Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 19
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Sósíalismi - yfirskin og vemleiki Menn eru að draga ályktanir af hruni þeirra valdkerfa sem kommúnistaflokkar komu sér upp um austanverða Evrópu og gengurmisjafnlega. Einnaverst gengur.þó höfundi Reykjavíkurb- réfs sem birtist í Morgunblaðinu á gamlársdag. En hann fer út í þessa samanburðarfræði hér: Ásama bás og SS „Bjöm Sveinsson Björnsson þagði í hálfa öld áður en hann gerði grein fyrir afstöðu sinni og stuðningi við Þýskaland nazis- mans. Til þess lágu mjög per- sónulegar ástæður. En hann hef- ur lagt spilin á borðið. Þeir menn sem gengið hafa erinda sósíalis- mans alla sína ævi og horfast nú í augu við hmn hans og komast ekki lengur hj á því að viðurkenna ofbeldisverk hans, em í nákvæm- lega sömu stöðu og þeir sem gengu til liðs við nazista á sínum tíma. Þeirra hlutur er ekki betri. Þeir verða að gera upp sín mál.“ Þessi klausa er í senn heimsku- leg og siðblind. í fyrsta lagi vegna þessa hér: Sósíalistar sem stóðu í harðri stéttabaráttu á fjórða og fimmta áratugnum leituðu sér margir nokkurs trausts og halds í þeirri trú, að í Sovétríkjunum og ná- lægum sveitum væri byrjað á að skapa réttlátt þjóðfélag. Og vildu helst ekki annað en gott eitt um þau lönd heyra. Þessi trú var vissulega dapurleg vegna þess að hér var illa farið með heldur góð- kynjaðar vonir. En menn sem svo hugsuðu og skrifuðu eiga blátt áfram ekkert sameiginlegt með manni sem gengur í SS-sveitir Hitlers og Himmlers og stýrir áróðri Þjóðverja í hemuminni Danmörku. Fullkomin siðblinda reyndar að halda öðm eins fram. Varnir, gagnrýni í annan stað er það ekki sama að halda uppi vömum fyrir of- beldisverk (eins og innrás Rússa í Finnland eða pólitísk réttarhöld) og að aðhyllast sósíalisma. Þeir menn sem trúðu t.d. opinberum sovéskum áróðri um fyrrgreind ofbeldisverk og innlimuðu hann í sína heimsmynd, em langflestir löngu horfnir af vettvangi. Samtímamenn á vinstrikanti geta ekki tekið meiri ábyrgð á þeim en Björn Bjamason og Styrmir Gunnarsson á gömlum Morgun- blaðsskrifum um það „jákvæða“ hjá Hitler eða um það að flótta- menn af gyðingaættum sem hing- að komu, væm „landshomalýð- ur“ sem ætti að flæma á brott. í þriðja lagi: obbinn af íslensk- um sósíalistum hefur vitað það og viðurkennt í orði og verki í amk tvo-þrjá áratugi að sósíalismi kemst alls ekki af án lýðræðis (helsta undantekning frá þessu vom á seinni ámm nokkrir þriðjaheimsrómantfkusar af 68- kynslóðinni svonefndu). Það er blátt áfram fölsun að láta sem um þau mál hafi ríkt þögn. íslenskir vinstrimenn hafa reyndar, ásamt félögum sínum í öðmm löndum, verið með sína gagnrýni á mannréttindabrot og réttleysi í Austur-Evrópu vaidhöfum þar eystra meiri þymir í augum en hægrimálgögnin. Einmitt vegna þess að gagnrýni frá vinstri byggir ekki síst á því að draga fram mun á orðum og gjörðum, yfirskini og vemleika-þ.e.a.s. ámilliskmms í nafni sósíalisma og raunvem- legrar framgöngu valdsmanna. Samsæri nauðhyggjunnar í fjórða lagi skal bent á það, að þegar Morgunblaðsmaður er að setja jafnaðarmerki milli sósíal- isma og stjómarhátta í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum, þá er hann að taka þátt í afar sérstæðu samsæri sem hefur lengi verið þymir í augum evrópskra vinstri- sinna. Samsærið er á þá leið, að þegar vinstrimenn beittu fyrir sig eðlilegri kröfugerð sósíalískra hugsjóna til að skjóta á vald- hroka og gikkshátt Kremlverja, þá höfðu þeir fyrir sið að svara sem svo: Þegið þið armingiar. Ekkert hafið þið til mála lagt, það emm VIÐ sem búum við hinn „raunverulega sósíalisma“. Þetta hafa bandarískir ráðamenn tekið undir fegins hendi: já einmitt, sósíalisminn er í Sovétríkjunum og þar um kring og hvergi nema þar. Með þessu móti vom risa- veldin nokkuð samstiga í því að reyna að f æra villumenn til vinstri í spennitreyju einskonar sögu- legrar nauðhyggju. Sá sem tekur undir gagnrýni á okkur, sögðu Kremlverjar, hann er að „hella vatni á myllur“ íhaldsins og heimsauðvaldsins. Sá sem er eitthvað að brölta með sósíalísk- ar hugmyndir, sögðu þeir fyrir vestan, hann er í raun að grafa undan lýðræðinu, hjálpa Rússum og mun hvergi enda fyrr en í Gú- laginu, eins þótt hann kalli sig sósíaldemókrata í hverju orði. Margir kostir Það er þessi leikur sem höfund- ur Reykjavíkurbréfs stendur í, treystandi á það að lesandinn sé löngu búinn að týna sjálfum sér í öllu því moldviðri sem þyrlað er upp í kringum hugtök eins og sós- íalisma. I þeim mekki er skást að lesa viðbrögð þeirra sem ekki em svo uppteknir af pólitískum stundarhagsmunum, að þeir láti sögu og samhengi lönd og leið. Þegar flokksræðið var að hrynja í Austur-Þýskalandi átti Spiegel fróðlegt viðtal við einn helsta sérfræðing Vestur- Þjóðverja um málefni þess lands, Doris Comelsen. Hún talaði um fáránlegar afleiðingar hins altæka áætlunarbúskapar í Austur- Þýskalandi, sem þó þýddi ekki að öll áætlanagerð væri út í hött. Sósíalismi í efnahagsstýringu, sagði hún, á sér margra kosta völ, engu síður en kapítalisminn sem er allur annar í Bandaríkjunum en í Svíþjóð (margir Bandaríkja- menn telja reyndar að í Svtþjóð ríki sósíalismi). Áætlunarbú- skapurinn, sagði Doris Comels- en, er engin óhjákvæmileg nauð- syn í sósíalisma. Sósíalískar hug- myndir em hugsjónir um heim, sem er laus við arðrán, þar sem menn geta lifað í öryggi og hafa jafnstöðu í byrjun lífsbaráttunn- ar. Þetta em gmndvallaratriði í sósíalisma en ekki áætlunarbú- skapurinn. Margar vistarverur Friederich Engels sagði á sín- um tíma að sósíalismi væri ekki eitthvert tiltekið ástand eða fyrir- komulag sem menn gengju inn í eða sveigðu raunvemleikann undir, heldur hreyfing sem breytti rfkjandi ástandi. Hann varð ekki til vegna „mennta- mannahroka" hinna stjórnlyndu, heldur blátt áfram vegna þess, að gífurlegt djúp var staðfest milli ríkra og fátækra, djúp sem var í sjálfu sér andstætt þeirri gmnd- vallarkröfu að menn væm fæddir jafnir og hefðu rétt til að lifa. Sós- íalisminn er bæði framhald af jafnaðarkröfum kristindómsins, sem gerir auðsöfnun að meiri- háttar synd (sjá söguna um ríka manninn og Lasarus), hann er líka viðleitni til að gera vígorð borgarabyltingarinnar um jafn- rétti og bræðarlag að vemleika, láta hana standa við fögru orðin En hann er ekki heimskirkja með páfa, þótt reynt hafi verið að gera það úr honum. Sósíalistar hafa rifist í hundrað og fimmtíu ár um aðferðir og kröfugerð og fær- ar leiðir og þeir munu halda áfram að gera það. Þeir hafa kall- að sig sósíalista, kommúnista, jafnaðarmenn, stjómleysinga, syndikalista, þeir hafa komið við sögu í samvinnuhreyfingu og kvennahreyfingu. Meðal þeirra hafa verið gjörbyltingarmenn sem aðhylltust svo altæka jafnað- arstefnu að allir skyldu hafa hnífjöfn kjör (og sóttu sumir hvatningu í Postulasöguna um fmmkristnina en aðrir í „menn- ingarbyltingu“ Maós formanns). Meðan aðrir töldu það nægan sósíalisma að koma á sæmilegu félagslegu öryggisneti og láta annað eiga sig. Meðal jaftiaðar- manna hafa verið menn sem vom andstæðir öllu ríkisvaldi og menn sem trúðu mjög á föðurlega for- sjón þess. Sumir hafa trúað á þjóðnýtingu, aðrir á fram- ieiðslusamvinnufélög, enn aðrir á sósíalískan markaðsbúskap. Þessi margbreytileiki getur verið dapurlegur í sinni sundurvirkni, en hann er nauðsynleg forsenda þess að hreyfing geti þróast, bmgðist við aðstæðum, haldið áfram að móta þjóðfélög heimsins eins og hún hefur gert með margvíslegum hætti. Enginn hefur einkarétt á hugsjónum jafnaðar og engum má afhenda slíkan rétt. Og í guðanna bænum: menn skyldu venja sig af því að taka of mikið mark á því hvað menn kalla sig eða em kallaðir. Hugs- um til tveggja einræðisherra: Ce- aucescus hins rúmenska og Marc- osar á Filippseyjum. Mikið var viðskilnaður þeirra líkur: fátækir þegnar og fáránlegar lúxushallir. Það er í rauninni ekki annað en söguleg og landfræðileg tilviljun, að annar valdsherrann réttlætti sig með því að hann væri að berj- ast gegn kapítalisma og hinn með því að hann væri djarfur riddari í slagnum við kommúnismann. Það kom allt út á eitt fyrir fólkið í löndum þeirra. Föstudagur 5. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.