, Arnar Geir Hinriks- son og Einar Valur Kristjánsson. Að- eins munaði 7 stigum á þeim og sigur- vegurunum. í 3. sæti urðu svo „gömlu” kempurnar, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Alls spiluðu 24 pör til úrslita, að undan- genginni forkeppni 80 para. Bikarkeppni Bridgesambandsins hófst f maí, með þátttöku rúmlega 30 sveita. Spilamennska stóð yfir um sumarið, með útsláttarfyrirkomulagi. Uppi stóðu 2 sveitir, sveit Braga Haukssonar Reykjavík og Modern Iceland. Úrslitaleikurinn var spilaður að hluta beint í beinni sjónvarps- sendingu Stöðvar 2, eftir óheppilegar frestanir á sjálfum leiknum. Sveit Braga sigraði í mjög jöfnum leik. Með honum í sveitinni voru: Sig- tryggur Sigurðsson, Ásmundur Páls- son, Guðmundur Pétursson, Hrólfur Hjaltason og Ásgeir Ásbjörnsson. f sveit Modern voru: Ólafur og Her- mann Lárussynir, Magnús Ólafsson, Páll Valdimarsson og Jakob Kristins- son. fslandsmeistaramót kvenna í tví- menning var spilað í október. Mæðg- urnar Esther Jakobsdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir sigruðu af miklu ör- yggi. fslandsmót yngri spilara var haldið á sama tíma óg þar sigruðu Matthías Þorvaldsson og Hrannar Erlingsson, sem óumdeilanlega bera af í þessum aldursflokki. Reykjavíkurmótið í tvímenning var spilað í desember. Að undan- genginni forkeppni tæplega 40 para, spiluðu 24 pör til úrslita. Sigurvegarar urðu Valur Sigurðsson og Sigurður Vilhjálmsson og kom sigur þeirra nokkuð á óvart, enda nýbyrjaðir að spila saman. í 2. sæti urðu Ólafur og Hermann Lárussynir en Karl Sigur- hjartarson og Sævar Þorbjörnsson náðu 3. sæti. Stigaefsti spilari í Sumarbridge 1989, varð Þórður Björnsson, eftir mikla baráttu við félaga sinn, Murat Serdar. Afar góð þátttaka var í Agnar Jörgensson, Bridgemaður ársins. Sumarbridge. Umsjónarmenn voru: Ólafur Lárusson, ísak Örn Sigurðs- son og Hermann Lárusson. Nokkuð var um opin stórmót á ár- inu. Þar ber hæst skipulagða spila- mennsku yfir sumarið, svokallaða Al- slemmu. Þátttaka var miður góð, mun verri en hugmyndin sjálf. Stiga- efsti spilari í Alslemmu ’89 varð Jak- ob Kristinsson. Af 5 mótum sigraði hann 2 þeirra, á móti Hjördísi Eyþórsdóttur (sem er fyrsti kven- maðurinn hér á landi til að sigra í opnu móti) og Hermanni Lárussyni. Við sendum 2 landslið til keppni þetta árið. f opnum flokki á Evrópu- mótið í Englandi og Norðurlandamót yngri spilara í Svíþjóð. Karlalands- liðið hafði ekki erindi sem erfiði og hafnaði neðarlega í mótinu. Liðið skipuðu: Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörg- ensen, Ragnar Magnússon, Valur Sigurðsson og Jónas P. Erlingsson. Fyrirliði án spilamennsku var Hjalti Elíasson. Yngra liðið stóð sig ágætlega í Sví- þjóð. Það skipuðu: Matthías Þor- valdsson, Hrannar Erlingsson, Árni Loftsson, Sveinn R. Eiríksson og Steingrímur Pétursson, Fyrirliði án spilamennsku var Björn Eysteinsson, en þjálfari var Jón Baldursson. Fjögur pör héðan tóku þátt í Evr- ópumótinu í tvímenning 1989, sem haldið var á Ítalíu í vor. Tvö náðu í úrslit, þau Bragi Hauksson, Sig- tiyggur Sigurðsson, Guðni Sigur- bjarnason og Jón Þorvarðarson. Hin 2 pörin voru: Ólafur og Hermann Lárussynir og Jakob Kristinsson og Magnús Ólafsson. Sveit Pólaris tók þátt í Bikarkeppni Norðurlanda (Rottneros-mótið). Spilaðar voru 5x28 spila leikir. Sveitin hafnaði í 3. sæti en frá 1985 hafa sveitir héðan einmitt hafnað í því sæti. Sveit Pólaris var skipuð sömu spilurum og sigruðu fslandsmótið f sveitakeppni. f þessum annál 1989 hefur verið stiklað á stóru. Agnar Jörgenson hef- ur stjórnað flestum af þessum mótum og gert það af sínum alkunna dugn- aði. í þeim tilvikum sem beitt hefur verið tölvuútreikningi, hefur Kristján Hauksson annast þann þáttinn, einn- ig af alkunnu öryggi. Ak þeirra, hafa þeir Ólafur Lárusson, Hermann Lár- usson og Jakob Kristinsson sinnt stjórnun í flestum öðrum mótum hér á landi síðasta árið. Umsjónarmaður óskar lands- mönnum árs og friðar á komandi ári, og þakkar samfylgdina á árinu sem er að kveðja. FLUGMÁLASTJÖRN Námskeiö fyrir verðandi flugkennara hefst á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 13. janúar kl. 14.00 ef næg þátttaka fæst. Rétt til þátttöku eiga þeir sem hafa a.m.k. 150 klst. flugtíma og hafa lokið bóklegu námi fyrir atvinnuflugmannsskírteini og blindflugsréttindi eða eru í slíku námi. Innritun fer fram hjá Flugmálastjórn/ loftferða- eftirliti, flugturninum á Reykjavíkurflugvelli og þar fást frekari upplýsingar. Flugmálastjórn Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hita- veitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í þana og loka. Útboðsgögnin eru afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjaavík. Tilboðin verða opnuð á sama satað sem hér segir: - Þanar, fimmtudaginn 25. janúar 1990, kl. 11.00. - Lokar, fimmtudaginn 25. janúar 1990, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 JtL/1 F4<-v;fer< mm FRÁ MENNTAMÁLA- RÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla: Við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi vantar kennara til að kenna eftirtaldara greinar. Ferðamálagreinar (hlutastarf) og uppeldis- og sálar- fræði (hlutastarf) Þá vantar námsráögjafa í hlutastarf og bókasafns- fræðing í 3/4 starfs. Nánari upplýsingar veitir skólameistari. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4,150 Reykja- vík, fyrir 5. janúar n.k. Einkarekið dagheimili óskar eftir starfsfólki Spennandi starf á skemmtilegum vinnustað. Til greina koma hlutastörf. Allar nánari upplýsingar veita Gísli í síma 623605 eða Helga í síma í síma 11864. Foreldrafélagið Gríma Fjölskyldupakkarnir okkar fást ekkí annars staðar í dag er síðasti dagur flugeldasölunnar og opið til kl. 20. Þú getur valið um fjórar stærðir. Sá minnsti kostar iiÁ.nnig krónur, næsta stærð kostar r*imm krónur, sá næststærsti kostar Kiunnig krónur og sá stærsti kostar IdliIiIiH krónur. OPIÐ til kl. 20. LOKAÐ GAMLÁRSDAG. Auðvitað tökum við greiðslukort. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.