Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 6
þýðir að sjálfstjórn þeirra er í raun orðin víðtæk. Litháíski kommúnistaflokkur- inn leggur áherslu á að hann hafi ekki skilnað Litháens við Sovét- ríkin í hyggju og gerir í samræmi við það að tillögu sinni að öllu skipulagi sovéskra kommúnista verði breytt að fyrirmynd Litháa. Kommúnistaflokkar allra sovét- lýðvelda skuli verða óháðir en hafa með sér bandalag. Ekki er talið líklegt að sovéskum ráða- mönnum lítist á það. Gorbatsjov lítur svo á að einn og óskiptur sovéskur kommúnistaflokkur sé nánast hið eina, sem haldi saman hinum sundurleitu sovétlýðveld- um. Og sú skoðun mun vera al- menn, bæði innan og utan So- vétríkjanna. Verulegar líkur eru taldar á að ef Litháar halda fast við sitt muni þess ekki langt að bíða að Lettar og Eistir fari að dæmi þeirra. Þeir eiga þó miklu erfiðara um vik, vegna fjölmennis Rússa í löndum þeirra, en þegar hefur sýnt sig að rússnesku þjóðemisminnihlut- arnir þar, sem illan bifur hafa á sjálfstæðistilhneigingum inn- fæddra, hafa æma möguleika á að verða viðleitni í þá átt þrándar í götu. Eins og sakir standa em áhyggjur sovésku stjómarinnar út frá litháíska fordæminu líklega mestar viðvíkjandi Sovét- Aserbædsjan og Sovét- Moldavíu. í fyrmefnda landinu er í gangi allsvæsin þjóðernis- hreyfing, sem hvað helst ein- kennist af mögnuðu hatri á Arm- enum og síðustu daga hafa óeirðaseggir þar reynt að rífa nið- ur stöðvar landamæragæslu á landamærunum að íran. Líklegt er að áhugi fyrir sameiningu við íran, eða fyrir sameiningu Aser- bædsjans í eitt ríki (suðurhluti landsins heyrir undir íran) sé þar með í spilinu. Og ekki var fyrr búið að skjóta Ceausescuhjónin en Alþýðufylkingin í Sovét- Moldavíu (hreyfing hliðstæð Sa- judis) gaf í skyn áhuga á samein- ingu þess lands við Rúmemu. So- véska Moldavía (áður kölluð Bessarabía) var í aldir hluti furstadæmisins Moldavíu, sem náði einnig yfir norðausturhluta Rúmeníu sem nú er, og komst fyrst undir Rússa er þeir tóku spilduna milli Dnéster og Pmth af Tyrkjum 1812. Eftir heimsstyrjöldina fyrri var svæði þetta hluti af Rúmeníu, þangað til Sovétríkin innlimuðu það í heimsstyrjöldinni síðari. Úrslitakostir? Gangur mála í Litháen undan- farið og í samskiptum þarlendrar fomstu við stjómvöld í Moskvu er ásamt með öðm dæmi um, hví- líkt lýðræðisríki Sovétríkin em orðin á undraskömmum tíma. En í sambandi við þá atburði þykjast nú margir sjá ískyggilegar blikur á lofti, fyrir Litháa, hið nýtil- komna lýðræði og Gorbatsjov. Þjóðernishyggja er í uppsiglingu með Rússum einnig, og vart er við því að búast að jafnframt henni aukist með þeim umburð- arlyndi gagnvart sjálfræðisvið- leitni minni sovétþjóða. íhalds- mönnum í sovéska kommúnista- flokknum finnst að nýja forustan hafi þegar gengið of langt í frjáls- ræðisátt, og því er slegið fram að í ákvörðun miðnefndar um að senda Gorbatsjov til Vilnu felist að flokkur hans hafi sett honum úrslitakosti. Takist honum ekki fá Litháa til að bakka með sam- þykkt sína um flokkaskilnaðinn, verði það túlkað svo að hann hafi ekki lengur nægileg tök á ástand- inu. AÐ UTAN Söguleg samþykkt flokksþings litháískra kommúnista - ákafar fortölur ráða- manna í Kreml komu fyrir ekki. þykktina ennfremur vera ólög- lega, hún gæti haft háskalegar af- leiðingar og jafnvel orðið upp- hafið að upplausn Sovétríkjanna. Miðnefnd sovéska kommúnist- aflokksins fundaði um málið í s.l. viku og gerði um það samþykktir í samræmi við nýnefnd ummæli Gorbatsjovs. Þar var jafnframt ákveðið að aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og forseti Sovétríkjanna færi sjálfur til Vilnu þeirra erinda að fá litháíska kommúnista til að ógilda skilnað- arsamþykktina. í yfirstandandi viðræðum í Moskvu eru sovéskir ráðamenn án vafa að reyna að tryggja, að Gorbatsjov fari ekki erindisleysu. Gert er ráð fyrir að hann leggi leið sína til Vilnu í næstu viku. Á bakvið umræddar ákvarðan- ir Litháa liggj a gildar ástæður. Þar í landi, líkt og í Lettlandi og Eistlandi, leiddu innlimunin í So- vétríkin 1940 og feiknaleg kúgun og hryðjuverk sovéskra yfirvalda í mörg ár á eftir af sér almenna óánægju, djúpstæða beiskju og hatur á öllu rússnesku. Allir Lit- háar annaðhvort muna þá ógn- artíð eða hafa heyrt af henni frá foreldrum sínum, öfum og ömm- um. Þegar fjötrarnir féllu með til- komu glasnosts og perestrojku mátti því eðlilegt kalla að mikill þorri almennings vildi slíta sem mest af tengslunum við Sovétrík- in. Litháar eru rammkaþólsk þjóð, hliðstætt Pólverjum, menn- ingartengsl þessara þjóða voru mikil og náin í fleiri aldir og má því ætla að gangur mála í Póllandi hafi vakið meiri áhuga í Litháen en í nokkru öðru landi Sovétríkj- anna. Litháar eru þar að auki gæddir stolti og sjálfstrausti í krafti sögu sinnar; þeir mega muna þá tíð á síðmiðöldum er furstar þeirra voru meðal voldug- ustu þjóðhöfðingja Evrópu og réðu ríkjum frá Eystrasalti til Svartahafs, á svæðum sem nú eru Hvítarússland og Úkraína og meira til. Enn er þess að geta að rússneski þjóðernisminnihlutinn í Litháen er tiltölulega fámennur, a.m.k. miðað við það sem er í Lettlandi og Eistlandi, og sjálf- DAGUR stæðisviðleitni því ekki eins mik- ill fjötur um fót og raunin er í hinum Eystrasaltslöndunum tveimur. Keppnin við Sajudis Litháíski kommúnistaflokkur- inn hefur verið í sjálfstæðismál- inu milli steins og sleggju, þ.e.a.s. á milli þjóðar sinnar og ráðamanna í Kreml. Allt frá innlimuninni í Sovétríkin hefur hann að mati þorra Litháa verið fyrst og fremst handbendi sov- éskra ráðamanna. Enda þótt frjálslyndir aðilar séu mestu ráð- andi í flokknum hefur hann því, síðan tjáningarfrelsi og lýðræði upphófust í landinu, átt undir högg að sækja í pólitískri sam- keppni innanlands. Helsti kepp- inauturinn er grasrótarhreyfingin Sajudis, sem stefna mun að fullu sjálfstæði. Hið almenna brautar- gengi, er Litháar veittu Sajudis, kom skýrt í ljós í kosningunum tií sovéska þjóðfulltrúaþingsins s.l. ár, en þá hefði Brazauskas að lík- indum fallið ef einn frambjóð- enda grasrótarsamtakanna hefði ekki vikið úr sæti fyrir honum. Brazauskas, sem undanfarið hefur verið á uppleið sem einn atkvæðamestu stjómmálamanna Sovétríkjanna, er frjálslyndur og nýtur trausts innan Sajudis. Hon- um er jafnframt ljóst að flokkur- inn er mjög upp á vinsamlegt samstarf við grasrótarhreyfing- una kominn og í ljósi þess beitti hann sér fyrir tveimur umrædd- um tímamótasamþykktum æðstaráðs og flokksþings. Hann og fleiri forustumenn Utháískra kommúnista hafa sagt að flokk- urinn ætti ekki á öðru völ en fylg- ishruni, ef hann kæmi ekki á rót- tækan hátt til móts við kröfur Sa- judis og almennings. Ráðstafan- imar virðast þegar hafa skilað flokknum árangri. Almenningur hefur á fjöldafundum Iýst yfir stuðningi við hann og fregnir herma að kröfur um fullt sjálf- stæði séu nú ekki bomar fram af jafnmiklum ákafa og fyrr. Um áramótin gekk þar að auki í gildi samþykkt sovéska æðstaráðsins um sjálfstjóm í efnahagsmálum til handa Litháen (sem og Lett- landi og Eistlandi). Það ásamt umræddum samþykktum Litháa Þegar þetta er ritað sitja Algir- das Brazauskas, leiðtogi Kom- múnistaflokks Litháens, og tíu aðrir forustumenn í flokknum á fundi í Moskvu með æðstu mönnum Sovétríkjanna. Fundar- efnið er frumvarp, sem aukaþing flokksins samþykkti skömmu fyrir jól, þess efnis að flokkurinn segði skilið við Kommúnistaflokk Sovétrlkjanna og yrði þaðan af sérstakur og óháður flokkur. Hingað til hafa kommúnista- flokkar sovétlýðveldanna verið deildir í sovéska kommúnista- flokknum, og það eru kommún- istaflokkar hinna sovétlýðveld- anna 14 ennþá. Frá stofnun So- vétríkjanna hefur það aldrei fyrr komið fyrir að kommúnistaflokk- ur eins sovétlýðveldis stigi það skref, sem litháíski flokkurinn hefur tekið nú, enda nokkuð ljóst að þess hefur ekki verið kostur fyrr. Litháískir kommúnistar við- hafa ekkert rósamál um skilnað sinn. Algis Cekuolis, Iitháískur ritstjóri og í miðnefnd kommún- istaflokks lands síns, segir að frá- Ieitt sé að skoða skilnaðinn sem nokkurt fjandskaparbragð við al- rikisflokkinn; við hann vilji lithá- íski flokkurinn hafa náið og vin- samlegt samstarf. En litháískir kommúnistar taki ekki annað í mál en að hafa eigin og óháðan flokk, „rétt eins og t.d. búlgarskir og franskir kommúnistar". Ljóst er á hinn bóginn að í Moskvu taka menn ekki yfirlýs- ingum eins og þessari með jafn- aðargeði. Stjóm Gorbatsjovs hefur að vísu í verki sýnt að hún gerir ekki ráð fyrir öðru en að kommúnistaflokkar Austur- Evrópuríkja fari hér eftir sínar eigin götur og virðist jafnvel telja að sovéska yfirdrottnunin í löndum þessum hafi verið So- vétríkjunum fremur til trafala en hitt. En það þýðir ekki að Gor- batsjov sé tilbúinn að samþykkja að kommúnistaflokkar sovétlýð- veldanna verði með öllu óháðir sovéska ríkisflokknum. Medvedev harðorður Frá því í nóvember hefur Lit- háen að líkindum verið mesti höfuðverkur sovésku alríkis- stjórnarinnar, og er þó þar úr nógu að velja. Þegar í byrjun des- ember gerðu Litháar sem sé aðra ráðstöfun, sem skapar þeim sér- stöðu innan Sovétríkjanna. Þá samþykkti æðstaráð Litháens að þarlendis skyldi tekið upp fjöl- flokkakerfi og að grein um for- ustu kommúnistaflokksins yrði strikuð út úr stjórnarskrá lýð- veldisins. Ljóst má vera að með þessum ráðstöfunum hefur Lit- háen að verulegu leyti skipað sér á bekk með Áustur- Evrópuríkjum og jafnvel Vestur- löndum. Sovéskir ráðamenn lögðu allt kapp á að fá Litháa ofan af því að gera þessar ráðstafanir. Um miðjan nóv. mætti forusta lithá- íska kommúnistaflokksins í Mos- kvu til viðræðna við stjómmála- nefnd sovéska kommúnistaflok- ksins. En litháíska forustan vísaði fortölum þeirrar sovésku á bug og Brazauskas sagði opinberlega af tilefni fundarins, að ekki kæmi til greina að stjórnmálaráðið í Moskvu segði Litháum fyrir verkum. í byrjun desember sendi svo sovéska forustan Vadím Me- Brazauskas (hér með Gorbatsjov í baksýn) - sovóska kommúnista- flokknum verði breytt í flokkabanda- lag. dvedev, aðalhugmyndafræðing sovéska kommúnistaflokksins, til Vilnu, höfuðborgar Litháens. Hann á að hafa verið harðorður við htháísku félagana á fundi fyrir luktum dyrum og jafnvel haft í lítt duldum hótunum. En allt kom fyrir ekki. Þing litháíska komm- únistaflokksins, sem samþykkti skilnað hans frá þeim sovéska, var það 20. í röðinni og fór ekki hjá því að bent væri á hliðstæður með því og frægu 20. flokksþingi sovéska kommúnistaflokksins, þar sem Khrústsjov fordæmdi Stalín. Fyrirhuguð Vilnuför Gorbatsjovs í Moskvu lýsti Gorbatsjov yfir „undrun og harmi“ vegna sam- þykktarinnar, hringdi þar að auki í Brazauskas og kvað litháíska kommúnista hafa komið sér í „mjög erfiða aðstöðu“ með þessu. Hann kvað skilnaðarsam- Litháen í brennidepli Litháen hefur tekið upp fjölflokkakerfi og kommúnistaflokkur þess sagt skilið við þann sovéska. Hvorttveggja er án fordæmis í sögu Sovétríkjanna og stjórn þeirra reynir að knýja Litháa til að afturkalla flokkaskilnaðinn 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.