Þjóðviljinn - 05.01.1990, Side 25

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Side 25
Af skákdæmum Jólaskákþrautir dagblaðanna endurvöktu áhuga minn á þessu formi skákarinnar sem ekki alltof margir gefa gaum að. Af íslensk- um skákpistlahöfundum stendur Guðmundur Arnlaugsson uppúr. Hann hefur ekki aðeins birt þrautir og dæmi í þáttum sínum heldur einnig geflð út rit um þessi efni: Skáldskapur á skákborði. Eftir því sem ég hef komist næst er um skiptingu að ræða í annarsvegar skákþrautir, mát í svo og svo mörgum leikjum, og hinsvegar skákdæmi: hvítur leikur og vinnur, heldur jafntefli o.s.frv. Þaðererfitt aðgerauppá milli en skákdæmin eru oft stærri í sniðum og gefa meira svigrúm til frumlegra lausna. í upphafi aldarinnar kom fram, flestir í Rússlandi og síðar Sovétr- íkjunum, afar snjallir skákdæma- höfundar sem sköpuðu stórkost- leg dæmi. Sumir þeirra unnu úr sama þemanu aftur og aftur og ég ætla að gefa sýnishom af því hvemig allt að því ótrúlega ólíkar stöður geta átt svipaðar lausnir. Við byrjum á einn frægustu skákþraut allra tíma: a b c d e f g h Hvítur leikur og vinnur. Þetta afar tæra og einfalda dæmi eftir Barbier birtist í skosku blaði árið 1895. Og lausnin er eftirfarandi: 1. c7 Hd6+ 2. Kb5 Hd5+ 3. Kb4 Hd4+ 4. Kb3 Hd3+ 5. Kc2 Hd4!! (Með hugmyndinni 6. c8 (D) Hx4+! 7. dxc4 og svartur er patt.) 6. c8 (H)!! (Hótar máti með 7. Ha8+ o.s.frv.) 6. .. Ha4 7. Kb3! - Tvöfalt uppnám. Svartur getur bjargað hróknum en þá kemur 8. Hcl mát. Það skemmti- lega við þetta dæmi er að Barbier stillti dæminu upp með orðunum: Hvítur leikur en svartur heldur jafntefli. Þá kom enn til skáksög- unnar spænskur klerkur, að þessu sinni Femando nokkur Sa- avedra, sem kvað upp þann dóm að dæmið væri gullfallegt en hvít- ur ætti að vinna! Hann fann nefnilega hinn glæsilega sjöunda leik. Sfðan hefur verið rætt um Saavedra-þemað. a b c d e f g h Hvftur leikur og vinnur. Þessi er eftir Troitzky, einn frægasta skákdæmahöfund allra tíma. En hvað á dæmið sameiginlegt með því sem kom á undan? 1. h7 Hg5+ 2. Kxd6 Hxh5 3. Kc7! (Hótar 4. Ha2 mát.) 3. .. Be6 4. Kb8! (Ekki af baki dottinn. Hótunin er 5. Hd6 mát.) 4. .. Bd5! (Svartur verst snilldarlega. Það er alls ekki augljóst hvað vakir fyrir honum.) 5. HxdS! Hxd5 (Gildran er fullkomnuð. Ef nú 6. h8 (D) þá 6... Hd8+!! 7. Dxd8 og svartur er patt. Kannast menn við þemað? 6. h8 (H)!! Hd6 (Þvingað vegna hótunarinnar 7. Hh6+ og mátar.) 7. Kc7 - Með tvöfaldri hótun, 8. Ha8 mát og 8. Kxd6. Svartur er glat- aður. Að lokum eitt dæmi fyrir les- endur að glíma við: a b c d e f g h Hvítur leikur og heldur jafii- tefli. Lausnin birtist í næsta þætti. Skákþing Reykjavíkur hefst á sunnudag Skákþing Reykjavíkur fyrir árið 1990 hefst næstkomandi sunnudag kl. 14 í skákheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxa- feni. Tefldar verða 11 umferðir í opnum flokki en Skákþing Reykjavíkur er að því leyti til frá- brugðið Haustmóti TR að ekki er raðað niður í riðla. Teflt verður sunnudaga, miðvikudaga og föstudaga. Keppni í unglinga- flokki hefsst svo laugardaginn 13. janúar. Þar verða tefldar 9 um- ferðir eftir Monrad kerfi. HELGI ÓLAFSSON Föstudagur 5. Janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25 & Margrét Ólafsdóttir túlkaði bamslegu hræðsluna fullkomlega þótt vissulega væri nokkuð djarflega teflt. Fagmenn á kunnum slóðum Steinbarn, Nýársleikrit Sjónvarpsins. Handrit: Kristján Friðriksson, Vilborg Einarsdóttir. Leikstjóm, klipping: Egill Eðvarðsson. Kvikmyndataka: Karl Óskarsson. Leikendur: Lifja Þórisdóttir, Rúrik Haraldsson, Margrét Ólafsdóttir, Klara íris Vigfúsdóttir, Hallmar Sig- urðsson, Sigurður Karlsson, Þráinn Karlsson, Sigurþór Albert Heimis- son, Sólveig Aniardóttir. Nýársleikrit Sjónvarpsins hafa notið hvað mestrar athygli slíkra verka frá þeirri stofnun í gegnum tíðina, enda ágætt að hneykslast yfir því um leið og kvartað er yfir lélegu áramótaskaupi. Verkið sem sýnt var að þessu sinni var gert eftir verðlaunahandriti Vil- borgar Einarsdóttur og Kristjáns Friðrikssonar og náði í úrslit í samkeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Það kom líka á daginn að hér var hreint ágætlega að verki staðið og ólíklegt að áhorfendur hafi séð eftir þessum hálfa öðrum tíma við skjáinn. Líta má á Steinbam sem ramm íslenskt verk og því kunna ýmis tákn sem fyrir koma að þykja heldur klisjugjöm. Sögð er saga ungrar konu við nám í kvik- myndagerð erlendis, sem kemur heim til íslands til að vinna að handriti um sjávarháska við ís- landsstrendur mörgum áratugum fyrr. Hún fer vitaskuld á slóðir atburðanna en á eyðilegum staðnum em aðeins roskinn vita- vörður og systir hans. Snemma tekur rannsókn hennar breytta stefnu þarsem slysið sjálft verður aukaatriði og þegar fráskilin kon- an fær dóttur sína og fyrrum eiginmann í heimsókn er atburð- arásinni hmndið óhindrað af stað. Gott og vel, þessi þráður gæti allt eins gilt um útlendan trylli en hér höfum við þó ýmis sér íslensk fyrirbrigði. Einhver frómur mað- ur (svo maður noti orðalag for- sætisráðherra) sagði Steinbam nákvæmlega einsog önnur léleg íslensk leikrit með öllu til- heyrandi: sifjaspell, geðveik kona, morð og jafnvel annað, slatti af hrikalegu landslagi, svo ekki sé minnst á dæmigerðar hjónaerjur og misheppnaðar til- raunir manneskjunnar til að vinna ötullega að ákveðnu verk- efni í einangmn. Ég er nú reyndar ekki tilbúinn til að skrifa uppá þetta en í þessu felst ugg- laust sannleikskom. í Steinbami er sagan brotin upp á nokkuð lipran hátt og áhorfandinn kemst alltaf nær sannleikanum, rétt einsog sögu- hetja okkar. Þetta er einn helsti styrkur verksins þarsem upp- lausn myndfrásagnar er einkar vel úr garði gerð. Sagan gengur nokkuð hægt fyrir sig í upphafi sem var að mínu mati kostur frek- ar en hitt. Egill Eðvarðsson leik- stýrir betur en oft áður og minnti stjórn hans nokkuð á Húsið sem hann gerði fyrir allnokkm, en slæmu kaflamir fengu mann til að hugsa til Djáknans misheppnaða. Reyndar veit ég ekki hví Egill var fenginn í þetta verk - þótt honum farist tæknileg verkstjóm vel úr hendi - og mætti halda áð íslend- ingar væm uppiskroppa með leikstjóra! Miðað við verk Egils sem í boði var á hinni stöðinni þetta kvöld er þó ekki hægt að kvarta. Með Agli á bak við mynd- avélina stóð Karl Óskarsson sem vinnur enn einu sinni snjallt starf. En þrátt fyrir góða tæknivinnslu kom á óvart hve stúdíóleg leik- myndin var innandyra. Ekki emm við þó á flæðiskeri stödd með leikara en vel hefur verið valið í flest hlutverk að þessu sinni. Lilju Þórisdóttur tekst ágætlega upp í vandasömu hlutverki þótt sannfæringarkraft- ur hennar hefði brostið í heitustu tilfinningasenum. Rúrik Har- aldsson var hinsvegar sá sem náði mestu róti á huga manns með hæglátum og slungnum leik sem magnaðist í takt við verkið sjálft. Systur hans geðveiku leikur Mar- grét Ólafsdóttir og túlkaði hún bamslegu hræðsluna fullkomlega þótt nokkuð djarflega væri lagt af stað með geðheilsu hennar í upp- hafi. Aðrir leikarar standa yfir- leitt fyrir sínu, Klara íris er heil- landi engu síður en í í skugga hrafnsins, Hallmar er mátulega óþolandi og ánægjulegt var að sjá Sigurð Karlsson í öðm hlutverki en fyllibytta eða dusilmenni. Eftir þær umræður sem skapast hafa um síðustu verk Sjónvarps- ins er Steinbam vafalaust vatn á myllu leikritaformsins. Þótt fátt nýtt hafi í raun litið dagsins ljós með þessu verki var sagan fag- mannlega sögð í hvívetna og hafði áhorfandinn því, þegar öllu er á botninni hvolft, eftir ein- hverju að bíða þegar upp var staðið. Óvæntur glaðningur Sérsveitin Laugarásvegi 25, sýnd í Regnboganum. Lslen.sk, árgerS 1989. Handrit og leikstjóm: Óskar Jónasson. Kvikmyndataka: Stephen MacMillan. Tónlist: Björk Guðmundsdóttir. Hljóð: Kjartan Kjartansson Aðalhlutverk: lngvar Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson, Olafia Hrönn Jónsdóttir, Sigrún Edda Bjömsdótt- ir, Hilmar Jónsson, Pétur Einarsson, Soffia Jakobsdóttir. Furðulega hljótt hefur farið fyrir þessari íslensku stuttmynd þar til nú, þegar hún er sýnd við góðar undirtektir. Óskar Jónas- son heitir hann pilturinn sem heiðurinn á af þessu verki, sem er eitt það fmmlegasta, skemmti- legasta og barasta vel heppnað- asta sem sést hefur síðustu miss- eri. Að vísu, kunna einhverjir að segja, er þetta aðeins stuttmynd og því ekkert að marka sem er vitaskuld alrangt. Það hefur reynst mörgum snillingnum fjötur um fót að gera góða kvik- mynd sem aðeins er um hálfur klukkutími í sýningu. Sérsveitin Laugarásvegi 25 heitir hún, eða bara SSL 25 eins- og þeir kalla sig í daglegu tali. Söguþráðurinn er allt að því frá- hrindandi: Sérsveitin er h'tið fjöl- skyldufyrirtæki sem hefur það að markmiði sínu að bjóða hinni einu sönnu Víkingasveit byrginn. Þegar piltamir losna undan ógn- arstjóm föður síns um stund eiga þeir sjálfir að stjóma æfingum í sveitum íslands með kvinnur sínar sér til fulltingis. Strax kem- ur í ljós að ekki er allt með felldu í hugarfari fjölskyldunnar og rek- ur hver atburðurinn annan á einkar skemmtilega vísu. Strákamir em hver öðmm bamalegri í hugsun og atferli og minnti persónusköpun þeirra oft á gengi í myndum einsog Vita- skipi Skolimowskis eða Raising Arizona eftir Coen-bræður. Þeir em allt í senn, ofbeldishneigðir ribbaldar, kjánar, stríðnispúkar og eiginlega forheimskir í flestu tilhti - misjafnlega þó. KalUnn er trúlega mglaðastur allra og hefur ömgglega átt erfitt með að sætta sig við föðurland sitt. Varla þarf að sálgreina perón- ur myndarinnar betur, en þessi frísklega kómedía mætti fá enn meiri athygU. Óskar Jónasson er greinilega nafn sem á eftir að heyrast nefnt oftar í íslenskri kvikmyndagerð, en hann hefur síðustu misseri gert flest tónUst- armyndbönd Sykurmolanna. Koma hans í íslenska kvikmynda- gerð er ekki síður skemmtileg fyrir þær sakir að nú em um tíu ár Uðin frá því að „fyrsta íslenska kvikmyndin“ var frumsýnd. KVIKMYNDIR ÞORFINNUR ÓMARSSON

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.