Þjóðviljinn - 05.01.1990, Page 23

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Page 23
aði nokkur ár sem aðstoðarmað- ur iðjuþjálfa og síðar hand- menntaþjálfi á Kleppsspítala en hefur verið kennari við Safamýrarskóla í Reykjavík frá 1983. Böm þeirra Hólmfríðar og Gríms em: Vigdís, f. 1953, kennari og rit- höfundur. Sigurður, f. 1955, rafmagns- tæknifræðingur, kvæntur Bimu Þórunni Pálsdóttur fatahönnuði. Anna Þrúður, f. 1956, nem- andi við Kennaraháskóla íslands, unnusti Sigurþór Hallbjömsson offsetljósmyndari. Helgi Kristinn, f. 1958, ís- lenskukennari við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, hefur lokið námi til cand. mag.-prófs í bók- menntafræði nema lokaritgerð. Grímur, f. 1961, lögreglu- maður, kvæntur Ásu Magnús- dóttur viðskiptafræðingi. Hólmfríður, f. 1965, nemandi í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands, unnusti Birgir Hákonar- son vélaverkfræðingur. Kristján, f. 1969, nemandi í sálarfræði við Háskóla íslands, unnusta Lára Helen Óladóttir, nemandi við íþróttakennara- skólann á Laugarvatni. „Ó, hann má ekki deyja, hann er svo góður!” Þessi einlægu, ósjálfráðu viðbrögð yngstu dótt- ur minnar, kominnar til fullorðinsára, við fregninni um að heimilisvini okkar, Grími M. Helgasyni, væri ekki hugað líf, bera því glöggt vitni hvem hug samferðamennirnir báru til hans, jafnt þótt kynslóðabil aðskildi. Ég minnist Gríms fyrst úr Menntaskólanum á Akureyri þar sem hann var einum bekk á undan mér í námi. Ég kynntist honum þó ekkert persónulega á þeim árum, man hann aðeins sem háan, grannan og bjartleitan pilt sem ég veitti athygli á göngum skólans. Og einhverju sinni leitaði hann til mín um efni, er hann var ritstjóri skólablaðsins Munins. Þá munum við fyrst hafa ræðst við. Leiðir okkar Gríms lágu saman í Háskóla íslands, þar sem við lögðum báðir stund á íslensk fræði, svo og á Nýja Garði. Með okkur tókust fljótt kynni og góð vinátta sem hélst æ síðan, kom þar hvort tveggja til, sameigin- legur áhugi okkar á íslenzkum bókmenntum og áþekk viðhorf til manna og málefna. Skipuðum við okkur báðir snemma á há- skólaárum okkar í flokk róttækra stúdenta. En það kom fleira til. Er mænuveikifaraldurinn herjaði á Akureyri veturinn 1948-49 var MA lokað um nokkurt skeið í nóvember/ desember. Þá hófum við fjórir bekkjarfélagar, sem vorum svo lánsamir að veikjast ekki, að spila bridge. Við tókum upp þann þráð að nýju veturinn eftir, þá komnir í háskóla og á Nýja Garð. Kölluðum við spila- félagið Fjarkann. Er einn okkar félaganna dró sig í hlé á öðru ári kom það eins og af sjálfu sér að Grímur var tekinn inn í félags- skapinn og varð hann fljótt „makker” minn. Margt góðra bridgespilara var þá í háskólan- um, s.s. Stefán Guðjohnsen, Ás- mundur Pálsson, Indriði Pálsson, o.fl. og var bæði efnt til sveita- og tvímenningskeppni innan skól- ans veturinn 1953-4 með mikilli þátttöku. Hafnaði Fjarkinn að mig minnir í 3. sæti í sveita- keppninni. Við Grímur urðum einnig í 3. sæti í tvímenningnum og sveitarfélagar okkar, Bjöm Hermannsson og Geir Jónsson í 4. sæti. Mátti þetta teljast sæmi- legur árangur. En þar með var líka keppnisferli okkar lokið og alvara lokaprófa og lífsbaráttu tók við. Garðsvist Gríms varð ekki löng. Hann hafði þá þegar kynnst konuefni sínu, Hólmfríði Sigurð- ardóttur, og gengu þau í hjóna- band 1953. Var það mikið gæfu- spor beggja. í upphafi hjúskapar þeirra, er Fríða gekk með fyrsta bamið og allt virtist leika í lyndi, MINNING aðeins böm Gríms sem nutu bamelsku hans. Man ég glöggt í því sambandi að dætur mínar ungar sóttust eftir því að fá að sitja í fanginu á Grími og „horfa á eitt spil” er við spiluðum heima hjá mér. Eftir nokkurra ára hlé vegna námsanna og fjarvista úr bænum tókum við spilafélagamir í Fjark- anum upp þráðinn að nýju á haustdögum 1959. Þá var að vísu einn horfinn úr hópnum, Geir Jónsson læknir, sem dvaldist er- lendis við nám og störf og lést fáum árum síðar löngu fyrir aldur fram. Hans skarð fyllti Sölvi Eysteinsson, skólabróðir okkar allra og bekkjarbróðir Gríms úr MA. Héldum við síðan hópinn sleitulaust í 30 ár. Vomm við að hefja 31. spilavertíðina þegar Grímur veiktist. Við spiluðum síðast heima hjá þeim Fríðu og Grími um það bil viku af nóvember. Virtist Grímur þá enn heill heilsu en hafði fundið til nokkurrar þreytu síðustu vik- umar, sagði hann mér síðar. Er ég hringdi til hans eftir hálfan mánuð til þess að boða til spila- kvölds heima hjá mér, sagði hann mér að hann hefði kennt lasleika fyrir um viku og farið til læknis sem uppgötvaði að hann var kominn með alvarlega innvortis meinsemd og bjó hann undir hið versta. Er skemmst frá því að segja að ítarleg rannsókn leiddi í ljós að um var að ræða krabba- mein í ristli. Var Grímur skorinn upp rétt fyrir jólin en þá var það orðið of seint. Ég kom til hans á Þorláksmessu, var hann þá að vonum máttfarinn en þó óraði mig ekki fyrir því er ég kvaddi hann að svo skammt væri eftir. Það var okkar síðasti fundur. í 30 ár hittumst við spilafé- lagamir að jafnaði hálfsmánaðar- lega yfir veturinn. Við spiluðum aðeins okkur til ánægju og tókum ekki þátt í keppni utan einn hausttíma fyrir nokkmm ámm er við spiluðum hjá Skagfirðinga- félaginu. Frá sjónarmiði keppnis- manns hjökkuðum við alltaf í sama farinu, notuðum auk heldur Vínarsagnkerfið sem nú ku löngu úrelt. Engu að síður færði þetta okkur, eða a.m.k. mér, andlega endumæringu samfara skemmtuninni. Við blönduðum geði hver við annan og við eigin- konurnar og bömin og kmfðum landsmálin og heimsmálin til mergjar yfir kaffinu og kökunum sem konumar framreiddu af rausn. í þeim umræðum var Grímur skeleggur málsvari lítil- magnans, þeirra stétta þjóð- félagsins sem alltaf hafa átt og eiga sífellt í vök að verjast, því hann var einlægur liðsmaður bar- áttunnar fyrir jafnrétti, þjóðfrelsi og betri.heimi. Og í vöm og sókn fyrir þann málstað tók Fríða þátt engu síður en Grímur, einkum í sambandi við kvennabaráttu síð- ustu ára. Þótt skoðanir væm stundum skiptar og mál sótt og varin af sannfæringu og kappi, féllu aldrei styggðaryrði, enda virtum við ætíð skoðanir hvers annars. Og aldrei deildum við heldur við spilaborðið. Minnis- stæðust er mér þó helgardvöl sem við hjónin fem áttum í Herdísar- vík í maímánuði fyrir allmörgum ámm. Þar var mikið spilað, spjallað, sungið og glaðst um bjarta vomótt. En nú ríkir ekki lengur stund gleði heldur sorgar. Fyrir hönd okkar spilafélaganna og fjöl- skyldna okkar votta ég eiginkonu Gríms, aldraðri móður hans, bömum, bamabömum, syst- kinum og öðmm ættingjum og venslafólki innilegustu samúð. Megi sú vissa vera þeim huggun harmi gegn, að góðir menn lifa þótt þeir deyi. Og þeir lifa ekki aðeins í minningunni. Þeir lifa í afkomendum sínum, í verkum sínum, í þeim áhrifum sem þeir höfðu á samferðamenn sína. Og áhrifin frá Grími vora góð og munu vara meðan við lifum sem vomm svo gæfusöm að þekkja hann náið. Sigurður V. Friðþjófsson Til viðskiptavina Á.T.V.R. Vinsamlegast athugið að mánudaginn 8. janúar opna skrifstofur Á.T.V.R. í nýju húsnæði að Stuðlahálsi 2, 110-Reykjavík. Nýtt símanúmer er 91-60 77 00. Birgðageymslur tóbaks og framleiðsla iðnaðar- vöru verður áfram í Borgartúni 7. Unnt verður að greiða reikninga fyrir tóbak og iðnaðarvöru í birgðageymslum tóbaks. MYNDLISTA- OG HANDÍÐASKÓLI ÍSLANDS Myndlistanámskeiö á vormisseri. FYRIR BÖRN OG UNGLINGA. Örfá sæti eru laus í eftirtöldum flokkum: 2. fl. 6-8 ára þriöjud. + fimmtud. kl. 09:00-10:20 3. fl. 6-8 ára mánud. + miövikud. kl. 13:30-14:50 6. fl. 9 -11 ára fimmtudaga kl. 13:30-15:30 7. fl. 11-13 ára mánud. + miðvikud. kl. 15:00-16:20 8. fl. 11-13 ára þriöjud. + föstud. kl. 15:00-16:20 10. fl. 13-16 ára fimmtudaga kl. 16:00-18:00 Kennari: Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir. Nýtt unglinganámskeiö: Teiknun og grafík. 9. fl. 13-16 ára mánud. + miövikud. kl. 16:30-17:50 Kennari: Sigurborg Stefánsdóttir KVÖLDNÁMSKEIÐ. Teikning fyrir fulloröna. (Aöaláhersla á módelteikningu) Fyrir byrjendur: Teikning I mánud. + fimmtud. kl. 17:30-19:30 Kennari: Kristín Arngrímsdóttir Teikning I þriöjud. + föstud. kl. 17:30-19:30 Kennari: Eyþór Stefánsson Teikning I þriöjud. + föstud. ki. 20:00-22:00 Kennari: Eyþór Stefánsson Fyrir lengra komna: Teikning II mánud. + fimmtud. kl. 20:00-22:00 Kennari: Kristín Arngrímsdóttir Teikning II miövikudaga kl. 19:20-22:00 Kennari: Auöur Ólafsdóttir Námskeiðin hefjast mánudaginn 15. janúar n.k. og standa tii aprílloka. Innritun á skrifstofu skólans næstu daga frá kl. 9 -12 og 13 -15. Skipholti 1, 105 Reykjavík, sími 19821. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma Guðmunda Guðmundsdóttir frá Hurðarbaki, Skólavöllum 8, Selfossl verður jarösungin frá Selfosskirkju laugardaginn 6. janúar n.k. kl.13.30. Krlstján S. Guðmundsson Guðmundur G. Kristjánsson Sólveig R. Frlðrlksdóttlr Haraldur M. Kristjánsson Guðlaug Guðmundsdóttlr Lárus Þór Kristjánsson og bamaböm dró þó skyndilega bliku á loft. Grímur veiktist hastarlega af botnlangabólgu og var botnlanginn spmnginn er hann var skorinn upp. Afleiðingin varð sú að hann fékk svæsna líf- himnubólgu svo honum var um skeið ekki hugað líf. Við félagar hans og skólabræður á Garði fylgdumst milli vonar og ótta með framvindu sjúkdómsins og skipu- lögðum m.a. blóðgjöf, en þá var blóðbankinn ekki tekinn til starfa. Ég man ailtaf daginn sem sköpum skipti. Við sátum í síma- herberginu á Nýja Garði nokkrir saman, þögulir og hnípnir, og biðum frétta af sjúkrahúsinu. Læknarnir höfðu lagt Grím aftur á skurðarborðið upp á líf og dauða. Loks kom fréttin. Þeir höfðu opnað skurðinn á ný, hleypt út greftri og hreinsað kvið- arholið. Við það létti sjúklingn- um og nú þótti loks sýnt að hann væri kominn yfirþað versta. Ég man enn léttinn og feginleikann. Kraftaverkið hafði gerst. Mér varð hugsað til þessa atburðar er Grímur gekkst undir uppskurð vegna krabbameins í ristli rétt fyrir jólin og Fríða sagði mér að ekki hefði tekist að komast fyrir alla meinsemdina, hún hefði ver- ið orðin of útbreidd. Ég vonaði að enn myndi kraftaverk gerast. Sú von brást. Þrátt fyrir langa veikindalegu lauk Grímur cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum á tilsettum tíma vorið 1955 með I einkunn. Fyrir lokaritgerðina hlaut hann I ágætiseinkunn, en því höfðu að- eins tveir aðrir náð á undan hon- um. Fjallaði ritgerðin um Pontus- ar rímur Magnúsar prúða og sá Grímur síðar um útgáfu rímn- anna á vegum Rímnafélagsins. Þama kom glöggt fram að Grím- ur var búinn öllum bestu kostum fræðimannsins: Nákvæmni, vandvirkni, glöggskyggni, þolin- mæði og eljusemi, enda átti meginstarfsvettvangur hans eftir að verða á sviði fræðimennsku og útgáfustarfsemi. Að háskólaprófi loknu réðst Grímur til starfa við Verzlunar- skólann og kenndi þar íslensku í 12 ár. Hafa gamlir nemendur hans sagt mér að hann hafi verið afbragðs kennari og minnast hans með þakklæti og virðingu bæði sem kennara og manns. En hugur Gríms stóð til annars en kennslu og 1958 hóf hann ígripastörf við Landsbókasafn ís- lands. Starfsmaður handrita- deildar gerðist hann 1962 og varð forstöðumaður hennar 1966. Samfara starfinu stundaði Grím- ur ritstörf og fræðimennsku og liggja m.a. eftir hann ýmsar greinar í Árbókum Landsbóka- safns, en auk þess fékkst hann mikið við útgáfustarfsemi. Tvö stærstu verk hans á því sviði era íslenskar fomsögur. íslendinga- sögur I-IX, sem hann sá um út- gáfu á ásamt Vésteini Ólasyni, og Þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar I- JO, er hann bjó til útgáfu ásamt Óskari Halldórssyni og Helga Grímssyni, syni sínum. Þau Hólmfríður og Grímur eignuðust sem áður segir sjö böm er lifðu og öll em uppkomin, en eina dóttur, tvíbura á móti Önnu Þrúði, misstu þau rétt eftir fæð- ingu. Varð þeim það mikil lífs- reynsla. Engu að síður hafa þau átt miklu bamaláni að fagna því öll em böm þeirra hið mannvæn- legasta fólk eins og ætt og uppeldi stendur til. Það er ekki létt verk að fram- fleyta níu manna fjölskyldu,búa henni gott heimili og koma sjö bömum til manns, en þau Fríða og Grímur vom bæði dugleg og einstaklega samhent og reyndust því hlutverki fullkomlega vaxin. Veit ég að vinnudagurinn hefur oft verið langur hjá þeim báðum, en hitt veit ég líka að þau hafa ekki talið það eftir sér. Þekki ég af langri viðkynningu að þau hafa ætíð veitt hvort öðm þann styrk sem hjón geta bestan veitt maka sínum. Ég minnist þess einkum hve Grímur var natinn við bamauppeldið. Og það vom ekki Föstudagur 5. janúar 1990 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA JÍ3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.