Þjóðviljinn - 05.01.1990, Qupperneq 14
k
k
l
i
L
Af Ijósakri: Fjallasýn íSuðursveit.
Ijosakri
Hörður Daníelsson og Kristín Þorkelsdóttir
hafa gefið út fallegt dagatal með ljósmyndum
af íslensku landslagi
Um áramótin fengum við á
Þjóðviljanum sendan fallegan
prentgríp frá Auglýsingastofu
Kristínar: dagatal fyrir áríð 1990
sem ber titilinn Af jjósakrí. Dag-
atalið hefur að geyma sex listilega
vel gerðar (jósmyndir af íslensku
landslagi teknar með gleiðlinsu.
Myndirnar eru teknar af Herði
Daníelssyni og bera nokkurn
skyldleika við vatnslitamyndir
sem Kristín Þorkelsdóttir hefur
sýnt á undanförnum árum. En
þau hjónin hafa unnið að þessum
myndverkum á ferðalögum um
landið síðastliðin flmm sumur.
Kristín hefur hins vegar hannað
sjálft dagatalið og umbúðir um
það, sem einnig eru til fyrir-
myndar.
Það sem gerir ljósmyndir
Harðar sérstæðar er hið víða
sjónarhom sem þær sýna,
skerpan sem víða er mjög mikil
og jöfn dreifjng birtunnar yfir all-
an myndflötinn. Okkur lék for-
vitni á að vita hvaða tækni væri
notuð við gerð þessara mynda og
hittum þau hjónin að máli.
Hörður sagði að Guðmundur
Ingólfsson ljósmyndari hefði
kynnt fyrir sér þessa ljósmynda-
tækni. Vélin sem notuð er tekur á
nokkuð stóra filmu. Hún nýtir í
raun ekki nema ræmu af linsunni,
en til þess að jafna birtuna yfir
allt myndsviðið, sem er 90 gráðu
sjónarhorn, er notaður sérstakur
filter, sem dreifir henni. Við það
tapast nokkurt ljósmagn, þannig
að myndimar em yfirleitt teknar
á tíma. Sagði Hörður að það væri
talsvert umstang í kringum að
taka svona mynd, svona rétt eins
og í upphafi ljósmyndaaldar-
innar. Vindur mætti ekki hreyfa
vélina, bíða þyrfti réttra birtusk-
ilyrða o.s.frv. íslandskort aftast í
dagatalinu sýnir staðina og sjón-
arhomin þar sem myndimar em
teknar.
Hönnun dagatalsins er einnig
til fyrirmyndar. Hún tekur mið af
aflöngu formi ljósmyndanna og
em mánaðardagar tveggja mán-
aða með hverri mynd. Ekki er þó
látið staðar numið við sjálft dag-
atalið, heldur era umbúðir líka
sérhannaðar á smekklegan hátt
úr hörðum pappa, þannig að ekki
þarf annað en að skrifa heimilis-
fang utaná, ef einhver skyldi vilja
Hörður og Kristfn: Að hugsa prentgrípinn til enda. Ljósm.: Jim Smart.
senda fallega landkynningu í
pósti.
Kristín sagði í samtali við blað-
ið, að sér fyndist það of algengt
með íslenska iðnhönnun, að
gengið væri frá hálfkláraðu verki
og hlutimir ekki hugsaðir til
enda.
Dagatalið er lýsandi dæmi um
prentgrip sem er hugsaður frá
upphafi til enda. Grip sem gegnir
sínu hlutverki til fulls, rétt eins og
góður hnífur eða hamar sem fell-
ur vel í lófa.
Dagatalið er til sölu í nokkram
verslunum sem sérhæfa sig í ís-
lenskri iðnhönnun, auk stærstu
bókaverslana landsins. -ólg
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. janúar 1990
NÝTT HELGARBL