Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 05.01.1990, Blaðsíða 28
Er konungur kafaranna óprúttinn braskari? Við lifum á tíma hinna miklu afhjúpana. Nú er komið að því að skoða hinn fræga franska kafara, haflífsskoðara og kvikmyndara, Jacques Cousteau, og slíta af hon- um gieislabaug bæði fræðimanns og náttúruverndara. Cousteau hefur um öll heimsins höf farið með sínu liði, kafað og filmað og sent frá sér áttatíu bækur og hundrað heimildarmyndir. Par kemur hann fram sem baráttumaður gegn eyðileggingu náttúrunnar. Og hefur sem slflcur hlotið marg- háttaða viðurkenningu. Hver er mafturinn? Cousteau hefur sjálfur svo að orði komist að í rauninni lifði hann í fflabeinstumi. „Enginn þekkir mig,“ segir hann. Nú hef- ur Bandaríkjamaður einn, Ric- hard Munson, tekið að sér að skoða líf og feril Cousteus ræki- lega og gefið út bók mikla sem varpar heldur en ekki skugga á afrek hins fræga Frakka. Höfuðinntak ásakananna er það, að Jacques Cousteau hafi gert sér ótvíræðan árangur sem hann og hans menn hafa náð f köfun og kvikmyndun neðan- sjávar að féþúfu sem hvorki eigi mikið skylt við fræðimennsku né heldur náttúruvemd. Hann hafi mikið gert af því að sviðsetja at- burði úr lífi hafsins, einatt með grimmdarlegum aðferðum og án þess að minnsta virðing sé fyrir vísindum borin. Grimmt leikhús Dæmi: Þegar Cousteau vann að myndum um hákarla og þeirra grimmd lét hann slátra höfrung- um í stómm stíl til að ala hákarl- ana á og ná sem bestum myndum af kjafti þeirra skelfilegum. Hann falsaði „vinsamlega aðstoð“ tveggja sæljóna við kvikmynda- tökur með því að þjálfa þau lengi í þró um borð í skipi sínu. Þegar svo annað sæljónið strauk frá Co- usteau og hans mönnum var það elt uppi og þvingað til meiri kvik- myndavinnu og drapst stuttu síð- ar. Cousteau ku einnig hafa esp-, að friðsemdarkvikindi sjávarins til blóðugra átaka til að næla sér í fleiri og sögulegri filmubúta. Þá hefur hann látið skjóta sprengju- skutlum í hvali og hákarla til að gera tilraunir með „lífskraft“ þeirra. Og náttúruvemdarinn hefur leitað að neðansjávarhellum fyrir franska stóriðjuhölda til að þeir mættu fela þar eitraðan úrgang framleiðslu sinnar. Bókarhöfundur rifjar og upp í miskunnarleysi sínu ævintýra- legar áætlanir um búsetu manna á Menn Cousteaus að störfum: Sviðsetningar neðansjávar. hafsbotni, sem Costeau bar fram í upphafi sjöunda áratugarins, og féllu margir ráðamenn í stafi yfir. Þessi staðleysa komst svo langt, að sökkt var tilraunahúsi sem vóg 140 tonn á 100 metra dýpi úti fyrir Monte Carlo. íbúamir sex áttu að anda að sér helíumblöndu og stunda þangbúskap. Allt fór það í vaskinn tiltölulega fljótt og hefur enginn minnst á neðansjávar- borgir síðan. Cousteau: Frægð á hæpnum for- sendum? Frá og meö 1. janúar 1990 skulu starfsmenn greiða 4% iðgjald af öllum launum til lífeyrissjóða og atvinnurekendur með sama hætti 6%. Til iðgjaldaskyldra launa telst m.a. yfirvinna, ákvæðisvinna og bónus. Með auknum iðgjaldagreiðslum ávinna sjóðfélagar sér aukinn lífeyrisrétt! M Lsj. byggingamanna M Lsj. M Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar M Lsj. M Lsj. Félags garðyrkjumanna M Lsj. M Lsj. framreiðslumanna M Lsj. M Lsj. málm- og skipasmiða M Lsj. M Lsj. matreiðslumanna M Lsj. M Lsj. rafiðnaðarmanna M Lsj. M Lsj. Sóknar M Lsj. M Lsj. verksmiðjufólks M Lsj. M Lsj. Vesturlands M Lsj. M Lsj. Bolungarvíkur . M Lsj. M Lsj. Vestfirðinga M Lsj. M Lsj. verkamanna, Hvammstanga M Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði Iðju á Akureyri Sameining, Akureyri trésmiða á Akureyri Björg, Húsavík Austurlands Vestmanneyinga Rangæinga verkalýðsfélaga á Suðurlandi Suðurnesja verkafólks í Grindavík Hlífar og Framtíðarinnar bygg. iðnaðarmanna í Hafnarf. SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA Samræmd lífeyrisheild

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.