Þjóðviljinn - 05.01.1990, Side 21

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Side 21
MINNING Langt er síðan á mig tóku að sækja þau ótímabæru elliglöp að muna ekki með nákvæmni hve- nær suma fomvini mína bar mér fyrst fyrir sjónir, heldur finnst mér þeir hafi með óskilgreinan- legum hætti verið hluti af lífi mínu frá upphafi þótt svo sé ekki. Óskhyggjan tekur einfaldlega ráðin af skynseminni. Einn þessara manna var Grím- ur M. Helgason. Veit ég þó vel að hann var kominn yfir tvítugt þeg- ar leiðir okkar lágu fyrst saman. Mér kemur í hug sólrautt júlí- kvöld norður á Raufarhöfn fyrir ótal árum. Við vorum þrír að slá upp tómtunnur, því sfldin var far- in að vaða fyrir landi. Hið næsta mér stóð roskinn maður sem ég þekkti ekki. Á grænum bala rétt hjá voru nokkur böm að leik. Allt í einu tekur maðurinn sér hvfld, styður vinstri hendi á tunnubarminn, horfir stundar- lengi með aðdáun á litlu ærsla- belgina og hefst svo uppúr eins- manns hljóði: „Alls staðar em blessuð bömin eins. Alveg sömu gleðilæti og í bömunum á Betle- hemsvöllum”. Vegna þess að manni koma þessir fjarlægu vellir sjaldan í hug nema á jólum varð ég hálfhvumsa, en af innri var- fæmi sem er mér enganveginn alltaf tiltæk gætti ég þess að blanda mér ekki í einræður hans. Nokkm fjær var þriðji tunnarinn að verki: ungur maður, hár og spengilegur, hýr í bragði og bauð af sér einstaklega góðan þokka. Þetta var Grímur. Við hittumst í kaffitímanum og ég vék að und- arlegu tali vinnufélaga okkar. Pá sagði hann mér frá miklum ör- lögum þessa manns sem misst hafði konu sína og fjögur böm í náttúmhamfömm. Til að dreifa hryggðarskýjunum fór hann í siglingu um Miðjarðarhaf með ís- lensku farskipi og kom þá til hinnar helgu borgar. Þessi harm- saga í hóglátri frásögn Gríms hafði djúp áhrif á mig, og efalaust er það þess vegna sem ég rek upp- haf okkar kynna til þessa löngu liðna sumarkvölds þótt sögulega sé það rangt. Grímur kvæntist ungur gáfaðri og fallegri stúlku sem ég hef þekkt frá því hún var barn: Hólmfríði dóttur Sigurðar Áma- sonar og Amþrúðar Stefáns- dóttur í Sandgerði á Raufarhöfn. Peim hjónum og fjölskyldu þeirra bast ég um tvítugt vináttu- böndum sem ekki rakna, og þeg- ar Grímur var orðinn tengda- sonur þeirra urðum við sjálfkrafa bræður í Þrúðu og Sigga í Sand- gerði. Við vomm líka fóstbræður í byggð mikilla jökla, fljóta, sanda og sæva: Suðursveitinni okkar góðu þar sem við höfðum verið vikadrengir í bemsku og heillast fyrir lífstíð af galdri henn- ar. Ofan á allt vomm við báðir Austfirðingar í húð og hár, eignuðum okkur þar firði eins og smali féð og vomm ótrúlega fast- bundnir mannlífi þeirra og sögu. Ég sat fyrir meira en tuttugu ámm marga mánuði yfir ryk- föllnum blaðahaugum í Ríkis- skjalasafninu danska og fór þá hvað eftir annað að rekast á kaupstað sem risið hafði í fymd- inni við Seyðisfjörð, en var löngu týndur og tröllum gefinn. Þá hugsaði ég að þetta þyrfti Grímur að vita og stakk hjá mér öllu sem að höndum bar um höndlunar- stað þennan. Úr því varð síðar hundrað síðna saga. Það var jafnræði með þeim ungu hjónunum, Fríðu og Grími, og farsældarblær yfir öllu þeirra samlífi frá fyrstu tíð, svo mér fannst jafnan sem þau hefðu ver- ið sköpuð hvort fyrir annað. Framan af hjúskaparámm þeirra átti ég til að húsvitja á gamlárs- dag og hef reyndar alltaf haft nánar spumir af þeirra högum. Mér þótti gaman að sjá þessa Grímur M. Helgason Fœddur 2.9. 1927 - Dáinn 26J2. 1989 gæfulegu fjölskyldu vaxa ár frá ári uns orðin vom sjö systkini í húsi. Hið fallega orð bamríkur heyrist nú æ sjaldnar af því að tilefnin hafa þorrið með vaxandi velmegun svo öfugsnúið sem það nú er, en hér hélt merking þess fullu gildi. Þetta vom böm sem ólust upp við sögur og ljóð, og þarf engan að undra þótt skáld sprottið í þeim garði þyki hvað álitlegast þeirra sem nú em að ná fullum þroska. Eftir að Grímur tók við starfi forstöðumanns handritadeildar Landsbókasafns hittumst við á köflum dögum oftar, því hann gætti fjársjóða sem allir eiga er- indi við hafi þeir áhuga á íslenskri menningu. Til einskis var betra að leita en Gríms ef eitthvað vafðist fyrir manni, því hann var vitur, margfróður og hjálpfús með afbrigðum. Hann hlóð ekki undir sjálfan sig: lét sér nægja stól og borðkrfli útí homi og sat þar löngum yfir gulnuðum blöðum milli þess sem hann sinnti safngestum af stakri ljúf- mennsku. Mig gmnar að hann hafi ekki talið sér vandara um en þeim fræðaþulum úr alþýðustétt sem á umliðnum öldum höfðu við bágustu aðstæður unnið furðuleg afrek og áttu nú arfinn sinn undir trúnaði hans. Ég hef fyrir satt að verk þeirra hafi verið honum hjartfólgnust af öllu sem hið gamla virðulega hús við Hverfis- götu geymir. Það fer ekki mörgum sögum af iðju þess sem daglangt og árlangt er önnum kafinn við að slétta úr skjölum, raða í möppur, skrá og skipa í hillur. Jafnvel ævistarf eljumanns er ógerlegt að benda á og segja: öllu þessu kom hann í verk. Það hverfur saman við mörg stórvirki önnur unnin í kyrrþey og virðist svo óttalega smátt hjá öllum þeim grúa sem eftir er, að oft hlýtur maður að undrast að skjalaverðinum skuli ekki fallast hendur. Laun hans eru fólgin í ánægjunni yfir vel unnu verki, þjónustunni við þá sem síðar þurfa á þessum gögnum að halda og verður þá hugsað hlý- lega til þeirra óþekktu handa sem björguðu þeim frá glötun og bjuggu um þau af alúð til varð- veisiu á vísum stað. Önnur verk Gríms í fræðunum eru ósmá að vöxtum og gæðum, en flest sama eðlis og ævistarfið að því leyti að þau láta lítið yfir sér og liggja ekid öðrum en kunn- ugum í augum uppi. Umsjón með útgáfum á bókmenntaarfinum - íslendingasögum, rímum, þjóð- sögum - er ekkert áhlaupaverk, heldur mikil þolinmæðisvinna sem krefst auk yfirgripsmikillar þekkingar ýtrustu vandvirkni, ár- vekni og nákvæmni sem gert get- ur hvern mann gráhærðan. En við lesendur höfum litla hug- mynd um amstur þess sem annað- ist útgáfuna og leiðum varla hug- ann að því þegar við skeiðum yfir greiðfæran textann á prenti. Margir sóttust eftir að fá Grím til að lesa prófarkir af verkum sín- um vegna þess hve vandur hann var að virðingu sinni. Þeir sem fylgt hafa mörgum bókum gegn- um prentverk vita hve seig- drepandi strit þetta er. Prófarka- lesarinn leggur allan metnað sinn í að skila villulausu verki, en má hrósa happi auðnist honum það einu sinni á ævinni. Þó er sú raun- in bitrust þegar einhver afglapinn rekst um leið og hann opnar bók- ina á einu villuna sem prent- smiðjupúkanum tókst að fela fyrir vökulum augum í þremur próförkum eða lauma inn með óskiljanlegum vélabrögðum eftir að aÚt var orðið hreint. Það er mikið lán að hafa notið samfylgdar manns eins og Gríms Helgasonar í meira en fjörutíu ár, og ég er forsjóninni innilega þakklátur. Þegar ég lít yfir okkar löngu kynni minnist ég einskis í fari hans sem ég hefði kosið á annan veg, en mest þótti mér til um mannúð hans, góðvild hans í garð annars fólks lífs og liðins. „Hvers vegna mega menn ekki vera einkennilegir?” sagði hann eitt sinn þegar við vorum að ræða um sameiginlegan kunningja okkar sem er hafsjór af fróðleik, en hefur ekki fallið inní samfélagsmunstur góðborgar- anna og verið hrakinn útúr götu. í skrifi Gríms um Jón í Simbakoti kemur glöggt fram hve vænt hon- um þótti um hinn „þegjandi fjöl- da, sem haldinn var óslökkvandi þrá eftir bókum”. Mér hefur sjaldan brugðið eins og við helfregn Gríms, því hún kom mér algjörlega f opna skjöldu. Ekki eru nema fáar vik- ur síðan ég fór niðrá safn til að rabba við hann. Ekki varð séð að neitt amaði að, hann var glaður í bragði, sagði mér frá dvöl þeirra Fríðu fyrir norðan í sumar leið og nefndi sérstaklega hve gaman hefði verið að ganga með sjó... Kannski völvan hafi séð í gleri sínu og hann ætti eitthvað and- stætt framundan og viljað veita honum það eftirlæti að una eitt sumar enn við náttúruna með konunni sem hann sótti ungur norður í náttleysuna. Þeir eru ófáir sem hefðu viljað vera þess megnugir að heimta þennan gæfumann og góða dreng úr helju, því mannskaðinn sem þjóðin hefur beðið við missi hans er mikill. En enginn má sköpum renna, og því ber að leiðarlokum fremur að þakka fyrir líf hans en leggjast í bölmóð. Blessuð sé minning hans. Ég sendi aldraðri móður hans, eiginkonu, afkomendum og öðr- um nákomnum hugheilar sam- úðarkveðjur. Einar Bragi Grímur Margeir Helgason var fæddur 2. september 1927 að Leifsstöðum í Selárdal í Vopna- firði austur, sonur hjónanna Vig- dísar Magneu Grímsdóttur og Helga Kristins Einarssonar bónda þar. Hann ólst upp í Vopnafirði og síðar á Seyðisfirði, lauk stúdentsprófi frá MA 1948, cand. mag. í íslenskum fræðum frá HÍ 1955. Hann kvæntist 1953 Hólmfríði Sigurðardóttur kennara. Börn þeirra eru: Vigdís, Sigurður, Anna Þrúður, Helgi Kristinn, Grímur, Hólmfríður og Kristján. Grímur var kennari við Bama- og miðskóla Seyðisfjarðar 1948- 49, móðurmálskennari við Versl- unarskóla íslands frá 1955 í tólf ár. Vann í ígripum við Lands- bókasafn íslands 1957-62, fastur starfsmaður handritadeildar 1962-66 og forstöðumaður henn- ar frá 1966 til dauðadags 26.12. 1989. Skrá yfir helstu ritstörf hans fram að 1987 er að finna í Ævi- skrám MA-stúdenta (2. bindi, bls. 186-187), einnigfyllriupplýs- ingar um ætt hans og ævi en hér eru taldar. Reyna og rata verðum vér raunir þcer, (...) dapur er cLauði á ferðum í dag og gær. Svo kvað austfirskt skáld, séra Bjami Gissurarson í Þingmúla, fyrir þremur öldum, og orð hans eiga við þessa dagana sem endra- nær: fjölmiðlar bera fréttir af fjöldavígum í Rúmeníu og um símann berast boð um andlát góðs drengs og kærs vinar, Gríms Margeirs Helgasonar. Um það leyti sem ég var að koma frá prófborði í Háskóla ís- lands árið 1968 varð það úr að ég tæki að mér að búa til prentunar íslendingasögur með nútímastaf- setningu ásamt Grími M. Helga- syni. Eg hafði um skeið verið styrkþegi á þeirri stofnun sem þá hét Handritastofnun íslands og var til húsa í handritasal Lands- bókasafns. Þar hafði ég kynnst Grími sem þar gætti handrita safnsins ásamt Lámsi Blöndal. Nú hófst náið samstarf okkar Gríms að þessu verki um fimm ára skeið. Vissulega tmflaði það persónuleg samskipti að ég dvaldist í Kaupmannahöfn meiri hluta þessa tíma, auk þess sem það olli því vitaskuld að ýmsir snúningar lentu á Grími einum. En bréfaskipti vom tíð og sumrin nýttust vel. Sjálfsagt höfum við Grímur einhvem tíma verið ó- sammála um eitthvað meðan á þessu stóð, þótt það sé mér nú úr minni horfið, en ósáttir vomm við aldrei, og aldrei bar neinn skugga á vináttu okkar. Það var svo gott að vinna með Grími og vera í návist hans að jafnvel lang- setur okkar við samlestur próf- arka vom ánægjustundir, hvort sem lesturinn fór nú fram heima hjá Grími á Kambsvegi eða í ein- hverjum afkima í Safnahúsinu. Einhvem veginn höguðu örlögin því svo að fundir okkar urðu strjálir að verki loknu. Þær bækur sem ég þurfti mest að nota vom oftast fáanlegar nær mínum vinnustað en á Landsbókasafni, og Grímur var ekki einn af þeim sem vom á flakki um bæinn í er- indisleysu. En alltaf vom mót- tökur jafnhlýjar á handritasaln- um þegar færi gafst að líta þar inn. Grímur var fjarri þegar ég leit þar inn síðast liðið sumar. Síst kom mér þá í hug að ég mundi ekki sjá hann oftar. Víst hefði ég viljað fylgja honum síðasta spöl- inn, en pósturinn verður enn sem löngum áður að flytja kveðjur á milli. Þegar hugurinn leitar að orð- um til að lýsa Grími koma ósjálf- rátt upp „ljúfur“ og „hýr“. Grím- ur var Austfirðingur og líkur ýmsum góðum Austfirðingum í sinm hógvæm kímni. Austfirð- ingurinn séra Bjami Gissurarson orti margt í svipuðum anda og einkenndi dagfar Gríms, og ætti reyndar vel við að vitna í eitthvað glaðlegra en línurnar hér að ofan. Grímur var sjálfur æðmlaus mað- ur eftir því sem ég kynntist hon- um. Hvers konar fræðistörf létu Grími vel því að hann var minn- ugur, íhugull og nákvæmur og laus við flas. Verk hans á prenti bera þessu vott. Útgáfa hans á Pontusrímum fyrir Rímnafélag- ið, sem hann gerði í framhaldi af kandídatsritgerð sinni, er ein hin ágætasta í ritum þess. Seinna bjó hann undir prentun Blómstur- vallarímur fyrir sama félag. Á síðustu æviámm vann Grímur mikið starf við útgáfu á Þjóðsög- um Sigfúsar Sigfússonar sem hann tók við af Oskari Halldórs- syni þegar hann féll frá. Margt fleira af fræðatagi hefur Grímur birt, en það á við um hann eins og fleiri safnmenn að mikið af störfum þeirra í þágu fræða sinna er lítt áberandi og stundum nánast ósýnilegt, þótt það sé engu minna virði en það sem menn birta undir eigin nafni. Grímur lagði drjúgt af mörkum við skráningu og lýsingu viðauka við handritaskrár Landsbóka- safns, hann vann ámm saman við skráningu kvæða í handritum frá seinni öldum og mörgu fleim sinnti hann vitaskuld í starfi sínu sem öðmm er kunnugra um en mér. Þá er ótalin aðstoð við rann- sóknir annarra. Lipurð Gríms og ljúfmennsku var viðbmgðið af öllum sem sóttu handritadeildina heim, og ég veit að einu gilti hvort til hans leituðu þekktir fræðimenn, íslenskir og erlendir, ungir stúdentar ellegar sjálf- menntaðir alþýðumenn. Öllum liðsinnti hann af alúð. Það var gott að koma á heimili þeirra Gríms og Hólmfríðar, fá kaffisopa í eldhúsinu og spjalla við þessi gáfuðu og skemmtilegu hjón meðan eitthvað af bama- skaranum var á ferðinni út og inn. Þau áttu sérstöku barnaláni að fagna, og hef ég'lítillega fengið að kynnast því sem kennari. Ekki er að efa að það hefur oft verið erfitt að ala önn fyrir svo stóram hóp.Þáhefurþaðsj álfsagt komið sér vel að Grímur var vinnusamur og velvirkur við frágang texta, svo að margir vildu fegnir fá hann til verka. Hætt er þó við að launin hafi ekki alltaf verið svo há sem maklegt hefði verið. Ég er fávís um eilífðarmálin og finnst sú huggun best þegar góðir vinir falla frá að lífið hafi gefið þeim mikið og þeir okkur sam- ferðamönnum. En ef trú séra Bjama Gissurarsonar hefur verið eitthvað nærri lagi vænti ég hann komi út á hlað í Himnaríki, þegar Grím ber þar að garði, til að taka á móti þessum góða Austfirðingi, sem hefur hirt svo vel um kvæða- handrit hans sjálfs og annarra, og fari t.d. með þessi vísuorð sem hann kvað eitt sinn til að fagna páskum: Kom þú, vinur, kunningi minn, Kristur býður þér góðan dag; blakar að vöngum vindurinn varmur og fœrir allt í lag. Vésteinn Ólason í dag er til moldar borinn Grímur M. Helgason, forstöðu- maður handritadeildar Lands- bókasafns. Hann lézt 26. des- ember á 63. aldursári, af því meini, er flestum verður að fjör- tjóni fyrir aldur fram nú á tímum. Ég á því láni að fagna að hafa verið starfsfélagi Gríms undan- farin þrjú ár, og ég mat hann því meira sem ég kynntist honum betur. Hann var maður dagfars- prúður og lét lítið yfir sér, en gjörhugull á það sem vera skyldi og fastur fyrir þegar á því reyndist þörf. Hann lagði mikla alúð við öll sín fræðiverk og bar mjög fyrir brjósti hag deildar sinnar og stofnunar. Það var ekki fyrr en um hádeg- isbil 28. nóvember að hann stóð í síðasta sinn upp frá borði sínu í handritadeild og hélt heim, sökum sjúkleika. Má slíkt ótrú- legt þykja, eins þjáður og hann hlýtur að hafa verið orðinn, svo skammt sem hann átti eftir ólifað, en lýsir þeim styrk er hann bjó yfir til hinztu stundar. Þessi fáu kveðjuorð eiga að- eins að tjá, hversu mér þykir mik- ils misst við fráfall Gríms M. Helgasonar. Ég veit að aðrir, sem lengur þekktu hann, munu gera ítarlega grein fyrir lífi hans og störfinn við þessi leiðarlok. Ég votta samúð mína ekkju hans Hólmfríði Sigurðardóttur, bömum þeirra, bamabömum, aldraðri móður og venzlafólki. Ogmundur Helgason Föstudagur 5. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.